Morgunblaðið - 13.10.2018, Page 28

Morgunblaðið - 13.10.2018, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Meira til skiptanna Almenna reglan er að íslensk-an sé að niðurlotum kominog muni ekki lifa af nema tilkomi átaksverkefni rík- isstjórnarinnar. Til allrar hamingju er þverlaxeldispólitísk sátt á þessum erf- iðu tímum um að rétt sé að kosta nokkru til svo að íslenskan verði gjald- geng í því stafræna umhverfi sem umhverfisverndarsinnar og umhverf- issóðar halda sig í frá degi til dags. Því er nú nokkrum milljörðum varið til að taka íslenskuna með inn í framtíðina – á sama tíma og framhaldsskóla- kennsla í íslensku er skorin niður fyrir hin svokölluðu þolmörk tungutaksins og bókmenntalæsis. Nýlega heyrðist í fréttum að málfræðingarnir vinir mínir væru farin að slá af málfarskröfum til samtímamanna okkar; að ekki væri sann- gjarnt að miða við að öll sem vildu taka til máls á okkar viðsjárverðu málfarstímum hefðu vald á tungutaki hinna gröfnu í Hólavalla- og Fógetagarðinum. Væntingastjórnun til tungutaksins yrði að taka mið af því að nú væru aðstæður aðrar en þegar hin gröfnu voru á dögum, unga fólkið hefði alist upp við tölvur og barnabókmenntir sem gættu þess vandlega að þau sæju aldrei orð sem þau vissu ekki fyrirfram hvað þýddi og því yrði að lækka vænt- ingastuðulinn í málfar- spólitíkinni og leyfa mál- höfum íslenskunnar að njóta vafans – þótt það sé að sjálf- sögðu ekki í boði fyrir náttúruna. Yfir þessari orðræðu vakir sú hugmynd að þau sem nú taki til máls séu hörmulega máli farin miðað við þá miklu málfarsgullöld sem ríkti áður fyrr. Alkunna er að það er innbyggt í hugmyndafræðilegt gena- mengi okkar að allt hafi verið betra fyrir löngu síðan. Aldingarðurinn Eden er alltumlykjandi í hugmyndum okkar um fortíðina, óháð því hvort fólk segist trúa á guð eða ekki. Þegar við rísum úr öskustó ragnaraka allra alda vonumst við alltaf til að finna hinar gullnu forn- töflur í grasinu. Í því svartsýniskasti sem greip mig vegna þessa í nýliðinni viku varð mér á að hlusta á vinsæla hlómsveit í umferðarteppunni þar sem hið mikla næði gefst til að fylgjast með þjóðlífinu. Baggalútur söng og söng með ólíkum hversdagsröddum úr íslenskum samtíma, skapaði hverja persónuna á fætur annarri í ólíkum aðstæðum með blæbrigðum orða og hugmynda sem voru fólgnar í því hvernig hlutirnir voru sagðir, þótt ámælisverðar slettur á borð við „‘Sorrý’ með mig“ kæmu við sögu í máli manns sem kýs að búa í Garðabænum því þar sé minnst af Vinstri-grænum. Á rauðu ljósi við Kringlumýrarbrautina fannst mér eins og formæð- ur og -feður í kirkjugörðunum í Reykjavík, hvert svo sem búið er að flytja þau, mættu vera ánægð með merkisbera tungunnar, sem miðuðu enn við að ungt fólk hefði hið skemmtilega vald á íslenskunni sem gerir tungutakið að leiktæki hversdagsins – eins og þegar Stuðmenn aug- lýsa nú tónleika með sjálfum sér í öllu sínu fullveldi. Tungumál sem er svona sprelllifandi og fyndið í sjálfu sér er ekki komið að fótum fram. Allt er í besta lagi allra laga Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stuðmenn Í öllu sínu fullveldi. Þeir sem sóttu málþing Geðhjálpar og Geð-verndarfélags Íslands á alþjóðageðheilbrigðis-deginum sl. miðvikudagskvöld í húsi Íslenzkr-ar erfðagreiningar við Sturlugötu urðu vitni að einhvers konar sprengingu í vitundarvakningu þjóð- arinnar um tvö tengd málefni, um áhrif erfiðrar æsku á heilsufar fólks síðar á ævinni og um geðræn vanda- mál. Fyrirlestrarsalur Íslenzkrar erfðagreiningar var troðfullur, setið var í öllum tröppum í salnum og opna varð annan sal í húsinu til þess að allir sem í húsið komu