Morgunblaðið - 13.10.2018, Síða 38

Morgunblaðið - 13.10.2018, Síða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 ✝ Líneik Guð-laugsdóttir fæddist á Hellis- sandi á Snæfells- nesi 14. nóvember 1938. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 10. sept- ember 2018. Líneik var dóttir hjónanna Guðlaugs Jakobs Alexanders- sonar og Súsönnu Ketilsdóttur. Hún var næstyngst átta systkina, en þau voru; Þórir Bjarni, f. 8.2. 1930, d. 19. febr- úar 1979, Albert, f. 9.3. 1931, d. 8. júní 2017, Gunnar Breiðfjörð, f. 28.4.1932, Kristinn Breiðfjörð, f. 12.8. 1934, Guðrún, f. 5.11. 1935, d. 20. október 2017, Lauf- ey, f. 6.7. 1937, Líneik, Sæberg- ur, f. 14.2. 1940, d. 3. nóvember 2017. Líneik giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Daníel Karli Pálssyni, 29.5. 1959. Börn þeirra; 1) Matthías Stefán Karls- son, f. 23.1. 1959, d. 7.2. 1960, 2) Stefán Þór Karlsson, f. 14.9. 1961, maki Sara Jónsdóttir, barn hans, Daníel Kári Stefánsson, maki Sólveig Rós, börn þeirra; Gabriel Máni og Silja Björt. 3) Fanney Björg Karlsdóttir, maki Trausti Þór Sigurð- arson, börn hennar Matthildur Dröfn, maki Toke Falken- berg Holst, börn þeirra Filippa og Ófelía. Oddný Jóna, maki Hallur Dan Johansen, börn þeirra Matt- hildur Dan og Þórhallur Dan. Karl Ágúst. 4) Guðlaugur Jakob, barn hans Alexander Óskar, barn hans Gabríel William. Líneik var alin upp á Hellis- sandi en flutti ung að heiman. Hún vann margvísleg störf um ævina, lengst af við umönn- unarstörf m.a. á Elliheimilinu Grund, Hjúkrunarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði og síðast sem aðstoðarmaður sjúkraþjálfara á Landakoti. Útför Líneikar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 3. október 2018. Í dag vil ég minnast systur minnar, Líneikar Guðlaugsdótt- ur. Það voru forréttindi að fá að alast upp í hópi samrýndra systk- ina í sveitaþorpi á Snæfellsnesi. Við systkinin frá Sólbakka, Hell- issandi, áttum góða foreldra og var fjölskyldan alla tíð samrýnd. Síðar fluttumst við Lína, þá báð- ar ungar konur, til Hafnarfjarðar þar sem við stofnuðum okkar fjölskyldur. Þrátt fyrir langa búsetu í Hafnarfirði vorum við systurnar alltaf „Sandarar“. Það var mikill samgangur okkar á milli og oft fjör í barnahópnum okkar. Æskuminningarnar frá Hellis- andi eru margar og rifjast þær upp þessa dagana, við í leik í fjör- unni, í berjamó í hrauninu og bakgrunnurinn var konungur fjallanna, Snæfellsjökull. Síðar þegar við urðum eldri þá voru það ævintýraferðirnar okk- ar yfir Fróðárheiðina, á böllin á Búðum og Breiðabliki, það var í þá daga þegar það var ævintýri að fara bara til Ólafsvíkur. Þegar börnin okkar voru fædd, tóku við ferðirnar heim á æskuslóðirnar á Hellissandi. Þegar börnin voru farin að heiman fórum við systurnar í ógleymanlegar utanlandsferðir, þar á meðal til dóttur Línu, Fanneyjar, sem á þeim tíma bjó erlendis. Lína systir sem nú kveður okkur eftir löng og erfið veikindi, var árinu yngri en ég og hefði orðið áttræð í nóvember. Lína var lífsglöð og skemmtileg systir sem tekið var eftir hvar sem fólk var saman komið. Það var gaman að vera með henni, enda hún glæsileg kona. Það var gott að geta leitað til hennar og ég sakna löngu símtal- anna, símtala þar sem málin voru rædd og minningar rifjaðar upp. Lína var hin síðari ár virk á fa- cebook og fljót að tileinka sér þann miðil til samskipta við vini og ættingja. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku systir. Elsku, Kalli, Stefán, Fanney og Gulli, ykkar missir er mikill, en minning hennar mun lifa áfram. