Morgunblaðið - 03.03.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 03.03.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 ICQC 2018-20 Hrollvekjan Malevolent, sem Ólaf- ur de Fleur Jóhannesson leik- stýrði, verður frumsýnd í streym- isveitunni Netflix á föstudaginn og fellur hún í sýningaflokkinn Net- flix Originals. Í myndinni segir af systkinum sem svíkja fé út úr fólki með því að þykjast ná sambandi við framliðna. Gamanið kárnar þegar einn við- skiptavina áttar sig á svikamyll- unni og raunverulegur drauga- gangur virðist vera á ferðinni. Kvikmyndin er sú fyrsta sem Ólafur leikstýrir í Hollywood, eins og hann greinir sjálfur frá á Face- book-síðu sinni. Netflix nær til yfir 190 landa í heiminum og má því gera ráð fyrir að ansi margir sjái kvikmyndina sem Ólafur lýsir sem hryllingsmynd og fullkominni upp- hitun fyrir hrekkjavöku. Með aðalhlutverk í Malevolent fara Florence Pugh, Ben Lloyd- Hughes og Celia Imrie. Malevolent þýðir illgjarn/gjörn eða meinfýs- in/n og af stiklu kvikmyndarinnar að dæma koma nokkrar illgjarnar verur við sögu í henni og virðast flestar vera að handan. Hrollvekja Ólafs frumsýnd á Netflix Hollywood Ólafur de Fleur frumsýnir sína fyrstu Hollywood-mynd á föstudag. Íslenska hrollvekjan Rökkur verð- ur endurgerð af framleiðslufyrir- tækinu Orion Pictures fyrir banda- rískan markað. Leikstjóri og hand- ritshöfundur Rökkurs, Erlingur Óttar Thoroddsen, mun skrifa handrit bandarísku útgáfunna en Orion Pictures er í eigu MGM kvik- myndasamsteypunnar. Í Rökkri segir af tveimur ungum mönnum sem kljást við kulnað ást- arsamband sitt og óhugnalega at- burði í afskekktum sumarbústað á Snæfellsnesi. Kvikmyndin var frumsýnd fyrir tæpu ári og með að- alhlutverk í henni fara Björn Stef- ánsson og Sigurður Þór Óskarsson. Rökkur hefur verið sýnd á yfir 40 kvikmyndahátíðum víða um heim og hlaut verðlaun á Outfest kvik- myndahátíðinni fyrir listrænt af- rek. Þá var hún einnig valin ein af tíu bestu kvikmyndum ársins 2017 af lesendum CinEuphoria. Framleiðendur endurgerðar- innar eru J. Todd Harris og Marc Marcum, fyrir hönd Branded Pict- ures Entertainment en Dan Kagan sér um verkefnið fyrir hönd Orion Pictures. Kvikmyndavefurinn Hollywood Reporter greindi fyrst- ur frá endurgerðinni. Rökkur endurgerð í Bandaríkjunum Hrollvekja Björn Stefánsson í Rökkri. Studio 54 er áreiðanlega ein-hver frægasti næturklúbb-ur sögunnar þar sem þotu-liðið safnaðist saman og skemmti sér eins og enginn væri morgundagurinn. Fyrirfram væri hægt að ímynda sér að heimildar- mynd um næturklúbbinn fjallaði bara um klæðalítið fólk í kókaínvímu en það er aldeilis ekki svo. Myndin segir vissulega frá því hvernig stofnendunum Ian Schrager og Steve Rubell tekst að búa til þennan einstaka stað í fyrrverandi leikhúsi og upptökuveri CBS. Þeir höfðu rekið næturklúbba í öðrum hverfum New York sem gengu vel og ákváðu því að spreyta sig á Man- hattan. Þetta hverfi á Manhattan var ekki gott undir lok áttunda ára- tugarins, „kjörið til að láta ræna sig“ eins og fram kemur í myndinni, en leikhúsumgjörðin hentaði diskó- tónlistinni og ljósasýningunum. Einn viðmælandinn lýsir staðnum sem „skemmtigarði fyrir fullorðna“. Þarna virðist hafa verið einstakt andrúmsloft þar sem fræga og fall- ega fólkið hittist og samkynhneigðir áttu athvarf; fólki fannst það vera frjálsara þarna en á nokkrum öðrum stað, að minnsta kosti þeim sem þurftu ekki að bíða úti, hinum megin við reipið. Svo vinsæll var klúbbur- inn að Mick Jagger og Keith Rich- ards fengu ókeypis inn en hinir