gætu fylgzt með erindum og umræðum. Að auki var fundinum „streymt“ eins og það heitir á nútíma- máli, en sú tækni gerir fundarboðendum kleift að fylgjast með því hversu margir fylgdust með fundinum í símum eða við annan tækjabúnað heima hjá sér – og þeir voru margir. Fyrir þá sem hafa fylgzt með umræðum um þessa málaflokka síðustu áratugi var þetta málþing einhvers konar „opinberun“. Framan af var aðsókn að slíkum fundum mjög takmörkuð. Seinni árin hefur hún þó far- ið vaxandi eins og sjá hefur mátt á nokkrum fundum sem Geðhjálp hefur staðið fyrir á Grand Hótel. En nú varð „sprenging“. Líkleg skýring á því er sú að um- ræður síðustu mánaða, missera og ára hafi náð til fólks vegna þess að svo margir þekki af eigin raun eða í sínum fjölskyldum þau vandamál sem hér er um að ræða. Erindi Mark Bellis, sem kemur frá Wales og stýrir rannsóknum við lýðheilsustofnanir Wales og Stóra- Bretlands og er jafnframt stjórnarformaður mið- stöðvar forvarna gegn ofbeldi hjá Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni, um „áhrif erfiðrar reynslu í æsku á heilsu á fullorðinsárum…“ var stórmerkilegt og um leið staðfesting á því sem margir hafa haldið fram hér um þetta efni. Ljóst er að við Íslendingar höfum eignast sérfræð- ing á þessu sviði, sem er Margrét Ólafía Tómasdóttir, heimilislæknir og lektor við Háskóla Íslands, sem hef- ur skrifað doktorsritgerð um þessi efni, en hún flutti erindi á málþinginu. Og jafnframt flutti Sara Elísa Þórðardóttir, vara- þingmaður Pírata, áhrifamikla ræðu, þar sem hún lýsti eigin reynslu frá barnæsku. Sú ræða lýsti einstöku hugrekki þessarar ungu konu og flutningur hennar hefur áreiðanlega tekið á. Svo vill til að fyrr á þessu ári var hafin víðtæk og skipulögð vinna í velferðarráðuneytinu við að undirbúa stórt átak á því sviði sem til umræðu var á þessum fundi. Verkefnastjóri í þeirri vinnu er Erna Kristín Blöndal, lögfræðingur, sem nú hefur fengið til liðs við sig hóp þingmanna úr öllum flokkum. Þegar þetta verkefni var kynnt í þingflokkum voru viðbrögðin svo sterk að ástæða er til bjartsýni um að víðtæk pólitísk samstaða náist. Mér er minnisstætt samtal við Ásmund Einar Daða- son, félagsmálaráðherra, skömmu eftir að hann hafði verið tilnefndur til ráðherradóms af þingflokki Fram- sóknarflokksins. Hann sagði mér þá þegar að hann mundi í því starfi leggja alla áherzlu á að bæta hag þeirra barna í samfélagi okkar, sem ættu um sárt að binda af mörgum mismunandi ástæðum. Í þau síðustu 60 ár sem ég hef fylgzt með íslenzkum stjórnmálum og átt samskipti við ráðamenn á því sviði man ég ekki eftir slíkri þörf og löngun til að ná fram umbótum á tilteknu sviði og fram kom í þessu samtali við hinn unga ráðherra. Hér kemur margt við sögu og í flestum tilvikum mál sem okkar samfélag kaus að þegja um fram á síðustu áratugi 20. aldar. Ofbeldi á heimilum, sem börn verða vitni að en enginn talar um. Ofneyzla áfengis er eitt- hvert mesta böl sem til er í lífi barna og viðurkennt og staðfest með rannsóknum að hefur áhrif á margar næstu kynslóðir, geðsýki foreldris en áhrif geðsjúkdóma á börn sjúk- lings voru lengi vel ekki talin til- efni til umræðu eða aðgerða. Á síð- ari árum hafa ný vandamál komið til sögunnar í lífi lítilla barna, svo sem fíkniefnaneyzla foreldra og því máli tengist stundum fangelsisvist foreldris. Hvers konar áhrif hefur það á sálarlíf lítils barns að heim- sækja föður eða móður í fangelsi? Svo er það auðvitað sérmál, hvort innilokun í tiltek- inn tíma er áhrifarík refsing, sem líkleg sé til að bæta úr einhverju. Flest þau verkefni sem snúa að velferð fólks í sam- félaginu snúa að vandamálum