Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 ✝ Páll AuðarÞorláksson fæddist á Sandhól í Ölfusi 19. júlí 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 10. september 2018. Foreldrar Páls voru þau Ragn- heiður Runólfs- dóttir, fædd 23. desember 1900, dáin 20. febr- úar 1984, og Þorlákur Sveins- son, fæddur 2. október 1899, dáinn 13. júní 1983. Systkini Páls eru Rósa, fædd 8. júní 1931, Runólfur Sveinn, fæddur 15. febrúar 1933, og Eyrún Rannveig, fædd 20. desember 1934, dáin 23. júní 2018. Páll fæddist á Sandhóli og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum. Samhliða bústörf- um á Sandhóli sinnti hann ýmsum störfum en eftir andlát foreldra sinna, gerðist hann bóndi á Sandhóli og sinnti búrekstri þar til dánardags. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför hans fór fram frá Kot- strandarkirkju í kyrrþey að ósk hins látna 21. september 2018. Fallinn er frá Palli frændi minn og vinur. Minningar mínar um samvistir okkar frænda ná 60 ár aftur í tímann, ég fjögurra ára og hann 22 ára ungur mað- ur. Ég elti hann eins og skugg- inn, vildi ekki missa af neinu sem hann var að gera og þannig var það alla tíð. Ég dáðist að því hvað hann var sterkur og hraustur og velti fyrir mér hve- nær ég gæti skutlað mjólkur- brúsum eins auðveldlega og hann upp á brúsapallinn. Ég þvældist með honum á vélum frá því að ég var smástrákur, alltaf passaði hann vel upp á mig, lagði mér lífsreglur og sagði oft við mig: „Ég vil engin slys!“ Eftir því sem tíminn leið fékk ég meiri ábyrgð undir handleiðslu hans og er ég þakk- látur fyrir það. Hann var örlát- ur við mig, gaf mér gjafir, bauð mér á hestamannamót og tón- leika. Hann stundaði blandaðan bú- skap með foreldrum sínum en eftir að þau féllu frá hélt hann eingöngu sauðfé. Hann fylgdist vel með í greininni, var virkur, mætti á fundi og lét sig baráttu- mál varða. Hann stundaði ýmsa vinnu meðfram bústörfum, vann við uppbyggingu á Ljósafoss- og Búrfellsvirkjun, vann við fisk- vinnslu í Þorlákshöfn og ýmsa byggingarvinnu. Hann var vel liðinn og eignaðist fjölda tryggra vina í gegnum öll þessi störf. Margir vina hans reynd- ust honum vel í veikindum hans, boðnir og búnir að rétta honum hjálparhönd. Hann hafði gaman af hestum og var duglegur að elta bestu stóðhesta á hverjum tíma. Hann átti hörkuduglega reiðhesta og hafði gaman af að ríða út á sín- um yngri árum og oft fórum við frændurnir saman að kvöldlagi og nutum hesta og náttúru. Þá sagði hann upp úr eins manns hljóði: „Komdu á hestbak,“ og við drifum okkur af stað. Þar kviknaði áhugi minn á hestum, sem hefur fylgt mér alla tíð. Ein af fáum skemmtunum sem hann leyfði sér var Landsmót hestamanna. Hann tók mikið af myndum á þessum mótum og átti gott safn slædsmynda, sum- ar þeirra voru birtar í tímarit- um og blöðum. Hann var einnig fréttaritari Tímans og skrifaði greinar í hann og birti myndir af samferðafólki sínu í Ölfusinu við leik og störf. Hvert sem Palli fór fylgdi honum hundur, Lubbarnir. Þeir urðu órjúfanlegir félagar hans og bestu vinir og átti hann nokkra minnisstæða í gegnum tíðina. Palli var um margt einstakur maður, vinnusamur og greiðvik- inn. Hann átti þó ávallt erfitt með að þiggja greiða til baka. Hann var fastur fyrir, pólitískur og alltaf ófeiminn við að segja sitt álit á mönnum og málefn- um. Síðustu ár voru honum erfið heilsufarslega, þó að hann talaði ekki mikið um það og hélt hann sínu striki ótrauður. Hann sagði gjarnan: „Ég verð að komast í verkin!