Morgunblaðið - 13.10.2018, Qupperneq 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
✝ Ágúst Erlings-son fæddist í
Vestmannaeyjum
4. október 1954.
Hann lést á Hvid-
ovre-spítala í Kaup-
mannahöfn 25.
september 2018.
Foreldrar hans
eru Erling Adolf
Ágústsson, f. 9.8.
1930, d. 8.1. 1999,
og Ingibjörg Krist-
ín Gísladóttir, f. 11.4. 1935. Þau
bjuggu í Vestmannaeyjum til
1962. Systkini Ágústar eru Gísli,
f. 31.10. 1953, Sigurborg, f. 4.3.
1958.
Eftirlifandi eiginkona Ágúst-
ar er Gitta Sörensen, f. 11.7.
1960. Fyrrverandi eiginkona
Ágústar er Eygló Guðmunds-
dóttir, f. 17.4. 1956, og áttu þau
tvö börn: 1. Erling Adolf Ágústs-
son, f. 30.4. 1974, kvæntur Hlín
Elfu Birgisdóttur, börn þeirra
eru Elísa Sif, Ágúst Óliver, Ísa-
bella Birta og Hrafnhildur
Krista. 2. Halldóra Kristín
Ágústsdóttir, f. 11.2. 1978, gift
Taugarnar til Eyja voru alltaf
sterkar og eftir að fjölskyldan
fluttist suður var það fastur lið-
ur hjá systkinum að halda til
Eyja þar sem dvalið var sum-
arlangt við leik og störf og til að
mynda var Gústi ekki hár í loft-
inu, þegar hann var farinn að
vinna við að flokka humar.
Að lokinni skólagöngu ákvað
Gústi að flytja aftur til Vest-
mannaeyja þar sem hann vann
við ýmis störf, einkum á stór-
virkum vinnuvélum. Hann sýndi
það frá fyrstu tíð að hann var
ákaflega ósérhlífinn til allra
starfa – það sást ekki hvað síst
þegar eldgos hófst á Heimaey,
þá var Gústi stóran hluta gos-
tímans í Eyjum og vann við að
bjarga munum og verðumætum
Eyjamanna – oft við ákaflega
erfiðar og hættulegar aðstæður.
En fyrir tæpum aldarfjórð-
ungi ákvað Gústi að venda
kvæði sínu í kross og ákvað að
flytjast út fyrir landsteinana,
bjó fyrst í Noregi, en fluttist svo
fljótlega til Danmerkur þar sem
hann bjó á Amager í Kaup-
mannahöfn, ævigönguna á enda
og sinnti ýmsum störfum. Þar
kynntist hann Gitte Sörensen,
þau gengu í heilagt hjónaband.
Minningarathöfn um Ágúst
fer fram frá Seljakirkju í dag,
13. október 2018, klukkan 11.30.
Sverri Erni Sveins-
syni, börn þeirra
eru Heimir Freyr,
Eygló Rós og Sig-
urrós.
Ágúst átti soninn
Þóri Arnar Ágústs-
son, f. 15.10. 1990,
með Karítas Jóns-
dóttur, f. 20.12.
1965.
Gústi bjó fyrstu
átta ár ævigöng-
unnar í Vestmannaeyjum og hóf
skólagönguna í barnaskólanum
á staðnum – en þegar föður hans
bauðst gott starf á Keflavíkur-
flugvelli, ákvað fjölskyldan að
flytjast á Suðurnesin, bjó fyrst
um sinn í Keflavík en settist svo
að í Ytri-Njarðvík, þar sem
Gústi hóf nám í Njarðvíkurskóla
og hélt þaðan í Gagnfræðaskól-
ann í Keflavík.
Þegar hugurinn var ekki
bundinn yfir skólabókunum
voru viðfangsefnin af fjöl-
breyttum toga. Meðal annars
æfði Gústi íþróttir af kappi,
bæði knattspyrnu og körfubolta.
Í stjörnum og sænum
við snarkandi eld.
Í brjósti og bænum
bíður ástin í kveld.
Hún segir mér sögur
og syngur til mín.
Er falleg og fögur
sem fingurgull þín.
Hún velkist um veður
og villist um skeið.
En kemur og kveður
og heilsar um leið.
Hún er stríður strengur
og stundum of kalt.
Hún er falinn fengur
og fyrirgefur allt.
Ég er gjöfin sem gefur
ég er gömul en ný.
Er í sálinni sefur
og sorginni bý.
Ég lokka og læðist
úr launsátri renn.
Í huganum hrærist
og hjartanu brenn.
(Stefán Finnsson)
Hvíl í friði.
Mamma.
Það er mjög sárt og snúið að
setja saman orð til þess að kveðja
á þessum erfiðu tímamótum,
elsku pabbi.
