Morgunblaðið - 13.10.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
Endurskoðun stefnumörkunar fyrir
Þjóðgarðinn á Þingvöllum
- kynningarfundur
Þingvallanefnd lagði fram stefnumörkun fyrir Þjóðgarðinn
á Þingvöllum í tengslum við tilnefningu Þingvalla á heims
minjaskrá árið 2004. Undanfarin misseri hefur verið unnið
að endurskoðun stefnumörkunarinnar enda hafa ýmsar
forsendur breyst, ekki síst vegna stóraukins fjölda gesta.
Tillögu að að endurskoðaðri stefnumörkun má sjá á vef
þjóðgarðsins, www.thingvellir.is. Óskað er eftir athugas
emdum og ábendingum um efni tillögunnar og gefinn
frestur til 1.nóvember
Til að kynna efni tillögunnar verður fundur þann 18.
október í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands að
Suðurgötu, kl 15:00 til 16:30. Þar verða dregin fram
helstu efnisatriði sem breyst hafa við endurskoðunina
og spurningum svarað. Allir eru velkomnir á fundinn.
Gert er ráð fyrir því að kostnaður
við endurbyggingu steinbæjarins
Stórasels við Holtsgötu 41b í
Reykjavík verði meiri en það verð
sem fæst fyrir bæinn þegar hann
verður seldur sem íbúðarhús.
Þetta segir Þorsteinn Bergsson,
framkvæmdastjóri Minjaverndar,
sem gert hefur húsið upp. Um er að
ræða 160 fm einbýlishús á lóð sem
Minjavernd fékk í tengslum við
samning sem gerður var við
Reykjavíkurborg árið 2014. Árið
2017 var kostnaður endurbygging-
arinnar metinn verða 75 milljónir
króna og er reiknað með að verkinu
ljúki næsta vor.
Umfram áætlun
„Minjavernd var alveg ljóst frá
upphafi að þetta verkefni myndi
ekki standa undir sér en við erum
með áætlun sem við útbjuggum á
leiðinni sem við höfum ekki gefið
upp til þessa og ekki einu sinni tek-
ið saman hvað við teljum að verði
endanlegur kostnaður, en Minja-
vernd mun borga með þessu verk-
efni,“ segir Þorsteinn.
Mikil vinna hefur verið vegna
endurbyggingarinnar að sögn Þor-
steins. „Húsið var að mjög miklu
leyti rifið. Síðan var grafið eftir
fornleifum að beiðni Minjastofn-
unar undir húsinu, innan útveggja
sem og í kring, sem fellur undir
kostnað sem endurgerð hússins
tekur til.“
Ekkert verðmat
Þorsteinn segist ekki geta sagt til
um hvað muni fást fyrir húsið við
sölu þess. „Maður verðmetur þetta
ekki fyrr en það er tilbúið. Húsið
sjálft verður ágætt miðað við okkar
upplegg en það hefur sínar tak-
markanir í umhverfi sínu,“ segir
hann og vísar til þéttrar íbúð-
arbyggðar sem umlykur húsið.
Steinbærinn er sá eini sem enn
stendur í Reykjavík. Var hann
byggður í tveimur áföngum 1884 og
1893, en áður stóðu þar torfhús.
Minjavernd og Reykjavíkurborg
gerðu samning 2014 um að Minja-
vernd tæki að sér endurbyggingu
gamalla húsa og er Stórasel eitt
þeirra húsa.
Fram kemur í minnisblaði, sem
Þorsteinn sendi borgarráði í síðustu
viku, að Minjavernd beri ábyrgð og
fjárhagslega áhættu á verkum þeim
sem samningurinn taki til. Eini út-
gjöld Reykjavíkurborgar, utan afsal
lóða, séu að borgin standi straum af
lagfæringu á aðkomu að þessu húsi
og fleirum sem standa við Holts-
götu og Framnesveg. Sú lagfæring
hefði komið til þótt Stórasel hefði
verið rifið. gso@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Steinbær Áætlað var árið 2017 að endurbygging Stórasels myndi kosta 75 milljónir króna, verkið mun kosta meira.
Endurbygging Stórasels
mun enda umfram áætlun
Kostað af Minjavernd Verður selt sem einbýlishús
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Niðurrif Rífa þurfti stóran hluta hússins áður en endurbygging hófst.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Sérstakri bráðaþjónustu Land-
spítalans á Hringbraut við hjarta-
sjúklinga verður lokað frá og með 1.
desember og fólki sem fær hjarta-
áfall beint á slysa- og bráðamóttöku
sjúkrahússins í Fossvogi. Starfsfólki
Hjartagáttar og slysa- og bráðamót-
töku Landspítalans var tilkynnt
þetta fyrr í vikunni.
Ekki skyndiákvörðun
Að sögn Karls Andersen, yfir-
læknis Hjartagáttar, er þetta gert
vegna skorts á sérhæfðum hjúkrun-
arfræðingum en einnig sem liður í
endurskipulagningu þjónustu við
hjartveika sjúklinga. Hjartagáttin
verður áfram starfrækt og á sama
stað í sjúkrahúsinu við Hringbraut
en mun einbeita sér að dag- og
göngudeildarþjónustu við langveika.
