Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
✝ Lúðvíg AlfreðHalldórsson
fæddist á Sauðár-
króki 7. desember
1932. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 19. september
2018.
Foreldrar hans
voru Karólína
Sigurrós Konráðs-
dóttir, f. 17. maí
1902, d. 7. mars 1940, og Hall-
dór Stefánsson, f. 3. ágúst
1887, d. 17. desember 1967.
Lúðvíg var alinn upp í Skaga-
firði og Eyjafjarðarsveit. Eftir
lát móður hans gekk föður-
systir hans María Stefánsdóttir
honum að miklu leyti í móður-
stað.
Systkini Lúðvígs voru þau
Árni, f. 12. apríl 1916, d. 1. jan-
úar 1995, og Sigríður Sigur-
lína, f. 24. apríl 1919, d. 6.
október 1962.
Lúðvíg kvæntist 1. septem-
ber 1957 eftirlifandi eiginkonu
sinni Guðrúnu Rögnu Kristjáns-
dóttur, f. 17. febrúar 1937. For-
eldrar Guðrúnar voru Rann-
veig Guðmundsdóttir, f. 25. júlí
1909, d. 6. febrúar 2003, og
Kristján Magnús Rögnvaldsson,
býliskona Stephanie Mauler,
börn þeirra eru Lilja Ósk og
Jacob Már, b) Herdís Rós,
eiginmaður Einar Þór Hjalta-
son, börn þeirra eru Daníel Þór
og Karen María, c) Hjálmar
Jakob, sambýliskona Kolbrún
Kristjánsdóttir, dætur þeirra
eru Nadía Dís og Tinna Rún.
Dóttir Hjálmars og Írisar Katr-
ínar Barkardóttur er Matt-
hildur Embla. Dóttir Kolbrúnar
og Gunnars Páls Ólafssonar er
Guðrún Katrín. d) Alfreð Ragn-
ar, sambýliskona Sandra Rut
Vignisdóttir.
Lúðvíg lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Laugar-
vatni árið 1954 og hóf skömmu
síðar störf við kennslu í
Stykkishólmi. Árið 1959 fékk
hann Fulbright-styrk og fór til
háskólanáms í Pittsburgh í
Pennsylvaníu þar sem hann
nam eðlis- og efnafræði. Eftir
heimkomuna sneri hann aftur
til kennslu í Stykkishólmi og
nokkrum árum síðar varð hann
þar skólastjóri. Hann var mikill
náttúruunnandi og íþrótta-
maður. Einnig tók hann mikinn
þátt í félagsstörfum hvers kon-
ar. Eftir að hann lét af störfum
sem skólastjóri árið 1994 fluttu
þau hjónin til Reykjavíkur.
Síðustu árin bjó Lúðvíg með
Guðrúnu Ingibjörgu Árna-
dóttur í Kópavogi.
Útför Lúðvígs fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 28.
september 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
f. 3. október 1900,
d. 1. júlí 1965.
Börn Lúðvígs og
Guðrúnar eru: 1)
Lára, f. 12. júní
1958, eiginmaður
Sigurður G. Guð-
jónsson. Dætur
þeirra eru: a) Edda
Sif, sonur hennar
og Sveins Skúla
Pálssonar er Sig-
urður Páll, b)
Sandra Rún, sambýlismaður
Einar Baldur Einarsson, dætur
þeirra eru Matthildur og Theó-
dóra. 2) Halldór, f. 14. nóvem-
ber 1963, eiginkona Margrét
Þóra Sigurðardóttir. Dóttir
Halldórs og Katrínar Guðjóns-
dóttur er Guðbjörg. 3) María
Ragna, f. 11. janúar 1970, sam-
býlismaður Björgvin G. Sig-
urðsson. Dætur þeirra eru Guð-
rún Ragna og Elísabet. Börn
Maríu eru: a) Stefanía Ýrr,
dóttir hennar og Eiðs Birgis-
sonar er Manúela Tanja, b)
Lúðvíg Árni, c) Karólína og d)
Þóra Andrea. Uppeldissonur
Lúðvígs og Guðrúnar er Grétar
Fjeldsted Jakobsson, f. 7. júní
1950, eiginkona Guðrún
Hjálmdís Hjálmarsdóttir. Börn
þeirra eru: a) Róbert Már, sam-
Það er okkur erfitt að færa í
orð þakklætið sem okkur er í
huga þegar við minnumst hans
Lúðvígs A. Halldórssonar. Hvað
hún móðir okkar og tengdamóðir
var ótrúlega heppin að eignast í
honum vin. Ástin gaf þeim annað
tækifæri og þau gripu það tveim
höndum. Lúlli náði til allra við
fyrstu kynni. Skipti þar engu
hvort ættu í hlut börnin okkar
eða skyldfólk. Góðmennskan
geislaði einhvern veginn af hon-
um og þessi eiginleiki að sýna öll-
um áhuga fékk fólk til að líða vel í
návist hans.
