Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2018 LESBÓK 4. Aðventuferð FEB til Kaupmannahafnar Aðrar Aðventuferðir FEB: 18.-21. nóvember: Uppselt 25.-28. nóvember: Uppselt 2.-5. desember: Uppselt Vegna mikilla vinsælda er búið að bæta 4. ferðinni við dagana 9.-12. desember. Verð: 119.900 kr. á mann í tvíbýli og 142.900 kr. á mann í einbýli Innifalið í verðinu er flug, flugvallarskattar, gisting í þrjár nætur með morgunverði á Absalon Hotel (4 stjörnur) og allur akstur erlendis. Einnig er innifalinn kvöldverður á komudegi á Restaurant Karla, skoðunarferð um gamla bæinn, heimsókn í Jónshús, „Julefrokost“ á Restaurant Grøften og síkjasigling með djassbandi Michaels Bøving. Ferðirnar eru skipulagðar í samráði við Hótelbókanir.is og Icelandair Frekari upplýsingar fást á skrifstofu FEB í síma 588-2111 eða með tölvupósti á hotel@hotelbokanir.is Í þáttunum rýnum við í hvaðaáhrif samfélagsmiðlar hafa á lífokkar. Langflestir Íslendingar eru á samfélagsmiðlum og við flögg- um lífi okkar, alla vega vissum pört- um þess, að miklu leyti þarna. Við vitum ansi margt um fólk án þess jafnvel að þekkja það, heldur bara út frá því sem það sýnir á miðlunum. Samskiptaform hafa breyst, þetta eru breyttir tímar og þeir hafa þróast ansi hratt,“ segir Viktoría Hermannsdóttir, annar stjórnenda nýrra heimildarþátta, Sítengd – ver- öld samfélagsmiðla, en fyrsti þátt- urinn af sex er á dagskrá RÚV í kvöld, sunnudagskvöld. Viktoría segir mörgum spurn- ingum ósvarað varðandi miðlana, upplýsingar sem er safnað um okkur og einnig hvaða áhrif þeir hafa á okkur og börnin okkar. „Við reynum að skoða þetta allt í þáttunum.“ Hún segir heim samfélagsmiðl- anna ótrúlegan og að hann stjórni miklu í lífi margra án þess að fólk geri sér endilega grein fyrir því. „Ég held t.d. að fæstir geri sér grein fyrir því hversu miklum tíma þeir eyði inni á samfélagsmiðlum. Við er- um alla vega búnar að komast að ýmsu um okkar eigin samfélags- miðlanotkun við vinnslu þessara þátta og sumt var erfitt að horfast í augu við. Maður er háður þessum miðlum að mörgu leyti og margir ættu erfitt með að lifa án þeirra í dag.“ Hugmyndin að þáttunum kviknaði fyrir nokkru. „Ég var mikið að pæla í að maður eyddi alltof miklum tíma á þessum miðlum og bar hugmynd undir Skarphéðin Guðmundsson dagskrárstjóra um að skoða þennan samfélagsmiðlaheim í heild sinni. Ég fór svo að segja Ragnhildi Stein- unni frá þessu og hún var með mjög svipaða hugmynd í kollinum þannig að við ákváðum að kýla á þetta sam- an. Hugmyndin hefur samt þróast mikið og auðvitað margt breyst í millitíðinni enda er þetta ansi hrað- ur heimur og fljótur að breytast.“ Skoða allar hliðar Í þáttunum eru allar hliðar sam- félagsmiðla skoðaðar, góðar og slæmar. „Stundum er dregin upp sú mynd að allt sé slæmt við þetta nýja samskiptaform en það er auðvitað margt jákvætt líka. Þó að við eyðum kannski of miklum tíma þarna þá gera miðlarnir okkur líka auðveld- ara að komast í samband við fólk, finna týnda ættingja og margar byltingar hafa byrjað inni á hinum ýmsu miðlum. Þarna hafa allir sinn eigin fjölmiðil í rauninni, geta komið skoðunum sínum á framfæri, sem er auðvitað vandasamt að mörgu leyti en getur verið bæði jákvætt og nei- kvætt. Hins vegar er það auðvitað þannig að flestir gefa bara ákveðna mynd af sér inni á þessum miðlum, hálfgerða glansmynd og það getur auðvitað haft slæm áhrif.“ Viktoría segir þær búnar að læra margt af því að gera þessa þætti; ferlið hafi verið skemmtilegt og lær- dómsríkt. „Síðan vill svo skemmti- lega til að við urðum báðar óléttar á lokasprettinum. Við komumst að því á svipuðum tíma, hvorugt var planað en mjög fyndið af því ég er komin nokkrum vikum á undan Ragnhildi en við erum samt settar á sama tíma af því hún gengur með eineggja tví- bura og má því ekki ganga fulla meðgöngu. Ég sagði Ragnhildi frá því eftir sumarfrí að ég væri ólétt og hún missti út úr sér á móti: Ég líka!“ Viktoría Hermannsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir lærðu margt við gerð þáttanna. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir Samfélags- miðlar stjórna lífi margra Sítengd – veröld samfélagsmiðla nefnast heimild- arþættir um samfélagsmiðla í umsjón Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Viktoríu Hermanns- dóttur, sem hefja göngu sína á RÚV í kvöld. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.