Morgunblaðið - 13.10.2018, Qupperneq 37
Á Leikskálum 4 ólu mamma
og pabbi okkur systkinin ellefu
upp í litla húsinu sem þau byggðu
og fluttu inn í árið 1955. Í minn-
ingunni var pabbi nú oftast að
vinna en í frítímum þegar við
vorum lítil var hann oft uppi á
lofti að gera eitthvað sem við
máttum ekki sjá, þá var hann að
smíða hin ýmsu leikföng, t.d.
fjögurra herbergja dúkkuhús,
fullbúið húsgögnum, fótstigna
hestvagna með útskornum hest-
um fyrir, bíla og ýmislegt annað,
t.d. skíðasleða, og ekki má
gleyma skautasleða með segli
sem var notaður á ísilagðri tjörn-
inni og gátu nokkrir krakkar ver-
ið á í einu en þá varð hann að
vera sjálfur með eða einhverjir af
eldri strákum þorpsins. Hann
hafði gaman af að skemmta sér
og spila á gítar og syngja með
mömmu og góðum vinum, má þar
nefna Stjána og Eddu sem spil-
aði alltaf undir og marga fleiri
vini. Hann hafði fallega söngrödd
og það var gestkvæmt og oft
mikið fjör á Leikskálunum.
Pabbi og mamma voru alltaf
með hesta og var riðið út um
helgar og farnar lengri ferðir á
sumrin. Hann hugsaði um hest-
ana alveg fram á síðasta dag,
mokaði út úr húsunum og fór
með vatn handa þeim út í mýri.
Einhvern veginn myndaðist sú
hefð að oftast mættu einhver af
börnum og tengdabörnum á
Leikskálana á laugardagsmorgn-
um og voru oft fjörugar umræð-
ur og hávaði og alveg makalaust
hvað komust margir fyrir við eld-
húsborðið, en nú þegar mamma
og pabbi eru bæði fallin frá er
hætt við að hittingarnir verði
færri. Eftir að mamma dó árið
2013 bjó pabbi einn og sýndi þá á
sér alveg nýjar hliðar, tók aftur
til við að spila á gítarinn, sauð
kæfu, bakaði vöfflur, eldaði kjöt-
súpu og ýmislegt annað. Nú
verður ekki lengur kallað í Kidda
þar sem hann er úti í næsta húsi
að smíða að koma nú í kaffi þar
sem búið er að smyrja brauð og
setja kræsingar á borð.
Pabbi andaðist 30.september,
daginn áður en mamma hefði
orðið 90 ára, engu líkara en að
hann hafi verið að drífa sig í af-
mælið hennar og það hafa örugg-
lega orðið fagnaðarfundir.
Góða ferð, pabbi minn og
tengdapabbi.
Hrefna (Hebba)
og Kristinn (Kiddi).
Ég berst á fáki fráum
fram um veg.
Mót fjallahlíðum háum
hleypi ég.
Og golan kyssir kinn.
Og á harða, harða spretti
hendist áfram klárinn minn.
(Hannes Hafstein)
Elsku afi minn, hjartans þakk-
ir fyrir alla reiðtúrana, sönginn,
dugnaðinn og hlýjuna, já bara
allt.
Minning þín er ljós sem lifir.
Megi guð og englarnir vera með
þér.
Þín
Alda Jóna.
Þá fann ég, hvað jörðin er fögur og
mild
þá fann ég, að sólin er moldinni skyld,
fannst guð hafa letrað sín lög og sinn
dóm
með logandi geislum á strá og blóm.
Allt bergði af loftsins blikandi skál.
Allt blessaði lífið af hjarta og sál.
Jafnvel moldin fékk mál.
(Davíð Stefánsson)
Það hefur margt breyst á þeim
sextíu til sjötíu árum sem liðin
eru síðan hópar ungs fólks gerðu
heimanreist frá æskuslóðum sín-
um víðsvegar að af Suðurlandi og
réðust til frumbyggjastarfa í ný-
stofnuðum kauptúnum og versl-
unarstöðum á Suðurlandi. Þetta
var á þeim árum sem það þótti
hið mesta happ að „fá vinnu“ eins
og það var kallað. Skömmu eftir
stríðslok seinni heimstyrjaldar-
innar fór aukin verslun og þjón-
usta við sunnlenska bændur að
færast til byggðakjarna sem í
Rangárvallasýslu urðu tveir, á
Hellu og á Hvolsvelli.
