Morgunblaðið - 13.10.2018, Side 15

Morgunblaðið - 13.10.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Morgunblaðið/Árni Sæberg Álfsnes Sorpa hefur um árabil tekið á móti úrgangi frá Sunnlendingum. Áralöng leit að urðunarstað fyrir svokallaðan óvirkan úrgang á Suð- urlandi hefur engan árangur borið. Málið er á byrjunarreit eftir að meirihluti sveitarstjórnar Ölfuss hafnaði því að Nessandur, úr landi jarðarinnar Ness í Selvogi, yrði urðunarstaður. Sorpstöð Suðurlands (SOS) hefur verið með samning við Sorpu um móttöku úrgangs af Suðurlandi. Úr- gangurinn hefur verið fluttur í mót- tökustöðina í Álfsnesi. Á síðasta fundi stjórnar Sorpu var tekið fyrir erindi SOS um framlengingu á samningnum. Í bókun lýsti stjórnin verulegum vonbrigðum með að stjórn SOS hefði ekki náð fram ásættanlegri niðurstöðu um urð- unarstað fyrir óvirkan úrgang á Suðurlandi. „Samningur SOS og SORPU hef- ur nú verið framlengdur 18 sinnum frá því samningur var fyrst und- irritaður árið 2009 og átti í upphafi að gilda til ársins 2012 meðan SOS gæfist ráðrúm til að vinna úr mál- um urðunarstaðar,“ segir m.a. í bókuninni. Jafnframt samþykkti stjórn Sorpu að gera nýjan þjón- ustusamning við SOS til tveggja mánaða. Stjórn Sorpstöðvar Suðurlands kom saman til fundar 1. október. Stjórnin lýsti yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku sveitarstjórnar Ölf- uss varðandi Nessand. Þar sem út- séð er með að urðunarstaður verði á Nessandi, samþykkti stjórnin að taka upp valkostagreiningu að nýju. Stjórnin samþykkti að ráða Stefán Gíslason framkvæmdastjóra En- vironic til að vinna að heildrænni lausn á urðun úrgangs á Suður- og Suðvesturlandi. Hún leggur áherslur á að málinu verði hraðað og að stöðuskýrsla liggi fyrir eftir um mánuð. sisi@mbl.is Samningur framlengdur 18 sinnum  Sunnlendingar hefja á ný leit að urðunarstað  Ölfus hafnaði Nessandi Á morgun, sunnudag, klukk- an 11 vígir bisk- up Íslands, Agnes M. Sigurð- ardóttir, tvo guð- fræðinga til prests í Dóm- kirkjunni. Vígsluþegar eru Henning Emil Magnússon, sem skipaður hefur verið prestur í Garðaprestakalli í Kjalarnespró- fastsdæmi, og Hjalti Jón Sverris- son, sem skipaður hefur verið prestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Vígsluvottar eru sr. Elínborg Sturludóttir, sr. Eva Björk Valdi- marsdóttir, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir sem jafnframt lýsir vígslu og sr. Vigfús Bjarni Albertsson. sisi@mbl.is Biskup vígir tvo guðfræðinga til prestsstarfa Parkinsonsamtökin á Íslandi halda styrktartónleika í Guðríðarkirkju í Grafarvogi klukkan 17 í dag. Þeir verða jafnframt lokahóf fyrir Sigr- um Parkinson, sem er samstarfs- verkefni KSÍ og samtakanna og felst í kynningar- og fjáröflunar- átaki fyrir Parkinsonsetur. Meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum eru Valdimar, Teitur Magnússon og Ólöf Arnalds. Kynn- ir er Einar Bárðarson og miðar eru seldir á vefsíðunni www.park- inson.is. Allur ágóði rennur óskipt- ur til Parkinsonsamtakanna. Parkinsonsamtökin halda styrktartónleika Parkinson Allur ágóði af tónleikunum í Guð- ríðarkirkju rennur til Parkinsonsamtakanna. Í dag verður stytta af Ágústi Gíslasyni, Gústa guðsmanni, vígð á Ráðhústorgi Siglufjarðar. Ragnhildur Stef- ánsdóttir mynd- höggvari gerði styttuna og var hún m.a. kostuð af félaginu Sigur- vin, áhugmannafélagi um gerð stytt- unnar. Við athöfnina verður m.a. lesið úr Nýja testamenti Gústa, Stur- laugur Kristjánsson flytur tónlist, sungið verður saman og boðið verð- ur til kaffisamsætis. Gústi fæddist 1897 og lést árið 1985. Hann stundaði útgerð mestan hluta ævinnar og fór ágóði hennar í að styrkja kristniboð og fátæk börn. Gústi guðsmaður vígður í dag Stytta Gústi guðsmaður. Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn miðvikudaginn 17. október 2018 í Norðurljósum, Hörpu kl. 8.30-12.00 SAMEIGINLEG DAGSKRÁ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA Sigsteinn Grétarsson, framkvæmdastjóri Arctic Green Energy Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs og fyrrum yfirmaður við loftslagssamning S.þ. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ Afhending umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2018 Ragna Sara Jónsdóttir, formaður dómnefndar og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku MÁLSTOFA UM ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI OG LOFTSLAGSMÁL KL. 10.30-12.00 Loftslagsvænt sérmerkt ál Guðrún Þóra Magnúsdóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá Rio Tinto á Íslandi Árangur sjávarútvegsins í loftslagsmálum Hildur Hauksdóttir, verkefnastjóri hjá HB Granda Stöðugar umbætur – sjálfbær ferðaþjónusta Sigurður M. Harðarson, umhverfisstjóri Icelandair Group Ábyrgar fjárfestingar Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur hjá Íslandssjóðum Kolefnishlutlaus orku- og veitustarfsemi 2030 Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda, Orku náttúrunnar Málstofustjóri: Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar MÁLSTOFA UM GRÆNAR LAUSNIR ATVINNULÍFSINS KL. 10.30-12.00 Framtíð sorpförgunar Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur og stofnandi Environice Vistvæn mannvirki Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænnar byggðar Kolefnisfótspor fyrirtækja Kristján Geir Gunnarsson, forstjóri Odda Er plastið á leið úr búðunum? Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur SVÞ Endurnýjanlegt eldsneyti og sjálfbærar samgöngur Margrét Ormslev, fjármálastjóri CRI Málstofustjóri: Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi Allir eru velkomnir Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á sa.is UMHVERFISDAGUR ATVINNULÍFSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.