“ og gaf hann aldrei neitt eftir þótt hann væri fárveikur. Mér og fjölskyldu minni reyndist hann alltaf vel, vakinn og sofinn yfir börnunum, hross- unum og hverju öðru sem að okkur laut. Missir okkar allra er mikill, það er mikill sjón- arsviptir að honum og tómlegt að koma í Sandhól, sveitina okkar, sem við unnum öll svo mikið. En minning hans lifir. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Þorvaldur, Margrét og börn. Með Páli móðurbróður mín- um kveð ég hálfrar aldar sam- veru við hann á Sandhól. Ég á móðurfólkinu mínu að þakka að hafa kynnst sveitalífinu; sækja kýrnar, mjólka, sauðburði, fóðr- un heimalninga með pela, setja niður kartöflur, girðingavinnu, heyskap, að raka öfuga hring- inn með mömmu í pilsi og með skuplu, umgangast heyhleðslu- vagninn, heyblásarann, bagga- bindivélina, raða böggum í hlöð- una, upplifði þegar Palli ákvað að rúlla heyið, fara í réttir á uppáhaldsdeginum hans, að reka heim á hestum sem Þor- valdur og Margrét lögðu til, taka upp kartöflur sem gladdi suma en alls ekki alla og fleira. Í æsku heimsótti ég Sandhól vikulega með mömmu. Hún sinnti heimilisstörfum með ömmu og ég lék mér í hríslu- garðinum sem Palli bauð mér síðar meir að nota fyrir mína eigin trjárækt. Þegar ekki viðr- aði til útileikja fannst mér spennandi að læðast inn í her- bergið hans, skoða hlutina hans, myndirnar og að telja klinkið í krukkunni sem hann geymdi í gluggakistunni. Ég gat dundað mér lengi við að telja myntina og í minningunni fannst mér hann vera ríkasti maður í heimi. Sveitin mín á Sandhól hjá ömmu og afa og síðar meir hjá Palla frænda á svo stóran sess í lífi mínu að það væri erfitt að hugsa sér lífið án þess að vera þar. Það var því mikil gleði þeg- ar við fjölskyldan hófum upp- byggingu okkar sælureits, Sjón- arhóls í landi Sandhóls. Palli var strax mjög hjálplegur í staðarvali, bara að hann kæmist fram hjá á traktornum og að rollurnar gætu gengið óáreittar um túnið. Við vorum mjög spennt fyrir verkefninu og ákváðum að setja strax niður túlípanalauka í barðið við skurðinn. Næsta vor hló Palli að okkur, hann hafði legið í barðinu um vornótt og fylgst með rollunum éta túlípanana mína, hann hafði aldrei vitað það vitlausara en að setja niður lauka þar sem rollurnar voru vanar að bera. Palli var áhugasamur um verkið, stýrðist í steypuvinn- unni við grunninn, mætti í girð- ingavinnuna og kenndi okkur handtökin sín, valdi rotþrónni stað og fleira. Hann gaf okkur aspir sem hann hafði ræktað í hríslugarðinum hennar ömmu og aðstoðaði okkur við að flytja allar þær plöntur sem við höfð- um ræktað og munu veita fjöl- skyldunni minni skjól. Hann hefur alla tíð verið okkur mjög hjálplegur. Við höfum reynt eft- ir bestu getu að vera hjálpleg við hann til baka. Það verður skrítið að heyra ekki í traktorn- um á kvöldin fara rúntinn eins og hann gerði alltaf, kíkti á lömbin sín og bara athugaði hvort allt væri ekki í lagi. Palli átti afmæli á miðju sumri og höfum við haft kaffi- boð á Sandhól, stundum án hans ef hann gaf sér ekki tíma til að fara frá verkunum. Í sum- ar var engin breyting þar á, við héldum boð með afmælissöng og gleði. Alltaf hefur hann sagt að þetta væri alger óþarfi en innst inni veit ég að það gladdi hann að hafa okkur hjá sér. Það er einstakt að eiga móð- urbróður sem hefur haft svo mikil áhrif í lífi manns. Þeir sem Palla þekktu vita hvaða öð- ling hann hafði að geyma. Við fjölskyldan hlýjum okkur við minningarnar sem eru við hvert fótmál og munum koma þeim til komandi kynslóða. Ragnheiður Þóra og fjölskylda. Það er alltaf jafn skrítið þeg- ar líf einhvers sem stendur manni nærri er á enda. Páll var stór hluti af mínu lífi og hefur mótað mig og hugsunarhátt minn