Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 4
INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2018 Bókaþjóð á örmarkaði Í langflestum tilvikum er vonlaust fyrir rit-höfund að lifa eingöngu af launum fyrir sölubóka sinna hér á landi, þrátt fyrir að höf- undar hér á landi fái hærri prósentu af heild- söluverði en kollegar þeirra erlendis. Hlutur rithöfunda og bókaútgefenda af söluverði bóka hefur rýrnað á síðustu áratugum. Í umfjöllun um mögulegt afnám virðis- aukaskatts af bókum, sem síðar breyttist í sér- stakan stuðning við bókaútgáfu, kom upp for- vitnileg umræða um kjör rithöfunda. Í því ljósi er athyglisvert að skoða hver hlutur þeirra af bóksölu er og hvernig kakan skiptist. Á meðfylgjandi grafi er búið til dæmi sem gefur nokkuð raunsanna mynd af bóksölu. Þó verður að hafa nokkurn fyrirvara. Til að mynda að verð á bókum getur verið afar breytilegt og bóksalar gefa oft háa afslætti í jólabókaflóðinu. Laun til höfunda reiknast þó sem hlutfall af heildsöluverði útgefenda og breytist ekki þó að verð út úr búð sé hækkað eða lækkað. Þarna sést að stærsti hluti kökunnar er heild- söluverð útgefenda en þar að baki býr þó kostn- aður við prentun, dreifingu, ritstjórn, yfirlestur, markaðssetningu og fleira. Hlutur bóksalans er drjúgur en getur eins og áður segir breyst eftir útsöluverði. Hlutur rithöfunda er 23% af heild- söluverði frá útgefanda, samkvæmt ramma- samningi. Ríkið leggur svo virðisaukaskatt á. Þegar horft er til barnabóka er hlutur höfunda í krónum talið enn rýrari enda er heildsöluverð mun lægra. 60 þúsund krónur á mánuði Ef höfundur selur 1.500 eintök af skáldsögu miðað við þessi dæmi fær hann að launum 1.345.000 krónur. Barnabókahöfundurinn fær hins vegar 931.500 krónur í laun. Um verktaka- greiðslur er að ræða. 1.500 eintök telst nokkuð góð sala fyrir skáldsögur á Íslandi. Vinsælir höfundar selja gjarnan meira en mörg dæmi eru um að þekktir höfundar selji minna. Ef þetta dæmi er heimfært á Arnald Indriðason, en Forlagið hefur staðhæft að bækur hans séu prentaðar í hátt í 30 þúsund eintökum, og reikn- að út frá 25 þúsund seldum bókum fær hann í sinn hlut 22.425.000 krónur. „Frá árinu 1990 hefur hlutur rithöfunda af útsöluverði minnkað. Á sama tíma hefur hlutur útgefenda minnkað enn meira. Á þessum tíma hefur álagningin hækkað og hlutur ríkisins auk- ist, þó hann hafi reyndar rokkað til með breyt- ingum á virðisaukaskattsprósentu,“ segir Bryn- dís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bóka- útgefenda. Bryndís segir að á árum áður hafi hlutur bók- sala verið fastur í útsöluverði. Þá var gefið upp leiðbeinandi smásöluverð og bóksali fékk 30% af því í söluþóknun. Nú sé markaðurinn frjáls- ari. „Hlutur bóksala er í dag á bilinu 35-37% og upp úr. Það er ekki hægt að segja að þessi breyting hafi alltaf verið neytendum í hag, þó að bóksalinn gefi vissulega stundum afslátt af sinni framlegð.“ Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmda- stjóri Rithöfundasambands Íslands, segir að kjör rithöfunda á Íslandi séu skelfileg í dag. „Atvinnurithöfundur á Íslandi í dag hefur ekki nokkurn einasta möguleika til að lifa ein- göngu af sölu verka sinna ef hann nýtur ekki starfslauna. Það tekur að meðaltali tvö ár að skrifa skáldsögu og fyrir það fást um 60 þúsund krónur á mánuði í verktakalaun, sé miðað við 1.500 eintaka sölu. Það þarf ekki nein reiknivís- indi til að sjá að þetta gengur ekki upp. Þeir sem njóta starfslauna fá rúmlega 370 þúsund krónur í verktakagreiðslur. Þetta er bara rétt til að þeir tóri. Til að vera atvinnuhöfundur þarftu helst að vera á starfslaunum, senda frá þér