Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 12
MISSKILNINGUR 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2018 Kjartan Guðmundsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þ að má segja að það séákveðið fiskiþema hjá mér en fyrst er það eigin misskilningur, og ég er nú örugglega ekki einn um að hafa haldið vandræðalega lengi að bjór væri gerður úr humrum en ekki humlum, eða hvað?“ segir Kjartan Guðmundsson fjölmiðla- maður. Fyndn- asta misskiln- inginn á samt gamall skólabróð- ir Kjartans. „Hann hélt því statt og stöðugt fram við okkur skólasystkinin að hann hefði séð lifandi harðfisk. Svo var það annar sem hélt að plokk- fiskur væri fisk- tegund eins og þorskur og ýsa, en hann var ein- mitt að vinna sem þjónn á sjávarréttaveit- ingastað.“ Bjór úr humrum L íkt og eflaust fjölmörg börn ólst ég upp við yfirvofandiógn við garnaflækju og trúði því langt fram eftir aldri að það yrðu örlög manns færi maður fram úr sér við að rúlla niður brekkur í góðum fíling. Var reyndar aldrei með alveg á hreinu hvað garnaflækja væri, tengdi það helst við garn, en það hljómaði engu að síður hræðilega og eitthvað sem maður væri betur settur án,“ segir Birta Björnsdóttir fréttakona. „Af sama meiði var óttinn við að hætta að stækka sömu- leiðis yfirvofandi yrði manni á að borða kertavax. Það var reyndar minni freisting en að rúlla sér niður brekkur. Ég man ekki hvaðan sá fróðleikur var fenginn en ég trúði því einnig sömuleiðis stóran hluta barnæsku minnar að það væri stórhættulegt að gleypa tyggjó. Ef það gerðist biði manns aðeins tvennt; botnlangabólga eða sprunginn magi. Ég sá fyrir mér botnlangann eins og lítið rör sem smám saman fylltist af tyggjóklessum sem ég gleypti óvart öðru hverju. Mér hefur svo verið sagt að ég hafi eitthvað misskilið hvernig jarðarfarir fara fram þegar ég var barn. Þannig fylgdist ég víst afar áhugasöm með útför Kristjáns heitins Eldjárns, þá um þriggja ára gömul. Þótt framboð á sjón- varpsefni hafi sannarlega verið minna þá en nú fannst mömmu þetta víst fremur sérstakur áhugi þar til ég spurði hana, límd við sjónvarpsskjáinn, hvenær hann færi eigin- lega ofan í kistuna. Einn eftirlætis misskilningur æsku minnar er þó kominn frá systur minni. Um miðjan níunda áratuginn voru skyggni einhver smartasta flík sem hægt var að skarta. Litla systir fylgdist grannt með veðurfréttum um tíma til að kanna hvort veðurfréttafólkið mæltist til þess að við not- uðum skyggni á komandi dögum með orðunum „skyggni ágætt“. Svo hélt ég langt fram á fullorðinsár að mamma væri með ofnæmi fyrir köttum. Það var reyndar ekki byggt á misskilningi heldur helberri lygi. Mamma sagði okkur systrum að hún væri með bráða- ofnæmi fyrir köttum til að losna við sífellt suð um gæludýr. Það komst ekki upp um þessa aðferðafræði móður minnar fyrr en löngu síðar, þegar allir voru fluttir að heiman og hættir að biðja um ketti. Þótt það megi hafa gaman af misskilningi for- tíðarinnar neyðist maður einnig til að vera auð- mjúkur gagnvart því að sumt lærist seint eða aldrei. Ég verð til dæmis enn eins og sauð- ur þegar fólk reynir að segja mér til veg- ar með því að nota áttirnar. Þegar eitt- hvað er „á suðursvölunum“ eða „norðanmegin við húsið“ gæti ég alveg eins verið að taka við leiðbeiningum á fram- andi tungumáli.“ Skyggni ágætt Birta Björnsdóttir Morgunblaðið/Eggert Getty Images/iStockphoto Ég hélt alltaf að … Þegar Burt Reynolds dó uppgötvaði undirrituð að hann var ekki Tom Selleck. Þar til þá hafði ég haldið að þeir væru einn og sami maðurinn. Um daginn hitti ég mann og þurfti að útskýra fyrir honum að Stefán Hilmarsson og Sigmundur Ernir væru ekki hálfbræður. Hann hafði líka haldið það hálfa ævina. Vinur minn hélt að Grensás væri Hlemmur alveg til 12 ára því hann bjó í úthverfi og skipti alltaf um strætó á Grensási eins og mörg úthverfabörn og fannst það því hlyti að vera aðalstrætóstoppistöðin. Á stúfunum komst blaðamaður að því að margir luma á svona sögum, af einhverju sem þeir voru fullvissir um, sem börn og fullorðnir, vandræðalega lengi oft. Og P.S. Ég lærði allt of fullorðin að Katar er land. Ekki bílategund. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.