Það var gaman að fylgjast með
þeim eins og ástföngnum ung-
lingum síðustu ár. Í upphafi var
um lítið leyndarmál að ræða þar
sem augljós spenna var í lofti
þegar síminn hringdi og oftar en
ekki þurfti að loka að sér þegar
símtölin áttu sér stað. Og mikið
var fyrir því haft að hafa sig til
fyrir böll og aðrar samkomur.
Við vorum rétt búin að hitta
Lúlla þegar mamma fékk heila-
blóðfall og í veikindum hennar og
endurhæfingu fengum við að
kynnast hve mikill kærleikur
hafði myndast milli þeirra. Lúlli
reyndist mömmu svo ótrúlega vel
að við stóðum álengdar full aðdá-
unar. Líklega fengum við einnig
að kynnast gamla skólastjóran-
um þegar kom að endurhæfing-
unni. Hann mætti með mömmu í
alla tíma og lærði þær æfingar
sem fyrir hana voru lagðar. Þeg-
ar heim var komið var hann svo
með stíft prógramm og lét hana
puða og púla daginn út og inn.
Hann var kröfuharður en sann-
gjarn. En umfram allt hjartahlýr
og elskandi. Þannig birtist hann
okkur frá fyrsta degi og þessi ein-
kenni komu svo oft sterklega
fram.
Lúlli var mikill heimsmaður í
öllu fasi en heimsmanni hefur
verið lýst sem fáguðum og sjálfs-
öruggum manni sem ferðast hef-
ur víða. Hann var auk þess ein-
staklega fróður um alla skapaða
hluti. Það var sérstaklega gaman
að fá hann í heimsókn hvort sem
það var á stórhátíðum, barnaaf-
mælum eða við hversdagslegri
tilefni. Hann var alltaf svo þakk-
látur og hrósaði í hástert ef hon-
um líkaði matseldin. Fágaður á
allan hátt, sannkallaður heims-
maður.
Ferðir Lúlla og mömmu í
Skagafjörð urðu nokkrar og farn-
ar með mikilli tilhlökkun. Við
minnumst þess að Lúlli fékk
mömmu til að samþykkja tillögu
sína um að prófa að fara norður.
Það þurfti nokkrar fortölur og
var mikið lagt í að sannfæra hana
á kaffihúsi einu hér í bæ enda
treysti mamma sér vart til að
vera í bústaðnum. Þegar hún
féllst á að prófa ljómaði Lúlli.
Síðustu daga og vikur áttum
við í daglegum samskiptum við
Lúlla í veikindum hans og einnig
við börn hans, tengdabörn og
barnabörn. Endalaust má hann
vera stoltur af hópnum sínum og
augljós áhrifin sem hann hefur
haft því þar fer vel gert fólk. Fjöl-
skylda hans tók mömmu einstak-
lega vel og hefur stutt hana í
veikindum hennar umfram það
sem ætlast mætti til. Fyrir það
verðum við ævinlega þakklát. Við
kveðjum elsku Lúlla af virðingu
og minnumst hans með ást í
hjarta. Takk fyrir allt.
Páll og Hulda,
Ingibjörg og Skúli.
Það var um páska 2016 að
mamma sagði okkur að hún ætti
orðið vin. Sá héti Lúðvíg Hall-
dórsson, væri Skagfirðingur en
hefði lengi verið skólastjóri í
Stykkishólmi.
