Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 ✝ RíkharðurÁrnason fædd- ist í Reykjavík 11. nóvember 1939. Hann varð bráð- kvaddur í sumar- bústað sínum í Ei- lífsdal í Kjós 14. september 2018. Foreldrar Rík- harðs voru hjónin Árni Þ.K. Jóhann- esson pípulagn- ingamaður, f. í Reykjavík 23. júlí 1904, d. 28. ágúst 1956, og Ingileif Magnúsdóttir, f. á Staðarfelli í Dölum 19. mars 1905, d. 13. nóvember 2004. Systkin: Jóhanna Kristín, f. 4. september 1932, Jón Jóhannes, f. 19. september 1934, d. 19. september 2009, Friðrik Magn- ús, f. 28. ágúst 1938, Ólafur Brynjar, f. 27. október 1941, og Hrönn, f. 27. febrúar 1945. Hinn 13. mars árið 1965 kvæntist Ríkharður Hrefnu Jónsdóttur, f. 8. febrúar 1942 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Jón Benjamín Einarsson, f. 13. mars 1913 í Flatey á Fineza, f. 6. ágúst 2009. Dóttir Árna og Berglindar Huldu Jónsdóttur er Guðbjörg Hrefna, f. 5. janúar 1993, gift Einari Erni Adolfssyni, f. 11. septem- ber 1993. Dætur þeirra eru a) Anja Mist, f. 26. nóvember 2014, og Kristel Nótt, f. 3. apríl 2018. Dóttir Önu eiginkonu Árna er Jenný Fineza Davíðs- dóttir, f. 23. desember 2002, faðir Davíð Sigurðsson. 3) Sæv- ar Þór, f. 21. júlí 1971, í sambúð með Láru Fanneyju Jónsdóttur, f. 13. mars 1972. Börn þeirra a) Jón Arnar, f. 8. september 1996, b) Ríkharður Daði, f. 17. júlí 2001. Ríkharður ólst upp á Skóla- vörðuholtinu og eftir að skóla- göngu lauk vann hann ýmis verkamannastörf. Hóf störf hjá Ríkisskipum árið 1957 og árið 1962 réð hann sig við símalínu- lagnir hjá Pósti og síma og síð- ar við uppsetningu símtækja til ársins 2004. Ríkharður byggði sumar- bústað í Eilífsdal í Kjós árið 1975 og var umhirða bústaðar- ins og viðhald hans helsta áhugamál alla tíð. Auk þess gróðursetti hann talsvert í sumarbústaðarlandinu ásamt eiginkonu sinni. Útför hans fer fram frá Breiðholtskirkju í dag, 28. september 2018, klukkan 13. Breiðafirði, d. 26. maí 1969, og k.h. Jónína Ragnheiður Gissurardóttir, f. 12. júní 1913 á Hvoli í Ölfusi, d. 5. desember 2000. Börn þeirra: 1) Jón Ragnar, f. 28. ágúst 1965, kvænt- ur Katrínu S. Jó- hannsdóttur, f. 9. september 1968. Börn þeirra: a) Jóhann Blær, f. 17. apríl 1997, b) Sigmundur Bjarki, f. 5. maí 1999, c) Rík- harður Björn, f. 5. nóvember 2003. Dætur Jóns Ragnars a) Guðrún Bryndís, f. 10. desem- ber 1985, gift Kristjáni Guðna- syni, f. 28. janúar 1985, og eiga þau soninn Jóhann Ragnar, f. 1. febrúar 2015. Móðir Bryndísar er Harpa Þráinsdóttir, b) Heba Dögg, f. 17. október 1989. Móð- ir Hebu er Guðný Kjartans- dóttir. 2) Árni Ingi, f. 6. júní 1969, k.h. Ana Augusta Fineza Manuel, f. 23. desember 1977. Börn þeirra a) Ríkharður Fi- neza, f. 3. júní 2007, b) Camilla Í dag verður faðir minn Rík- harður Árnason borinn til hinstu hvílu og af einlægni hjartans þakka ég almættinu fyrir að hafa fengið að njóta hans öll þessi ár. Sömu blíðuhótin fékk ég kominn á sextugsaldur og strax við fæð- ingu. Reglulega fékk maður að heyra hversu stoltur hann var af okkur bræðrum og barnabörnun- um. Tengdadætrunum var hann líka mjög hrifinn af. Að öðru leyti var hann lítið fyrir að tjá tilfinn- ingar sínar með orðum. En hann sýndi það alltaf í verki hversu mikið hann elskaði eiginkonu sína og afkomendur – við vorum alltaf í