Flestir frumbyggjar þessara
tveggja kauptúna í Rangárvalla-
sýslu voru á miðri síðustu öld
kornungt fólk í blóma lífsins. Ég
sem minnist hér Sigurðar vinar
míns sá hann fyrst ásamt unn-
ustu sinni á sólríkum sumardegi
um miðja síðustu öld þegar stór
hópur ungmenna frá Hellu, í
skemmtiferð, staldraði við á
æskuheimili mínu undir Eyja-
fjöllum. Mig grunaði ekki þá að
síðar ættu leiðir mínar í lífsbar-
áttunni eftir að liggja samhliða
flestum úr þessum hópi um
aldarfjórðungsskeið.
Sigurður var ásamt Öldu eig-
inkonu sinni einmitt einn af hin-
um svokölluðu frumbyggjum á
Hellu, einn þeirra ungmenna
sem fyrst hösluðusér þar völl við
erfiðar aðstæður þess tíma. Það
var ekki auðvelt á miðri síðustu
öld fremur en nú að hefja búskap
og stofna heimili og því kynntist
það unga fólk sem fyrst settist að
í sunnlensku kauptúnunum.
Fyrstu búskaparárin var gjarn-
an búið í örlitlum íbúðum og gerð
tilraun, með ómældri vinnu, til
þess að safna fyrir byggingu eig-
in húsnæðis og ríkisforsjáin sá
svo til að gera það sparifé að
engu á óverðtryggðum, nánast
vaxtalausum sparireikningum í
verðbólgutíð. Sérstök íbúðalán
voru nánast óþekkt fyrirbæri,
skorin við nögl svo tæplega nam
einum tíunda af byggingaverð-
inu.
Ég var svo gæfusamur að
laust fyrir árið 1970, eftir að ég
flutti að Hellu, lágu leiðir okkar
Sigurðar saman í félagsmálum
og störfum fyrir verkalýðshreyf-
inguna í Rangárvallasýslu og við
unnum í rúma tvo áratugi sam-
hliða meira og minna á þeim vett-
vangi. Það er uppörvandi og auð-
veldar viðskilnað við
samferðafólk þegar minningarn-
ar um það eru jákvæðar allt á
einn veg og vegferð þeirra var
með þeim hætti að jafnvel í erf-
iðleikunum mátti greina óvenju-
legan, óbugandi styrk og stað-
festu. En Sigurður var einmitt
ákaflega staðfastur í afstöðu
sinni til bættrar afkomu þeirra
sem minna máttu sín og ævinlega
reiðubúinn til að berjast fyrir
rétti þeirra. Ekki síður var ómet-
anlegt á þessum árum að kynn-
ast börnum þeirra Sigurðar og
Öldu og sjá þau vaxa upp til
sterkra stoða í samfélagi þeirra.
Þetta var stór og samheldin fjöl-
skylda og sönn forréttindi að
mega telja hana til vina sinna.
Við Eygló sendum öllum að-
standendum Sigurðar Karlsson-
ar okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigurður Óskarsson.
Fallinn er nú frá kær vinur og
samferðamaður, Siggi Kalla. Við
kynntumst þegar ég fluttist að
Hellu á seinni hluta 6. áratugar-
ins. Báðir vorum við aðallega rík-
ir að bjartsýni og svo barna-
fjölda. Mín börn urðu átta en
hans 11. Alda var hans lífsföru-
nautur en Dýrfinna minn, en hún
lést 1965 og seinni kona mín,
Edda, kom svo til sögunnar.
Við byrjuðum báðir hjá Kaup-
félaginu, vinnudagurinn langur
og mikill burður á vörum og
langur akstur til Reykjavíkur og
um sveitirnar. Síðar lágu leiðir
Sigga annað. Mikil samskipti
voru milli heimila okkar og hist
reglulega. Lífsgleði, söngur og
tónlist var okkar sameiginlega
áhugamál og alltaf mikið sungið
og spilað þegar hist var. Siggi
spilaði í bandi á yngri árum og
hélt áfram að spila til æviloka.
Báðir stunduðum við hesta-
mennsku eins og loðað hefur við
Rangvellinga og áttum hesthús
og lögðum metnað okkar í að eiga
góða hesta og rækta fram góða
eiginleika. Ófáir voru reiðtúrar
og ferðir, ýmist á hestamót eða
til að kynnast landinu okkar.
Þó svo afkomendur okkar hafi
tekið við sumu af því sem við
lögðum fyrir okkur er ljóst að við
Siggi tilheyrum kynslóð sem fer
fækkandi. Þetta er kynslóðin
sem braust áfram af eigin elju-
semi, stundaði lærdóm eftir getu
og vann hörðum höndum við að
koma undir sig fótunum en fann
gleði í einfaldri afþreyingu og
góðum samskiptum við aðra.
Miklar breytingar hafa orðið á ís-
lenska samfélaginu á æviferð
okkar. Ég vil þakka Sigga vini
mínum og fjölskyldu hans fylgd-
ina á lífsleiðinni og votta fjöl-
skyldu hans og ættmennum sam-
úð við fráfall þessa góða vinar.