Þegar maður skoðar þessi 44
ár sem ég hef átt með þér er
margs að minnast. Það er óhætt
að segja að við höfum brallað
margt og mikið saman. Þó hefur
okkar tími ekki alltaf verið dans á
rósum.
Pabbi, þú varst duglegur og
ótrúlega ósérhlífinn maður,
hugsaðir fyrst um aðra og nánast
alltaf um alla aðra nema sjálfan
þig. Alveg sama við hvern maður
talar, það elskuðu allir Gústa
brunahana. Þú varst vinur vina
þinna enda var vinahópur þinn
Bakkabæjarfjölskyldan ótrúlega
flottur hópur sem þér þótti gríð-
arlega vænt um, held að ég geri
þér og vinum úr Bakkarbæjar-
fjölskyldunni greiða að fara ekki
yfir sögur þessa hóps. Það var
auðvitað við hæfi að þú varst for-
maður þess hóps.
Þegar þú fluttir út til Noregs
og síðar til Danmerkur þá var
auðvitað langt á milli þess að
maður heyrði í þér, nema sum-
arið sem ég flutti til þín og áttum
við yndislegan tíma sem ég mun
aldrei gleyma. Við unnum saman,
bjuggum saman og áttum gríð-
arlega góðar stundir og fyrir það
er ég þakklátur.
Þrátt fyrir allt áttir þú bresti
sem ég átti erfitt með að sætta
mig við en það var ekki mitt að
breyta þér! Ég átti mjög erfitt
með að sætta mig við hvað Bakk-
us var þér kær á tímum, en verð
samt að hrósa þér, og hvað ég var
stoltur þegar þú fórst í afvötnun
og hættir í þrjú og hálft ár. Á
þeim tíma lék lífið við þig og allt
gekk upp. Eins og með þennan
sjúkdóm þá verður maður að
sætta sig við þá bresti og vinna
með þá en það reyndist mér erfitt
á tímum. Það var lítið sem ekkert
samband á milli okkar í nokkur
ár en árið 2016 náðum við saman
á ný sem mér þótti vænt um og
þróaðist aftur með okkur gott
samband. En ég á þér svo margt
að þakka, en það var mikill lær-
dómur að eiga þig sem föður og
fyrir það er ég þakklátur.
Tónlist var þér mikilvæg og
allir sem þig þekkja vita hvað
tónlist var stór partur af lífi þínu.
Bítlarnir, Gilbert og Sullivan,
Fleetwood Mac, Dire Straits, Bee
Gees og Coldplay svo eitthvað sé
nefnt. Við erum jú líkir á þessu
sviði að vera alætur á tónlist en
það er svolítið lýsandi að þú og
við börnin elskum öll Coldplay,
held að við börnin verðum bara
að drífa okkur á tónleika og þú
kemur og kíkir á okkur, færð frítt
inn.
Það sem mér þótti vænt um að
koma til ykkar Gittu með krakk-
ana mína í byrjun september og
að þú skyldir ná að koma með
okkur í Tívolí, en þar leið þér allt-
af vel. Krakkarnir nutu sín í botn
með afa sínum þessa helgi.
Við Dóra fengum síðan símtal-
ið sem við óttuðumst að væri að
nálgast ansi hratt, en sunnudag-
inn 16. september fengum við
þær fregnir að þér hefði hrakað
svo hratt, að þú ættir nokkrar
klukkustundir til þrjá daga eftir.
Þá drifum við okkur út til þín til
þess að vera þér við hlið. En þess-
ir sex dagar sem við vorum hjá
þér á spítalanum í Hvidovre voru
besti tími sem ég gat hugsað mér
með þér. Þrátt fyrir að þú varst
mjög veikur þá áttum við yndis-
legan tíma saman, eftir að við
komum til þín sáum við hvað lífs-
vilji þinn var mikill og stutt í
húmorinn sem mér þótti alltaf
vænt um í þínu fari. Því miður var
baráttuvilji þinn það mikill að
ekki gátum við klárað síðasta
spölinn með þér en þegar við fór-
um heim þá var lítið eftir nema að
fá hvíldina.
Eitt langar mig að segja, elsku
pabbi.
Ég elska þig og mun minning
þín lifa með mér þangað til við
hittumst á ný. Hvíl í friði.
Erling Adolf Ágústsson.
Mig langar að minnast elsku
pabba með nokkrum orðum. Þó
hann hafi búið erlendis síðustu ár
finn ég fyrir svo miklu tómarúmi
núna þegar hann er farinn. Þó
fjarlægðin væri mikil var sam-
bandið alltaf gott. Við heyrðumst
mikið í síma og síðustu ár var
auðvitað æðislegt að geta notað
tæknina og talað saman á Skype
eða Facebook. Ferðirnar til Dan-
merkur hafa verið ansi margar í
gegnum árin og þá sérstaklega
síðasta árið. Ég er mikið þakklát
fyrir þær stundir sem við áttum
saman og eru minningarnar dýr-
mætar.
