Morgunblaðið - 13.10.2018, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
✝ SigurðurKarlsson fædd-
ist í Reykjavík 30.
maí 1930. Hann
lést á Landspít-
alanum eftir
skammvinn veik-
indi 30. september
2018.
Foreldrar hans
voru Jónína Þor-
kelsdóttir, f. 21.9.
1904, d. 14.7. 1987,
og Karl Þorsteinsson, f. 26.4.
1900, d. 7.8. 1978, þau skildu.
Alsystkini hans eru Erna, f.
1924, d. 1941, Esther, f. 1928,
og Guðfinna (Dodda), f. 1929, d.
2016. Hálfsystkin samfeðra eru
Örn, f. 1936, Kalla Lóa, f. 1939,
Guðrún Erna, f. 1941, d. 1945,
og Ármann Óskar, f. 1943, d.
1992. Hálfsystkin sammæðra
eru Guðrún, f. 1933, d. 1991,
Salome Jóna, f. 1935, d. sama
ár, Valdís, f. 1936, og Þorkell, f.
1937.
Sigurður kvæntist Öldu
Ólafsdóttur, f. 1.10. 1928, d.
28.10. 2013, og eignuðust þau
11 börn sem eru: 1) Hrefna, f.
28.2. 1952, maki Kristinn Garð-
arsson, þau eiga þrjár dætur og
sjö barnabörn. 2) Erna, f. 22.9.
1953, maki Guðmundur Skúla-
son, þau eiga tvo syni og tvö
á Kringlu og Hömrum í Gríms-
nesinu þar til hann fer 16 ára
til föður síns og fóstru, Ólafar
Markúsdóttur í Reykjavík, en
flutti síðan 18 ára á Hellu þeg-
ar faðir hans varð þar bakari
1948. Á Hellu hefur hann búið í
70 ár. Fljótlega varð hann einn
af bílstjórum Kf. Þórs og starf-
aði hann sem slíkur lengst af
og síðar olíubílstjóri hjá
Olíuverslun Íslands og síðar
umboðsmaður hennar. Eftir að
bílstjóraferlinum lauk sá hann
um móttöku Endurvinnslunnar
í mörg ár. Ennfremur hafði
hann séð um veitingasölu í Sig-
öldu í nokkur ár og veit-
ingasölu á hestamótum frá
1962 til 1984.
Sigurður lagði mörgum mál-
efnum lið, má þar nefna verka-
lýðsfélagið, bílstjórafélagið,
stofnun lífeyrissjóðs, karlakórs
og var ötull félagi í Hesta-
mannafélaginu Geysi. Hest-
arnir hafa átt alla athygli hans
undanfarin ár. Mokaði út áður
en spítalavist tók við. Sigurður
tók upp gamla takta og fór að
spila á gítarinn sem hann hafði
svo gott sem lagt á hilluna en
hann var söngelskur mjög og
hafði unun af fjöldasöng í
góðra vina hópi og því að sjá
um söngstundir á Dvalarheim-
ilinu Lundi síðustu ár.
Útför Sigurðar fer fram frá
Oddakirkju í dag, 13. október
2018, klukkan 13.30.
barnabörn. 3) Karl,
f. 17.8. 1954, maki
Helga Hjaltadóttir,
þau eiga tvær dæt-
ur og þrjú barna-
börn. 4) Nói, f. 7.9.
1955, maki Krist-
borg Hafsteins-
dóttir, þau eiga
þrjár dætur og
fimm barnabörn. 5)
Ólafur, f. 18.5.
1957, hann á þrjú
börn og eitt barnabarn. 6)
Garðar. f. 24.9. 1958, maki Sig-
rún Sigurðardóttir, þau eiga
fjögur börn og þrjú barnabörn.
7) Jón, f. 10.5. 1960, d. 21.6.
1984, hann á eina dóttur og eitt
barnabarn. 8) Ómar, f. 23.8.
1961, maki Linda Þorsteins-
dóttir, þau eiga fjögur börn og
fjögur barnabörn. 9) Jóna
Björk, f. 25.1. 1964, hún á einn
son. 10) Þröstur, f. 25.8. 1967,
maki Hrafnhildur Andrésdóttir,
þau eiga tvær dætur. 11) Sig-
urður Ingi, f. 10.9. 1968, maki
Þórhildur Guðbjörg Hjaltadótt-
ir, þau eiga tvö börn.