bók að minnsta kosti annað hvert ár og selja helst aldrei minna en 4-5 þúsund eintök. Það gerirðu ekki svo glatt. Staðan er sem sagt ekki góð, og þó erum við ekki byrjuð að tala um barnabækur og ljóðabækur,“ segir hún. Vill styrkja launasjóðinn Bryndís kannast vel við þá umræðu að erfitt sé fyrir rithöfunda að lifa af skrifum sínum. Hún segir að ástæðan liggi í smæð markaðarins. „Rithöfundar fá 23 prósent af heildsöluverði fyrir innbundnar bækur og 18 prósent fyrir kilju. Ég veit ekki til þess að þetta hlutfall sé nokkurs staðar hærra. Vandamálið er bara hvað þetta er mikið þjóðarkríli, eins og Guð- mundur Andri sagði á þingi. Þrátt fyrir að við séum bókaþjóð og lesum þjóða mest þá erum við bara svo fá. Eintökin sem seljast geta aldrei orðið jafn mörg og hjá stærri þjóðum.“ Hvað er þá til ráða? Ragnheiður segir að styðja verði betur við bakið á rithöfundum. „Við stækkum ekki þennan örmarkað, það er ekki hægt að tala á þeim nótum að selja fleiri bækur. Ég hef talað fyrir stofnun innviðasjóðs íslenskrar tungu en einfaldast væri að styrkja starfslaunasjóð rithöfunda. Þar eru nú 555 mánaðarlaun. Lauslega áætlað þyrfti 300 mán- aðarlaun til viðbótar til að halda inni þeim rit- höfundum sem eru á fullu gasi og hleypa inn nýliðum. Þá gæti það treyst grunn rithöfunda mjög ef bóksafnssjóður væri efldur. Það á kannski sérstaklega við um barnabókahöf- unda.“ Rithöfundur sem selur 1.500 eintök af bók sinni fær í sinn hlut tæpa eina og hálfa milljón króna í verktakalaun. Að baki getur legið tveggja ára vinna. Hvert fara þá allir peningarnir? Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Eins og rakið er í aðalgreininni hafa höfundar barnabóka minna upp úr krafsinu í krónum talið fyrir hverja selda bók en skáldsagnahöfundar. Ragn- heiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri RSÍ, segir að gleðilegt sé að Lilja Al- freðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, hafi boðað innspýtingu í barna- og unglingabækur í gegnum Mið- stöð íslenskra bókmennta. „Það er grundvallaratriði að það fari meira til þeirra höfunda. Við verðum að setja meiri pening í að framleiða efni fyrir þennan hóp til að byggja upp lesendur framtíðar. Lestrarhestar eru búnir með allar nýjar bækur sem koma út í febrúar. Vinsælir höfundar reyna að koma með nýja bók á hverju ári, þeir telja sig bæði skulda lesendum sínum það en ekki síður er efnahagsleg pressa. Það verður að fylgja því eftir sem vel gengur og höfundar geta ekki veitt sér svigrúm til að gefa sér annað ár í að skrifa bækur.“ „Barnabókamarkaðurinn teygir sig oft bara í svona þrjá árganga sem eru 12-13 þúsund einstaklingar. Hann er líka erfiður að því leyti að þú þarft að kynna þig bæði fyrir kaupendum, sem eru fullorðnir, og lesendum, sem eru börn,“ segir Bryndís Loftsdóttir. Huga að lesendum framtíðar Sundurliðun útsöluverðs barnabókar Smásöluverð: 4.700 kr. Heildsöluverð útgefenda: 2.700 kr. 11% VSK: 465 kr. Hlutur bókabúðar: 1.535 kr. Hlutur útgefenda: 2.080 kr. Höfundarlaun: 620 kr. Sundurliðun útsöluverðs skáldsögu Heildsöluverð bókarinnar er 3.900 kr. frá útgefanda. Þar af er hlutur útgefanda 3.000 krónur. Af því greiðist allur framleiðslukostnaður. Höfundur fær 23% af heildsölu- verði bókarinnar eða um 900 kr. Álagning endursölu- aðila er um 55% ofan á heildsölu- verðið eða um 2.136 kr. Útsöluverð bókarinnar er 6.700 kr. Álagður virðis- aukaskattur er 11% eða 664 kr. Einu sinni var lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Proin a est augue. Quisque lectus eros sodale et. -ENDIR- 664 3.0009002.136 VA SKUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.