Kristján Jónsson, Hellu.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
núna að hann vissi það. Hann
var mikill náttúruunnandi og
dýravinur og elskaði vorin því
þá byrjaði allt að lifna við. Alltaf
var hann að spá í það hvort
Geiri og félagar væru að fiska,
því mikill áhugamaður var hann
um báta.
Missir okkar er mikill, og sér-
staklega mömmu og Sigga bróð-
ur þeirra, sem voru Ölver bróð-
ur sínum afskaplega góð.
Samrýndari systkini eru vand-
fundin. Hann var daglegur gest-
ur á heimili hennar mömmu og
eftir að pabbi dó, þá var hann
hennar stoð og stytta. Síðast-
liðin tvö ár voru honum erfið
vegna mikilla veikinda, en aldrei
kvartaði hann, fannst það nú al-
gjör óþarfi, það lýsir honum
best.
Elsku Ölver okkar, við biðjum
góðan Guð að geyma þig og
varðveita þig. Takk fyrir allt og
allt.
Hugur einn það veit,
er býr hjarta nær,
einn er hann sér of sefa.
(Úr Hávamálum)
Þín
Jóhanna.
Fallinn er frá náinn ættingi
og vinur. Ölver var um margt
einstakur en að sama skapi
traustur í því sem hann tók sér
fyrir hendur, stoð og stytta þeg-
ar hans nánustu áttu í hlut.
Minni Ölvers var með afbrigðum
gott, það gott að fyrrverandi
vinnufélagar töldu að það næði
jafnvel aftur fyrir fæðingu. Frá-
sagnir Ölvers um liðna tíma
voru oft á tíðum bráðskemmti-
legar. Jólasaga um gjafaspenn-
ing minn sem barns, þar sem
uppköst komu við sögu, var fast-
ur liður hvern aðfangadag til
áratuga. Sagan sú arna fékk iðu-
lega viðstadda til að veltast um
af hlátri á minn kostnað. Spán-
arferðirnar með vinunum á ár-
um áður voru reglulega rifjaðar
upp og augljóst að þar hafði
margt verið brallað. Eldgosið á
Heimaey árið 1973 var Ölver
sérstaklega hugleikið enda tók
hann virkan þátt í björgun og
síðar hreinsun og uppbyggingu
eyjunnar.
Ölver var handlaginn og
óspar á aðstoð þegar á reyndi.
Hann var ætíð hluti af tilveru
okkar systkina og eyddi með
okkur stórum sem smáum hátíð-
um. Við vorum fjölskyldan hans
þar sem hann stofnaði ekki sína
eigin. Áhugamál Ölvers snéru
fyrst og fremst að heimaslóð-
unum, náttúrunni og eyjunum.
Síðustu árin átti hann mótorhjól
og naut þess á góðviðrisdögum
að hjóla um nærumhverfi sitt.
Við frændurnir hittumst oft hjá
móður minni og þá voru heims-
málin krufin yfir eins og nokkr-
um kaffibollum og kruðeríi.
Sköpuðust þá gjarnan fjörugar
og eftirminnilegar umræður og
sögur.
Erfið veikindi settu mark sitt
á Ölver síðustu misseri, sem og
hans nánustu. Hvíld eftir lífsins
strit var kærkomin.
Elsku Ölver, minning þín lifir,
minning um góðan dreng.
Takk fyrir allt.
Haukur Jónsson.
Aðeins tveimur dögum eftir
að bróðir minn Högni Sigurðs-
son frá Vatnsdal var jarðsung-
inn frá Landakirkju, kvaddi
annar Vatnsdælingur þennan
heim, frændi minn Ölver Guðni
Hauksson, en við vorum systk-
inabörn. Á síðustu fimm árum
höfum við kvatt sjö ástkæra
Vatnsdælinga sem eru örugg-
lega saman í draumalandinu að
rifja upp gamlar minningar.
Vatnsdalur var þriggja hæða
hús fyrir utan bæjarkjarnann,
þetta var ættaróðal. Í Vatnsdal
bjó stórfjölskyldan en fjölskylda
Ölvers bjó þar þangað til for-
eldrar hans reistu þar hús
skammt hjá árið 1948. Við ól-
umst því upp á sömu torfunni
eins og aðrir krakkar í Vatnsdal,
vorum miklir vinir og þótti alltaf
vænt um hvert annað. Það voru
forréttindi að fá að alast upp
með öllu þessu góða fólki. Á
sumrin komu börn Esterar, föð-
ursystur Ölvers, til Vestmanna-
eyja og héldu til í Vatnsdal og
þá var glatt á hjalla hjá yngri
kynslóðinni í Vatnsdal. Við
stormuðum t.d. austur á Urðir
ef stormur var úti og fórum nið-
ur í klappirnar að leika. Þegar
öldur brotnuðu á klöppunum í
óveðrinu létum við sjólöðrið
steypast yfir okkur. Þetta var
hættulegur leikur og komum við
heim eins og hundar af sundi.
