Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2018
HEILSA
Reyndu nú að vera ekki svona leiðin-legur,“ voru viðtökurnar sem ég fékk ályftingaæfingunni núna í vikunni. Þau
komu sannarlega ekki frá Ívari Guðmundssyni,
þjálfaranum, enda er hann einstaklega dag-
farsprúður maður. Athugasemdin kom frá æf-
ingafélaga sem tekur á því með mér tvisvar í
viku. Hann er gamall sjóari og talar því sjóara-
mál – enga tæpitungu.
En einhver kann að spyrja til hvaða leiðinda
félaginn var að vísa, vonandi ekki almennra
heldur frekar sértækra. Og það reyndist
raunin. Honum þótti pistill minn um heilsu-
átakið um liðna helgi leiðinlegur. Hann skilur
ekki fólk sem nennir að notast við heilsuúr,
hvað þá að fólk nenni að skrifa um þau. En sem
betur fer var skætingurinn úr þessari átt ekki
einu viðbrögðin við pistlinum. Margir hafa
nefnilega áhuga tækninni sem fylgt hefur í
kjölsoginu af heilsubyltingunni, og kannski ýtt
undir hana um leið að einhverju marki.
Í viðjum blessaðs sykursins
Og enn kann að syrta í álinn fyrir sjóaranum
„síkáta“ þegar hann les pistilinn að þessu sinni.
Hann fjallar nefnilega um viðjar vanans. Eitt
eiga öll þau sem ákveða að missa þyngd og ná
árangri við þá iðju sameiginlegt. Öll draga þau
úr sykurneyslu. Hvað sem öllu öðru líður þá
hefur sykur neikvæð áhrif á líkamsvöxtinn. En
þótt það hafi legið fyrir lengi þá er málið ekki
endilega svo einfalt. Það er nefnilega ekkert
grín að losa sig við sykurinn. Hann er ávana-
bindandi og til eru þeir málsmetandi menn sem
segja hann skæðara fíkniefni en flest önnur.
Það hefur reyndar reynst ótrúlega auðvelt
að skera niður sykurinn síðustu vikurnar. En
þar hef ég haft tvennt í huga, annars vegar það
að þegar sykurþörfin gerir vart við sig þá er
gott að fá sér vatnsglas eða sykurlaust tyggjó
og hins vegar það að maður má ekki undir
neinum kringumstæðum láta undan lönguninni
og fá sér dísætt bakkelsi eða sælgæti. Ef mað-
ur fær sér eitt kúlusúkk, þá verða þau tíu. Ef
mann langar í eina tertusneið eru meiri líkur
en minni á að þær verði tvær eða þrjár.
Aðstæður hafa einnig áhrif á venjur
En það er ekki bara sykurinn sem erfitt getur
reynst að brjótast undan. Það getur líka tekið á
að brjótast út úr venjum sem tengjast til-
teknum aðstæðum. Þótt ég eigi ekki að viður-
kenna það þá skal þess getið hér að ég hef alla
tíð fengið mér kokkteilsósu þegar ég fæ mér
pitsu. Sósan sú samrýmist vissulega ekki yfir-
standandi átaki. En það hefur reynst erfitt að
borða heimabakaðar flatbökur á föstudögum
án þess að hræra þá gömlu góðu með.
Og svo er það vínið. Eins og ég kom inn á í
fyrri pistli er ekki líklegt að árangur náist við
að létta sig ef maður er sullandi í bjór eða víni
að staðaldri. Þess vegna ákvað ég að skera það
nær alfarið niður (nema einstaka sinnum –
helst þegar ég er í góðra vina hópi erlendis).
En það er í ákveðnum aðstæðum sem maður
er vanur að skála í freyðandi gylltu eða góðu
rauðvíni. Það á t.d. við um brúðkaupsveislur.
Nú hef ég farið í þrjár slíkar, frá því að átakið
hófst, og aðeins drukkið Pepsi Max eða Coke
Zero.