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Laufey Guðlaugsdóttir. Kveðja frá vinkonu Ég á mér draum um betra líf. Ég á mér draum um betri heim. Þar sem allir eru virtir, hver á sínum stað, í sinni stétt og stöðu. Þar sem allir eru mettir gæðum sannleikans. Þar sem allir fá að lifa í réttlæti og friði. Þar sem sjúkdómar, áhyggjur og sorgirt eru ekki til. Og dauðinn aðeins upphaf að betri tíð (Sigurbjörn Þorkelsson) Hvíl í friði, kæra vinkona. Dagný Jónsdóttir. Líneik Guðlaugsdóttir Ég skrifa til að votta samúð okkar hjá bresku frímúr- arareglunni Prud- ence við fráfall kærs vinar okkar, Óskars Áskels Sigurðssonar. Óskar hafði ætíð jákvæð áhrif á alla sem hann hitti. Hann var áhugaverður og skemmtilegur með mörg fjöl- breytt áhugamál. Hann unni vin- um sínum og hinni yndislegu fjöl- skyldu sinni mjög. Óskar var skemmtilegur að rabba við og hlustaði vel. Síðast þegar hann var í London að heimsækja mig talaði hann all- lengi við dóttur mína og þegar Óskar Áskell Sigurðsson ✝ Óskar ÁskellSigurðsson fæddist 17. nóv- ember 1956. Hann andaðist 3. október 2018. Útförin fór fram 10. október 2018. þau kvöddust minntist hún á það við mig að hún hefði gleymt hve yndisleg persóna Óskar var. Hún mun aldrei gleyma honum og heldur ekki við. Óskar var kær okkur bresku frí- múrarafélögunum. Nærveru hans á fundum verður saknað. Ótal samúðaróskir hafa borist frá félögum hans sem við færum fjölskyldu hans hér og sýna skýrt hve hans verður sakn- að. Óskar var afar mikilvægur vinur bæði bresku og íslensku fjölskyldu minnar. Það er stórt skarð höggvið með fráfalli Ósk- ars, hans verður sárt saknað en það eina sem huggar í sorginni er að himnaríki er betri staður með nærveru hans. Austin og Adrian Erwin. ✝ Kristín ÓlaKarlsdóttir fæddist á Hömrum í Grímsnesi 24. febrúar 1930. Hún lést 31. ágúst 2018. Kristín var næstelst fimm barna þeirra Guð- rúnar Jónsdóttur og Karls Vilhjálms Ólafssonar. Maki Kristínar var Ólafur S. Þórarinsson frá Ólafsvík en hann lést 7. júlí 2010. Börn þeirra eru: 1) Guðbjörg, maki Vilhjálmur Þórarinsson. 2) Þór Fannar, maki Hulda Péturs- dóttir. 3) Hallur Einar, maki Stein- unn Jónsdóttir. 4) Karl Rúnar, maki Kristín Guðmunds- dóttir. 5) Hólm- fríður Helga. 6) Þorkell Ingi, maki Gunnhildur Inga Geirsdóttir. 7) Þórarinn Vignir. 8) Sævar Óli. 9) Guðmundur Páll. 10) Magnús Már, maki Elín Gestsdóttir. Ömmubörnin eru 36, langömmubörnin 61 og langalangömmubörnin tvö. Útför Kristínar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar. Hún Stína frænka kvaddi þennan heim 31. ágúst síðast- liðinn, þá orðin 88 ára. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Það má segja að hún Stína hafi átt fáa sér líka. Hún eign- aðist 10 börn á 21 ári með manninum sínum honum Ólafi Þórarinssyni, sem lést 2010. Þau hófu búskap í Háfi og þar bjuggu þau alla tíð og Stína svo ein eftir lát Óla eða þar til hún fór á elliheimili. Framan af stunduðu þau hjónin hefð- bundinn búskap, þ.e.a.s. voru með kindur, kýr og hesta og svo kartöflurækt. Seinna fóru þau út í hænsnarækt og Stína var svo í mörg ár með svínabú- skap eftir að þau hættu með hænsnin. Ekki má svo gleyma skóg- ræktinni hjá henni Stínu. Hún plantaði heilum ósköpum af trjáplöntum í Háfi og var sér- lega fróð um allan gróður. Sköpunargáfa hennar fékk þarna að njóta sín svo og í því að gera ýmsa hluti úr því efni sem rak á fjörurnar eins og kúlur og viðardrumba, sem hún kom fyrir í kringum húsið. Já, hún Stína var dugnaðar- forkur, mjög vel gefin og hafði ótrúlegt minni, sem hélst allt framundir það síðasta. En hún var líka skapmikil, ákveðin og hörð í horn að taka. Síðast en ekki síst var hún listamanneskja fram í fingur- góma og allt sem hún tók sér fyrir hendur var hreinasta snilld. Hún saumaði jólafötin á börnin sín, prjónaði á þau peysur o.fl. og undrast maður hvenær hún hafði tíma til að gera þetta allt. Seinna flosaði hún ýmist eða saumaði út stórar myndir og eiga börnin hennar öll myndir eftir hana. Postulínsmálun og hnýting- ar stundaði hún einnig. Ekki skal gleyma því að hún var mikil matreiðslukona og terturnar, sem hún bakaði voru sannarlega flottar. Maður fór því aldrei svang- ur frá Háfi eftir að hafa heim- sótt Stínu og Óla. Ég minnist með þakklæti og virðingu þessarar