Morgunblaðið - 13.10.2018, Side 22

Morgunblaðið - 13.10.2018, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 BAKARÍ til sölu. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Svavarsson: gunnar@kontakt.is Ha uk ur 10 .1 8 Um er að ræða framleiðslubakarí með tvo útsölustaði á góðum stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæði getur fylgt ef óskað er. 13. október 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 115.87 116.43 116.15 Sterlingspund 153.06 153.8 153.43 Kanadadalur 88.75 89.27 89.01 Dönsk króna 17.963 18.069 18.016 Norsk króna 14.105 14.189 14.147 Sænsk króna 12.898 12.974 12.936 Svissn. franki 117.29 117.95 117.62 Japanskt jen 1.0329 1.0389 1.0359 SDR 161.74 162.7 162.22 Evra 134.03 134.77 134.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 160.0505 Hrávöruverð Gull 1201.1 ($/únsa) Ál 2028.0 ($/tonn) LME Hráolía 82.47 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hagfræðideild Landsbankans spá- ir því að vísitala neysluverðs hækki í október um 0,6% milli mánaða, en Hagstofa Íslands mun birta næstu vísitölumælingu sína þann 29. októ- ber. Í Hagsjá bank- ans segir að gangi spáin eftir hækki ársverðbólgan úr 2,7% í 2,9%. Helstu áhrifaþættir milli mánaða eru nú, samkvæmt spánni, hressileg hækk- un sem fyrirséð er að verði á reiknaðri húsaleigu, eins og það er orðað. Þá hækka ökutæki vegna lækkunar á gengi krónunnar. Matur og drykkur hækka einnig, sem og bensín vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði. tobj@mbl.is Verðbólguhorfur versna í spá Landsbankans Húsnæði Hressileg hækkun. STUTT BAKSVIÐ Þór Steinarsson thor@mbl.is Mikill áhugi Íslendinga á golfi og golf- ferðum til útlanda er ekki nýtilkom- inn en svo virðist sem hann sé engu að síður enn að aukast. Samkvæmt upp- lýsingum frá ferðaskrifstofum sem Morgunblaðið ræddi við hefur bókun- um í golfferðir fjölgað mikið á milli ára auk þess sem fólk fer í auknum mæli í golfferðir á eigin vegum. Úrval áfangastaða hefur að sama skapi aukist mikið og er orðið fjöl- breyttara en áður. Hefðbundnir áfangastaðir eins og Spánn, Portúgal og Flórída virðast enn sem fyrr vera vinsælastir en áhugi á meira framandi áfangastöðum er einnig til staðar. Nú er hægt að kaupa pakkaferðir til Pól- lands, Kúbu, Egyptalands, Marokkó og Arabísku furstadæmanna svo dæmi séu tekin. Byrjendur einnig áhugasamir „Eins og þetta hefur þróast hjá mér þá finn ég fyrir verulegri aukn- ingu milli ára. Árið 2018 hefur verið alveg frábært og farið langt fram úr væntingum, bæði vorið og haustið. Ég held að það sé tvennt sem spilar inn í; Það er annars vegar gengi gjaldmiðla og svo er það hagstæðara verð á ferð- um,“ segir Júlíus Geir Guðmundsson, framkvæmdastjóri TA Sport Travel, sem var staddur í Barcelona á Spáni með tæplega 100 manna hóp þegar ViðskiptaMogginn náði tali af honum. TA Sport Travel býður upp á ferðir til Spánar og Póllands. Júlíus finnur fyrir aukinni eftir- spurn í golfferðir frá fólki sem er ný- byrjað að stunda golf og hefur ekki farið í slíkar ferðir áður. „Þetta er kannski fólk sem hefur aldrei spilað golf og er kannski komið á miðjan aldur. Allir tala um að þeir séu komnir með miklu meiri tilgang í golfferðum heldur en í hefðbundnum utanlandsferðum. Þá eru þeir að gera eitthvað ákveðið að degi til en geta svo slappað af um kvöldið. Það er gaman að því,“ bætir Júlíus við. Íslendingar sem leita eftir því að fara í golfferðir til útlanda virðast skiptast í tvo hópa: Það er annars vegar sá hópur sem sækir frekar í ódýrustu ferðirnar og hins vegar hóp- urinn sem vill fara á óhefðbundna staði og upplifa meiri gæði. „Það er mikill áhugi hjá Íslending- um fyrir golfferðum og ég hef það á tilfinningunni