Það skal alveg viðurkennt að
fyrstu viðbrögð voru svolítil
undrun, enda ekki á hverjum
degi sem miðaldra fólk fær svona
fréttir!
Við lögðumst því í ofurlitla
rannsóknarvinnu en reyndar var
hann Njalli okkar, sem líka var úr
Hólminum, fljótur að sannfæra
okkur um að Lúðvíg þessi væri
einstakur heiðursmaður. Það
kom sannarlega á daginn.
Það er óhætt að segja að sam-
band þeirra mömmu og Lúlla hafi
verið einstakt. Á svo margan
hátt. Og að á það hafi reynt með
ýmsum og ólíkum hætti. Það lét
ekki nokkurt okkar sem með
þeim fylgdist ósnortið.
Þau báru svo greinilega, ótak-
markaða virðingu hvort fyrir
öðru og þeim aðstæðum sem
þeim var úthlutað. Ef hægt er að
tala um að fólk bæti hvort annað
upp þá átti það við þau. Þau nutu
samvistanna sannarlega og tóku
því sem að höndum bar af full-
komnu æðruleysi.
Dugnaðurinn og eljan í Lúlla í
skyndilegum og óvæntum veik-
indum mömmu var nokkuð sem
hvorki er hægt að lýsa né þakka
fyrir í fáum minningarorðum. En
hann sýndi sannarlega úr hverju
hann var gerður. Uppgjöf kom
aldrei til greina. Hann lagði
línuna og eftir henni var gengið.
Oft var eins og það hefði tekið sig
upp gamall skólastjóri við þessar
aðstæður. Skipulagður, ákveðinn
en sanngjarn.
Það er ekki laust við að „Börn
náttúrunnar“ hafi komið upp í
hugann þegar þau, með öllu sem
þeim fylgdi, fóru að fara fyrstu
ferðirnar saman norður í Skaga-
fjörð, hvar þau undu sér einstak-
lega vel. Og það jaðraði meira að
segja við að Lúlli viðurkenndi að
fjörðurinn væri ekki síður fagur
austan vatna!
Þótt við fylgdumst með þeim
úr fjarlægð var í raun aldrei langt
á milli okkar. Við minnumst
tvennra lágstemmdra jóla með
þeim mömmu og Lúlla, rjúpur og
jólamessa. Friður og ró. Eða
gómsætar gellur og kinnar með
þeim í eldhúsinu í Kópavog-
stúninu. Lúlli eldaði og maturinn
var sælgæti. Og svo símtölin öll á
sunnudagskvöldum þar sem allt-
af var sett á „speaker“.
Svo var það fyrir rétt rúmum
mánuði að þau lögðu land undir
fót, flugu með okkur hingað til
Búdapest til að vera með okkur
nokkra daga. Tilhlökkunin hjá
okkur öllum var mikil enda hafði
þetta lengi staðið til. Úr urðu
minningar sem lifa með okkur
öllum það sem eftir er. En það fór
ekki hjá því að okkur grunaði að
ekki væri allt með felldu hjá
Lúlla. Orkan og einurðin var ein-
hvern veginn að dala. Einbeiting-
in sömuleiðis. Og meira að segja
matarlystin.
Og nú, aðeins örfáum vikum
eftir að þau flugu aftur heim hef-
ur Lúlli kvatt í síðasta sinn. Við
söknum hans sárt en minningin
lifir. Við höfum fyrir mikið að
þakka og gerum það sannarlega.
Við þökkum fyrir kynnin af Lúð-
víg A. Halldórssyni og ekki síður
kynnin af fólkinu hans. Öll hafa
þau reynst mömmu svo einstak-
lega vel við þessar aðstæður að
annað eins þekkist tæpast. Vand-
aðra fólk er varla að finna. Fyrir
það þökkum við af heilum hug um
leið og kveðjum góðan vin. Far í
friði, okkar kæri.
Árni Magnússon, Berglind
Bragadóttir og börn.
