Morgunblaðið - 03.03.2018, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
50 ár eru í dag liðin frá því að
Kristnihald undir jökli eftir Hall-
dór Laxness kom út. „Bókin kom
út 3. október 1968 en þá hafði ver-
ið beðið í nokkurri eftirvæntingu
eftir nýrri skáldsögu frá Halldóri
Laxness því átta ár voru liðin frá
því að Paradísarheimt kom út,“
segir í tilkynningu frá Gljúfra-
steini.
Þar er rifjað upp að bókin hafi
fljótt vakið mikla athygli. Í danska
dagblaðinu Politiken sagði um
bókina: ,„Óvæntur hátindur í bók-
menntaverki Laxness“, í Morgun-
blaðinu sagði: „stórkostlegt lista-
verk ... þarna er stórkostlegur
skáldskapur á ferðinni“ og í Vísi
sagði að með bókinni sýndi Halldór
Laxness að hann byggi yfir þeirri
náðargáfu snillingsins að vera sí-
ungur „Hann lætur sér ekki nægja
að fylgjast með tímanum, heldur
verður hann að vera í broddi fylk-
ingar.“
Haldið verður upp á hálfrar ald-
ar útgáfuafmælið í stofunni á
Gljúfrasteini í kvöld kl. 20 þegar
Ástráður Eysteinsson, prófessor í
almennri bókmenntafræði við Há-
skóla Íslands, ræðir um verkið frá
sjónarhóli samtímans, hálfri öld
síðar. Yfirskrift fyrirlesturs hans
er: „Að steypa sér í jökulinn. Hug-
leiðingar um Kristnihald Halldórs
Laxness.“ Aðgangur er ókeypis.
Kristnihald undir Jökli í hálfa öld
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Skáldið Halldór Laxness rithöfundur.
Margir kannast vafalítiðvið nafnið Marie Jones,en hún er höfundurleikritsins Með fulla
vasa af grjóti frá 1996 sem Þjóðleik-
húsið sýndi við feikigóðar viðtökur
fyrst árið 2000 og aftur 2012 og
2017. Í ljósi þeirra miklu vinsælda
sem uppfærslan naut er skiljanlega
freistandi að leita aftur í smiðju
Jones, en um liðna helgi frumsýndi
Þjóðleikhúsið leikritið Fly Me to the
Moon frá árinu 2012 í leikstjórn höf-
undar.
Líkt og í Með fulla vasa af grjóti
eru aðeins tveir leikarar í Fly Me to
the Moon. Bæði verk draga upp
mynd af írsku samfélagi þar sem
atvinnuleysi og stéttaskipting eru
landlæg og ákveðið vonleysi ríkir.
Þar með lýkur samanburðinum því
ólíkt leikurunum tveimur í Með
fulla vasa af grjóti, sem fengu tæki-
færi til að sýna fimi sína þegar þeir
skiptu á milli sín fimmtán hlut-
verkum verksins, eru leikkonurnar
tvær í Fly Me to the Moon fastar í
sömu hlutverkum allan leikinn.
Verkið gerist í Belfast og hverfist
um Lorettu Mackie (Anna Svava
Knútsdóttir) og Francis Shields
(Ólafía Hrönn Jónsdóttir) sem vinna
við aðhlynningu heima hjá hinum 84
ára gamla Davy McGee sem núorð-
ið lifir fyrir það eitt að hlusta á tón-
list í flutningi Franks Sinatra, veðja
á hesta og lesa The Daily Mail. Þeg-
ar skjólstæðingur kvennanna
hrekkur skyndilega upp af á þeirra
vakt sjá þær tækifæri til að eignast
örlítinn aur. Með því að láta um-
heiminn halda að Davy McGee sé
enn á lífi nokkrum tímum eftir and-
látið geta þær svikið út ellilífeyri
hans, samtals 120 pund eða um 17
þúsund íslenskar krónur, og skipt
honum á milli sín. Þar með hefst
farsakennd atburðarás sem teygir
sig yfir tvo klukkutíma með hléi.
Því miður verður að segjast að
lopinn er óþarflega teygður í verk-
inu og framvindan höktandi. Einn
ágætis brandari undir lokin stendur
ekki undir heils kvölds sýningu.