meira en ég geri mér grein fyrir. Ég hef alltaf haft miklar mætur á Páli og hugsað til hans með mikilli virðingu og vænt- umþykju. Ég á margar minningar um samverustundir okkar síðan úr æsku minni. Þær eru bjartar og skemmtilegar, og ísneysla mín í heimsóknum á Sandhól er þar ofarlega í minninu. Eftir því sem ég varð eldri varð mér ljóst hversu merkilegur maður Páll var. Hann var einstaklega dugleg- ur og ósérhlífinn og ég dáðist að öllu því sem hann kom í verk allt fram á síðustu mánuði ævi sinnar. Hann sýndi aldrei uppgjöf og hafði gott lag á því að finna lausnir á ýmsum vandamálum sem hann glímdi við. Þar að auki var Páll einstaklega nýj- ungagjarn, fróðleiksfús og vel lesinn. Hann var góður penni og með fallega rithönd. Hann hafði mikinn áhuga á flestum mál- efnum samfélagsins og var óhræddur við að tjá skoðanir sínar. Þegar ég var yngri og nýflutt að heiman bjó ég í sumarbústað foreldra minna í Ölfusinu. Með- an á dvöl minni þar stóð voru samskipti okkar Páls mjög mik- il og ég kynntist nýrri hlið á honum. Mér þykir mjög vænt um þennan tíma og þær samveru- stundir sem við áttum. Páll var einstaklega hjálplegur og góður við mig og ég er þakklát fyrir það. Nú þegar ég kveð þig er mín helsta ósk sú að þú vitir hvað mér þótti mikið til þín koma. Þú ert mér fyrirmynd að svo mörgu leyti og mér þykir svo vænt um þig. Sé þig síðar, kæri. Rósa Birna Þorvaldsdóttir. Fyrstu minningar mínar um Palla á Sandhól eru þegar við systkinin vorum lítil og pabbi og mamma voru að leggja loka- hönd á Þorrabakka. Alltaf var fyrsta stopp á Sandhól til að heimsækja Palla og Lubba og fá ís, skoða Mas- sey Ferguson og margt fleira. Kindurnar og búskapurinn var allt fyrir honum Palla og það gafst lítill tími fyrir nokkuð annað. Alltaf var nóg að gera í sveit- inni og ég dáðist að sveitalífinu. Að fá að hlaupa um frjáls og óá- reittur var það besta við sumrin fyrir mér. Við og fleiri vorum til staðar á öllum stundum þegar kom að búverkum og mun ég varðveita þær stundir að eilífu. Þrátt fyrir að Palli hafi verið einbúi þótti honum ósköp vænt um alla og öllum um hann. Alltaf kom bros á vör þegar við hittumst þó að það væri ekki alltaf mikið að tala um. Síðasti heyskapurinn sem ég varð viðstaddur til að hjálpa Palla var brösuglegur eins og gengur og gerist. Baggavélin virkaði ekki sem skyldi, það var reyndar ekki í fyrsta sinn sem það gerðist. Ég bauðst þá til að labba á eftir baggavélinni með böndin sitt undir hvorri hendinni til að aðstoða. Svona bundum við alla bagg- ana á heimatúninu og Palli var afar feginn þegar því dagsverki lauk. Lengra verður það ekki að sinni. Ég mun sakna þín, elsku Palli okkar. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, þó að við munum ei sjá þig keyra um sveitina vitum við að þú ert á betri stað og munt fylgjast með okkur og varðveita. Birkir Rafn Þorvaldsson. Páll Auðar Þorláksson Nú hefur verið borinn til grafar Haukur Guðjónsson móðurbróðir minn frá Gaulverjabæ. Örlagavindar hafa blásið með þeim hætti í segl hans undanfarin ár að förin hefur verið erfið og mikið mætt á fjölskyldu hans, sér- staklega sonunum tveimur sem fengu óþarflega snemma að taka undir bagga foreldra sinna en hafa sýnt hetjulund í verki. Það var gaman að eiga skjól hjá honum frænda mínum í gamla daga. Tækniframfarir hvers konar voru honum ástríða, ég man til dæmis eftir kallkerfinu sem tengdist úr íbúðarhúsinu út í fjós og talstöðvaútgerðinni. Þá voru aðrir tímar; þeir sem höfðu talstöð í bílnum sínum settu gjarnan kall- merki sitt í Félagi farstöðvaeig- enda á afturrúðuna ásamt með merki félagsins og