fyrsta sæti. Hann var frumkvöðull án þess að vekja mikla athygli á því, enda var honum alltaf mjög fjarri skapi að miklast af eigin verkum. Stofn- aði eina af fyrstu kvikmynda- og vídeóleigum landsins heima hjá okkur og það gekk nokkuð vel. En þegar samkeppnin fór að harðna ákvað hann að hætta. Áhugamál hans voru kvikmyndir og alls kyns myndagrúsk. Hann tók fjölda kvikmynda af okkur bræðrum á 8 mm vél og það er gaman að horfa á sjálfan sig lítinn dreng í alls kyns leikjum. Svo tók hann líka margar vídeómyndir sem hafa mikið heimildargildi fyrir fjölskylduna. Hann var einstaklega vilja- sterkur og dugmikill maður sem komst þangað sem hann ætlaði sér. Hann langaði að byggja sér sumarbústað því það bjó alltaf sveitamaður í honum. En það þótti eflaust ansi bratt fyrir ríkis- starfsmann á lágum launum sem þurfti að vinna fyrir eiginkonu og þremur börnum. Margir hefðu örugglega látið sér drauminn nægja en hann ákvað að gera draum sinn að veruleika. Án þess að eiga nægt fjár- magn, og lán voru ekki í boði, hóf hann framkvæmdir við byggingu sumarbústaðar í Eilífsdal í Kjós. Það voru sníktir kassar sem við bræður ásamt honum rifum í sundur og naglhreinsuðum, redd- að afgangstimbri frá hinum og þessum. Hann langaði í bústað og þá einfaldlega byggði hann sér bústað. Öllum frístundum eyddi hann í sumarbústaðnum og ásamt móður minni ræktaði hann landið og hlúði vel að bústaðnum. Hon- um féll aldrei verk úr hendi með- an heilsan var í lagi. En síðustu árin þjáðist hann af elliglöpum og aldurstengdum sjúkdómum. Þess vegna var það gæfa fyrir hann að fá að kveðja snöggt í bústaðnum sem hann unni og hafði byggt af dugnaði og óvanalegri elju. Duglegir menn þurfa nefnilega ekki mikla pen- inga til að láta drauma sína ræt- ast. Þótt sorgin sé sár er óhjá- kvæmilegt að gleðjast fyrir hans hönd. Eins og að ofan greinir var hann óskaplega viljasterkur og þrjóskur maður. Ekki er ólíklegt að hann hafi sjálfur valið sér dauðdaga – a.m.k. var þetta óska- stund fyrir hann. Bráðkvaddur á þeim stað sem honum leið best á. Katrín minnist tengdaföður sem sýndi henni alltaf góðvild og hlýju og börnin okkar eiga góðar og skemmtilegar minningar með honum í bústaðnum sem aldrei gleymast. Við kveðjum með gleðiblöndn- um söknuði föður, tengdaföður og afa og þökkum honum fyrir að hafa verið til og auðgað okkar líf meir en nokkur orð fá lýst. Jón Ragnar Ríkharðsson, Katrín og börn. Elsku pabbi. Það er erfitt að kveðja, það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn. Það er óraunverulegt að setjast niður og skrifa þessi kveðjuorð, eina stundina er þetta eins og fjarlægur draumur en hina ýtir raunveruleikinn við manni. Á svona stundum ylja minningarnar og munu lifa til hinstu stundar. Það er margt sem skýtur upp kollinum. Allir bíltúr- arnir sem þú fórst með okkur um bæinn. m.a. á æskuslóðir þínar á Skólavörðuholtinu, sögurnar frá braggalífinu og leikvöllurinn var miðbærinn. Ferðalögin, hring- vegurinn, Vestfirðir og Austur- land. Árið 1974, þá rétt um 35 ára, berst í bökkum að reka fimm manna fjölskyldu í tveggja her- bergja íbúð í Breiðholti þá færðu þá farsælu hugmynd að byggja sumarbústað í Eilífsdal. Einhver myndi segja galið þegar nóg var um að vera og hver króna fullnýtt, en þú lést það ekki á þig