Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Síða 18
36 ára afmæli leikkon- unnar Fan Bingbing var draumi líkast. Fjöl- skylda hennar og vinir fögnuðu henni yfir dýrð- legum málsverði þar sem kærasti hennar til tveggja ára, Li Chen, bað hana um að giftast sér. Seinna um kvöldið vann hún hinn eftir- sótta Gullna hana, jafngildi Óskarsverðlauna í Kína, fyrir leik sinn í kvikmyndinni I am not Madam Bovary. „Ég held að líf mitt sé fullkomið,“ skrifaði Fan á samfélagsmiðilinn Weibo í kjölfarið, þar sem hún er með 62 milljónir fylgjenda. „Ég vil ekki stjörnurnar á himninum, ég vil bara upplifa gjafir jarðarinnar! Ég er mjög hamingjusöm! Og mjög heppin! Takk öll fyrir að elska mig!“ Síðan þá er liðið ár. Fan varð 37 ára 16. september síðastliðinn en dagurinn leið án opinberra hátíðarhalda og með sárafáum hamingjuóskum nema frá aðdáendum. Marg- ir þeirra gripu andann á lofti þegar hún virt- ist hafa skráð sig inn á Weibo en seinna var færslunni, sem líklega var sjálfvirk, eytt. Fan hafði þá verið óvirk á miðlinum frá 23. júlí. Hún kom síðast fram opinberlega 1. júlí þegar hún heimsótti barnaspítala í Shanghai. Á umboðsskrifsstofunni hennar í Peking eru dyrnar læstar og ljósin slökkt. Dagatal við hlið veggspjalda úr kvikmyndum leikkon- unnar sýnir júlímánuð. Fan Bingbing er horfin. Við fyrstu sýn virðist hún hreinlega hafa gufað upp, sporlaust. Það ætti að vera óger- legt í ljósi þess að Fan er bæði ein frægasta leikkona Kína og sú hæstlaunaða að auki. En þegar betur er að gáð eru teikn á lofti um að velgengni hennar og sýnileiki séu einmitt það sem varð henni að falli. Kenningarnar um hvarf Fan Bingbing eru af ýmsum toga en flestar snúa þær á ein- hvern hátt að yfirvöldum í Kína. Hún er sögð í felum í Los Angeles, þar sem hún mun hafa sótt um pólitískt hæli. Hún er sögð hafa átt í tygjum við varaforseta Kína, Wan Qishan og að hvarfið snúist um aðila innan flokksins sem vildu koma á hann höggi. Vin- sælasta kenningin, og sú sem þykir sennileg- ust, snýr hinsvegar að skattamálum hennar. Í maímánuði birti spjallþáttastjórnandinn Cui Yongyuan myndir af tveimur samning- um sem hann gaf í skyn að væru tvær út- gáfur af launasamningi Fan fyrir framhald kvikmyndarinnar Cell Phone. Önnur útgáf- an, sú opinbera, sýndi mun lægri upphæð en sú sem Cui sagði raunverulega samninginn. Slíkir samningar, kallaðir „yinyang- samningar“ vegna tvíþætts eðlis síns, munu algengir innan kvikmyndariðnaðarins í Kína og ætlaðir til skattaundanskota. Málið vakti mikla reiði meðal almennings og flokksmanna kommúnistaflokksins. Cui baðst fljótlega afsökunar. Svo virðist sem hann hafi ekki ætlað sér að varpa kast- ljósinu á Fan heldur fremur á leikstjóra Cell Phone, Feng Xiaogang. Myndin segir frá frægum þáttastjórnanda sem á í ástarsam- bandi við aðstoðarkonu sína en Cui segir slá- andi en þó ónákvæm líkindi milli söguþráð- arins og eigin ferils og hefur sakað Feng um ærumeiðingar. Öllum ummerkjum eytt Hvað svo sem Cui ætlaði sér var skaðinn skeður fyrir Fan. Framleiðslufyrirtæki