Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 2
Hvers vegna uppistand? „Mér hefur alltaf þótt gaman að grínast og fann nokkuð snemma að uppistands- formið væri fín leið fyrir mig til að miðla gríni. Ég byrjaði að koma fram á við- burðum í MR, meðan ég var þar við nám, og út frá því fór ég að fá beiðnir um að skemmta í afmælum og slíku. Ég hélt áfram að þróa formið og í haust áttaði ég mig á því að ég hafði enga ástæðu til að bíða með að þreyta frumraun mína á sviði. Nú er bara að henda sér út í djúpu laugina.“ Hverjar eru áherslurnar í gríninu? „Ég er nýorðinn tvítugur og skoða heiminn vitaskuld með þeim augum. Hvernig var að vera í menntaskóla og hvernig er að byrja í háskóla, en ég hóf nám í stjórnmálafræði í haust. Margir tengja við þetta, ungir sem aldnir. Ég skoða líka þjóðfélagið sem við búum í út frá minni persónu og í því sambandi eru viðfangsefnin nokkuð al- menn.“ Hefurðu áhuga á pólitík? „Já, það hef ég og þjóðfélagsumræðu almennt og samskiptum fólks. Ég nálgast grínið þó ekki út frá mínum pólitísku skoð- unum heldur út frá orðræðunni almennt. Við erum öll mennsk og hægt er að finna eitthvað fyndið í öllum stjórnmála- mönnum.“ Hverjar eru grínfyrirmyndir þínar? „Ég er fæddur á svipuðum tíma og Jón Gnarr var að gera „Ég var einu sinni nörd“ og ég hef fylgst mikið með honum gegnum tíðina. Síðan er Mið-Ísland-hópurinn auðvitað orð- inn klassískur. Ég ferðaðist nýlega um Bretland og sá nokkrar uppistandssýningar og fattaði þá enn betur hvað við búum vel hér heima; eigum uppistandara í mjög háum gæðaflokki.“ Þú ert titlaður „alþýðumaður“ í síma- skránni. Er einhver saga á bak við það? „Í raun ekki. Þetta er bara eitthvað sem mér þótti fyndið þegar ég var yngri og hef haldið mig við það. Ætli ég sé ekki bara óbreyttur alþýðumaður?Annars er ég ánægðastur með að þú hafir veitt þessu athygli; fólk gerir það almennt ekki.“ Hefurðu áhuga á að leggja uppistandið fyrir þig í framtíðinni? „Já, ég hef tvímælalaust áhuga á því. Best er þó líklega að bíða eftir viðtökum og sjá hvernig þetta þróast.“ Morgunblaðið/Eggert JAKOB BIRGISSON SITUR FYRIR SVÖRUM Út í djúpu laugina Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is T il eru persónur sem taka yfir heilu herbergin, salina og jafnvel húsinmeð nærveru sinni. Þær þurfa ekki endilega að segja neitt, gera neitt,bara anda. Svo sterk er nærvera þeirra. Ég fór að hugsa um þetta þegar Kári Kristján Kristjánsson, handboltamaður í ÍBV, brokkaði inn á gólfið á Varmá í Mosfellsbæ í vikunni. Mínir menn í Aftureldingu höfðu tögl og hagldir í leiknum framan af en þá sá þjálfari Eyjamanna ástæðu til að skipta Kára inn á. Og vogaraflið snerist á punktinum á sveif með gestunum. Ekki er nóg með að Kári sé maður í tröllslíki, nánast tveir menn í einum, áran yfir honum er alveg fáránlega sterk. Sogar fyrirhafnarlaust til sín alla athygli viðstaddra. Síðan byrjaði hann raunar að raða inn mörkum en það var bara bónus fyrir Eyjamenn. „Jæja, þarna kemur kyntröllið,“ gall í áhorfanda fyrir aftan mig; karl- manni sem leit ekki eitt augnablik út fyrir að vera í „hinu liðinu“. Ég veit ekki hvort það er beinlínis kynorka en all- tént fylgir einhver orka Kára. Óræð orka. Það er klárt mál. Ekki var ann- að að sjá en að hann tæki yfir leikinn – með augunum. Togaði í streng og annan. Seinna í leiknum féll Kári í gólfið, með að minnsta kosti þrjá varnar- menn Aftureldingar á bakinu; sú bylta hlýtur að hafa komið fram á skjálftamælum Veðurstofu Íslands. „Er það Katla?“ hefur vaktmaðurinn galað, náhvítur í framan. „Er það Katla?“ Ég þekki Kára ekki neitt og hef satt best að segja ekki kynnst mörg- um svona mönnum gegnum tíðina. Einn kemur þó strax upp í hugann: Jón Ásgeirsson, tónskáld og tónlistargagnrýnandi þessa blaðs í áratugi. Maður fann alltaf þegar hann var kominn í hús niðri á gamla Mogga í Kringl- unni, jafnvel þótt maður hvorki heyrði hann né sæi. Hann var bara kominn. Það gustaði af Jóni og gerir vísast enn en tónskáldið hélt upp á níræðis- afmæli sitt á dögunum. Um nokkurra ára skeið tók ég gjarnan við dómum hans á ritstjórninni sem hann kom með á Macintosh-diskum og það löngu eft- ir að tölvupóstur kom til sögunnar. Jón var raunar með fyrstu mönnum til að koma sér upp netfangi en lokaði því snarlega skömmu síðar. Hvers vegna? Jú, fólk var alltaf að senda honum póst, þannig að enginn tími gafst til að kompónera. Tæknin getur strítt manni á marga lund. Einatt var glatt á hjalla þegar Jón stakk við stafni á ritstjórninni. Og ekki var verra að hafa aðra goðsögn, Braga heitinn Ásgeirsson, listmálara og -rýni, á svæðinu. Sagnamaðurinn Jón hlóð þá í og gleymdi gjarnan að Bragi var heyrnarlaus og þurfti að sjá varirnar á honum hreyfast til að fá einhvern botn í sögurnar. Jón sagði frá með öllum líkamanum, fetti sig og bretti, þann- ig að þeir félagar snerust hvor í kringum annan á gólfinu. Óborganlegt stöff og ógleymanlegt öllum þeim sem þar voru staddir. Til hamingju með afmælið, kæri Jón! Okkar Kári. Morgunblaðið/Hari Ára yfir Kára Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Seinna í leiknum féllKári í gólfið, með aðminnsta kosti þrjávarnarmenn Aftureld- ingar á bakinu; sú bylta hlýtur að hafa komið fram á skjálftamælum Veðurstofu Íslands. Ronja Sif Björk Við í bekknum verðum með hrekkjavökuball. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að vera en síð- ast var ég köttur. SPURNING DAGSINS Gerir þú eitthvað í tilefni af komandi hrekkja- vöku? Nína Karen Víðisdóttir Sjálf tek ég ekki mikinn þátt en fjöl- skylda mín gerir það. Í bænum mín- um, Reykjanesbæ, skreyta allir og krakkar ganga í hús. Sandra Guðný Víðisdóttir Vinkona mín er mjög dugleg að farða sig og aðra fyrir hrekkjavöku og farðar mig alltaf. Ari Emin Björk Ég er vanur að fara í hrekkjavöku- partí hjá vini mínum en hann heldur svoleiðis partí á hverju ári. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Meistari Jakob er frumraun Jakobs Birgissonar í uppistandi á Hard Rock Café í Reykjavík á föstudaginn kemur. Uppselt er kl. 22 en enn er hægt að fá miða kl. 19.30 á Tix.is. Að uppistandi loknu verður partí og munu Joey Christ og Sturla Atlas taka lagið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.