Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur reynst þér erfitt að taka ákvörðun í viðkvæmu máli. Efastu ekki um hæfileika þína því þú ert baráttumaður og hefur þann stuðning sem þú þarft á að halda. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú virðist vera rétta tækifærið fyrir þig að koma málum þínum áfram. Þótt sjálfs- gagnrýni sé góður kostur má hún ekki ganga svo langt að drepa allt frumkvæði í dróma. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú færð tækifæri til þess að ýta undir starfsframa þinn og gott mannorð í dag. Láttu ekki utanaðkomandi aðila trufla þig og láttu neikvætt umtal sem vind um eyru þjóta. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þú ert alltaf að búast við vandræð- um, leita þau þig uppi. Sestu niður með fjöl- skyldumeðlimum í dag til að ræða mikilvæg málefni og gera langtímaáætlanir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þarfir þínar skipta miklu máli. Líttu vel í kringum þig og þú munt sjá ýmis merki sem leiða þig á næsta tímabil í lífi þínu. Gamlir vinir mundu skjóta upp kollinum næstu daga. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki er það gaman en það er ekki um annað að ræða en taka fjármálin fastari tök- um. Nú væri gott að koma skipulagi á líf sitt og taka upp betri siði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fólk opnar sig og tengist þér og þú verð- ur ríkari fyrir vikið. Hafðu í huga að þú verður að styðja félaga þinn eins og hann styður þig ef sambandið á að ganga. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að gefa þér betri tíma til að sinna þeim hlutum sem raunverulega skipta máli. Láttu ekki góðar hugmyndir renna út í sandinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú veltir fyrir þér lífinu og tilver- unni þessa dagana. Það getur reynst þrautin þyngri að fást við verk annars manns sem hefur allt önnur viðhorf til hlutanna en þú. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef eitthvað hvílir þungt á þér þá er gott að leita uppi aðra sem hafa lent í ein- hverju svipuðu. Sannleikurinn glitrar kannski ekki og ljómar en nær eyrum fólks. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú sérð framtíðina frá nýrri hlið sem þú hefur aldrei nokkurn tímann séð áð- ur. Sannfæringarkraftur þinn getur fengið hlédrægasta fólk til að taka áhættu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það gengur ekki lengur að sitja með hendur í skauti og láta tímann líða án þess að aðhafast nokkuð. Nú er röðin komin að þér að njóta lífsins. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Bæjarnafn það alþekkt er. Upphækkun á landi. Efstur á blaði einnig hér. Ýmis föng berandi. Ég hitti karlinn á Laugaveginum og sagði honum að mér þætti gátan þung. Hann bað mig fara með hana, saug upp í nefið og sönglaði: Á Bakka voru bræður þrír Bakka malar gróður flýr Á hníf er bæði bakki og egg Á bakkann krásir góðar legg. Og rölti burtu án þess að líta um öxl. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Bakki, þekktur bær er sá. Bakka mishæð kalla má. Bakki efstur blaði á. Á bakka ýmis föng má sjá. Þá er limra: Helgi bóndi á Bakka, má Bótólfi gamla þakka, greiðviknum granna, góðverkið sanna, að konan hans eignaðist krakka. Og loks ný gáta eftir Guðmund: Sæinn gyllir sunna hlý, sendir burtu næturský, góðu stuði er ég í, óðar fæðist gáta ný: Þetta bil á bolla er. Báðum megin hefur fat. Víða sést á húsum hér. Haft er líka undir mat. „Erum við að endurtaka leikinn eftir 10 ár?“ spyr Ármann Þor- grímsson: Þessi spurning erfið er einfalt varla svarið, játa fyrir sjálfum sér að svona geti farið. Hallmundur Kristinsson yrkir á Boðnarmiði: Margt ber við á lífsins leið. Lægðirnar koma og fara. Áfram rennnur æviskeið, – af því bara! Ólína Andrésdóttir orti um stúlk- urnar í Breiðafirði: Öllum stundum starfsamar, sterkum mundum konurnar ýttu á sundin áramar, öxluðu og bundu sáturnar. Hér er að lokum gömul vísa: Með þeim ljá er mér vannst ljá mikil ljá var slegin. Aflinn sá komst ofan í sá öll þar sáust heyin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Klórað í bakkann Í klípu „ALLT SEM ÉG VILDI VAR MÖGULEIKI Á AÐ BERJAST.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „SJÁIÐI HVAÐ GERIST ÞEGAR ÞIÐ SEGIÐ ÞÁ VERA SÝKN ALLRA SAKA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fara ekki í fýlu ef þú færð ekki þínu framgengt. AF HVERJU HORFI ÉG Á ÞIG? ÞVÍ ÞÚ VEIST HVERNIG Á AÐ SKEMMTA SÉR HELGA! ÉG TÝNDI GIFTINGARHRINGNUM MÍNUM! ÞAÐ ER Í LAGI… ÞÚ LÍTUR ENN ÚT FYRIR AÐ VERA GIFTUR! ÞÚ GENGUR MEÐ 27 ÁR AF HEIMILISMATNUM UTAN Á ÞÉR! Víkverji reynir að fara varlegaþegar sólin skín og gæta þess að brenna ekki. Lítil ástæða var reyndar til þess að hafa áhyggjur af sólbruna í sumar og meiri ástæða til að huga að regnvörn en sólvörn. x x x Nýverið var Víkverji hins vegar ásólarströnd. Þar var full ástæða til að hafa áhyggjur af sól- vörn. Víkverji gætir þess að bera á sig mikla sólvörn og sólvarnarbrús- arnir tæmast fljótt. Þegar hann ber á sig vörnina er honum sagan af Sigurði Fáfnisbana efst í huga. Eft- ir að hafa myrt orminn Fáfni baðaði Sigurður sig í blóði hans svo húð hans varð eins og brynja. Einn blettur varð eftir vegna þess að þar sat laufblað og var það hans veik- leiki. x x x Sagan um Akkilles er af svipuðumtoga. Móðir hans, Þetis, dýfði honum í undirheimafljótið Styx eða Stígsfljót svo ekkert myndi fá hon- um grandað. Hún hélt um hæl hans þegar hún kaffærði honum og reyndist það hans veiki blettur. Þaðan er komið hugtakið Akkillesarhæll. x x x Víkverji er sem sagt haldinn þeimótta að einhver blettur lík- amans muni gleymast þegar hann ber á sig sólvarnarglussann með þeim afleiðingum að þar muni hann skaðbrenna. Því fer hann varlega í sólinni og ímyndar sér að hann sé að baða sig í drekablóði eða svamla í Stígsfljóti þegar hann setur á sig áburðinn. x x x Honum hefur líka verið minnis-stæð sagan af skyldmenni hans, sem lét sér fátt um sólvörn finnast. Sólardag einn hafði hann hjálpað öðrum við að bera á sólvörn þar sem erfitt er að ná til, en taldi enga ástæðu til að bera á sjálfan sig. Um leið og hann sagði þetta með nokkurri vandlætingu þurrkaði hann af lófa sér á maganum. Eftir daginn var viðkomandi rauður eins og karfi fyrir utan snjóhvítt lófafar á maganum. vikverji@mbl.is Víkverji En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (Jóh: 17.3)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.