Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
»RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykja-
vík, hófst í gær og er hún nú haldin í fimmtánda
sinn. Opnunarmynd hátíðarinnar, Donbass, var
frumsýnd í Bíó Paradís en hún er eftir leikstjórann
Sergei Loznitsa sem er einn heiðursgesta RIFF að
þessu sinni. Að sýningu lokinni var haldin opnunar-
teiti í Iðnó þar sem menntamálaráðherra, Lilja
Alfreðsdóttir, veitti Loznitsa heiðursverðlaun há-
tíðarinnar. Hátt í 70 leiknar kvikmyndir, heimildar-
myndir og fjöldi stuttmynda frá yfir 30 löndum eru
á dagskrá hátíðarinnar.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hófst
Morgunblaðið/Eggert
Góður gestur Hrönn Marinósdóttir stofnandi og stjórnanda RIFF og Mads
Mikkelsen sem fær verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik.
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Æfingar ganga vel og leikkon-
urnar eru bráðfyndnar, spreng-
hlægilegar reyndar, og þeim hefur
tekist að fá mig til að hlæja að leik-
ritinu á ný,“ segir norðurírska leik-
skáldið Marie Jones um Fly Me to
the Moon, gamanleikrit sem hún
skrifaði og frumsýndi fyrir sex ár-
um og leikstýrir nú í uppsetningu
Þjóðleikhússins. Verkið verður
frumsýnt í kvöld í Kassanum og
leikkonurnar sem hún nefnir eru
meðal þeirra fyndustu á landinu,
þær Anna Svava Knútsdóttir og
Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Fleiri eru
leikararnir ekki í verki Jones.
Tungumálið ekki fyrirstaða
Anna og Ólafía fara með hlutverk
Lorettu og Francis sem starfa við
heimaþjónustu við aldraða. Þær
hafa alltaf þurft að hafa fyrir lífinu
en standa skyndilega frammi fyrir
möguleikanum á að eignast svolít-
inn pening með auðveldum hætti,
eins og segir á vef leikhússins. En
til þess þurfa þær kannski að
svindla dálítið.
Jones segist hafa leikstýrt verk-
inu áður, í heimaborg sinni Belfast.
„Og það var sýnt víðar og hefur
m.a. verið sýnt á Norðurlönd-
unum,“ segir hún. Hún segir tungu-
málið, íslensku, ekki fyrirstöðu þar
sem hún þekki verkið svo vel að
hún viti hvað Anna og Ólafía eru að
segja hverju sinni. Og viti hún það
ekki geti hún alltaf leitað til aðstoð-
arleikstjórans, Önnu Katrínar Ein-
arsdóttur.
Athygli vekur að titill verksins er
á ensku, þrátt fyrir að það sé sýnt
á Íslandi, en ástæðan er sú að hér
er um eitt þekktasta lag Franks
Sinatra að ræða. „Einn karlanna
sem konurnar annast er mikill
aðdáandi Franks Sinatra og hefur
aðeins unun af tvennu í lífinu; að
veðja á hesta og hlusta á Sinatra,“
segir Jones og brosir. Allir hljóti að
kannast við þetta lag og blaðamað-
ur segist vona að hún hafi rétt fyrir
sér.
Stigvaxandi örvænting
Jones er beðin um að segja að-
eins meira frá söguþræði verksins.
„Þessar konur þurfa að gera það
sama alla daga, fara milli heimila
og sinna öldruðum. Þetta er erfiðis-
vinna því þær hafa bara 20 mínútur
á hverjum stað til að gera allt sem
þarf að gera áður en haldið er í
næsta hús. Því vita þær lítið sem
ekkert um skjólstæðinga sína,“ seg-
ir Jones.
Dag einn kemur babb í bátinn
þegar þær eru heima hjá fyrr-
nefndum Sinatra-unnanda. „Fyrstu
viðbrögð þeirra eru að reyna að
leysa vandann en því miður gerast
þær sekar um dómgreindarleysi,
gera mistök sem hver sem er gæti
gert og vandinn vex svo svakalega
að þær fá ekkert við hann ráðið.“
Jones segir að vinkonurnar verði
æ örvæntingarfyllri eftir því sem
líði á verkið og reyni sífellt meir að
réttlæta gjörðir sínar. „Þetta eru
tvær venjulegar manneskjur við
mjög óvenjulegar aðstæður og eina
markmið þeirra er að komast út úr
þeim aðstæðum með þeim aðferð-
um sem þær kunna,“ segir Jones
kankvís og að undir lokin megi leik-
húsgestir búast við stórkostlegum
hörmungum.
„Þetta eru mjög fyndnar leik-
konur og líka frábært hvað þær eru
sannfærandi í túlkun sinni. Þær eru
í skelfilegum aðstæðum sem breyta
lífi þeirra og ógna þeim,“ útskýrir
Jones kímin og greinilegt að hún er
með bleksvart skopskyn. Jones
segir þær Lorettu og Francis
býsna ólíkar og taka við stjórninni
á ólíkum tímum í verkinu. Þær séu
hvor með sínar lausnir og nálgist
vandamálin með ólíkum hætti.
Samt sem áður fái þær ekki við
neitt ráðið.
Hugmynd þróuð í helgarfríi
– Hvernig fékkstu hugmyndina
að þessu verki?
„Það komu tvær leikkonur til
mín og sögðu lítið fyrir þær að
gera, að fá almennileg hlutverk
væru í boði. Þetta eru mjög fyndn-
ar leikkonur og þær spurðu hvort
ég gæti ekki skrifað eitthvað fyrir
þær og ég svaraði því til að við ætt-
um bara að fara í helgarfrí saman
og spjalla og sjá hvaða lífsreynslu
við ættum sameiginlega,“ segir
Jones. Þær hafi gert það og í ljós
komið að tvær þeirra áttu mæður
sem voru ýmist á dvalarheimilum
eða með heimahjúkrun og amma
þeirrar þriðju hafði notið slíkrar
þjónustu. „Við sáum að við þekkt-
um allar vel til þessara mála og lét-
um á það reyna hvort hægt væri að
skrifa gamanleik um þetta efni,“
segir Jones. Þær hafi hlegið alla
helgina og upp úr þeirri miklu gleði
hafi verkið sprottið.
Fámenn verk þægilegri
Jones hóf að skrifa leikrit í sam-
vinnu við aðra fyrir leikhópinn
Charabanc í Belfast sem hún starf-
aði með til ársins 1990. Þá stofnaði
hún ásamt öðrum leikhópinn
Double Joint og hefur starfað mikið
með honum og skrifað flest leikrit
sín fyrir hann.
Hún hefur starfað sem leikkona,
leikskáld og leikstjóri í yfir 30 ár
og hennar þekktasta og vinsælasta
verk, Með fulla vasa af grjóti, sló í
gegn hér á landi þegar það var
Konur á barmi taugaáfalls
Gamanleikritið Fly Me to the Moon frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld Höfundur
leikritsins og leikstjóri, Marie Jones, skrifaði það vegna skorts á bitastæðum kvenhlutverkum
Morgunblaðið/Hari
Leikskáldið Marie Jones, höfundur og leikstjóri Fly Me To The Moon, í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.