Í fyrstu var það nokkuð undarlegt og mér
fannst það ekki ríma við aðstæður. Í 15 ár hef
ég held ég ekki mætt í eitt einasta brúðkaup án
þess að skála í víni. En þessi reynsla hefur
opnað augu mín betur en áður fyrir því að þótt
tilteknir viðburðir, brúðkaup, stórafmælis-
veislur eða áramót, séu oftast tengdir við
áfenga drykki, þá er það ekki ófrávíkjanlegt
lögmál. Hið sama á við um sykurinn. Það er
hægt að fara í barnaafmæli án þess að fá sér
tertusneið. Það er meira að segja hægt að fá
sér pitsu án þess að hræra saman majónesi og
tómatsósu!
Enn skilar staðfestan árangri
Það var ánægjulegt að stíga á vigtina í vikunni.
Enn þokast talan á skjánum neðar. Að þessu
sinni sýndi hún 85,2 kg. Það þýðir að 7,7 kg eru
farin á sex vikum. Það er sannarlega framar
mínum björtustu vonum. En af raunsæi verð
ég að gera ráð fyrir því að hinn skjótfengni ár-
angur taki brátt enda og að nýr og erfiðari
slagur hefjist í þeirri viðleitni að þoka mér nær
markmiðinu, sem er 82,9 kg. Það kemur þá í
ljós og kallar kannski á nýjar aðferðir og meiri
ákefð.
„Reyndu nú að vera
ekki svona leiðinlegur“
Að brjótast úr viðjum vanans getur stundum reynst annað og
meira en erfitt. Það getur jafnvel verið leiðinlegt fyrsta kastið.
En þar getur lykillinn að árangri legið og þess vegna er það
erfiðisins – og leiðindanna – virði.
Getty Images/iStockphoto
Hinn svokallaði máltíðamark-
aður fer sífellt stækkandi og þar
hefur fyrirtækið Eldum rétt
rutt brautina síðustu árin. Ég
hef nokkrum sinnum nýtt mér
þjónustu þess og pantað mál-
tíðir fyrir vikuna. Hráefnið er
alla jafna í hæsta gæðaflokki og
uppskriftirnar fjölbreyttar og
maturinn góður. Hefur þá engu
skipt hvort maður kaupir svo-
kallaðan paleo-pakka, sígildan
eða léttlagaðan. Þá hefur fyrir-
tækið einnig bætt við vörulínu
sína vegan- og heilsupakka. Það
er eflaust vegna stóraukinnar
eftirspurnar í þá veru.
Það hefur reyndar ekki
skemmt fyrir að oftast eru rétt-
irnir mjög hollir og uppskrift-
unum hefur fylgt ágætt yfirlit yf-
ir næringargildi máltíðanna.
Það gerir manni mögulegt að
skrá með nokkuð nákvæmum
hætti í Æfingafélagann (My-
fitnesspal) hvað maður er að
láta ofan í sig. Það hefur hins
vegar unnið gegn þægindunum
við skráninguna að varan hefur
ekki verið strikamerkt. Strika-
merkjalesarinn í Æfingafélag-
anum er í raun forsendan fyrir
því að maður nenni að skrá inn
heilu og hálfu máltíðirnar.
Þess vegna var það eins og
hálfgerð himnasending þegar
ég prófaði nýjustu vörulínuna í
Bónus sem nefnist „20/30“ en
hún er af svipuðum toga og hjá
Eldum rétt. En þar er hver rétt-
ur merktur með strikamerki og
þar að baki er að finna heildar-
næringargildi réttarins sem
maður eldar. Hver réttur dugar
fyrir 2 og ef maður skammtar
með „sanngjörnum“ hætti á
diskana þarf ekki að velkjast í
vafa um næringargildi máltíðar-
innar.
Þessi þjónusta, sem byggist á
einfaldri strikamerkingu, gerir
manni lífið léttara þegar maður
vill halda heimilismatarbók-
haldinu í jafnvægi.
LEIÐ TIL AÐ EINFALDA SKRÁNINGU
Þægilegt í alla staði
Pistill
Stefán Einar
Stefánsson
ses@mbl.is
ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR
92,9 kg
86,3 kg
85,2 kg
Upphaf:
Vika 5:
Vika 6:
46.404
40.280
14.189
12.737
5 klst.
4 klst.
HITAEININGAR
Prótein
25%
Kolvetni
35%
Fita
40%
Easy2Clean
Mött veggmálning
sem létt er að þrífa
Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum
Svansvottuð
betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig