Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 37
Þættirnir þykja æsi- spennandi en einnig verulega hryllilegir. 21.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Eldborg 22. nóv. kl. 19:30 23. nóv. kl. 19:30 24. nóv. kl. 13 & 17 Börn 12 ára og yngri fá 50% afslátt af miðaverði Miðasala er hafin á harpa.is og í síma 528 5050 harpa.is/hbr #harpareykjavik St. Petersburg Festival Ballet ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands KVIKMYNDIR Það styttist í frumsýningu kvik- myndarinnar Bohemian Rhapsody sem fjallar um sögu stórhljómsveitarinnar Queen. Vinna hófst við undirbúning myndarinnar árið 2010. Upphaflega hugmyndin var að Sacha Baron Co- hen færi með hlutverk Freddies Mercurys en af því varð ekki. Árið 2016 var svo tilkynnt að Rami Malek hefði verið valinn í þetta vanda- sama hlutverk. Malek, sem er Bandaríkjamaður af egypskum ættum, vakti fyrst athygli fyrir túlkun sína á unga egypska farónum Ahkmen- rah í myndunum Night at the Museum en hefur einnig leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvik- mynda. Hann hefur undanfarin ár leikið aðal- hlutverk í dramaþáttunum Mr. Robot og unnið til verðlauna fyrir frammistöðu sína, meðal annars Emmy- verðlaun sem besti aðal- leikari í dramaþætti. Myndin Bohemian Rhap- sody hefur nú þegar ver- ið forsýnd ytra og virð- ast gagnrýnendur á einu máli um að Malek fari sérlega vel með hlutverk Mercurys í mynd- inni, hann sé stjarna myndarinnar. Malek sem Mercury Queen-aðdáendur geta glaðst hinn 2. nóvember þegar Bohemian Rhapsody verður frumsýnd víða um heim. Myndin hefur verið í vinnslu frá árinu 2010. Skjáskot SJÓNVARP Sjaldan hefur hryllingsefni í sjónvarpi og kvik- myndum fengið álíka góðar viðtökur og Netflix-þættirnir Haunting of Hill House hafa fengið en á IMDB gefa notendur þættinum 9,1 í einkunn og á Rotten Tomatoes er einkunnin hvorki meira né minna en 100%. Meðan notendur á Twitter segjast varla geta sofið og sum- ir kvarta jafnvel yfir kvíða er slík umræða á jákvæðum nót- um og sjálfur meistari hryllingsins, Stephen King, tísti um þættina í vikunni. King sagðist í tístinu yfirleitt vera lítið fyrir endurgerðir á góðu efni og vísar þá í að þættirnir eru byggðir á frægri bók Shirley Jackson frá 1959 en söguþráðurinn er staðfærður og lagaður að nútímanum. King segir annað gilda nú og hrósar Mike Flanagan, höfundi þáttanna, í hástert. „Þetta er frábært. Nálægt því að vera sköpunarverk snill- ings, í alvöru. Ég held að Shirley Jackson hefði verið ánægð, en hver veit það þó með vissu.“ Draugaþættir slá í gegn SJÓNVARP Venjulegt fólk nefnist ný íslensk gamansöm sjónvarpsþáttaröð um dramað sem fylgir lífsgæðakapphlaupi tveggja vinkvenna. Öll þáttaröðin er væntanleg í Sjónvarp Símans Premium 2. nóvember næstkomandi. „Að upplifa frægð og frama er ekki bara dans á rósum heldur hefur það ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir þær, fjölskyldu og vini,“ segir í kynn- ingu sjónvarpsstöðvarinnar. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þær Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir, sem saman gerðu gamanþættina Þær tvær sem nutu vinsælda fyrir skemmstu. Auk þeirra eru Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst Back- man í veigamiklum hlutverkum. Vala og Júlíana skrifa þættina ásamt Dóra DNA og Fannari Sveinssyni úr Hraðfréttum en hann leikstýrir einnig þáttunum. Venjulegt fólk í Sjónvarpi Símans Premium Morgunblaðið/Ófeigur Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir fara með aðalhlutverkin í þáttunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.