Handartak þitt var hlýtt og
blíða í augunum þegar við hitt-
umst fyrst á bryggjunni í
Stykkishólmi á réttardaginn í
september 1973. Þú skólastjórinn
í Stykkishólmi en ég nýráðinn
kennari. Þessi stund markaði
upphaf samstarfs okkar um
tveggja ára skeið, en það sem
mest er um vert, vináttu okkar
allar götur síðan, sem innsigluð
var sérstaklega 2. júlí 1983 þegar
þið Guðrún Ragna gáfuð mér
hönd Láru.
Fjörutíu og fimm árum frá
okkar fyrsta handabandi kvödd-
umst við hinsta sinni að kvöldlagi
í Kópavogi, líf þitt að fjara út,
augun lokuð, púlsinn hægur, en
höndin hlý sem forðum. Kvöld-
himinninn yfir Kópavogi var fag-
ur, veður lygnt og milt. Það var
eins og náttúran væri að reyna að
endurspegla lífsviðhorf þitt, þar
sem hógværð og hófsemi sátu í
öndvegi ásamt hinni endalausu
hlýju.
Þú varst metnaðarfullur skóla-
maður, sannur jafnaðarmaður,
íþróttamaður góður, afburða
veiðimaður, en á sama tíma
náttúruelskur.
Fyrst og síðast varstu drengur
góður í þess orðs dýpstu og feg-
urstu merkingu. Vinátta þín var
gulls ígildi. Fyrir hana er ég
þakklátur.
Far í friði, vinur.
Sigurður G. Guðjónsson.
Stórkostlegt lífshlaup að baki.
Að ljúka farsælli ævi sáttur og við
fulla andlega og líkamlega heilsu
þar til ólæknandi krabbamein tók
völdin á undraskömmum tíma er
ómetanlegt.
Lúðvíg tengdafaðir minn skildi
við eins og hann lifði lífinu. Allt
undir skipulagi, engir lausir end-
ar og rætt opið og hispurslaust
um endataflið.
Síðasta ferðin norður í Skaga-
fjörð var farin í faðm stórfjöl-
skyldunnar á ættarmót á Hofs-
ósi. Með í för ættingja og
afkomenda var Guðrún Ingibjörg
Árnadóttir, sem Lúðvíg var svo
gæfusamur að kynnast og eiga
einstaklega góðan tíma með síð-
ustu árin.
Erfið glíma Guðrúnar Rögnu
eiginkonu Lúðvígs við grimman
Alzheimer-sjúkdóminn tók á en
hann óx í hverju skrefi í þeirri
baráttu og sinnti henni óendan-
lega vel. Lokaferðin var farin til
hennar á hjúkrunarheimilið. Þar
með var hringnum lokað og hægt
að skilja við bæði guð og menn.
Lúðvíg var sannfærður sósíal-
demókrat allt frá unga aldri og
það var gaman að heyra hann
segja frá því hvernig hann las sig
til fylgis við lýðræðislega jafnað-
arstefnu, líkt og hann kallaði það,
sem ungur maður. Því pólitíska
leiðarljósi fylgdi hann alla tíð og
var hugsjón sinni trúr til orðs og
æðis.
Starfsferill Lúðvígs var í skól-
anum. Skólastjóri af hugsjón og
hafði hann mikil áhrif á gæfu og
gjörvileik fjölda nemenda sinna.
En honum var margt til lista lagt.
Sérlega laginn penni, snjall
ræðumaður og litlu munaði að
hans vettvangur yrði verkfræðin,
svo vítt var svið áhugans og hæfi-
leikanna.
Skömmu fyrir andlát sitt sagði
Lúðvíg að stoltastur væri hann af
því að hafa tekið Grétar systur-
son sinn í fóstur á erfiðum tímum
í lífi Sillu systur sinnar. Það segir
meira um hann en mörg orð og ef
eitthvað dregur upp mynd af
honum frekar en annað er það að
honum var einkar annt um fólk
og lét sig hlutskipti þess miklu
varða.
Minningin lifir um úrvalsmann
sem lifði merka ævi með glæsi-
brag.
Björgvin G. Sigurðsson.
Á vængjum morgunroðans
um röðulglitrað haf
fer sála þín
á guðs vors helga stað.
Þar er engin þjáning
né kvöl né sorgartár.
Aðeins ró og friður
í hverri mannsins sál.
(Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir)
Með þessu ljóði og nokkrum
orðum vil ég minnast Lúðvígs
tengdaföður míns, sem nú hefur
kvatt eftir stutt veikindi og skilur
eftir sig stórt skarð í fjölskyld-
unni.
Árið 1975 kynntist ég þér
fyrst, flutti ég ung í Hólminn og
fór að búa með Grétari fóstursyni
þínum og systursyni sem þið
hjónin tókuð að ykkur móður-
lausan 10 ára. Það segir allt um
umhyggjusemi og kærleika þinn
sem þú áttir svo auðvelt með að
sýna. Knúsaðir og kysstir alltaf
þegar þú komst í heimsókn og
kvaddir alla svo einlæglega.
Þegar við eignuðumst börnin
hef ég aldrei séð glaðari afa og
alltaf með opin faðminn og hænd-
ust þau svo mikið að þér að þau
voru aðeins tveggja og þriggja
ára þegar þau stálust fyrst til þín
á Sundabakkann. Seinna þegar
þau fóru í skólann hjálpaðir þú
þeim með stærðfræðina.
Það voru forréttindi að búa
samtímis ykkur í Hólminum í 20
ár. Einnig þegar við fluttum suð-
ur var stutt á milli okkar og nut-
um við þess að heimsækja ykkur
og fá ykkur í heimsókn. Áttum
við afskaplega góðar stundir
saman. Þegar barnabörnin komu
þá hafðir þú svo gaman af að
spjalla við þau og þau dýrkuðu
langafa sinn. Jákvæðni þín hjálp-
aði þér í veikindum tengda-
mömmu.
Eðalmaður varstu og enginn
eins og þú þegar þurfti að ráð-
færa sig við einhvern, einnig að
hugga og hughreysta þegar þess
þurfti við. Þegar brotið var á fjöl-
skyldumeðlimi var réttlætis-
kenndin þín mikil. Mannvinur
varstu mikill og gáfaðri og hæfi-
leikaríkari manni hef ég aldrei
kynnst fyrr né síðar.
Áhugamál þín voru mörg, til
dæmis golf og skotveiðar, þú
veiddir alltaf rjúpu í jólamatinn
meðan þið bjugguð í Hólminum.
Lax- og silungsveiði, bókalestur,
ferðalög innan lands og utan.
Fyrir 13 árum keyrðir þú frá
Danmörku til Lúxemborgar og
heimsóttir fyrsta langafabarnið.
Minnist ég göngutúrana í Elliða-
árdalinn með ykkur þar sem þú
kenndir og fræddir okkur um
blómin, trén og jurtirnar. Þú sást
alltaf það fallega í allri sköpun
Guðs.
Þér þökkum samfylgdina
og minninguna um þig.
Við biðjum góðan Guð
að geyma þig.
(K.H.K.)
Guðrún Hjálmdís.
Elsku afi.
Í vetur þegar við kvöddum vin
okkar Atlas sendir þú mér línur
úr ljóðinu Hjá fljótinu eftir skáld-
ið þitt, Skagfirðinginn Hannes
Pétursson.
Þau stóðu þar sem þaut með björtum
lit
hið þunga fljót og horfðu í vatnsins
strengi
og heyrðu að sunnan sumarvinda þyt
um síki og engi.
Og armlög þeirra minntu á fyrsta fund,
þó fölur beygur hægt um sviðið gengi
er laut hann höfði og sagði í sama
mund:
Veiztu hvað gleðin tefur tæpa stund
en treginn lengi.
Síðustu tvær línurnar hafa
aldrei átt jafn vel við. Ég kveð
þig, elsku afi, og þakka þér fyrir
allar stundirnar okkar saman.
Þín
Edda Sif.
Elsku afi.
Tárin falla og minningarnar
streyma fram. Betri afa var ekki
hægt að hugsa sér; glæsilegur,
klár, ákveðinn og góðhjartaður.
Hvert einasta faðmlag innilegt og
sterkt.
Ég minnist þess hversu gaman
var að segja þér frá þeim verk-
efnum sem ég tók mér fyrir
hendur. Þú varst alltaf stoltur,
áhugasamur og var ekkert meira
gefandi en að fá hrós frá þér. Þú
meintir það innilega og bjó mikið
þakklæti á bak við orð þín. Þakk-
læti fyrir að mér skyldi ganga
vel.
