Morgunblaðið - 13.10.2018, Page 17

Morgunblaðið - 13.10.2018, Page 17
Verk í náttúru Þeistareykja Landsvirkjun býður til sýningar á vinningstillögu í hugmynda­ samkeppni um nýtt listaverk í náttúru Þeistareykja. Þær þrjár tillögur sem, ásamt vinningstillögunni, þóttu áhugaverðastar verða einnig sýndar. Vinningstillagan, sem ber heitið Römmuð sýn, er að mati dómnefndar kröftug og djörf tillaga sem hefur landslagið upp og rammar inn á skemmtilegan hátt. Frá stofnun Landsvirkjunar hefur verið hefð fyrir því að láta gera listaverk í tengslum við byggingu helstu mannvirkja á vegum fyrirtækisins. Í þetta sinn var haldin hugmynda­ samkeppni í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands. Sýningin í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg 1 í Garðabæ stendur yfir 10. til 14. október. Sýningin í Safnahúsinu á Húsavík mun standa yfir 27. október til 31. desember. Sýning á vinningstillögu að listaverki í náttúru Þeistareykja. Hönnunarsafn Íslands, 10.-14. október.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.