Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 1.259.000 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Verð frá m. vsk Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Útsala Opið laugardag kl. 12-15 Bonito ehf. • Praxis • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími 568 www.praxis.is • Opið mán. og mið. 13-17, fim. 16-18 • Síminn alltaf opinn 2870 Pantið vörulistahjá okkurpraxis@praxis.is 50% afsláttur af öllum úlpum Aðeins á morgun, laugardag Fyrir gangandi mann er hundleiðinlegt að fara yfir Miklubraut og raunar líka Hring- braut. Hann þarf að ýta á takka á umferðar- ljósum, bíða lengi eftir að umferðin stoppi og græna ljósið birtist og göngumaðurinn bíður á meðan eins og illa gerð- ur hlutur. Loksins birtist grænt ljós og hægt að komast yfir. Um hálfri mínútu síðar er enn fjöldi bíla stopp við gangbrautina. Þarna bíða því oft fimmtíu til eitt hundrað manns og fleiri ef strætó bætist við. Flestir bílarnir eru í lausagangi og spúa eitrinu yfir nágrennið. Leiðindi ökumanna og farþega eru mikil en minni ástæða er til að vor- kenna þeim. Göngubrýr Hvers vegna eru ekki settar göngubrýr yfir Miklubraut, ofan við Stakkahlíð og neðan við Lönguhlíð? Getur verið að það sé markmið borg- aryfirvalda að tefja fyrir umferðinni, gangandi, hjólandi og akandi? Er til- gangurinn að reyna að smala fólki í strætó? Þrjár göngubrýr eru yfir austan- verða Miklubraut. Er þar með kvót- inn búinn? Hvers vegna hefur ekki verið tekið til hendinni á vest- anverðri Miklubraut? Umferðarteppur eru algengar víða í borginni, ekki aðeins á morgnana og síðdegis. Borgaryfir- völd gera ekkert í mál- unum. Lausnir Þrjár góðar lausnir hafa verið nefndar til að greiða fyrir umferð um Miklubraut og yfir hana: 1. Reisa göngubrú þar sem nú er gang- braut rétt austan við Stakkahlíð. 2. Reisa göngubrú vestan Lönguhlíðar, til móts við Reykjahlíð. 3. Loka fyrir umferð af Lönguhlíð og inn á Miklubraut á álagstímum. Þessar tillögur munu án alls vafa greiða fyrir umferð gangandi fólks og bíla enda á að aðgreina þessa tvo umferðarmáta eins og hægt er. Fyrir vikið verður bílaumferðin miklu greiðari en nú er og hinar löngu raðir heyra sögunni til og göngu- og hjól- reiðafólk kemst greiðlegar leiðar sinnar. Líklega er óraunhæft að krefjast þess að Miklabrautin verði lögð í stokk frá Snorrabraut og aust- ur úr. Flöskuhálsar Raunar eru fleiri flöskuhálsar í umferðinni. Hringbraut er í beinu framhaldi af Miklubraut. Gangbraut er yfir hana rétt fyrir neðan Þjóð- minjasafnið, við Tjarnargötu. Þar er alltaf gríðarleg umferð gangandi fólks og hreint furðulegt að göngu- brú sé ekki fyrir löngu komin þarna yfir götuna. Þess í stað skiptast göngufólk og bílar á að bíða, öllum til leiðinda – og tafa. Leiðindi og tafir eru víðar á Hringbraut. Nefna má gangbrautina við Birkimel/Ljós- vallagötu og einnig þá til móts við Grund. Þarna þyrftu að koma göngu- brýr. Meðvitundarleysi borgaryfirvalda í umferðarmálum sést skýrast þar sem Framnesvegur liggur yfir Hringbraut. Sá fyrrnefndi hefur ver- ið lokaður í um eitt ár vegna bygg- ingarframkvæmda við Vesturbæjar- skóla en engu að síður er umferðar- ljósunum haldið þar logandi. Sárafáir aka af suðurhluta Framnesvegar og inn á Hringbraut, einn eða tveir, oft- ast enginn. Umferðarljósin eru því þarna fæstum til gagns, flestum til ama og tafa. Hér hefur ýmislegt verið nefnt sem flestir vita og þekkja af eigin raun. Borgaryfirvöld vita þetta mætavel en samt er ekkert gert. Eftir hverju er verið að bíða? Fljúgandi bílum, fleiri