Pabbi var mörgum kostum
gæddur, þeir sem þekktu hann
lýsa honum gjarnan sem
skemmtilegum, hláturmildum,
ljúfum og einstaklega hjálpsöm-
um, alltaf stutt í smitandi hlát-
urinn sem ég á eftir að sakna svo
ofsalega mikið. Það var aldrei
neitt mál að rétta hjálparhönd.
Þegar pabbi hans veiktist
flutti hann til Íslands í sex mán-
uði til að vera foreldrum sínum
innan handar, hann vann þar sína
vinnu og kom svo heim og sinnti
heimilinu, rauk í öll verk, hvort
sem það var að elda eða þvo
þvott. Hann var með allt sitt á
hreinu, var mikill snyrtipinni, og
vildi hafa allt hreint og fínt í
kringum sig.
Pabbi var ótrúlega kraftmikill
og duglegur sem ungur maður og
vann mikið meðan hann hafði
heilsu til. Hann var til sjós, vann
á krana og síðustu árin sem hann
var búsettur á Íslandi starfaði
hann hjá Slökkviliðinu á Kefla-
víkurflugvelli. Pabbi fór það sem
hann ætlaði sér, það var mjög
lýsandi fyrir hann þegar hann fór
með okkur systkinunum, börnum
okkar og Gittu eiginkonu sinni í
Tívolí tíu dögum áður en hann dó.
Heilsan var ekki upp á marga
fiska en hann lét það ekki stoppa
sig. Það fór ekki framhjá neinum
hvað hann naut þess að fylgjast
með gleði barnabarnanna þar
sem þau hlupu á milli tívolítækj-
anna í gleðivímu.
Tónlist hefur alltaf skipað
stóran sess í lífi pabba, hvert sem
hann fór var hann hlustandi á
tónlist, labbaði um göturnar með
heyrnartólin og ef fólk mætti til
hans í heimsókn ómaði tónlist út
á götu. Bee Gees, Bítlarnir,
Coldplay og fleiri tónlistarmenn
eiga alltaf eftir að minna mig á
pabba. Dálæti á Coldplay er
reyndar eitthvað sem við eigum
öll sameiginlegt systkinin og
pabbi. Stefnan var alltaf að fara
saman á tónleika en aldrei varð
úr því, við systkinin þurfum að
bæta úr því og þá veit ég að hann
verður með okkur. Síðustu vik-
una sem hann lifði áttum við sam-
an yndislegar stundir, við feng-
um að gista hjá honum á
spítalanum, við hlustuðum á tón-
list og ræddum um lífið og til-
veruna. Það var ótrúlegt hvað
hann hélt lengi í húmorinn og svo
dýrmætt að sjá hann brosa út í
annað þó veikindin væru farin að
taka sinn toll.
Elsku pabbi var magnaður
karakter og elskaður af mörgum,
dásamlega blíður en á sama tíma
algjör þrjóskupúki og talaði
hreint út um hlutina. Ég trúi því
að nú sé hann kominn á góðan
stað þar sem honum líður vel og
að vel hafi verið tekið á móti hon-
um.
Elska þig alltaf og sakna þín,
elsku pabbi.
Þín dóttir,
Halldóra Kristín
Ágústsdóttir.
Það kom mér ekki á óvart sím-
talið að morgni 26. september sl.
með þeim tíðindum að Ágúst,
mágur minn, hefði kvatt þetta líf
um morguninn. Það var líkn með
þraut að vita að nú væru þján-
ingar hans á enda komnar. Sjúk-
dómurinn, sem hann hafði glímt
við í tvö ár, hafði náð yfirhöndinni
og lokið sínu verki.
Gústi mágur var fæddur í Eyj-
um og bjó þar ásamt foreldrum
sínum, bróður og systur, þar til
hann var níu ára. Þá flutti fjöl-
skyldan til Keflavíkur. En þeir
bræður, Gústi og Gísli, voru ekki
tilbúnir að segja bless við Eyj-
arnar.
Strax að loknum vorprófum
voru þeir mættir til ömmu sinnar
og afa á Brekastígnum og voru
þar sumar eftir sumar í góðu yf-
irlæti, eins og „kóngar og prins-
ar“. Það var stundum haft á orði
að nú væri komið vor því að
strákarnir hennar Imbu og Er-
lings væru mættir til Eyja.
Gústi ílengdist í Eyjum og
kvæntist fyrrverandi konu sinni,
Eygló Guðmundsdóttur. Þau
eignuðust saman tvö börn, Erling
og Dóru, en seinna eignaðist
Gústi svo soninn Þóri Arnar með
barnsmóður sinni, Kæju.
Upp úr 1990 flutti Gústi frá Ís-
landi og settist að í Danmörku
þar sem hann bjó æ síðan.
Nokkru síðar fluttumst við
Gísli einnig tímabundið til Kaup-
mannahafnar og þá urðu sam-
skipti okkar aftur mikil og náin.
Gústi var ávallt til staðar og
hjálpaði okkur mikið, bæði við að
koma okkur fyrir á nýjum stað og
að komast inn í samfélagið. Það
var oft glatt á hjalla hjá okkur
þegar kvöldið kom, eftir amstur
dagsins, t.d. Bítlakvöldin. Þá
hljómuðu Bítlarnir og fleiri góðir
á Englandsvej, stundum svo að
undir tók í íbúðinni. Gústi var
mikill músíkmaður. Við hjónin
sóttum með honum tónleika á
Parken, að ógleymdum Kim Lar-
sen í Tívolí.
Gústi var þúsundþjalasmiður.
Ekkert óx honum í augum hvort
sem það var að mála, smíða eða
gera við vélar og tæki.
Allt lék í höndunum á honum.
Við nutum þessa ásamt mörgum
öðrum. Hjálpsemi var honum í
blóð borin.
Ógleymanleg er sú stund sem
við Gísli, bróðir hans, mamma
hans og Hrönn frænka áttum
með Gústa og sambýliskonu
hans, Gittu, síðasta haust. Þá
þvældist Gústi með okkur um
Amager sárlasinn, en gaf ekkert
eftir.
Það var honum líkt. Þar sýndi
hann sinn gamla og sterka kar-
akter, hann var blátt áfram,
hreinskilinn og lét allt flakka.
Þannig var hann.
Þegar minn elskulegi mágur
nú gengur inn um hallarhliðið hjá
Sankti Pétri, veit ég að pabbi
hans, Erling Ágústsson, söngvar-
inn góði, tekur vel á móti syni sín-
um með brosi á vör og syngur sitt
flotta lag: „Við gefumst aldrei
upp þó móti blási“.
Ég bið góðan Guð að styrkja
Gittu, móður hans, börn, barna-
börn og fjölskylduna alla á þess-
um erfiðu tímum.
Þuríður Bernódusdóttir.
Ágúst
Erlingsson
Elsku hjartans sonur minn, bróðir okkar,
mágur og frændi,
KRISTJÁN KETILSSON,
lést á heimili sínu, sambýlinu Hlein í
Mosfellsbæ, í faðmi fjölskyldunnar
miðvikudaginn 3. október.
Útför fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 15. október kl. 13:00.
Auður Ásta Sigríður Jónasdóttir
Bára A. Ketilsdóttir Örn Gunnarsson
Írunn Ketilsdóttir Tómas Sigurðsson
Steinunn Ketilsdóttir Snorri Þórisson
Jónas Ketilsson Sigríður M. Óskarsdóttir
frændsystkin og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BENEDIKT HANS ALFONSSON,
skólastjóri Siglingaskólans,
Vatnsholti 8, Reykjavík,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund
laugardaginn 29. september.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn
15. október klukkan 13.
Katrín Jónsdóttir
Guðleif Hlíf Benediktsdóttir Jan Lönnqvist
Jón Atli Benediktsson Stefanía Óskarsdóttir
Kristín Benediktsdóttir Jón Pétur Friðriksson
Anna Þóra Benediktsdóttir
Helgi Benediktsson María S. Norðdahl
Kjartan Benediktsson Lísa Anne Libungan
og barnabörn
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐNÝ MARGRÉT ÁRNADÓTTIR,
Rauðalæk 19, Reykjavík,
lést föstudaginn 28. september á
Landspítalanum í Fossvogi.
Útför verður frá Háteigskirkju föstudaginn
19. október klukkan 13.
Þorgrímur Jónsson
Bára Þorgerður Þorgrímsd. Ólafur Jónsson
Sigurður Trausti Þorgrímss. Zhanna Þorgrímsdóttir
Jón Þór Þorgrímsson Aldís Yngvadóttir
Herdís Þorgrímsdóttir Kristinn G. Hjaltalín
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
JÓHANNA GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR,
Borgartúni 30b,
sem lést á gjörgæslu Landspítalans í
Reykjavík laugardaginn 6. október,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 15. október
klukkan 13.
Kristján Georgsson
Gunnar Heimir Kristjánsson Selma Gísladóttir
Marín Kristjánsdóttir
Íris Björg Kristjánsdóttir Þórir Bergsson
Kristján Unnar Kristjánsson Soffía Marín Magnúsdóttir
og barnabörn
Ástkær faðir minn,
JÓN ÞÓRARINN BÁRÐARSON
frá Vík í Mýrdal,
Engihjalla 3, Kópavogi,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn
2. október.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 18. október klukkan 13.
Bárður Jónsson