Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.9. 2018 VETTVANGUR Fjórir heiðursborgarar Reykja-víkur, Vigdís Finnbogadóttir,Þorgerður Ingólfsdóttir, Frið- rik Ólafsson og Erró, telja það óverjandi að reist verði hótel í Vík- urgarði á einum elsta kirkjugarði Reykjavíkur og helgistað í höf- uðborginni. Þau skrifuðu undir áskorun um að hætt verði við bygg- ingu hótels í Víkurgarði. Erró var ekki staddur á landinu þegar Frið- rik,Vigdís og Þorgerður afhentu borgarstjóra og formanni borgar- ráðs áskorunina. Vigdís, Friðrik og Þorgerður sett- ust niður með blaðamanni og út- skýrðu nánar hvers vegna þau ganga fram fyrir skjöldu og berjast gegn byggingu hótels í Víkurgarði. „Það byggir enginn hótel á helg- um reit. Svoleiðis gera menn ekki. Ég er ekki mikið fyrir að gagnrýna en þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í að skora á hið opinbera frá því að því að ég hætti í forsetaembætt- inu. Ég fór í burtu til Kaupmanna- hafnar og var þar í nokkur ár þar sem ég stýrði uppbygginu menning- arsetursins á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. En nú brýt ég prinsippið og stíg fram þar sem mál- efnið er mjög brýnt,“ segir frú Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti Íslands og heiðursborgari. Hún segir að ef Reykjavíkurborg vanti svona mikið byggingarpláss fyrir hótel gæti borgin leitað á náðir ná- grannasveitarfélaganna. „Ég man eftir því einhverju sinni þegar ég var í forsetaembættinu þá stóð ég með þekktum breskum bókaútgefanda frá Oxford við gluggann á Ráðherrabústaðnum og sem hann horfði á uppbygginguna í Reykjavík varð honum að orði „And you with all your space.““ Vigdís segir að það sé eins og eng- inn staður fái að vera í friði í Reykja- vík og það hryggi bæði yngri og eldri Reykvíkinga. Það sé búið að eyðileggja hina dásamlegu vídd sem var í kringum stjórnarráðið og Arn- arhól og sýnina bæði norður og suð- ur Lækjargötuna. Vigdís segir að mikið vatn sé runnið til sjávar frá því að Kjarval hafði það á orði þegar Hljómskálagarðurinn við endann á Fríkirkjuvegi var byggður að hann eyðilegði útsýnið til Keilis. Vigdís er fædd í Reykjavík við Reykjavíkurtjörnina og hefur búið allan sinn aldur miðsvæðis í Reykja- vík. Fyrir utan þau ár sem hún bjó á Álftanesi og dvaldi erlendis. Hún hefur að sögn fylgst vel með upp- byggingu Reykjavíkurborgar. Inngrip í dýrmætar söguslóðir Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák sem gegndi starfi skrifstofustjóra Alþingis í rúm 20 ár segir að hann hafi tekið ástfóstri við umhverfi Alþingis og það sé sárt að horfa upp á það sem sé að gerast í Víkurgarði. „Kirkjugarðurinn á fyrst og fremst að fá að halda sér í upphaf- legri mynd. Það er til háborinnar skammar hvernig búið er að fara með hann,“ segir Friðrik sem segist hafa fylgst með lifandi stemningu og stöðugum straumi fólks á Thorvald- sensstræti milli Austurvallar og Að- alstrætis þegar hann vann á Alþingi, en nú standi til að loka þeirri leið. „Allt þetta svæði milli Austur- vallar og Aðalstrætis var í túnfæti býlisins sem fyrsti landnámsmaður- inn reisti sér undir brekkunni. Á þessu svæði eru dýrmætar söguslóð- ir og gróf inngrip af þessu tagi eiga ekki að eiga sér stað,“ segir Friðrik sem hefur áður komið að mótmælum vegna fyrirhugaðra bygginga á Landssímareitnum þar sem heiðurs- borgararnir segja Víkurgarð liggja en forsvarsmenn Reykjavíkur- borgar segja að þar séu bílastæði. Friðrik segir að árið 2013 hafi verið samþykkt deiliskipulag á Landssím- areitnum. Hann hafi þá skrifað grein í fullu samráði við yfirstjórn Alþing- is þar sem fyrirhuguðu deiliskipu- lagi var harðlega mótmælt. Í kjölfar hennar hafi átta fyrrverandi forset- ar Alþingis sent frá sér andmæli í sama anda. „Í deiliskipulaginu sem samþykkt var 2013 var gert ráð fyrir nýbygg- ingu einmitt þar sem austurhluti gamla kirkjugarðsins er. Árið 1965 var komið í veg fyrir að bygging yrði reist á þessum sama stað. Það var Viðreisnarstjórn Bjarna Benedikts- sonar sem lagði bann við því að