fá, byggðir bústaðinn með hjálp góðra vina úr litlum efnum. Þarna var komið okkar annað heimili, flest sumur og helgar uppi í bú- stað, yndislegur tími. Í Eilífsdal myndaðist lítið samfélag sem þú og mamma tókuð þátt í að byggja upp enda meðal frumbyggja dals- ins. Félagsstörf, alls konar vinna fyrir svæðið, svo ekki sé talað um skemmtanirnar sem þið ásamt góðu fólki voruð frumkvöðlar í að koma á legg. Það er huggun harmi gegn að vita að þú fékkst að kveðja á þeim stað sem stóð þér svo nærri og þið mamma haf- ið ræktað upp og hlúð að öll þessi ár. Þú varst frumkvöðull og grúskari. Ljósmyndun, kvik- myndataka og seinna vídeóupp- tökur. Kvikmyndaáhuginn varð til þess að þú stofnaðir kvik- myndaleigu, þetta litla fyrirtæki var rekið heima, þrátt fyrir að plássið væri ekki mikið dugði það til. Seinna þegar ný tækni fór að ryðja sér braut breyttist leigan í vídeóleigu, myndir og tæki, eina af þeim fyrstu á landinu. Allt heima. Við bræður nutum góðs af, gátum séð myndir sem ekki voru komnar í kvikmyndahús og opn- uðum okkar eigið bíó í kjallaran- um á blokkinni sem við seldum aðgang að. Þú áttir trausta vini og kunningjahópurinn var stór, enda búinn að koma inn í næstum hvert einasta hús í Breiðholtinu og reyndar í flestum hverfum borg- arinnar að tengja síma. Það er minnisstætt okkur bræðrum að ekki var hægt að fara í neina verslun með þér án þess að þurfa að bíða, þú virtist þekkja alla. Alltaf leið þér best með mömmu og okkur bræður þér við hlið og þá helst uppi í bústað. Þar var þinn griðastaður. Síðastliðin ár var heilsan farin að segja til sín, elliglöp og líkamlegir kvillar, allt- af naustu góðs stuðnings frá mömmu, klettinum í lífi þínu. Það er svo margt sem ég vildi hafa sagt þér oftar, hversu ást- kær og góður faðir þú varst. Við ólumst ekki upp í miklum verald- legum gæðum og eignum en af því meiri ást og alúð, okkur skorti aldrei neitt. Lára minnist þín sem ástríks tengdaföður sem þú tókst strax opnum örmum inn í fjöl- skylduna, alltaf reiðubúinn þegar þurfti. Jón Arnar og Ríkharður Daði sakna afa síns en minnast allra góðu stundanna með þér, heima, erlendis og uppi í bústað. Þú varst yndislegur afi, tengdafaðir og faðir. Sævar, Lára, Jón Arnar og Ríkharður Daði. Árin færast yfir og fyrr eða síð- ar kemur að leiðarlokum. Kveðju- stund er alltaf sár en með tím- anum safnast góðar minningar sem lifa í hug okkar sem kveðjum í dag Ríkharð Árnason, eða Rikka eins og hann var jafnan kallaður. Þó að bræðrabönd hafi tengt okkur voru aðstæður okkar þann- ig að við kynntumst ekki fyrr en við vorum komnir að fullorðins- árum. Í áranna rás heyrði ég systkini okkar segja frá ýmsum skondnum og frumlegum uppá- tækjum Rikka þegar hann var að alast upp og það fer ekki hjá því að ég sakni þess að hafa ekki ver- ið viðstaddur eða þátttakandi í ýmsum hugdettum hans. Rikki var ávallt glaðsinna og átti auðvelt með að vekja hlátur og létta lund þeirra sem hann átti samskipti við og var því vel met- inn af vinum og starfsfélögum. Þegar við systkinin hittumst fyrir nokkrum vikum í áttræðisafmæli bróður okkar átti Rikki mikinn þátt í því að kátína og gleði væru ríkjandi þó að líkamlegt atgervi hafi ekki verið eins og áður. Hann kvartaði ekki þó þrekið væri þverrandi heldur hélt föstu taki í það