að fólk sé líka að fara í auknum mæli á eigin vegum. Fólk er líka að átta sig á því að það vilji prófa öðruvísi staði og vilji meiri lúxus en áður. Við erum ekki í þessum ódýrari ferðum og viljum frekar bjóða upp á meiri gæði,“ segir Dýrleif Guðmunds- dóttir, meðeigandi Icegolf, í samtali við Morgunblaðið. Icegolf býður með- al annars upp á ferðir til Grikklands, Búlgaríu og Marokkó. Bragi Hinrik Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Gaman ferða, tekur undir að fólk leiti eftir öðruvísi upp- lifun í auknum mæli og segir að kylf- ingar vilji sífellt prófa ný lönd, nýja staði og nýja golfvelli. Peter Salmon hjá Vita hefur sömu sögu að segja og hefur sömuleiðis tek- ið eftir aukinni eftirspurn. Hann segir Vita stöðugt vera að bæta og breyta til, bjóða upp á nýja áfangastaði og betri þjónustu: „Það hefur sýnt sig að fólk vill fá góða þjónustu og ekki vera í veseni með að ferðast með golfsettið til dæmis.“ Mikil fjölgun í golfferðum Íslendinga á milli ára Sól Eftir rigningarsumar á Íslandi getur verið freistandi að lengja tímabilið og fara til útlanda. Áhugi » Kylfingar vilja sífellt prófa ný lönd, nýja staði og nýja golf- velli. » Menn sjá meiri tilgang“ í golfferðum en hefðbundnum utanlandsferðum. Gengi gjaldmiðla og hagstæð- ara verð á ferðum hefur já- kvæð áhrif á eftirspurnina. » Ekki er alltaf nauðsynlegt að ferðast með golfsettið með sér.  Fjölbreyttari og meira framandi áfangastaðir  Margir á eigin vegum Morgunblaðið/Eggert Søren Rasmussen, arkitekt hjá ONV Arkitekter í Kaupmannahöfn, sagði frá áhugaverðri þróun þar í landi í hönnun hagkvæmra íbúða á morgunverðarfundi leigufélagsins Heimavalla í gær. Søren er einn af hönnuðum Billigbolig-verkefnsins í Danmörku sem hrundið var af stað árið 2006 þar sem markmiðið var að byggja íbúðir með það að leiðarljósi að leiga yrði ekki hærri en 5 þúsund danskar krónur á mánuði. Søren hefur einbeitt sér að hönnun hag- kvæms húsnæðis úr verksmiðju- framleiddum einingum til þess að leysa þann vanda sem húsnæðis- skortur er í mörgum borgum en fram kom í erindi Guðbrands Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra Heimavalla, að allt að 10 þúsund íbúðir skorti á húsnæðismarkaði á Íslandi sé horft á fjölda íbúa á hverja íbúð. Miklir möguleikar á Íslandi „Ég sé mikla möguleika fyrir þessar hugmyndir á Íslandi. Það áhugaverða við þetta er að það má flytja út iðnaðararkitektúr. Eftir því sem ég kemst næst er of dýrt að byggja hús á Íslandi. Þess vegna gæti verið sniðugt að flytja þetta hreinlega inn,“ segir Søren sem seg- ir að 30% séu eftir af vinnu svo að einingin, sem jafnan er að mestu úr við og framleidd að 95% leyti í Dan- mörku, sé fullgerð. Hundruð leigu- íbúða hafa verið byggð eftir hug- myndum hans í Danmörku. Veðrið er auðvitað frábrugðið hér á landi en Søren segist einnig hafa hannað íbúðir í Færeyjum og segir að hann myndi vinna með innlendum arki- tektastofum að útfærslu á Íslandi. Hann er mjög áhugasamur um það en Søren bendir á að hægt sé að flytja inn um 60-80 einingar á einu skipi. „Einn gallinn við verklag í ís- lenskum byggingariðnaði er að það tekur langan tíma að fá íbúðir á markað. Þá er auðvitað spennandi að sjá að það er hægt að stytta við- bragðstímann með þessum lausnum sem Søren hefur verið að sýna okk- ur. Það myndi minnka áhættu og tryggja fljótari viðbrögð við breyttri stöðu á markaði,“ segir Guðbrand- ur. peturhreins@mbl.is Kassi Søren segir sjálfbært að byggja úr við. Hér má sjá þekktustu bygg- ingu ONV Arkitekter; Nordre Fælled-hverfið, á vesturhluta Amager. Húsnæði úr verksmiðju- framleiddum einingum  Hannar hagkvæmar íbúðir sem henta einnig á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.