hennar, sem hefur neitað að gefa nokkrar upplýsingar um hvar hún er niður komin, neitaði ásökununum í júní. Í sama mánuði tilkynntu yfirvöld að launaþaki yrði komið á fyrir leikara. Þó að Fan væri ekki nefnd á nafn í yfirlýsingunni, þar sem skemmtana- iðnaðurinn var gagnrýndur fyrir að stuðla að „peningadýrkun“ ungra Kínverja, virtist ljóst hvaðan ákvörðunin var komin. Sem áður segir, hefur ekkert spurst til Fan frá því í júlí en nýlega sást til unnusta hennar án trúlofunarhrings. Snemma í sept- ember birtist svo áhugaverð grein á vefsíðu ríkisrekna fjölmiðilsins Securities Daily. Í greininni stóð að skattayfirvöld hefðu sent framleiðslufyrirtæki hennar orðsend- ingu sem sagði hana í haldi vegna rann- sóknar og gaf í skyn að hún hefði játað sök sína. Grein Securities Daily var fljótlega eytt af vefsíðu miðilsins og samkvæmt The Guardian voru allar vísanir í hana þurrkaðar út af kínverskum samfélagsmiðlum ásamt nafni Fan. „Skilaboðin eru skýr: enginn er öruggur,“ sagði Stanley Rosen, prófessor við Háskóla Suður-Kaliforníu og sérfræðingur um kín- verska kvikmyndaiðnaðinn, í viðtali um efnið við The Guardian. „Grunntilgangurinn er að ógna frægu fólki með mikið fylgi svo það verði ekki of sjálf- stætt og verði of sterk rödd hvað varðar mikilvæg opinber málefni.“ Fyrirbyggjandi kjúklingamorð Í greinum og viðtölum við sérfræðinga í kín- verska skemmtanaiðnaðinum um hvarf Fan kemur sama máltækið upp aftur og aftur: Að drepa kjúklinginn til að ógna öpunum. Í því samhengi er Fan kjúklingurinn, sú sem flaug of hátt og á að vera hinum stjörn- unum víti til varnaðar. Sú taktík er sannar- lega ekki ný af nálinni hjá kínverskum yfir- völdum, sem láta lögfræðinga, aktívista og fleiri reglulega hverfa vegna háttalags sem ekki fellur innan flokkslínanna. Hinsvegar hefur enginn af félagslegri stærðargráðu Fan áður orðið henni að bráð. „Að refsa Fan Bingbing er að drepa kjúk- linginn til að hræða apana. En hvarf hennar lætur fólki líða óþægilega. Af hverju fylgja [yfirvöld] ekki réttarreglum og láta fólk vita hvað gengur á?“ sagði sagnfræðingurinn Zhang Lifan í viðtali við The Guardian. Óþægindi þau nægi þó ekki til uppreisnar. „Enginn hefur stigið fram til að tala máli Fan Bingbing. Það sýnir að [pólitísk] staða kvikmyndaiðnaðarins er veik. Hann hefur ekkert vald.“ Í frægri ræðu árið 2014 sagði forseti Fan Bingbing: stórstjarnan sem hvarf Dularfullt hvarf kínverskrar leikkonu vekur spurningar um aðkomu yfirvalda að skemmtanaiðnaðinum. Anna Marsibil Clausen anna_clausen@berkeley.edu Li Chen og Fan Bingbing á forsíðu kínverska Cosmopolitan. ’Við fyrstu sýn virðist húnhreinlega hafa gufað upp,sporlaust. Það ætti að veraógerlegt í ljósi þess að Fan er bæði ein frægasta leikkona Kína og sú hæstlaunaða að auki. En þegar betur er að gáð eru teikn á lofti um að velgengni hennar og sýnileiki séu einmitt það sem varð henni að falli. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.9. 2018 ERLENT

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.