Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 44
Hljómsveitin ADHD heldur tónleika í kvöld kl. 21 í Mengi við Óðinsgötu. Hljómsveitin hefur verið starfandi í rúman áratug og hefur haldið tón- leika víða um Evrópu. Hún hefur gefið út sex hljómplötur og sú sjö- unda er í vinnslu. ADHD skipa Ósk- ar og Ómar Guðjónssynir, Tómas Jónsson og Magnús Trygvason Eli- assen. Sveitin mun leika gömul lög og ný í Mengi. ADHD leikur gömul lög og ný í Mengi í kvöld FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 271. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad-áskrift 6.173 kr. „Við spiluðum vináttuleik við lið frá Brussel. Daginn eftir var ég stífur í náranum en fann þó ekki fyrir sárs- auka. Ég tók það rólega í einn dag en á æfingu daginn eftir rann ég til í polli á æfingu,“ segir Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfu- bolta, um upptök meiðsla sem hann hefur glímt við á leiktíðinni hjá sínu nýja félagi í Frakklandi. »1 Rann til í polli og er enn að jafna sig ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Grínistinn Ari Eldjárn kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á þrennum tónleikum. Þeir fyrstu fóru fram í gær og þeir næstu fara fram í kvöld og annað kvöld. Sam- bærilegir tónleikar voru haldnir í fyrra og seldist upp á þrenna tón- leika. Var því ákveðið að endurtaka leikinn. Ari mun fara með gaman- mál og kynna með sínum hætti vin- sæl hljómsveitarverk. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Ari Eldjárn slær á létta strengi með Sinfó Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Snorre Greil, stýrimaður hjá Land- helgisgæslunni, útskrifaðist með meistaragráðu í herfræðum frá For- svarsakademiet, skóla danska herafl- ans, um liðna helgi og er fyrstur starfsmanna Gæslunnar sem það gerir. Snorre er með tvöfaldan ríkisborg- ararétt, bæði danskan og íslenskan. Hann er kvæntur Guðbjörgu Karls- dóttur og hefur búið á Íslandi um árabil, en vann áður sem stýrimaður á danska eftirlitsskipinu Vædderen í danska sjóhernum. „Árið 2000 var skipið við landfestar í Hafnarfirði vegna viðgerða,“ segir Snorre um tenginguna við Ísland. „Þá hitti ég Guðbjörgu, við felldum hugi saman, giftum okkur og eigum þrjú börn.“ Árið 2006 byrjaði Snorre að vinna sem stýrimaður hjá Landhelgisgæsl- unni. Hann hefur unnið á varð- skipum Gæslunnar sem og í flug- deildinni, en starfar nú á aðgerða- sviði hennar og er tengiliður við danska heraflann. Töluverð áskorun Skóli danska heraflans, Forsvars- akademiet, bauð Landhelgisgæsl- unni að senda starfsmann í meistara- nám henni að kostnaðarlausu og varð Snorre fyrir valinu, ekki síst vegna þess að kennslan fór fram á dönsku. Um var að ræða almennt stjórn- unarnám, þar sem stjórnun og her- fræði voru tekin fyrir. Lokaritgerð Snorre fjallar um mengunarmál, rannsókn og löggæslu í sambandi við mengun í hafi. Þar skrifar hann um mál viðkomandi Landhelgisgæslunni og samstarf við Dani. Námið fór fram í mörgum lotum. „Ég varð að sinna fjölskyldu, vinnu og námi á sama tíma í þrjú ár og það var tölu- verð áskorun,“ segir Snorre, sem þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar um það bil mánaðarlega vegna náms- ins. „Mér gekk samt mjög vel,“ árétt- ar hann en um 20 nemendur útskrif- uðust að þessu sinni. Fyrir utan Snorre voru þeir frá danska flug-, sjó- og landhernum, en einnig komu nemendur frá danska heimavarnar- liðinu og ráðuneytum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa sótt sér fróðleik víða, meðal annars hjá bandaríska sjóhernum og bandarísku strandgæslunni, en Snorre er fyrstur til að stunda nám við skóla danska heraflans, að sögn Auðuns F. Kristinssonar, verkefna- stjóra aðgerðasviðs. „Allt nám nýtist okkur vel, því fyrir utan aukna menntun starfsmanna byggjum við upp tengsl við þjóðir sem við vinnum náið með á sviði leitar og björgunar, löggæslu og varnarmála,“ segir hann. Ljósmynd/Guðbjörg Karlsdóttir Kaupmannahöfn Snorre Greil stýrimaður og Auðunn F. Kristinsson verkefnisstjóri við útskriftina. Ruddi brautina í skóla danska heraflans  Rannsókn og löggæsla í sambandi við mengun í hafi WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Til að nýta afsláttinn þarf að bóka flug framog til baka fyrir kl.23:59, mánudaginn 1.október 2018, ferðatímabil 1.október - 10. febrúar,2019. Afsláttur reiknast af fargjaldi á flugi frá Íslandi án skatta á fyrirfram völdum dagsetningum.Skilmálar gilda:wowair.is/smattletur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.