Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 25
30.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Besta leiðin til að geyma ferska sveppi er í pappírspoka í ísskáp eða í körfu með rökum klút yfir sér en þannig geymast þeir lengur. Þurrkaða sveppi þarf að geyma í loftþéttum umbúðum, fjarri sólarljósi en þannig geymast þeir mánuðum saman. Þurrkaðir sveppir eru mjög bragðsterkir enda eru ferskir sveppir um 90% vatn. Hægt er að mala þurrkaða sveppi í kvörn og nota sem bragðmikið krydd. Góðar geymsluleiðir Þægileg sósa 250 g ferskir sveppir, skornir í bita 1 laukur, smátt skorinn 2 dl vatn eða hvítvín 2,5 dl rjómi eða matreiðslurjómi 1 msk. ólífuolía salt og pipar Hitið olíuna í litlum potti. Steikið sveppi og lauk í 5 mínútur. Bætið við vatni eða víni og hitið allt upp. Bætið við rjóma og látið sjóða varlega í 2-3 mínútur. Smakkið til og bætið við sveppateningi ef þarf en sparið þá saltið á móti. Berið strax fram. … smjöri, ólífuolíu, lauk, hvítlauk, steinselju, graslauk, svörtum pipar, hnetum, skinku, sítrónu, rjóma, parmesan, geitaosti, chilli, brauði, hrís- grjónum, kartöflum, aspas, kjúklingi, fiski og þistilhjörtum. Sveppir passa vel með … Hitið ólífuolíu á annarri pönnu og steikið saxaðan laukinn við lág- an hita í nokkrar mínútur. Lauk- urinn má alls ekki verða brúnn heldur á að steikja hann þar til að hann verður gegnsær. Bætið grjónunum á pönnuna og unum, hækkið hitann og steikið þá í ca. 5-10 mínútur. Sveppirnir eiga samt að vera pínulítið stökkir við lok steikingartímans. Bætið við salti og pipar eftir smekk ásamt smátt skorinni steinselju. Leggið sveppina til hliðar. Risotto ai funghi er dásamlegur fyrsti réttur þar sem uppistaðan eru risottogrjón og sveppir. Þessi réttur er sérstaklega gómsætur á haustin þegar hægt að nota ný- tínda sveppi úr íslenskri náttúru, segir Kjartan Sturluson, sem er með vefsíðuna Minitalia.is, þar sem þessa uppskrift er að finna. Hann segir að þess á milli sé vel hægt að notast við gömlu góðu flúðasvepp- ina eða þurrkaða sveppi, annað hvort innflutta eða íslenska sem tíndir hafa verið haustið áður. Ef notast er við þurrkaða sveppi þá er góð regla að nota ca. 10-15 grömm af þurrkuðum sveppum á móti hverjum 100 grömmum af fersk- um sveppum. 360 gr risotto-grjón, helst carnaroli en annars arborio 1-1,5 l grænmetis- eða sveppasoð 500 g af ferskum sveppum (eða 50- 75 gr af þurrkuðum sveppum) 1 laukur 1 hvítlauksrif 2 msk ólífuolía 40 g smjör 2 msk steinselja 50 g parmesan pipar og salt Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið saxaðan hvítlaukinn við lágan hita í ca. 2 mínutur. Bætið við svepp- steikið við háan hita í tvær mín- útur. Lækkið hitann, setjið út í eina ausu af soði í einu og látið sjóða við miðlungshita. Bætið við soði eftir þörfum en grjónin þurfa ca. 20 mínútur í suðutíma. Þegar 5 mínútur eru eftir af suðutímanum er sveppunum bætt út í blönduna og í kjölfarið haldið áfram að bæta við soði. Fjarlægið pönnuna af hitanum og hrærið smjörinu saman við. Að lokum er ostinum bætt við og öllu hrært vel saman. Ríkulegt risotto

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.