með- limir Rolling Stones þurftu að borga. Eða það er að minnsta kosti ýjað að því. Myndin er byggð upp í kringum viðtöl við Ian Schrager, sem nú er umfangsmikill í hótelrekstri, og fleiri sem tengdust klúbbnum á sín- um tíma en Schrager er aðalviðmæl- andinn. Einnig eru sýndar margar ljósmyndir og fréttamyndir frá þess- um tíma auk blaðaúrklippa og fleira sem setja klúbbinn í gott samhengi við samtímann. Schrager var maður- inn á bak við tjöldin á meðan hinn sí- brosandi Rubell sá um stjörnurnar og fjölmiðlaviðtölin. Eftirminnileg- asta gamla viðtalið í myndinni er einmitt við Michael Jackson sem er á klúbbnum undir verndarvæng Rubell. En það sem fer upp fer einhvern tímann niður og þannig var það með Studio 54 líka. Ef fyrri helmingur myndarinnar héti „skemmtigarður- inn“ þá væri við hæfi að sá seinni héti „paradísarmissir“. Schrager og Rubell voru ákærðir fyrir skattsvik og dæmdir í fangelsi. Partíið var bú- ið og næturklúbburinn varð aldrei samur aftur þó að kvöldið áður en þeir hófu afplánun hafi verið haldið eitthvert svakalegasta partíið sem haldið var á staðnum. Þetta var samt ekkert gamanmál, þeir þjáðust í fangelsinu og Schrager, sem er lög- fræðingur að mennt, missti lög- mannsleyfið en hann var síðan náð- aður til fulls af Obama Bandaríkja- forseta árið 2017. Rubell náði því aldrei því hann lést árið 1989. Bana- meinið var sjúkdómar tengdir HIV- smiti þó það hafi ekki verið sagt á sínum tíma. Margir af fastagestun- um og starfsfólkinu hlutu sömu ör- lög. Studio 54 var ekki bara nætur- klúbbur heldur samfélagstilraun og myndin gerir tíðarandanum og ákaf- lega áhugaverðri sögu góð skil. Félagar Steve Rubell og Ian Schrager, stofnendur Studio 54. Skemmtigarður fyrir fullorðna RIFF- Bíó Paradís Studio 54 bbbbn Leikstjóri: Matt Tyrnauer. Bandaríkin 2018. 98 mínútur. Flokkur: Heimildar- myndir. INGA RÚN SIGURÐ- ARDÓTTIR KVIKMYNDIR Sýnd 5. október kl. 22.45. Charles Aznavour, einn vinsælasti söngvari Frakklands, er látinn, 94 ára að aldri. Aznavour var einnig tónskáld og kvikmyndastjarna, lék í 79 kvikmyndum, stuttmyndum og sjónvarpsþáttum skv. vefnum Internet Movie Database og naut ekki síður vinsælda meðal Armena þar sem hann var af armenskum uppruna. Aznavour lét ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldur og söng þekkt lög sín fyrir fjölda tónleika- gesta, að því er fram kemur í frétt New York Times. Þar segir að honum hafi þótt það hlægileg hug- mynd að setjast í helgan stein. Í frétt dagblaðsins Guardian um andlát Aznavours segir að hann hafi selt yfir 100 milljónir platna í 80 löndum og sungið um 1400 lög og þar af hafi hann samið 1300. Aznavour hafi oft verið kallaður hinn franski Sinatra vegna ein- kennandi og tregafulls söngstíls síns. Aznavour hætti í skóla níu ára þegar hann byrjaði að leika í kvik- myndum og átti farsælum ferli að fagna sem leikari, lék m.a. í ný- bylgjumyndum François Truffaut og Claude Chabrol. Söngferilinn hóf hann á tímum hernámsins í París í seinni heimsstyrjöldinni og söng þar í kabarettum. Foreldrar hans voru í andspyrnuhreyfing- unni og veittu gyðingum og öðrum sem ofsóttir voru af nasistum skjól á heimili sínu. Aznavour var meðal á fjórða hundrað franskra fyrirmenna og vinsælla einstak- linga sem skrifuðu undir opið bréf til frönsku þjóðarinnar í maí á þessu ári og fordæmdu gyðinga- hatur á grundvelli íslamskrar rót- tækni. Aznavour látinn AFP Vinsæll Charles Aznavour naut mikilla vinsælda sem söngvari, lagasmiður og leikari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.