Fullorðna fólkinu var ekki
skemmt og fengum við að heyra
það.
Fiskveiðar voru stundaðar af
klöppunum og farið í ýmsar æv-
intýraferðir. Talið var að rauð-
hellir fyrir austan Kirkjubæi
niður við sjó væri horfinn en þar
hafði presturinn á Kirkjubæ fal-
ið sig og sitt búalið í Tyrkjarán-
inu. Við krakkarnir fundum hell-
inn óvænt í kringum 1960 en
talið var að hann hefði fallið
saman. Við fundum slétta hellu
og Sigurður, bróðir Ölvers, kíkti
þar undir og sá mikið rými. Við
sjávarmál sáum við stór björg
sem höfðu skýlt hellinum fyrir
ágangi sjávar. Við ákváðum að
klöngrast niður og náðum að
smokra okkur inn í þennan
stóra helli eða hvelfingu þar
sem rauðamöl þakti botninn.
Þetta var mikið ævintýri. Enda-
laust væri hægt að rifja upp
minningar frá því hvað við bröll-
uðum á æskuárunum, þar á
meðal ýmis prakkarastrik.
Árin liðu við leik og störf og
margs að minnast. Ölver kom
stundum í hvíta tjaldið okkar á
þjóðhátíðum en þar var spilað
og sungið dátt. Eina þjóðhátíð-
ina kenndi Ölver okkur lag og
texta sem við höfðum aldrei
heyrt áður. Hann var ófáanlegur
til að segja okkur hver höfundur
lags og texta væri en það var
sungið þjóðhátíð eftir þjóðhátíð í
tjaldinu. Enn er hulin ráðgáta
hver höfundurinn var.
Ölver vann hjá Flugmála-
stjórn þegar eldgosið á Heimaey
hófst 23. janúar 1973. Fyrir ekki
svo löngu síðan rakst ég á
áhugaverða ljósmynd á netinu
og fannst ég kannast við menn-
ina á myndinni. Í ljós kom að á
henni voru Ölver og Ólafur
bróðir minn, sem var þá aðeins
búinn að vera þrjár vikur í lög-
reglunni, þegar eldgosið hófst.
Báru þeir eldri mann á milli sín
sem þeir voru að koma um borð
í flugvél.
Kæri Ölver, við æskuvinir
þínir og frændfólk söknum þín
sárt. Gamlar minningar ylja
okkur. Innilegar samúðarkveðj-
ur til Svölu systur þinnar, sem
var þín stoð og stytta alla tíð, og
Sigurðar bróður þíns og fjöl-
skyldna þeirra. Blessuð sé
minning þín.
Hulda Sigurðardóttir.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
BRAGA ÞORSTEINSSONAR
bónda,
Vatnsleysu, Biskupstungum.
Halla Bjarnadóttir
Ingunn Birna Bragadóttir
Ragnheiður Bragadóttir Eymundur Sigurðsson
Kristrún Bragadóttir Björn Davíð Þorsteinsson
og barnabörn
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
VALS AÐALSTEINS JÓHANNESSONAR,
Skeiðarvogi 141,
Reykjavík.
Sigrún Pétursdóttir
Emma Ingibjörg Valsdóttir Valtýr Björn Thors
Þóra Valsdóttir Ronald P.F. Janssen
Pétur Valsson Björn Erlingur Flóki Björnsson
og Pétur Valur, Tomas og Daníel
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA E. KOLBEINS,
lést á Landspítalanum Hringbraut
fimmtudaginn 4. október.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ásta Kristín Andrésdóttir Sigurður Svavarsson
Pétur Andrésson Valgerður Hlöðversdóttir
Andrés Andrésson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Raufarhöfn,
Lyngholti 6, Akureyri,
sem lést á Dvalarheimilinu Hlíð
sunnudaginn 30. september, verður
jarðsungin frá Glerárkirkju þriðjudaginn 16. október
klukkan 13.30.
Guðmundur Bárðarson Steingerður Steinarsdóttir
Jóhanna Bárðardóttir Guðni Þóroddsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns, föður, tengaföður og afa,
GUNNARS MÁS JÓHANNSSONAR,
Vindakór 1, Kópavogi.
Einstakar þakkir færum við starfsfólki Heru
heimahlynningar og líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi.
Helga Jónína Steindórsdóttir
Sigríður Jóna Gunnarsdóttir Þorsteinn Emilsson
Óskar Ingi Gunnarsson Thelma Ósk Ólafsdóttir
Sigríður Björg, Aron Óli, Sóldís Ebba og Gunnar Örn