Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Page 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Page 11
30.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Hvergi í stórborginni New York er að finna fleiri ferðamenn samankomna á einum stað en á Times Square. Þar er fjölbreytt mannlíf og jafnvel á votviðrisdögum mætir þar fólk sem vaknað hefur um morguninn og klætt sig í sjúskaðan Capteinn America-búning eða útbúið sig sem ofurmennið Hulk til þess eins að mæta á torgið og leyfa ferðamönnum að taka myndir af sér með þeim, fyrir smá aur. Jafnvel Jókerinn er þar mættur og þar sem enginn var til taks til þess að biðja um mynd notar hann tímann til þess að taka sjálfu af sér undir regnhlífinni. Líklega hefur lítið runnið í vasa ofurhetjanna þennan rigningardag í lok sept- ember. Það gengur kannski betur næst. Hetjur og fólk Morgunblaðið/Ásdís Ég var fimm ára þegar ég flutti fyrst til Bandaríkj-anna. Ég man óljóst eftir því að vera með miðasaumaðan inn í jakkann minn með heimilisfangi og símanúmeri. Afi hafði beðið mömmu um það til þess að tryggja að við systur myndum ekki týnast á hinum stóra flugvelli kenndum við John F. Kennedy. Ég man enn hvað byggingarnar í New York voru svakalega há- ar og ég lítil. Mamma kenndi mér eina setningu á ensku: I do not understand English. Þessi setning kom sér ansi vel. Ég fór beint í fimm ára bekk og sagði víst ekki orð fram að jólum. Tekin var hin árlega skólamynd og má þar sjá afar dapra stúlku í köflóttum kjól, með rauða slaufu í hárinu. Ég skildi alveg að ljósmyndarinn vildi fá mig til þess að brosa en mig langaði bara ekki til þess. Eftir áramót opnaði ég fyrst munninn og út flæddi ensk tunga. Ég fór að taka gleði mína á ný. Bandarískt sjónvarp heillaði og sérstaklega Shirley Temple. Þótt hún hafi verið fræg löngu fyrir mína tíð var enn verið að sýna allar myndirnar hennar og litla fimm ára Ásdís vissi þá nákvæmlega hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. Auðvitað Hollywood- leikkona, og helst barnastjarna fyrst. Í sex ára bekk kom fyrsta tækifærið. Það átti að setja upp leikritið Rauðhetta og úlfurinn og eins og gef- ur að skilja er aðeins eitt bitastætt hlutverk í því leik- riti, Rauðahetta sjálf. Nú eða tvö með úlfinum, en ég átti ekki séns í það. Vorum við stelpurnar í bekknum teknar í prufu fyrir Rauðhettuhlutverkið. Ég minnist ekki, fram að þessum aldri, að hafa nokkurn tímann langað jafn mikið í nokkuð eins og að landa þessu hlut- verki. Ég lá andvaka á koddanum og sendi óskir stíft út í alheiminn, plís góði guð ef þú ert til, (var strax trúlaus í æsku) má ég leika Rauðhettu? Daginn eftir kom reiðarslagið. Önnur stúlka hafði hreppt hlutverkið. Ástæðan, jú, hún söng betur en ég, en uppfærslan var í söngleikjastíl. Fyrsta alvöruhöfnun lífsins og hún var sár. Leikfer- illinn byrjaði ekki vel. Ég yrði líklega ekki uppgötvuð og flutt í skyndi með flugvél til Hollywood í þetta sinn, eins og mig dreymdi um. Í sárabætur fékk ég að leika mömmuna sem var þó skárra en að leika tré eða vera ein af kórnum. En eftir þetta litla hlutverk sem móðir Rauðhettu lagði ég leiklistina á hilluna um sinn. Löngu seinna, í MR, ákvað ég að skrá mig í leiklist- arfélagið Herranótt. Viðar Eggertsson leikstýrði þar They shoot horses don’t they? eða Náðarskotið upp á íslensku. Þarna voru tugir krakka að bítast um bestu hlutverkin. Undirrituð fékk að leika dansara. Karlkyns- dansara. Takk Viðar. Aftur lagði ég leiklistardrauma á hilluna. Eftir útskrift úr menntó hélt ég út í heim með það fyrir augum að koma heim í mars og taka inntökuprófið í leiklistaskólann. Þegar mars fór að nálgast fóru að renna á mig tvær grímur. Til hvers að eyðileggja góða utanlandsferð til þess eins að þurfa aftur að upplifa sára höfnun? Þannig að ég fór ekki heim og næsta inn- tökupróf var ekki fyrr en tveimur árum seinna. Þar fór það. Lífið leiddi mig í aðrar og skemmtilegar áttir. En leyndir draumar deyja seint. Og nú er ég flutt til New York. Reyndar bara tímabundið þar sem ég á börn heima og er víst í vinnu en hing- að er ég komin og mun dvelja í þrjá mánuði til þess að láta nokkra gamla drauma rætast. Nú tek ég leiklistar- tíma í skóla rétt hjá stóru leikhúsunum á Broadway og til að tryggja að ég fái einhvern tímann hlutverk tók ég líka kúrs í leikritaskrifum. Þannig að ég get bara „halt mitt eigið partí“, eins og stúlkan sagði forðum. Nú skrifa ég leikrit sniðið að sjálfri mér og ætli ég þurfi ekki bara að leikstýra því líka. Ég skal leika eitthvað annað en móður Rauðhettu í þessu lífi! Annars er ég opin fyrir öllum tilboðum, bæði á sviði og í bíómyndum. Og þar sem ég er búin með nokkra tíma í leiklist er ekki eftir neinu að bíða. Balti, ef þú ert að lesa þetta, ég er ready! Leyndir draumar deyja seint ’Ég minnist ekki, fram aðþessum aldri, að hafa nokk-urn tímann langað jafn mikið ínokkuð eins og að landa þessu hlutverki. Ég lá andvaka á kodd- anum og sendi óskir stíft út í al- heiminn, plís góði guð ef þú ert til, (var strax trúlaus í æsku) má ég leika Rauðhettu? Bóhem í borginni Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.