Sigurður var ársgamall þeg-
ar hann ásamt þremur alsystr-
um var sendur í fóstur hjá Sess-
elju á Sólheimum og var þar
fram að fermingu 30.5. 1944.
Eftir það var hann kaupamaður
En hamingjan geymir þeim
gullkransinn sinn,
sem gengur með brosið til síðustu
stundar
fær síðan kvöldroða á koddann sinn
inn,
kveður þar heiminn í sólskini og
blundar.
(Þorsteinn Erlingsson)
Elsku pabbi lést á sólbjörtum
sunnudegi 30. september síðast-
liðinn eftir stutta en snarpa sjúk-
dómslegu. Held hann hafi ákveð-
ið að nóg væri komið eftir fimm
ára einsemd og best væri að drífa
sig og hitta mömmu sem yrði 90
ára daginn eftir. Það hafa vísast
orðið fagnaðarfundir hjá þeim og
dansinn stiginn.
Margs er að minnast að leið-
arlokum. Hann var einstaklega
góður pabbi og afi, hjálpsamur
með eindæmum. Ef eitthvað
bjátaði á eða maður gerði
glappaskot var hann alltaf fyrst-
ur að redda málum. Eitt sinn
minnist ég þess að hafa valdið lít-
ilsháttar tjóni á bíl, hringi í
pabba og fyrsta sem hann segir:
meiddist einhver, nei nú þá er
allt í lagi.
Í mörgu var að snúast á stóru
heimili og frístundir af skornum
skammti. Samt hafði pabbi tíma
til að smíða jólagjafir handa okk-
ur börnunum og dundaði sér
uppi á lofti í gamla húsinu við
smíðar. Einhver jólin fengum við
systur sitt dúkkuhúsið hvor,
fullbúið húsgögnum og bræðurn-
ir vörubíla með sturtupalli, ótrú-
lega flott og vel gert. Pabbi var
seigur að útbúa allskonar leik-
tæki, skíðasleða og skautasleða
með segli, stýri og bremsum og
var skautað á ísnum á tjörninni
að vetrarlagi. Þessi hagleikur
hans hefur notið sín undanfarin
ár og hann dundað sér við að
hanna eitt og annað sniðugt. Eitt
sinn man ég hann smíðaði sér
hækjur, hann þurfti að eiga slík-
ar því hann átti vanda til að fót-
brotna nokkuð oft.
Þessi frásögn mín af smíða-
hæfileikum hans stangast pínu-
lítið á við það sem hann sagði
mér frá í vikunni áður en hann
veiktist. Þannig var að í gamla
daga hafði hann oft verið að
snudda á trésmíðaverkstæðinu
sem Kf. Þór rak og Gaui gamli
stjórnaði. Eitt sinn hafði Gaui
gefið honum það heilræði að
hann skyldi ekki verða smiður
því hann væri ekki nógu vand-
virkur. Þessu hafði pabbi gaman
af.
Meðfram ævistarfinu sem bíl-
stjóri var ýmislegt brallað. Í
mörg ár, frá 1962-1984, stóð
hann ásamt fleirum í veitinga-
rekstri á hestamannamótum.
Fyrst á Þingvöllum 1962 ásamt
Svavari Kristinssyni. Flestir
unglingar sem vettlingi gátu
valdið byrjuðu að vinna við und-
irbúning og afgreiðslu á þessu
stórmóti hestamanna. Upp frá
því var þetta árviss viðburður og
um leið og við gátum lagt saman
tvo og tvo vorum við byrjuð að af-
greiða í sjoppum á hestamanna-
mótum og höfðum gaman af.
Mjög vinsælt var að fá vinnu og
muna margir eftir þessum tíma,
það var ekki verið að fjargviðrast
þó eitt og eitt nammi dytti í
munninn á okkur, það jók bara
afköstin hjá krakkahópnum.
Sömuleiðis rak pabbi sölu-
skála við Sigöldu á virkjunarár-
unum og þar var unglingunum
treyst til að vera í forsvari. Pabbi
hefur alltaf verið mikill barna-
karl, hann laðaði að sér krakka-
skarann og hafa margir ótengdir
verið liðsmenn í vinnumanna-
hópnum hans.
Margs er að minnast og margt
að þakka en að leiðarlokum vil ég
segja takk fyrir að vera ævinlega
til staðar fyrir mig og mína. Þín
verður saknað.
Erna Sigurðardóttir.
Þegar dags er þrotið stjá
þróttur burtu flúinn.
Fátt er sælla en sofna þá
syfjaður og lúinn.