Tíminn sem þú og amma
bjugguð hjá mömmu og pabba er
mér sérlega kær. Þá kynntist ég
nýrri hlið á þér; hlið sem ég sem
barn og unglingur hafði ekki tek-
ið eftir. Þú sýndir mér hversu fal-
leg manneskja er hægt að vera.
Þín lífssýn og hæfileiki til að
njóta líðandi stundar var öfunds-
verð en tilkomin af upplifunum
sem enginn á að þurfa að ganga í
gegnum.
Það var erfitt en fallegt að sjá
hversu sterkur þú varst í veik-
indum ömmu og hve vel þú hugs-
aðir um hana. Á þessum erfiða
tíma var Matthildur mín mikið
hjá ykkur. Þú kenndir henni
margt, eins og þér einum var lag-
ið. Þolinmæðin sem þú hafðir fyr-
ir henni og gleðin sem hún veitti
ykkur ömmu er ólýsanleg. Hug-
myndaflugið í leikjum ykkar var
mikið og þroskandi. Ég ætla að
vera dugleg að segja henni frá
þessum stundum ykkar tveggja.
Stundum stóðum við tvö fyrir
utan Lækjarásinn. Þú horfðir til
himins á stjörnurnar, dáðist að
fegurð þeirra og kenndir mér að
þekkja þær. Síðustu daga hefur
næturhiminninn skartað sínu
fegursta fyrir þig. Um ókomna
tíð verður hinn bjarti næturhim-
inn tileinkaður þér. Við eigum
stjörnurnar ég og þú.
Kveðjustund ykkar Atlasar í
janúar var falleg. Þú settist á
gólfið, faðmaðir hann og hvíslaðir
í eyra hans. Mér fannst ég skynja
að þið vissuð báðir að þið mynduð
hittast fljótlega aftur.
Minningarnar um þig geymi
ég í hjartanu sem mitt dýrasta
djásn. Það er gott til þess að vita
hve sáttur þú varst síðustu daga
lífs þíns. Kveðjustund fjölskyld-
unnar með þér var falleg og deyf-
ir sorgina sem fylgir því að missa
þig. Þú varst klettur í lífi okkar
allra, alltaf til staðar fyrir okkur.
Ég veit að þú fylgist með okkur,
stoltur og brosandi þínu breið-
asta, eins og þú ávallt gerðir.
Að leiðarlokum þakka ég þér
fyrir allt sem þú kenndir mér og
stelpunum mínum Matthildi og
Theódóru, alla hjálpina, um-
hyggjuna og hvatninguna. Ég
ætla að halda áfram að gera þig
stoltan og heiðra minningu þína.
Hvíldu í friði, heimsins besti afi.
Ég endurtek mín síðustu orð
til þín á dánarbeði:
Ég elska þig, afi.
Þín
Sandra Rún.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson)
Elsku besti afi minn, ég trúi
því ekki enn að þú sért farinn,
mig langar svo að sjá fallega
brosið þitt einu sinni enn og aug-
un þín sem ljómuðu af ást og
þakklæti. Það var erfitt að fá
fréttir af veikindum þínum, þú
sem alltaf hefur verið svo hraust-
ur og nýkominn heim úr sól og
sumaryl. En þú tókst þessu verk-
efni með svo mikilli jákvæðni og
yfirvegun eins og þér einum er
lagið. Það sama var með veikind-
in ömmu, þú studdir svo þétt við
bakið á henni. Þegar ég veiktist
aðeins fjögurra ára gömul og átti
að fara til Boston í stóra aðgerð
tókst þú ekki annað í mál en að
fara með, okkur mömmu til halds
og trausts. Þetta sýnir vel hvaða
mann þú hafðir að geyma.
Ég var aðeins tveggja ára
gömul þegar mér tókst að stelast
alein og óséð frá Árnatúni heim
til ykkar ömmu á Sundabakka.
Svo gott var að vera hjá ykkur og
eftir að Stöð 2 byrjaði með barna-
efnið um helgar „Með afa“ feng-
um við Róbert bróðir að koma til
Lúðvíg Alfreð
Halldórsson