sem hafa orðið til vegna þess að þeim hefur ekki verið sinnt á frumstigi, þ.e. á fyrstu árum ævinnar. Um leið og það er gert má búast við að þeim verk- efnum fækki mjög síðar á lífsleiðinni, hvort sem þau snúa að heilsu fólks, afbrotum eða öðru. Og í því felst verulegur fjárhagslegur sparnaður vegna slíkra vanda- mála á síðari æviskeiðum, að ekki sé talað um ham- ingjuríkara og farsælla líf. Við erum í stuttu máli að tala um eins konar „bylt- ingu“ í velferðarkerfinu. Hún felst m.a. í því að við gerum okkur grein fyrir að leikskólastigið er mikilvægasta stig skólakerfisins. Þar sjást á hverjum virkum degi mestan hluta ársins þau vandamál sem upp koma á heimilum. Þar á – og þar er hægt – að taka á þeim og afstýra alvarlegum afleiðingum síðar meir. Fyrrnefnd viðbrögð í þingflokkum allra flokka, þeg- ar kallað var eftir tilnefningum í vinnuhóp vegna þess átaks í málefnum barna, sem Ásmundur Einar hefur efnt til, sýna að búast má við víðtækri pólitískri sam- stöðu um þessi mál. Og raunar má ætla að þetta mál geti orðið veigamik- ill þáttur í þeirri samfélagslegu sátt sem Guðni Th. Jó- hannesson, forseti Íslands, sagði réttilega í ræðu í Há- skóla Íslands fyrir viku að á skorti. „Sprenging“ í vitundarvakningu Bylting í velferðarkerfi mikilvægur þáttur í samfélagssátt Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Dagana 30. september til 5.október 2018 sat ég þing Mont Pelerin samtakanna á Stóru Hundaeyju (Gran Canarias) undan strönd Blálands hins mikla, en eyj- una þekkja Íslendingar af tíðum suðurferðum. Friedrich Hayek, Milton Friedman, George Stigler, Maurice Allais og fleiri frjáls- hyggjumenn, aðallega hagfræð- ingar, stofnuðu Mont Pelerin sam- tökin í Sviss vorið 1947, og heita þau eftir fyrsta fundarstaðnum. Til- gangur þeirra er sá einn að auð- velda frjálslyndu fræðafólki að hitt- ast öðru hvoru og bera saman bækur sínar. Nú voru rifjuð upp fræg ummæli austurríska hagfræðingsins Lud- wigs von Mises, sem stóð upp á einni málstofunni á fyrsta þinginu og sagði: „Þið eruð allir ein stór sósíalistahjörð!“ (You are all a bunch of socialists!) Gekk hann síð- an á dyr og skellti á eftir sér. Hafði Friedman gaman af að segja þessa sögu, enda gerðist það ekki oft, að þeir Hayek væru kallaðir sósíal- istar. Tilefnið var, að einn helsti for- ystumaður Chicago-hagfræðing- anna svonefndu, Frank H. Knight, hafði látið í ljós þá skoðun á mál- stofunni, að 100% erfðafjárskattur gæti verið réttlætanlegur. Rökin voru, að allir ættu að byrja jafnir í lífinu og keppa síðan saman á frjálsum markaði. Einn lærisveinn Knights, félagi í Mont Pelerin sam- tökunum og góður vinur minn, James M. Buchanan, sem fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði 1986, aðhylltist raunar sömu hugmynd. Ég hygg, að Mises hafi haft rétt fyrir sér í andstöðunni við 100% erfðafjárskatt, þótt auðvitað hafi Mont Pelerin samtökin hvorki þá né nú verið „ein stór sósíal- istahjörð“. Einkaeignarrétturinn og fjölskyldan eru hornsteinar borg- aralegs skipulags og stuðla að lang- tímaviðhorfum: Menn taka þá fram- tíðina með í reikninginn. Það er jafnframt kostur, ekki galli, ef safn- ast saman auður, sem runnið getur í áhættufjárfestingar, tilraunastarf- semi, nýsköpun. Eitt þúsund eigna- menn gera að minnsta kosti eitt þúsund tilraunir og eru því líklegri til nýsköpunar en fimm manna stjórn í opinberum sjóði, þótt kenndur sé við nýsköpun. Og ríkið hefur nógu marga tekjustofna, þótt ekki sé enn einum bætt við. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð „Ein stór sósíalistahjörð“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.