(Rögnvaldur Björnsson)
Pabbi kvaddi þetta líf með
stæl eins og allt sem hann gerði,
ekki verið að hangsa neitt og nú
gerir sorgin og tómleikinn vart
við sig í hugskotinu, en á móti
kemur þakklæti og góðar minn-
ingar þegar litið er til baka.
Sigurður Karlsson
✝ Ölver Hauks-son fæddist í
Vestmannaeyjum
11. september
1943. Hann lést
eftir erfið veikindi
25. september
2018.
Ölver var sonur
Hauks Högnasonar
bifreiðastjóra og
Jóhönnu Jósefs-
dóttur húsmóður.
Eftirlifandi systkini Ölvers eru
þau Svala Guðný Hauksdóttir
og Sigurður Högni Hauksson,
bæði búsett í Vestmannaeyjum.
Ölver ólst upp í Vestmanna-
eyjum, austurbænum, í ætt-
aróðalinu Vatnsdal. Frá árinu
1974 bjó Ölver á Hólagötu 11,
húsi sem foreldrar hans fluttu í
eftir gosið 1973. Að grunnskóla
loknum starfaði
Ölver sem atvinnu-
bílstjóri og við ým-
is störf, þar á með-
al í Fiskiðju
Vestmanneyja, hjá
Símanum,
Flugmálastjórn og
við vörubílaakstur.
Hann lauk starfs-
ævinni hjá HS
Veitum. Ölver var
einn þeirra sem
tóku þátt í björgunarstarfi í
Heimaey og síðar uppbyggingu
og hreinsun eyjunnar að gosi
loknu. Áhugamál Ölvers tengd-
ust heimaslóðunum, náttúru og
fuglalífi Eyjanna.
Útför Ölvers fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 13. september 2018, og
hefst útförin klukkan 14.
Haltu fast í andartakið.
Allt sem að höndum ber,
hver einasta stund
er óendanlega verðmæt,
því hún er fulltrúi allrar eilífðarinnar.
(Johann Wolfgang)
Í dag verður jarðsunginn frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
elsku stóri og sterki bróðir
minn, sem ég gat alltaf leitað til.
Aldrei fékk ég neitun, alltaf var
hann til staðar fyrir systur sína.
Ölver var ekki allra, en þeir
sem hann tók voru vinir hans
alla tíð. Greindur var hann og
stálminnugur. Eftir að hann lét
af störfum hjá bæði Símanum
og HS veitum var oft leitað til
hans um ýmislegt sem þurfti að
finna í sambandi við lagnir og
annað, því minni hans brást
aldrei. Hann var mikill náttúru-
unnandi og dýravinur. Hann var
lengi við þá iðju að merkja pysj-
ur með vini sínum Sigurgeiri
sem vann með honum hjá Sím-
anum, og síðar með fleirum.
Ekki má gleyma pysjuferðunum
sem hann fór með börnunum
mínum þremur og síðar með
barnabörnunum, sem kölluðu
hann Lalla lagara, enda fannst
þeim hann geta allt. Dekraði
hann við þau eins og þau væru
hans eigin og þau voru heppin
að eignast þarna auka-afa. Ölver
fór á kostum í kaffisopanum og
matarboðunum á mínu heimili
sem voru ansi mörg, og sagði
okkur margar skemmtilegar og
fróðlegar sögur, sem við munum
núna orna okkur við á góðum
stundum og geyma vel í minn-
ingunni um góðan mann. Ölver
var lífssýn sinni trúr, að gefa
góð ráð var aldrei neitt mál og
vildi hann alltaf það besta fyrir
okkur öll, fyrir það viljum við
þakka.
Síðustu ár voru honum erfið
vegna mikilla veikinda sem tóku
verulega á dugmikla bróður
minn og aldrei kvartaði hann
þótt fárveikur væri. Ölver fékk
að lokum að sofna í faðmi fjöl-
skyldunnar og sefur nú í ljósinu
hjá sínu fólki. Ég þakka af öllu
mínu hjarta samveruna sem við
áttum í 75 ár og aldrei bar
skugga á okkar einlægu vináttu
og kærleik. Ég bið algóðan Guð
um að vernda drenginn minn
góða.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
(Steinn Steinarr)
Þín systir,
Svala.