aldrei var farið af bæ án þess að hafa kveikt á stöðinni. Frændi var sigldur maður, hafði dvalist og unnið í Ameríku með frændum sínum Sverri og Trausta hjá Laufeyju afasystur minni sem þar bjó. Það var gaman að skoða myndir frá þeim tíma á „slæds“ af frændunum í einhverju ferðalaginu, Oldsmobile-kagga þeirra stillt upp við framandi staði í annarri heimsálfu, greinilega í miklum hita. Hér heima var líka ferðast, farið um allt land og myndavélin tekin með, síðan var búið til myrkraherbergi heima í Gaulverjabæ og það framkallað sem stóðst skoðun. Haukur Guðjónsson ✝ Haukur Guð-jónsson fæddist 27. desember 1947. Hann lést 16. sept- ember 2018. Útför hans fór fram 25. september 2018. Í minningunni voru engin tæki svo biluð að Haukur frændi eða pabbi, nú eða þeir báðir, gætu ekki lagað þau í skemmuendanum með steypta gólfinu. Ég á minningu frá því um vetur í barn- æsku þar sem þeir kumpánar voru búnir að koma upp feikna- miklu strompverki; mannhæðar- háum steinolíuofni, inni í skemmu og kyntu allt hvað af tók með til- heyrandi brælu og slæmu skyggni innandyra. Það skipti engu máli. Menn kveiktu bara í nýrri Winston og héldu áfram að vinna, óþarfi að setja einhver svona smáatriði fyrir sig, það styttist alltaf í næstu sjó- ferð og jafngott að nota tímann. Seinna kom svo Jóhanna til sög- unnar, með sítt og mikið hár í ákaf- lega skrautlegri mussu, spilaði á gítar og söng eins og Joan Baez. Ekki skemmdi svo þegar Sigga vinkona hennar og Þröstur bætt- ust við í partíin, til dæmis í rjúpna- ferðum Hauks og Þrastar upp í Búrfell á meðan mamma og pabbi bjuggu þar, eða í Gaulagrillunum, sem enn eru haldin. Og drengirnir, Baldur og Grét- ar, bættust svo við, miklir sérfræð- ingar í tækni og vísindum, þá er gott að eiga að, kippir í kynið, það er mikil gæfa að fá að þekkja þá bræður. Ekki þekki ég hvernig fjar- skiptamálum er háttað í sumar- landinu en ímynda mér til gamans að þar sé búið að setja upp Lafa- yette CB-stöð í beykikassa, míkró- fónstatívið skrúfað fast í kassann og loftnet uppi á þaki, FR 801 svarar. Kærar þakkir fyrir samfylgdina frændi minn. Guðjón Helgi Ólafsson. Hann töltir tign- arlega eftir göngu- stígnum í Álfheim- um með gott taumhald á stafnum sínum með kaskeiti eins og heldri herramanni sæmir, brosir ávallt út í eitt og veifar. Á leið minni til vinnu varð dagurinn minn samstundis betri og ég fór brosandi inn í daginn, þakklát fyrir lífið og allt sem Halli tengdaafi hafði gefið okk- ur. Halli hafði yndislegan karakt- er og góða nærveru, alltaf bros- andi og stutt í húmorinn, en hann réð ferðinni og var ávallt Haraldur Gísli Sigfússon ✝ Haraldur GísliSigfússon fæddist 21. sept- ember 1925. Hann lést 11. september 2018. Útför Haraldar fór fram 20. sept- ember 2018. ófús að láta plata sig í einhverja vit- leysu. Oft og mörgum sinnum gerði hann reyfarakaup á mörkuðum erlendis og sagði stoltur frá því hvernig hann „harðneitaði“ að greiða uppsett verð og það besta var að hann tjáði sig ávallt á tungu innfæddra. Söknuðurinn ristir djúpt og fjölskyldan er vængbrotin, það tekur á að kveðja góðan mann. En allt sem Halli hefur gefið okkur býr í hjörtum okkar og þar lifir hann áfram með okkur. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Hanna Signý (Gigga). Hjartkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, LEIFUR KRISTINN GUÐMUNDSSON, Jökulgrunni 22, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild LSH aðfaranótt 25. september. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir Runólfur Birgir Leifsson Arnheiður Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.