Morgunblaðið - 13.10.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.10.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Ný forysta stéttarfélagsinsEflingar hefur komið sér í afar sérkennileg mál. Hún ræð- ur eiginkonu helsta for- sprakka fram- boðs formanns- ins til að taka að sér verkefni, sem alls óljóst er að ástæða hafi verið til að vinna, og greiðir fyrir það nokkrar milljónir króna á skömmum tíma.    Þegar frá þessu er sagt ogfrá átökum sem urðu vegna þess á skrifstofu félagsins birta forystumennirnir yfirlýsingu um að fréttir af því séu ósann- indi.    Það fæst svo betur staðfest,meðal annars með skrifum fyrrnefnds forsprakka fram- boðsins, að allt var rétt sem sagt hafði verið í fréttum.    Nokkrum dögum síðar segirforysta Eflingar frá því í nýrri yfirlýsingu að góð samtöl hafi átt sér stað við starfsmenn.    Þegar Morgunblaðið ræðirvið starfsmenn um þau mál kemur í ljós mikil óánægja starfsmanna með framgöngu forystunnar. Þær lýsingar stangast algerlega á við yfir- lýsingu forystunnar.    Í gær bættist svo við enn einyfirlýsingin frá forystunni, nú um verkefnið sem eiginkona forsprakkans vann. Sú yfirlýs- ing vekur spurningar og á henni getur aðeins verið sú skýring að forystan hafi loks áttað sig á þeirri miklu óánægju sem orðin er með það hvernig hún heldur á málum við stjórn félagsins. Forysta Eflingar í undarlegum málum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslendingar taka á móti allt að 75 flóttamönnum á næsta ári. Að stærstum hluta eru það Sýrlend- ingar úr flóttamannabúðum í Líb- anon en einnig hinsegin flóttamenn og fjölskyldur þeirra frá Kenýa. Ríkisstjórnin ákvað þetta í gær að fengnum tillögum flóttamanna- nefndar. Sýrlendingar eru fjölmennastir í hópi fólks á flótta í heiminum. Yfir milljón er í Líbanon. Þess er getið í tilkynningu ráðuneytisins að yfir helmingur sýrlenskra barna í Líb- anon hafi ekki aðgang að formlegri menntun. Samið við sveitarfélög Þetta er í fjórða sinn sem stjórn- völd taka á móti sýrlensku flóttafólki en fyrsti hópurinn kom hingað árið 2015. Þá er þetta í þriðja skiptið sem tekið er á móti hinsegin fólki. Staða hinsegin fólks er viðkvæm í Afríku vegna útbreiddra fordóma. Algengt er að hinsegin flóttafólk og fjöl- skyldur þeirra verði fórnarlömb of- beldis í flóttamannabúðum. Ráðuneytið mun óska eftir upp- lýsingum frá Flóttamannastofnun Sþ um einstaklinga sem hún telur koma til greina að bjóða til Íslands. Þegar allar upplýsingar liggja fyrir semur velferðarráðuneytið við eitt- hvert sveitarfélag eða sveitarfélög um móttöku fólksins. Bjóða 75 flóttamönnum til landsins  Sýrlendingar frá Líbanon verða fjölmennastir  Einnig kemur hinsegin fólk Bessastaðir Forsetahjónin bjóða sýrlenska flóttamenn velkomna. „Nú vakna ég útsofinn og hv Skúli Sigurðsson Minnkar óþægindi við þvaglá Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Rannsóknir hafa sýnt að með þriggja mánaða inntöku á Brizo™ hefur blöðruhálskirtill minnkað töluvert. ™ t íldur“ Meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, gerði að umtalsefni í ræðu sinni við upphaf flokksráðsfundar flokksins í Smáranum í Kópavogi í gær var staða hans þegar styttist í 20 ára afmælið á næsta ári. Sagði hún flokkinn, líkt og annað, hafa tekið breytingum. Þannig væri VG ekki nákvæmlega sami flokkurinn og hefði verið stofn- aður fyrir tæpum tveimur áratugum. Stjórnmálaflokkur væri enda ekki safn eða stofnun með hlutverk sem skráð væri í lög heldur hreyfing, sem eins og nafnið gæfi til kynna væri ekki kyrrstæð. Hreyfing fólks breytt- ist, þroskaðist, lærði og skipti stund- um um skoðun. Þegar talað væri um stjórnmál og stefnu skiptu gildin mestu máli. Sjálf sagðist Katrín hafa lært mikið á þeim áratug sem hún hefði setið á þingi og skoðanir hennar á ýmsu hefðu breyst og þróast í gegnum tíðina. Til að mynda á bankamálum, landbúnaðar- málum og sjávarútvegsmálum. Reynslan hefði ennfremur mótað VG sem stjórnmálaafl. Katrín sagði að þátttaka VG í ríkis- stjórninni 2009-2013 hefði talsvert breytt flokknum. Þar hefði ekki verið hægt að láta nægja að gagnrýna og setja fram óskir heldur hefði þurft að starfa með öðrum og leysa ófyrirsjá- anleg og flókin verkefni sem kallað hefði á málamiðlanir. Margir aðrir flokkar hefðu síðan tekið við því hlut- verki að hafa aldrei þurft að miðla málum. VG hefði á sama tíma lært að ekki fengist allt á óskalistanum í rík- isstjórnarsamstarfi. Jafnvel gæti sú staða komið upp að fleiri en eitt af mikilvægustu gildum flokksins köll- uðu á ólíkar niðurstöður. Stundum stönguðust gildin á og þá þyrfti að viðurkenna það og vinna úr því. Tekið breyting- um í gegnum árin  Flokkurinn verður 20 ára á næsta ári Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinir Katrín Jakobsdóttir hitti m.a. þennan unga dreng á fundinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.