frænku minnar. Blessuð sé minning hennar. Edda. Kristín Óla Karlsdóttir „Hann er einn af þessum stóru, sem í menntaskólann fóru og sneru þaðan val- inkunnir andans menn“ sungu Stuðmenn í laginu „Ofboðslega frægur“. Beddi á Glófaxa hætti reyndar eftir fyrsta ár í Mennta- skólanum á Akureyri og lét Guð- mundi tvíburabróður sínum eftir að feta þá braut. Hugur Bedda leitaði á sjóinn, síðar í stýri- mannaskólann og hann varð bara nokkuð frægur. Fallin er frá persóna sem auðgaði mannlífið í Vestmanna- eyjum á marga vegu, farsæll skipstjóri á eigin skipi til fjörutíu ára, léttur í lundu en þó með ákveðnar skoðanir. Hann vildi sækja fram í atvinnulífi og efla mannlíf. Þeir voru ófáir sem fengu sitt fyrsta tækifæri í sjó- mennsku hjá Bedda, enda treysti hann fólki. Hjá honum var líka rými fyrir mistök, ábendingum var komið á framfæri og tækifæri gefið á ný, en hann vildi að vand- að væri til verka. Beddi var bróðir mömmu, fjöl- skyldur þeirra systkina auk Hrafns bróður þeirra keyptu bát- inn Glófaxa og ráku hann saman í tólf ár. Ég kynntist líka ágætlega fjölskylduföðurnum Bedda þar sem Halli yngri sonur hans er jafnaldri minn og æskuvinur. Heimili þeirra Bedda og Dúllu á Illugagötunni var ávallt opið og þar var Dúlla við stjórnvölinn, um það var enginn ágreiningur. Í æsku fékk ég ósjaldan að fara með á sjóinn þrátt fyrir mikla sjó- veiki og að loknum grunnskóla hófum við Halli saman sjómanns- ferilinn á Glófaxa. Síðar fórum við frændur í stýrimannskólann og fyrsta tækifærið sem yfir- Bergvin Oddsson ✝ Bergvin Odds-son fæddist 22. apríl 1943. Hann lést 22. september 2018. Útför Bergvins fór fram 6. október 2018. stýrimaður og af- leysingaskipstjóri gafst einmitt hjá Bedda. Þegar maður hugsar til baka þá sér maður hvað Beddi var merki- lega nægjusamur með veraldlega hluti til eigin nota. Þegar litið er yfir ríflega fjörutíu ára útgerðarsögu Glófaxa þá koma einungis tveir bátar við sögu, fyr- ir utan litla Glófaxa sem hann keypti þegar hann hætti í at- vinnumannadeild. Bátarnir báru eigendum gott vitni, snyrtilegir líkt og tíðkaðist hjá mörgum ætt- mennum og öryggi ávallt í fyr- irrúmi. Þegar í land var komið þá var haldið í einfaldleikann, út- gerðarbíllinn varð yfirleitt fyrir valinu til samgangna hvort sem það var útgerðarstúss eða bíltúr með Dúllu. Einungis fjórir út- gerðarbílar á fjörutíu árum og þeim var yfirleitt fargað með eft- irsjá þegar ljóst þótti að bifvéla- virkjar myndu ekki sinna frekari viðgerðum. En þrátt fyrir mikla nægju- semi þá hafði Beddi þeim mun meiri ánægju að gefa frá sér og hafa líflegt í kringum sig. Óhætt að fullyrða að hann hafði að leið- arljósi málshættina: „Sælla er að gefa en þiggja“ og „Maður er manns gaman“. Það var lítið gefið eftir í sjósókn á Glófaxa, en ef tækifæri gafst þá var Beddi mættur í spjall við áhöfnina, tekið í spil og stundum gafst tími til að sletta úr klaufunum. Það var nefnilega pláss fyrir alla hjá hon- um, algjör óþarfi að skilja útund- an. Orðin mannvinur og jafnaðar- maður koma fljótt upp í hugann, hann mátti bara ekkert aumt sjá, mikilvægt var að allir hefðu jöfn tækifæri, líka þeir sem minna máttu sína í tímabundnum erfið- leikum. Takk fyrir allt, frændi, orðspor þitt lifir. Hörður Sævaldsson. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, ástvinar, föður, tengdaföður, afa og langafa, LÚÐVÍGS A. HALLDÓRSSONAR, fv. skólastjóra í Stykkishólmi. Guðrún R. Kristjánsdóttir Guðrún I. Árnadóttir Grétar F. Jakobsson Guðrún H. Hjálmarsdóttir Lára Lúðvígsdóttir Sigurður G. Guðjónsson Halldór Lúðvígsson Margrét Þ. Sigurðardóttir María R. Lúðvígsdóttir Björgvin G. Sigurðsson afa- og langafabörn Elskuleg systir okkar, GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Dódó, andaðist 10. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 17. október klukkan 15. Sveinn Jónsson Gunnar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.