Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 26
Undirritaður fékk sér far tilTallinn með ferjunni Victor-ia 1. sem ásamt Baltic Queen er í daglegum siglingum milli Stokkhóms og Tallinn í Eistlandi með viðkomu í Mariehamn á Álands- eyjum. Victoria er í senn skemmti- ferðaskip og bílaferja sem tekur um 2.500 farþega og 400 bíla. Baltic Queen er heldur stærra og tekur 2.800 farþega. Lagt er af stað fra Värtahamnen í Stokkhólmi kl. 17.30. Siglingin gegnum skerjagarðinn tek- ur um þrjá tíma og er áhugavert að virða fyrir sér sumarhús Svía á skógi vöxnum skerjunum. Við flest húsin eru bryggjur og smábátar. Þegar sjónarspili skerjagarðsins lýkur er kominn kvöldmatartími. Tvísetið er í matsalinn, þar sem boðið er upp á hlaðborð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Engum þarf að leiðast í sjóferðinni því margt er í boði; kabarett, bingó, dansleikur, píanóbar, veitingastaðir, barir, versl- anir, spilavíti og leikherbergi fyrir yngstu farþegana o.fl. Hægt er að djamma fram á nótt hvort sem er á syfjulegum píanóbarnum eða á ball- inu þar sem hljómsveit skipsins leik- ur fyir dansi. Morguninn eftir er lagt að bryggju í Tallinn kl. 10.15. Ódýrir leigubílar bíða á bryggjunni eftir þeim farþegum sem ekki hrúgast í rúturnar. Leiðin liggur á hið ágæta Hótel Savoy Boutique í gamla borgarhlutanum. Gamla borgin Tallinn er höfuðborg Eistlands og búa þar yfir 450 þúsund manns. Áhugi flestra ferðamanna beinist að gamla borgarhlutanum, sem hefur varðveist vel frá seinni hluta miðalda. Heillandi er að ganga þar um götur, sem flestar eru steinlagðar og henta ekki fyrir háa hæla. Meirihluti borgarmúranna er enn uppistand- andi og í góðu ástandi. Lengd þeirra nær tæpum 2 kílómetrum og með 20 virkisturnum setja þeir sterkan svip á borgina. Dálítið eins og að fara aft- ur í tímann. Gamla ráðhústorgið er miðja gamla bæjarins, umkringt veit- ingastöðum á þrjá vegu. Í nærliggj- andi götum er einnig fjöldi veitinga- staða. Olde Hansa við Vana Turg 1 er það eftirminnilegasta. Þar eru inn- réttingar, veitingar og klæðnaður starfsfólks í fimmtándu aldar stíl og snætt við kertaljós. Ýmsa framandi rétti má finna þar á matseðlinum, svo sem bjarndýrasteik, villisvín og elgs- Morgunblaðið/Ómar Horft til norðurs yfir gamla bæinn frá Patkuli vaateplats. Fjær er Olaviste, eða Ólafskirkja. Turn hennar var 159 metra hár og hæsti turn heims á árunum 1549-1625. Fjölmörgum eldingum laust niður í turninn á þessum tíma og brann hann þrisvar til grunna. Núverandi turn er 124 metra hár. Baltic Queen tekur 2.800 farþega í siglingum milli Stokkhólms og Tallinn. Sjóleiðin til Tallinn Frá Stokkhólmi er auðvelt að komast í skemmtisiglingar með skipa- félaginu Tallink til nokkurra borga við Eystrasaltið, svo sem Helsinki, Turku, Tallinn, Mariehamn og Riga. Ljósmyndir og texti: Ómar Óskarsson omarscz@simnet.is Ráðhústorgið er miðstöð mannlífsins í gamla bænum. Þar eru oft útimarkaðir, tónleikar og ýmis hátíðahöld. Ráðhúsið var fullbyggt árið 1404. Því hefur lítið verið breytt síðan en er nú aðallega notað fyrir tónleika og móttökuathafnir. Oma Asi design er athyglisverð hönnunarverslun í mjóu sundi milli ráðhústorgsins og Pikk Jalg. 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2018 FERÐALÖG

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.