jákvæða hugarfar sem ein- kenndi hann alla tíð. Við Anna þökkum fyrir sam- fylgdina gegnum árin og njótum þess að eiga minningar um góðan bróður og mág. Við vottum Hrefnu og sonum þeirra, Jóni Ragnari, Árna Inga og Sævari og fjölskyldunni allri innilega samúð okkar. Ólafur Kristinsson. Lánið lék við Rikka mág minn eins og svo oft. Nú hafði hann fengið gefins stóran glugga- ramma. Á þeim árum fyrir margt löngu var hann með miklum dugnaði að draga að sér efni í sumarbústað uppi í Eilífsdal í Kjós og meðal annars að rífa kassa úr forláta timbri utan af nýjum rússneskum bílum. Gluggaramminn var fluttur upp í Eilífsdal og þar var honum stillt upp á undirstöðurnar og var hann fyrsti vísir að bústaðnum. Á eftir var drukkið kaffi úr brúsa og horft yfir dalinn í gegnum ramm- ann og skeggrætt um bústaðinn sem átti að byggjast í kringum rammann. Af einhverjum ástæðum hafði Rikki tröllatrú á mér sem hönn- uði bústaðarins en í þá daga þurfti engar samþykktar teikn- ingar eða að fylgja flóknu reglu- verki. Smám saman um sumarið fór bústaðurinn að taka á sig mynd en á ákveðnu byggingar- stigi hnykkti okkur félögunum við og okkur féllust nánast hendur. Eitthvað hafði misfarist því til- sýndar lágu þaksperrurnar lægst í miðjunni en risu bratt upp til beggja enda. Með þessu yrði bú- staðurinn ákaflega framandi í út- liti, líkastur fornri kínverskri pa- góðu. En sem betur fer átti Friðrik bróðir Rikka þarna leið um og fyrr en varði hafði hann leyst úr vandanum og lagað mestu mis- smíðina. Úr því dró úr verkstjórn minni en það var í raun ekki aðalatriðið hvort öll horn væru rétt eða gólfið alveg lárétt heldur að Rikki bjó þarna fjölskyldu sinni notalegt af- drep í sveitinni þar sem gleði ríkti, væntumþykja og einstök hlýja sem einkenndi alltaf heimili Rikka og Hrefnu systur minnar. Nágrannar, vinir og ættingjar voru tíðir gestir og oft þröngt set- inn bekkurinn í Eilífsdalnum. Mikið masað og mikið hlegið og krakkarnir undu sér vel þarna í sveitasælunni þar sem húsráð- endur voru ekki að takmarka at- hafnafrelsið. Alltaf var leitað til Rikka um hvaðeina; vandamál með síma, rafmagn og ekki síst bíla, enda var hann óvenjugreiðvikinn og alltaf reiðubúinn til aðstoðar með glöðu geði. Hann var drengur góður, kær vinur og félagi öll árin frá fyrstu kynnum fyrir rúmri hálfri öld. Öllum þótti vænt um Rikka og Rikka þótti vænt um alla. Tíminn líður. Trén sem voru gróðursett eru núna uppvaxinn skógur. Nýr bústaður byggður fyrir langa löngu með nýjum glugga þar sem Rikki kvaddi lífið á staðnum þar sem hann undi sér best. Einar Jónsson. Laugardagskvöld og ég er ný- skriðinn af 10 tíma vakt. Síminn hringir og pabbi segir mér tíðind- in að hann Rikki frændi sé dáinn. Ég með tár í augum og minningar streyma fram. Þegar ég var lítil og Rikki var stærstur. Gat kastað manni svo hátt og látið mann hlæja svo dátt. Alltaf með ein- dæmum nýjungagjarn en bar þó óm fortíðar alltaf með sér. Veröld sem var. Lífsbaráttan hörð, braggabarn, „Nína, gólfið var stundum eitt svell.