strætóum eða guðlegu kraftaverki? Greiða þarf fyrir umferð á Miklubraut og Hringbraut Eftir Sigurð Sigurðarson »Hvers vegna eru ekki settar göngu- brýr yfir vestanverða Miklabraut og á Hring- braut? Er vísvitandi verið að tefja fyrir um- ferð gangandi og akandi fólks? Sigurður Sigurðarson Höfundur er áhugamaður um skipu- lagsmál. sigurdursig@me.com Í Árbæjarhverfi í Reykjavík er lítil og ró- leg gata sem heitir Heiðarbær. Í Heiðar- bæ eru 17 einbýlishús og í hverju þeirra eru ein eða tvær fyrir- vinnur. Meðallaun íbú- anna eru nokkurn veg- inn meðallaun launþega á Íslandi í heild sinni. Í útsvar og fasteigna- skatta greiða íbúar Heiðarbæjar nokkrar milljónir á mánuði. Þeim milljónum hefur undanfarið ekki ver- ið eytt í skóla, gatnagerð, gæslu barna eða aðra svokallaða grunnþjón- ustu sveitarfélaga. Nei, bragginn tók þær. Grípum aðeins niður í þá þakkar- ræðu sem aldrei verður flutt við vígslu braggans: „Sérstakar þakkir fá íbúar Heiðarbæjar í Árbæ fyrir fram- lag sitt til endurreisnar braggans. Hver einasta útsvarskróna þessa ágæta fólks hefur verið sett í að breyta gömlum bragga í nýjan. Íbúar Heiðarbæjar hafa ekki lagt krónu af mörkum til að fjármagna rekstur grunnskóla, leikskóla og vegakerfis. Nei, bragga þurfti að gera upp og út- svar Heiðarbæjar fór í hann. Borgaryfirvöld þakka kærlega fyrir framlagið.“ Reyndar lögðu ekki allir íbúar Heiðarbæjar sitt af mörkum. Í einu húsinu neyddist móðir til að taka sér ótímabundið orlof frá vinnu til að vera heima með ungu barni sem fékk ekki leikskólapláss. Leikskólaplássið skorti því útsvarið fór í braggann en ekki til reksturs leikskóla. Kannski væri ráð að breyta bragganum í leik- skóla? Íbúar í nágrenni Heiðarbæjar von- ast nú til að í Heiðarbæ geti íbúar á ný byrjað að leggja sitt af mörkum til reksturs opinberrar einokunarstarf- semi, svo sem grunnskóla og leik- skóla. Í Heiðarbæ eru menn líka með blendnar tilfinningar yfir því að háir skattar hafi ekki getað runnið í annað en bragga svo mánuðum skiptir. Sjáum nú hvað setur. Þeir í ráðhúsinu hljóta að finna upp á einhverju snið- ugu til að taka við af bragganum, til dæmis sporvagnakerfi. Bragginn og Heiðarbær í Árbæjarhverfi Eftir Geir Ágústsson » Sérstakar þakkir fá íbúar Heiðar- bæjar í Árbæ fyrir framlag sitt til endur- reisnar braggans. Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur. geirag@gmail.com Það er ekki eins og þrælahald sé eitt- hvað nýtt. Það hefur viðgengist frá aldaöðli og heilu heimsveldin hafa byggt velsæld sína á því. Yfirstéttum, hvort sem var í Rómaveldi, Grikk- landi hinu forna eða Suðurríkjunum, fannst þetta sjálfsagt og tóku undir orð Aristótelesar „að sumir væru fæddir til að þjóna en aðrir til að hafa mannaforráð“. Það var prýðilegt að svæfa sam- viskuna með slíkum spekiorðum, en gæti þetta ekki átt líka við á okkar dögum? Þegar við kveikjum ljós eða setjum í þvottavélina, getur þá verið að raf- magnið sé framleitt í virkjun þar sem verkamenn hafa verið undirborgaðir? Og fötin sem við stungum í þvottavél- ina, voru þau e.t.v. framleidd við ómanneskjulegar aðstæður í ókunnu landi? Og þegar við, vel stæða þjóðin, förum á hótel hugsum við þá nokkuð um hvað þjónustufólkið hefur milli handanna þegar við látum nokkrar evrur í framrétta hönd. Frjáls för verkafólks er ekki tómur dans á rós- um, heldur kristallar ójöfnuð. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Erum við kannski öll þrælahaldarar? Verksmiðja Hver saumar fötin þín?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.