byggingin risi á þessum stað og það má segja að það bann sé enn í gildi en borgaryfirvöld virðast lítið fyrir að virða fyrri ákvarðanir,“ segir Friðrik Austurvöllur hjarta Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistar- kennari og kórstjóri, segist hafa orð- ið þess heiðurs aðnjótandi að vera valin heiðursborgari Reykjavíkur á þessu ári. Hún hafi ekki verið al- mennilega inni í umræðunni en fylgst með henni sem almennur borgari. Í haust hafi hún komið í samstarf við hina heiðursborgarana og njóti góðs af vinnu frú Vigdísar og Friðriks. „Framganga borgarinnar hefur sært mig. Ég og mín kynslóð höfum alltaf litið á svæðið í kringum Aust- urvöll sem hjarta Reykjavíkur. Þarna erum við minnt á sjálfstæði okkar og við berum virðingu fyrir þessum reit í kringum Alþingis- húsið, Dómkirkjuna og styttuna af Jóni Sigurðssyni sem passar upp á allt saman. Það er með ólíkindum með allt plássið sem við höfum á okkar góða landi að á helgasta stað Reykjavíkur þurfi að troða enn einu hótelinu og það á vígðum stað,“ segir Þorgerður og bætir við að slíkt sé vanvirðing sem segi heilmikið til um þá tíma sem við lifum á núna. „Forsvarsmenn borgarinnar gefa slæmt fordæmi fyrir þá sem á eftir koma og sýna litla virðingu fyrir mannlífinu sem verið hefur hér um allar aldir. Hótel eru nauðsynleg og langflestir hafa einhvern tímann á lífsleiðinni dvalið á hótelum en það þarf ekki að staðsetja hótel einmitt í Víkurgarði. Við megum ekki láta undan græðgi okkar tíma. Skila- boðin eru slæm og það er svo margt annað sem okkur vantar. Má ekki eyða peningunum í eitthvað annað? Eigum við ekki að staldra við og hugsa nú þegar allar framfarir virð- ast undir því komnar að maður sjái einhverja byggingarkrana?“ segir Þorgerður og heldur áfram. „Það þyrfti að setja upp bygging- arkrana í okkur sjálf og í skólakerf- inu. Ég er alin upp í nægjusemi og að taka mér tíma til að hugsa í þögn- inni. Vigdís og Friðrik hafa gefið fordæmið með því að staldra við og hugsa málið til enda í stað þess að halda áfram í gauragangi í nýjum byggingarkrana í yfirfærðri merk- ingu,“ segir Þorgerður sem telur sig gamaldags Reykvíking sem býr í Laugardalnum á þeim sögufræga stað sem Reykjavík dregur nafn sitt af. Vigdís er ekki sammála Þorgerði að hún sé gamaldags Reykvíkingur, heldur sé hún nútíma Reykvíkingur sem hafi lagt stórkostlega til menn- ingar í borginni og það sé mark tekið öllu því sem Þorgerður segi. „Við stærum okkur af upprun- anum þegar menn komu og námu hér land. Hvað ætla leiðsögumenn að segja við ferðamenn? Að undir hótelinu sé landnámsbær Ingólfs? Hér er helgur staður og ég spyr eins og Sveinn Einarsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, í lok greinar sem hann skrifaði þar sem hann vildi fá að vita hvar ætti næst að byggja hót- el. Hann vildi forðast að til þess kæmi að hann hvíldi undir hóteli. Ég get ekki hugsað mér að Víkurgarður fari undir byggingu sem vel er hægt að byggja annars staðar,“ segir Vig- dís og Friðrik skýtur inn í hvort ekki væri tilvalið að nýta hús Orkuveit- unnar undir hótelrekstur. Vigdís segir það hvergi þekkjast að ganga svona hart að gömlum borgarkjarna eins og gert sé í Reykjavík og Friðrik veltir því upp hvort þar ráði sjónarmið Mammons. Þorgerður bendir á að í aðra röndina segist Íslendingar vera söguþjóð og vitna til forferðanna en ef fram fari Vanvirðing gagnvart fortíðinni Fjórir heiðursborgarar Reykjavíkur hafa skorað á Reykjavíkurborg að beita sér fyrir því að hætt verði við fyrirhugaða hótelbyggingu í Víkurgarði sem sé einn af elstu kirkjugörðum borgarinnar og helgur staður í höfuðborginni. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Erró, sem vantar á myndina, berjast nú gegn áformum borgarinnar um byggingu hótels í Víkurgarði. Þau segjast ekki hætta baráttunni fyrr en búið sé að vinna úr málinu á þann hátt sem réttast sé. Þau segja tíma til kominn að gefa gott fordæmi þegar komi að varðveislu á elsta hluta Reykjavíkur. Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.