Elsku uppáhaldsfrændi minn
hann Ölver verður jarðsunginn í
dag. Betri frænda er ekki hægt
að hugsa sér. Hann var einstak-
lega laghentur, velgerður og
þolinmóður maður. Sama hvaða
greiða ég bað um, alltaf kom
hann og gerði það. Hvort sem
það var að fara á pysjuveiðar
með okkur systkinin á yngri ár-
um, rúnta á hvítu bjöllunni,
skutla á milli staða, og seinna
meir, hengja upp ljós, þvotta-
snúrur, setja eitthvað saman, þá
kom hann og var þá yfirleitt
alltaf sama spurningin: „Hvaða
vesen er nú á þér stelpa, hvað
varstu að kaupa núna?“ Þegar
ég var yngri þá fór ég stundum
til hans og bað um pening fyrir
bíó og alltaf fékk ég aurinn:
„Hérna er peningur en ekki
eyða öllu í sælgæti.“ Við áttum
það sameiginlegt að vera algjör-
ir nautnaseggir þegar kom að
kökum og nammi, og voru það
ófáar sneiðarnar af hnallþórum,
brauðtertum og blandi í poka
sem runnu niður með kaffinu
hjá henni mömmu.
Ölver var ekki allra, en þeim
sem hann valdi að hafa í kring-
um sig var hann traustur og
trúr eins og Heimaklettur.
Hann var þannig gerður að tala
ekki illa um nokkurn mann, það
er mikill kostur að vera gæddur
því. Hann var afskaplega þver
og svona laumuhúmoristi. Hann
sýndi ekki mörgum þá hlið, en
við fjölskyldan vorum heppin að
fá að sjá það og upplifa.
Ég var óskaplega heppin að
fá að vera mikið í hans lífi, eins
Geiri minn og börnin okkar
þrjú, þau Óli Bjarki, Svala og
Jón Ævar. Þau litu á hann sem
hálfgerðan afa og ég veit að
væntumþykjan var endurgoldin
því hann sá ekki sólina fyrir
þeim. Það voru ófáar ferðirnar
sem við fórum saman síðustu ár-
in til Reykjavíkur vegna veik-
inda hans, alltaf fór ég með hon-
um, annað kom ekki til greina.
Það sem mér finnst vænst um er
þegar við komum á spítalann og
hann var spurður að því hvort
ég væri dóttir hans, þá var alltaf
sama svarið: „Já, hún er það
eiginlega.“
Ekki var hann Ölver minn að
tjá tilfinningar sínar of mikið.
Það var gott að geta sagt honum
hvað mér þótti vænt um hann og
yljar það mér um hjartarætur
Ölver Hauksson
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
ÞÓRU LILJU BJARNADÓTTUR,
Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjartadeildar LSH, 14 EG, fyrir góða umönnun.
Bjarni Valdimarsson Guðfinna Karlsdóttir
Eygló Valdimarsdóttir Guðjón Þorvaldsson
Halldóra Valdimarsdóttir Valur Svavarsson
og ömmubörnin
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
móður okkar,
ELÍNBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Ellu,
Boðahlein 22, Garðabæ.
Sérstakar þakkir færum við nágrönnum við
Boðahlein og samstarfsfólki Ellu í tómstundastarfi Hrafnistu.
Einnig viljum við koma á framfæri þökkum til sr. Guðna M.
Harðarsonar, Útfararstofu Kirkjugarðanna, tónlistarmanna og
allra annarra sem tóku þátt í að gleðja okkur á kveðjustund Ellu.
Pétur, Sigrún, Trausti, Einar, Sigurður,
Bragi, Ester, Ágústa, Davíð og Kári
Unnsteinsbörn og Elínbjargar
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG BENEDIKTA JÓNSDÓTTIR
frá Hellissandi,
Faxabraut 32c, Keflavík,
lést á Hrafnistu, Hlévangi, laugardaginn
6. október.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 18. október
klukkan 13.
Sólveig Anna Einarsd. Björn Rúnar Albertsson
Björn Björnsson
Sveindís Árnadóttir
Einar Árni Jóhannsson
Ingvi Steinn Jóhannsson
Þóra Björg Jóhannsdóttir
barnabarnabörn og aðrir aðstandendur
Innilegar þakkir fyrir samhug og hlýju
vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
JENNÝJAR SIGRÚNAR
SIGFÚSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar V-4 á hjúkrunarheimilinu
Grund fyrir einstaka umönnun og vinsemd.
Sigrún Halldóra Einarsdóttir
Þorgerður J. Einarsdóttir Pálmi Magnússon
Aldís Hrönn Einarsdóttir Kaj Fryestam
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn