Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 8
Það var þjóðráð að viðra hundinn fyrir helgi enda ekki útlit fyrir að hundi verði út sigandi í dag, laugardag. Varað er við miklu hvassviðri og útlit fyrir suðvestan 15 til 23 metra á sek- úndu en vindhviður til fjalla, einkum á Vestfjörðum, Tröllaskaga og á Austfjörðum, geta náð allt að 40 metrum á sekúndu seint í kvöld. Ekki svo að skilja að hundinum hafi verið það efst í huga, þar sem hann rölti í hægðum sínum með eigandanum, nú eða viðraranum, við Ráðhús Reykjavíkur. Og þó, gjarnan er nefnilega sagt að hundar finni á sér þegar óveður er í nánd. Gott ef hann er ekki lítið eitt áhyggjufullur á svipinn og gæti vel hugsað með sér: „Kemur nú enn ein lægðin yfir landið.“ Eggert VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2018 Ég man eftir myndum úr æsku minni. Myndum afhlaðborðum með brauðtertum og kjúklingaleggj-um í álpappír, flatkökum með hangikjöti og jafn- vel lærissneiðum. Myndum af fólki að stilla sér upp á óreglulegan hátt og fólki að slysast inn á myndir. Stund- um asnalegt á svipinn. Þessar myndir voru heimildir um daglegt og eðlilegt líf. Venjulegt fólk í venjulegum aðstæðum. Ekki endilega spennandi en samt, menn voru ekkert að spreða film- unni og flasskubbnum á mánudagslíf. En þó oft myndir af heimili fólks, fjölskyldumyndir og myndir af stoltum fjölskyldum við nýja bílinn. Ég var nefnilega að spá í þetta um daginn. Þá var ég staddur á Balí (sem er reyndar efni í annan pistil) á hót- eli inni í frumskóginum. Uppistaða gestanna var ungt fólk, fólk af instagram-kynslóðinni. Nú ætla ég ekki að segja neitt ljótt um Instagram sem slíkt. Mér finnst þetta skemmtilegt fyrirbæri, þótt ég sé latur við að setja inn myndir, og er örugglega mik- il útrás fyrir áhugaljósmyndarann í okkur. Og þarna sat ég í sólinni og horfði á hvert listaverkið af öðru verða til. Í morgunmatnum var stelpa að taka mynd af smúðíinum sínum. Hún var lengi að stilla hon- um upp þannig að skógurinn kæmi inn í myndina á rétt- an hátt og það sæist samt glitta í sundlaugina. Allt til að sýna hvað hún væri aldeilis að lifa lífinu. Samt fékk ég það mjög sterklega á tilfinninguna að henni dauðleiddist. Alveg eins og stelpunum í sundlauginni sem skiptust á að taka myndir hvor af annarri. Svo var skipt um stöðu og farið yfir myndirnar og svo farið aftur í upprunalegu stöðuna, maginn dreginn aðeins meira inn til að ná hinni fullkomnu mynd. Og svo aftur og aftur. Þannig leið dag- urinn við það að reyna að festa á mynd hvað upplifunin væri frábær, á kostnað þess að njóta þess bara að vera á staðnum. Og svo fór ég líka að hugsa um alla sem tala um hve erfitt sé að vera ungur núna. Alast upp við að spegla sig í samfélagsmiðlunum þar sem lífið er svo fullkomið og rétt og vel lýst. Meðan manns eigin upplifun er kannski flugnabit, hiti og raki. Það er nefnilega þannig að Instagram gefur ekki raunverulega mynd af lífinu, frekar en svo margt annað. Stelpurnar sem voru að stilla sér upp eins og þær væru áskrifendur að ljúfa lífinu voru kannski á síðasta degi í fríinu sínu á leið aftur til Bretlands að vinna á kassa í Tesco til að safna sér fyrir næsta sumarfríi. En ekki misskilja mig, það er ekkert að því að búa til fallegar minningar. Svo fór ég líka að hugsa um að kannski hefði þetta alltaf ver- ið svona. Það er ekki eins og Mona Lisa hafi verið dæmigerð kona í daglega lífinu í upphafi sextándu ald- ar. Kannski hafa fyrri kynslóðir spegl- að sig í henni og bor- ið sitt auma líf saman við glæsileikann sem stafar frá henni? En hvað veit ég? Kannski var þetta ekki fyrsta tilraun Leonardos da Vinci. Kannski stóð Mona Lisa yfir mynd- inni og sagði: Nei þetta er ómögulegt. Gerum aðra. Mona Lisa á Instagram ’Og svo fór ég líka að hugsaum alla sem tala um hve erf-itt sé að vera ungur núna. Alastupp við að spegla sig í sam- félagsmiðlunum þar sem lífið er svo fullkomið og rétt og vel lýst. Meðan manns eigin upplifun er kannski flugnabit, hiti og raki. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.