Neyðartilvikum, svo sem hjartaáföll-
um, verður sinnt í Fossvogi.
„Þetta er engin skyndiákvörðun,“
segir Karl, „heldur hefur þetta verið
í undirbúningi í langan tíma.“ Komið
sé að þeim tímapunkti að ekki sé
lengur rekstrarlega hagkvæmt að
hafa bráðaþjónustu Landspítalans á
tveimur stöðum. Karl segir að þjón-
usta við hjartveika sé að færast æ
meira í átt að dag- og göngudeild-
arþjónustu þar sem aðgerðir, svo
sem innsetning gangráða, brennslur
og víkkun kransæða, kalli ekki á inn-
lögn sjúklinga lengur en yfir daginn.
Á göngudeild sé jafnframt möguleiki
á þverfaglegri nálgun gagnvart sjúk-
lingum, sem ekki sé hægt að sinna á
venjulegri læknastofu. Í slíkum til-
vikum koma sálfræðingar, fé-
lagsráðgjafar og iðjuþjálfar að að-
stoð við sjúklinga auk lækna og
hjúkrunarfræðinga. Hjartagáttin
verði mjög öflug eining þegar ekki
þurfi lengur að sinna skyndimóttöku
hjartveikra.
Breytingarnar munu leiða til auk-
ins álags á slysa- og bráðamóttökuna
í Fossvogi. Þarf að mæta því sér-
staklega og er unnið að því að sögn
Karls. Hann segir að með breyting-
unum eigi að tryggja að fólk fari
strax á réttan stað í kerfinu. Samtals
leita um 120 manns bráðaþjónustu á
Landspítalanum á hverjum sólar-
hring, þar af hafa um 30 leitað til
Hjartagáttarinnar við Hringbraut.
Lokað í sumar
Hjartagáttinni var lokuð í einn
mánuð í sumar og þjónustan veitt í
Fossvogi á meðan. Það var gert
vegna skorts á hjúkrunarfræðingum
yfir hásumarið. Forsvarsmenn sam-
takanna Hjartaheilla gagnrýndu þá
ráðstöfun og töldu hjartasjúklinga fá
ófullnægjandi þjónustu.
Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítala, fjallaði um málið á heimasíðu
spítalans í gær og sagði þar að
reynslan af því samstarfi hefði verið
góð enda afrakstur vandaðs undir-
búnings og frábærs starfsfólk. Ljóst
væri að framundan væru umtals-
verðar breytingar á starfsemi bráða-
móttökunnar.
Bráðaþjónustu Hjartagáttar lokað
Morgunblaðið/Golli
Sjúkrahús Lokun bráðaþjónustu Hjartagáttar á Landspítalanum við Hring-
braut þýðir aukið álag á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi.
Hjartaáföllum sinnt á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi frá 1. desember Skipulagsbreyting og
viðbrögð við skorti á hjúkrunarfræðingum Hjartagáttin áfram starfrækt sem dag- og göngudeild
Skráð atvinnuleysi í september síð-
astliðnum var 2,3% og var óbreytt
frá ágústmánuði. Þetta kemur fram í
yfirliti sem Vinnumálastofnun birti á
vef sínum í gær. Stofnunin gerir ráð
fyrir að atvinnuleysi muni byrja að
aukast í takt við árstíðasveiflu í októ-
ber.
Að meðaltali fjölgaði um 741 á at-
vinnuleysisskrá í september í ár frá
september í fyrra (2017), en þá
mældist skráð atvinnuleysi 1,8%.
Atvinnuleysi var óbreytt bæði á
höfuðborgarsvæðinu svo og á lands-
byggðinni frá ágústmánuði. Alls
voru 2.170 karlar að jafnaði atvinnu-
lausir í september og 1.932 konur.
Var atvinnuleysi 2,2% meðal karla
og 2,4% meðal kvenna og jókst um
0,1 prósentustig meðal karla en
minnkaði um 0,1 prósentustig meðal
kvenna.
Atvinnuleysi var mest á Suður-
nesjum í september eða 3,2% en
minnst á Vestfjörðum og Austur-
landi 1,2% og 1,3% á Norðurlandi
vestra. Atvinnuleysi á höfuðborgar-
svæðinu var 2,5%.
Alls voru 1.428 erlendir ríkisborg-
arar án atvinnu í lok september eða
um 33% allra atvinnulausra.
Flestir eru frá Póllandi
Flestir erlendir ríkisborgarar á
atvinnuleysisskrá eru frá Póllandi
eða 775, sem eru um 54% allra er-
lendra ríkisborgara á atvinnuleysis-
skrá. Því næst koma Litháar og
Lettar, en færri af öðrum þjóðern-
um. Pólverjum á skrá fækkaði tölu-
vert á milli mánaða.
Greiddar voru 992 milljónir í at-
vinnuleysistryggingar í september,
916 milljónir vegna hefðbundinna at-
vinnuleysistrygginga, 46 milljónir
vegna tekjutengdra trygginga og 30
milljónir vegna barnadagpeninga.
sisi@mbl.is
Atvinnuleysi
eykst milli ára
Útlendingar 33% allra atvinnulausra