Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Síða 13
30.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Aðventuferðir FEB til Kaupmannahafnar 18.-21. nóvember: Uppselt 25.-28. nóvember: Uppselt Vegna mikilla vinsælda er búið að bæta 3. ferðinni við dagana 2.-5. desember. Verð: 117.800 kr. á mann í tvíbýli og 139.500 kr. á mann í einbýli Innifalið í verðinu er flug, flugvallarskattar, gisting í þrjár nætur með morgunverði á Absalon Hotel (4 stjörnur) og allur akstur erlendis. Einnig er innifalin skoðunarferð um gamla bæinn með Sigrúnu Gísladóttur, heimsókn í Jónshús, „Julefrokost“ á Restaurant Grøften og síkja- sigling með djassbandi Michaels Bøving. Ferðirnar eru skipulagðar í samráði við Hótelbókanir.is og Icelandair. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu FEB í síma 588-2111 eða með tölvupósti á hotel@hotelbokanir.is sem horfi muni mikil sögufölsun verða í gangi. Vigdís telur heilshug- ar undir þau orð Þorgerðar. Friðrik, Þorgerður og Vigdís eru öll sammála um það að lítil framsýni stýri för þegar kemur að skipulags- málum í kringum Austurvöll og bygging hótels með öllu því um- stangi sem því fylgi auki enn á þrengslin sem fyrir eru. Friðrik segir að árið 1996 hafi ver- ið ráðgert að reisa mikla byggingu við Kirkjustræti fyrir starfsemi Al- þingis. En við það var hætt og í stað þess ákveðið að varðveita gömlu húsin sem þar standa og endurgera þau. Friðrik segir húsin sannarlega mikla bæjarprýði í dag. Á þeim tíma hafi verið gert heiðursmanna- samkomulag við borgina að götu- myndin fengi að halda sér. Friðrik segir að sér sé ekki kunnugt um að því samkomulagi hafi verið rift. Hann segir að slæm mistök hafi verð gerð í deiliskipulaginu árið 1987 þegar byggingarreiturinn var settur ofan á Víkurgarð. Nóg komið af slysum í miðborginni „Það er komið nóg af slysum á þessu svæði sem byrjuðu þegar Fjalakött- urinn var rifinn og byggður stein- steypukassi í staðinn sem eyðilagði útsýnið eftir Aðalstrætinu. En Aðal- strætið var afskaplega fallegt í mínu ungdæmi,“ segir Vigdís og bætir við að Víkurgarði sé sýnd mikil vanvirð- ing og þeim sem þar hvíla. Það sé vanvirðing gagnvart fortíðinni að byggja hótel yfir jarðneskar leifar þeirra sem byggðu upp borgina. Ég væri líka á móti því að þarna yrði byggður skóli eða menningarhús,“ segir Vigdís og Þorgerður bætir við að það séu hræðileg skilaboð að eiga það á hættu að fjölskyldur geti verið grafnar upp til þess að setja upp bílaverkstæði, hótel eða pylsu- sjoppu. Friðrik tekur fram að van- helgun á kirkjugarði geti komið við marga. Árið 1996 hafi þurft að færa jarðneskar leifar Margrétar Péturs- dóttur en sú kona eigi nú mjög marga afkomendur. Síðast hafi verið jarðsett í Víkurgarði 1882 og 1883. Friðrik segir að byggingarleyfið á Landssímareitnum sé lögleysa og ekki á valdi borgarinnar að veita leyfi til bygginga í kirkjugörðum eða á svæðum sem skilgreind séu sem almenningsgarðar. Um þessa staði gildi sérstakar reglur og þurfi dóms- málaráðuneyti og kirkjugarðaráð að veita samþykki sitt til slíkra fram- kvæmda. Friðrik segir að hagsmunasamtök sem kennd eru við Kvosina hafi kært til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála en kærunni verið vísað frá vegna aðildarskorts. Eftir standi þó kæra sóknarnefndar Dómkirkj- unnar til sömu úrskurðarnefndar en Víkurgarður heyrði undir Dómkirkj- una sem telur sig enn hafa yfir garð- inum að ráða og hvergi hafi komið fram að kirkjugarðurinn hafi verið formlega aflagður. Þorgerður er sannfærð um að Víkurgarðurinn var og er staðsettur á milli Aðalstrætis að austan, Thorvaldsenstrætis að vestan og Kirkjustrætis að sunnan. Myndin til vinstri er tekin úr garði apótekarahjónanna í Reykjavíkur Apóteki árið 1912 eða 1913. Myndin til hægri sýnir heiðursborgara Reykjavíkur, í Víkurgarði eins og hann lítur út í dag. Ljósmynd/Lyfjafræðisafnið Morgunblaðið/Hari borgaryfirvöld hlusti á þau sjónar- mið sem uppi eru og Vigdís segir að sér detti ekki í hug annað en að á heiðursborganna verði hlustað. „Ef ekki er hlustað á minningar um það sem var, til þess að varðveita til framtíðar þá er illa fyrir okkur komið,“ segir Vigdís og fer með limru eftir Þorstein Valdimarsson „Að endingu standa sig þeir einir, sem vanda sig. Frá upphafi í því sem þeim er innan handar að standa sig í.“ Friðrik er ekki í nokkrum vafa um að málið fái farsælan endi. „Það eru fjögur sjónarmið sem ráða för í baráttu okkar. Sögulega hliðin, virðing fyrir hinum látnu, til- finningalega hliðin og sú skipulags- lega. Skákin er ekki búin og við höldum áfram að berjast. Við eigum enn ás uppi í erminni og það verður barist til síðasta manns,“ segir Frið- rik og Vigdís bætir við að það komi ekki til álita að hætta fyrr en búið sé að vinna úr málinu á þann hátt sem réttast sé og það sé tími til kominn að gefa gott fordæmi þegar um sé að ræða varðveislu á elsta hluta Reykjavíkur og virða þá vinnu sem forfeður borgarbúa lögðu á sig við uppbyggingu borgarinnar. Friðrik segist hafa áhyggjur af því hversu langan tíma það taki að fá úr því skorið hvort Reykjavíkurborg hafi heimild til þess að leyfa nýbygg- ingu í Víkurgarði. Ef borgin þráist við og hlusti ekki á réttmæt rök sé hætta á að búið verði að reisa hótelið áður en niðurstaðan fáist. Það megi ekki gerast.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.