Þegar við bætist að höfundurinn
ætlast til að írsk eftirnöfn og götu-
heiti miðli mikilvægum upplýs-
ingum til áhorfenda um trúmál per-
sóna þá er úr vöndu að ráða. Þýðing
Guðna Kolbeinssonar er þjál, en
sennilega hefði farið betur á því að
staðfæra verkið og skera burt hluti
sem augljóslega hafa aðeins þýð-
ingu fyrir samlanda höfundar.
Raunsæið ríkir í leikmynd og
búningum Snorra Freys Hilmars-
sonar. Margt er þar ágætlega gert,
en í ljósi þess hversu margoft er
ítrekað að Davy McGee búi einn í
húsi á jarðhæð stingur óneitanlega í
stúf að útsýnið út um gluggann,
sem staðsettur er fyrir miðju sviði,
gefi tilfinningu fyrir að íbúðin sé
staðsett ofarlega í háhýsi. Hljóð-
mynd Kristjáns Sigmundar Ein-
arssonar tekur mið af dálæti hins
látna á Frank Sinatra, en í ljósi
þess hversu miðlægur Sinatra er í
verkinu er illskiljanlegt að höfundur
leikritsins geri sér ekki meiri mat
úr slíkri tengingu.
Stærstur hluti verksins gerist í
íbúð Davy McGee, en framvindan er
reglulega brotin upp með lýsingu
Jóhanns Friðriks Ágústssonar sem
gefur til kynna að stöllurnar tvær
séu í yfirheyrslu hjá lögreglunni.
Frá höfundarins hendi fáum við lítið
að vita um konurnar tvær annað en
að þær hafa ekki efni á að komast
með í gæsapartí til Barcelona, son-
ur Francis var rekinn úr skóla og
þénar nú peninga á því að selja
ólöglegt niðurhal á kvikmyndum og
dóttir Lorettu kemst ekki í Disney-
ferð með skólanum sínum vegna
peningaleysis auk þess sem eig-
inmaður hennar missti vinnu sína
sem múrari í kjölfar efnahags-
kreppunnar. Þessir dýpri und-
irtónar verksins um fjárhagslega
örbirgð kvennanna tveggja sem
vinna fyrir sex pund á tímann (sem
samsvarar 870 íslenskum krónum)
týnist hins vegar í öllum vandræða-
gangi farsans.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir drífur
framvinduna áfram af krafti í hlut-
verki Francis sem framan af er sú
sem fær allar hugmyndirnar að því
hvernig þær vinkonur geti krækt í
örfáa þúsundkalla. Anna Svava
Knútsdóttir nær vel að miðla vand-
ræðagangi Lorettu sem jaðrar við
taugaveiklun, en báðar hafa kon-
urnar þekkingu sína af glæpum úr
misgóðum sjónvarpsþáttum. Leik-
konurnar tvær ná samt ekki að gera
sér almennilegan mat úr efniviðn-
um, enda takmarkað hversu góða
máltíð hægt er að elda þegar hrá-
efnið er einfaldlega ekki nógu gott.
Marie Jones hefur leikstýrt Fly
Me to the Moon bæði á Írlandi og í
Bandaríkjunum við misjafnar við-
tökur. Íslenska uppfærsla verksins
virkaði á köflum ekki fullæfð auk
þess sem sviðsumferðin var of oft
kauðaleg. Niðurstaða kvöldsins var
því að fyrri frægð og velgengni er
ekki endilega ávísun á gæðastund í
leikhúsinu.
Með tóma vasa
Ljósmynd/Olga Helgadóttir
Vandasamt „Leikkonurnar tvær ná samt ekki að gera sér almennilegan mat úr efniviðnum, enda takmarkað hversu
góða máltíð hægt er að elda þegar hráefnið er einfaldlega ekki nógu gott,“ segir í rýni um Fly Me to the Moon.
Þjóðleikhúsið
Fly Me to the Moon bbnnn
Eftir Marie Jones í leikstjórn höfundar.
Íslensk þýðing: Guðni Kolbeinsson.