“ En hugurinn var annars staðar, lífið svo miklu meira en brauðstrit. Hjól með mótor, kanasjónvarp og dillandi músík. Seinna dáðist ég að því í laumi að þrátt fyrir harðindin var ljúfleikinn allsráðandi. Rikki var ljúfur maður og svo góður. Vildi allt gera fyrir alla í símaúlpunni. Minningarnar streyma. Rikki og Hrefna komu til mín til Danmerk- ur, ógleymanlegt. Rikki fór strax í að laga sjónvarpsskápinn minn. Svo komu árin og árin setja mark á hugann, aldrei samt hárið sem var alltaf þétt og hrokkið. Alltaf tók hann vel á móti mér. „Er þetta ekki Nína“ og svo innilegt faðmlag. Kærleikurinn svo tær. Mér þótti innilega vænt um Rikka frænda enda ekki hægt annað. Nú er hann farinn, kvaddi í bú- staðnum í Eilífsdal. Þar leið hon- um vel. Minningarnar streyma, eftir stendur þakklæti fyrir ljúf- leikann, fyrir kærleikann og fyrir brúna yfir i veröld sem var. Hvíl í friði, elsku vinur. Jónína Ragnheiður Einarsdóttir. Ríkharður Árnason ✝ Hjörtína Krist-ín Gestdóttir fæddist á Siglufirði 26. október 1923. Hún lést í Keflavík 17. september 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Lára Thorsen, f. á Hjalt- eyri 21.6. 1887, d. 16.11. 1976, og Gestur Guðmunds- son frá Bakka á Siglufirði, f. 21.8. 1892, d. 8.3. 1937. Foreldrar Láru voru Lars Thorsen frá Noregi og Hjörtína Kristín Kristjánsdóttir, en for- eldrar Gests voru Guðmundur Bjarnason og Halldóra Björns- dóttir sem bjuggu í Bakka á Siglufirði. Systkini Hjörtínu Kristínar eru: Halldór Þorsteinn, f. á Siglufirði 15.4. 1917, d. 3.11. 2008, Svava, f. 1921, og Óskar Leó, f. 1925, en þau létust bæði í æsku. Synir Hjörtínu Kristínar eru Richard Dawson Woodhead, Svavar Óskar Bjarnason, látinn, og Hilmar Grétar Bjarna- son. Hjörtína Kristín bjó lengst af í Keflavík. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 28. september 2018, og hefst athöfn- in klukkan 13. Elsku Stína frænka! Stína frænka var hún alltaf nefnd þegar hana bar á góma innan fjölskyldunnar. Nú ert þú fallin frá og komin í faðm þeirra ást- vina sem á undan eru gengnir úr fjölskyldunni. Við, bróðurfjölskylda þín frá Hlíðarvegi 11, Siglufirði, þökk- um alla samfylgd og samveru liðinna ára. Við eigum margar góðar minningar um þig sem munu fylgja okkur og lifa áfram með okkur öllum. Við minnumst þín og þökkum allar góðu gjaf- irnar sem þú færðir okkur. Við minnumst gleði og góðra stunda í hlátri, glensi og frá- sögnum. Við minnumst líka stunda þar sem sorgin kom við sögu. Þær eru líka systur sorgin og gleðin og tvinnast saman í lífi hvers manns og þá er það sam- staða og samvera fjölskyldunn- ar sem er okkur öllum svo mikilvæg, ekki síður en á gleði- stundum. Bróðurfjölskyldan þín kveð- ur þig nú með kærleik og þakk- læti fyrir allt. Far þú í friði, elsku Stína frænka. Við færum fjölskyldunni hennar Stínu frænku, Rikka og hans fjölskyldu, fjölskyldunni hans elsku Svavars (sem er lát- inn, langt um aldur fram), Hilmari og hans fjölskyldu okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Stína frænka! Þá jarðlífs göngu lokið er, við ljúfa kveðju sendum þér. Minning um þig mæt og blíð, mun okkur fylgja alla tíð. Við munum góðu gjafirnar, sem gafst þú okkur, fallegar. Allt sem gott og gleði bar, það gladdi litlu sálirnar. Hlíðarvegs ellefu, hópurinn, höfði drúpir nú um sinn. Við trúum að tryggur englaher, taki vel á móti þér. (G.H.H.) Með samúðarkveðjum. Líney Bogadóttir, börn og fjölskyldur, frá Hlíðar- vegi 11, Siglufirði. Hjörtína Kristín Gestdóttir Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.