Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 25
Bulgur með tómötum Þennan rétt lærði Jean- ette af móður sinni og er hann vinsæll í Líbanon. Hægt er að hafa hann sem forrétt, meðlæti eða aðalrétt og ég get lofað að hann verður vinsæll! Fyrir 4-6 3 msk. ólífuolía 1 meðalstór laukur, skorinn smátt 1⁄4 bolli smátt skorin rauð og/eða græn paprika Hitið olíu í stórum potti yfir miðlungs- til háum hita. Þegar olían er orðin vel heit, bætið lauknum og paprikunni út í og eldið þar til mjúkt, í um þrjár mínútur. Bætið þá tómötum og bulgur út í og hrærið og steikið í tvær mínútur. Hrærið þá paprikumauk- inu saman við. Stráið kryddunum yfir og hrærið. Eldið þetta áfram í þrjár mínútur og látið bulgur drekka í sig vökv- ann frá grænmetinu. Hellið þá vatninu sam- an við, setjið lok yfir og látið malla á lágum hita þar til bulgur er orðið mjúkt, í u.þ.b. tólf mín- útur. Slökkvið undir og bætið smjörinu saman við. Setjið í skál og skreytið með grænu paprikubit- unum. 2 bollar bulgur (best að nota #3) 1 plómutómatur, afhýddur og skorinn smátt 1 msk. sætt rautt papriku- mauk 1 ½ tsk. salt ½ tsk. aleppo-pipar (eða rauðar piparflögur) 1⁄4 tsk. negull 3 bollar vatn 1 tsk. ósaltað smjör 1⁄3 bolli smátt skorin græn paprika, til skreytingar 21.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Baba ghanoush er ídýfa búin til úr eggaldini og afar góð með öllum miðausturlenskum mat eða ein og sér með pítabrauði. Fyrir 4-6 2 stór eggaldin 1⁄3 bolli tahini 3 msk. ferskur sítrónusafi 3 hvítlauksrif, skorin smátt 1 tsk. fínt salt Til skreytingar: 2 tsk. ólífuolía ½ tsk. súmak Ef þið eruð með gaseldavél, kveikið þá á tveimur brennurum og leggið sitt hvort eggaldinið beint ofan á eldinn. Þegar hýðið fer að dökkna og hrukkast er eggaldininu snúið á næstu hlið, en það tekur um tvær mínútur á hverri hlið. Snúið nokkrum sinnum þar til allt eggaldinið er orðið brúnt og dálítið brennt. Fyrir þá sem ekki eiga gas- eldavél er hægt að steikja egg- aldin á heitri þurri pönnu. Snúa reglulega og láta það brenna á öllum hliðum. Setjið eggaldinið í skál og breiðið yfir með plasti. Látið það vera þar í fimm mínútur þar til hýðið fer að losna. Takið hýðið af með fingrum og fjarlægið. Ef það er klístrað er gott að láta það undir renn- andi kalt vatn og plokka það af. Setjið kjötið af eggaldininu í matvinnsluvél ásamt tahíní, sítrónusafa, hvítlauk og salti. Maukið þar til nokkuð slétt. Setjið baba ghanoush í skál, hellið yfir olíunni, stráið súmak yfir og berið fram. Baba ghanoush Fottoush er mjög vinsælt salat í Líbanon, en í því er pítubrauð sem búið er að skera og steikja þar til það er orðið stökkt og gott. Hefðbundin aðferð við að borða salatið er að skófla því upp í pítu- brauðið og nota til þess fingurna! Fyrir 4-6 FOTTOUSH SALAT 1 salathöfuð, romaine, skorið fínt ein gúrka, skorin langsum og svo í litla bita 4 stórir plómutómatar, skornir í þunnar sneiðar 3 radísur, skornar í fínar sneiðar ½ lítill laukur, skorinn í þunnar sneiðar ½ rauð paprika, skorin í litla bita ½ gul paprika, skorin í litla bita 1⁄4 græn paprika, skorin í litla bita 1 stórt búnt vorlaukur, not- ið aðeins græna hlutann. Skorið í þunnar sneiðar 1 bolli steinselja (flatlaufs), skorið smátt 1 bolli fersk mynta, skorin smátt 3 msk. fersk timían lauf 2 hvítlauksrif, rifin 1 msk. þurrkað timían 1 msk. Sumac (krydd) 2 tsk. salt ½ tsk. rauðar piparflögur (Aleppo ef til) 1⁄8 tsk. allrahanda krydd 1⁄3 bolli olífuolía 1⁄3 bolli ferskur sítrónusafi 2 msk. hvítvínsedik 1 msk. za’atar (miðaustur- lenskt krydd sem er blanda af oreganó, sumac, sesam- fræjum, timían og salti. Fæst meðal annars í Kryddi og Tehúsinu). PÍTUBRAUÐSBITAR 1 bolli canola-olía 2 pítubrauð, skorin í litla teninga Hitið olíu í stórum potti yfir miðlungsháum eða háum hita þar hún fer að krauma. Bætið pítubrauðsbitunum út í og steikið og hrærið þar til þeir verða gullinbrúnir og stökkir. Þetta tekur um tvær til fjórar mín- útur. Takið bitana og rað- ið á disk og geymið. Byrjið á að setja salat- blöð, gúrku, tómata, rad- ísur, lauk, papriku, vorlauk, steinselju, myntu og timí- an í stóra salatskál. Rífið hvítlaukinn yfir. Kryddið með þurrkaðri myntu, sumac, salti, aleppo pipar, og allrahanda kryddi. Hell- ið næst ólífuolíu, sítrónu- safa og ediki yfir salati og blandið. Stráið za’atar yfir. Takið næst steikt pítu- brauðið og setjið efst í miðju salats. Fottoush – líbanskt salat með pítubrauði Happy Talk kertastjakar kr. 6.900, 9.800 og 16.000 Spiladósir kr. 6.600 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.