Leikmynd og búningar: Snorri Freyr
Hilmarsson. Lýsing: Jóhann Friðrik
Ágústsson. Hljóðmynd: Kristján Sig-
mundur Einarsson. Leikarar: Anna
Svava Knútsdóttir og Ólafía Hrönn
Jónsdóttir. Frumsýning í Kassanum í
Þjóðleikhúsinu 28. september 2018.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Ronja Ræningjadóttir (None)
Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s
Sun 7/10 kl. 13:00 8. s Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka
Sun 7/10 kl. 16:00 9. s Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s
Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka
Sun 14/10 kl. 13:00 10. s Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s
Sun 14/10 kl. 16:00 11. s Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 9/12 kl. 14:00 Auka
Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Sun 9/12 kl. 17:00 25. s
Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 29/12 kl. 13:00 Auka
Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Lau 29/12 kl. 16:00 Auka
Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s
Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 6/10 kl. 19:30 3. s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s
Sun 7/10 kl. 19:30 4. s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Þri 13/11 kl. 19:30 16.s
Fös 12/10 kl. 19:30 5. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s
Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s
Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s
Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Ég heiti Guðrún (Kúlan)
Fös 5/10 kl. 19:30 Frums Lau 13/10 kl. 19:30 5. s Sun 21/10 kl. 17:00 9. s
Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Þri 23/10 kl. 19:30 10. s
Sun 7/10 kl. 17:00 2. s Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Fim 25/10 kl. 19:30 11.s
Mið 10/10 kl. 19:30 3. s Mið 17/10 kl. 19:30 7. s Fös 26/10 kl. 17:00 Auka
Fim 11/10 kl. 19:30 4. s Fös 19/10 kl. 19:30 Auka Lau 27/10 kl. 20:00 12.s
Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Lau 20/10 kl. 17:00 Auka
Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fös 5/10 kl. 19:30 41. s Fös 19/10 kl. 19:30 42. s Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s
Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s
Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Insomnia (Kassinn)
Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fim 15/11 kl. 19:30 4.s Fim 29/11 kl. 19:30 7.s
Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 5.s
Mið 14/11 kl. 19:30 3.s Fös 23/11 kl. 19:30 6.s
Brandarinn sem aldrei deyr
Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 6/10 kl. 11:00 Lau 13/10 kl. 13:00 Lau 27/10 kl. 11:00
Lau 6/10 kl. 13:00 Lau 20/10 kl. 11:00 Lau 27/10 kl. 13:00
Lau 13/10 kl. 11:00 Lau 20/10 kl. 13:00
Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim
Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 5/10 kl. 22:00 Fös 12/10 kl. 22:00 Fös 19/10 kl. 22:00
Daður og dónó
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 3/10 kl. 20:00 Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00
Mið 10/10 kl. 20:00 Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00
Mið 17/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Fim 4/10 kl. 20:00 152. s Sun 14/10 kl. 20:00 156. s Fim 25/10 kl. 20:00 160. s
Lau 6/10 kl. 20:00 153. s Fim 18/10 kl. 20:00 157. s Fös 26/10 kl. 20:00 161. s
Sun 7/10 kl. 20:00 154. s Fös 19/10 kl. 20:00 158. s Sun 28/10 kl. 20:00 162.
Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Sun 21/10 kl. 20:00 159. s Lau 3/11 kl. 20:00 aukas.
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 6/10 kl. 20:00 9. s Lau 13/10 kl. 20:00 12. s Fös 26/10 kl. 20:00 15. s
Sun 7/10 kl. 20:00 10. s Lau 20/10 kl. 20:00 13. s Lau 27/10 kl. 20:00 16. s
Fös 12/10 kl. 20:00 11. s Sun 21/10 kl. 20:00 14. s Fös 2/11 kl. 20:00 17. s
Gleðileikur um depurð.
Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið)
Fös 5/10 kl. 20:00 7. s Mið 10/10 kl. 20:00 aukas. Fös 19/10 kl. 20:00 15. s
Lau 6/10 kl. 20:00 8. s Fim 11/10 kl. 20:00 10. s Lau 20/10 kl. 20:00 16. s
Sun 7/10 kl. 20:00 9. s Fim 18/10 kl. 20:00 14. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas.
Athugið, sýningum lýkur 3. nóvember.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tví-skinnungur (Litla sviðið)
Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s
Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Ást er einvígi.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 5/10 kl. 20:00 60. s Fös 12/10 kl. 20:00 62. s Lau 27/10 kl. 20:00
Sing-a-long
Fim 11/10 kl. 20:00 61. s Lau 20/10 kl. 20:00 63. s Fös 2/11 kl. 20:00 aukas.
Besta partýið hættir aldrei!
SMARTLAND