Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 18
VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2018 K ristín Jónsdóttir er feg- in að heyra í blaða- manni þegar ég slæ á þráðinn til hennar til Ontario í Kanada, þar sem hún býr. Hún talar fína íslensku en segist þó eiga auðveldara með að tjá sig á ensku, svo við ræðum að mestu saman á ensku. Hún vill gjarnan segja frá þeirri stöðu sem hún er nú í í von um að það verði til þess að reglum hér verði breytt gagnvart fólki sem er rangfeðrað. „Ég vil ekki að neinn þurfi að lenda í þessari fáránlegu stöðu sem ég er í núna. Þess vegna vil ég segja mína sögu, í þeirri von að eitthvað breyt- ist.“ Staðan sem Kristín vísar til er í stuttu máli þannig að hún var rang- feðruð við fæðingu, þrátt fyrir að fað- ernið væri staðfest fyrir dómi á grunni blóðflokkagreiningar. Það kom ekki í ljós fyrr en árið 2000 að maðurinn sem dómurinn sagði föður hennar væri henni óskyldur. Þá fór veröldin á hvolf og hún byrjaði að leita að réttum föður sínum. Sá mað- ur sem hún taldi föður sinn fór fram á að faðerni yrði breytt í þjóðskrá, sem var gert, og er Kristín því ófeðr- uð. Í febrúar á þessu ári, eftir 18 ára leit, fann hún réttan föður sinn í Tex- as í Bandaríkjunum. Þau hafa geng- ist undir DNA-próf og fengið skyld- leikann staðfestan. En þegar Kristín, sem er íslenskur ríkisborgari enda var móðir hennar íslensk, sendi gögnin til Þjóðskrár Íslands kom babb í bátinn. Móðir hennar er látin og því má Þjóðskrá ekki breyta fað- erni heldur þarf málið að fara fyrir dómstól. Í einum og sama tölvupósti frá Þjóðskrá Íslands frá því í júní er Kristínu annars vegar tjáð að hún fái faðerni ekki breytt nema með því að fara í dómsmál og hins vegar að hún geti ekki höfðað dómsmál nema að uppfylltum tilteknum skilyrðum barnalaga, og eitt þeirra skilyrða er að vera búsett hér á landi. Hún þarf sem sagt að fara í dóms- mál – en má þó ekki fara í dómsmál nema hún flytjist milli heimsálfa. Aldrei verið neinum lík „Ég er í fyrsta sinn að kynnast fólki sem ég líkist eitthvað. Ég veit núna hvaðan ég hef freknurnar mínar og krullaða rauðbrúna hárið. Ég hef aldrei verið lík neinum úr minni fjöl- skyldu,“ segir Kristín, en þegar hún fann loks föður sinn í febrúar græddi hún um leið sjö hálfsystkini og ótal frænkur og frændur. Hún segir það ómetanlegt að fá að kynnast öllu þessu fólki. „Þau hafa verið alveg yndisleg. Þau voru mjög spennt að hitta mig. Það var svo skrítið að mér fannst eins og ég hefði alltaf þekkt hann, pabba minn. Og þau tóku mér öll vel. Við pabbi höfum talað saman í símann á hverjum degi frá því í febr- úar og ég er búin að fara til Texas að heimsækja hann og fjölskylduna. Við þráum það bæði að fá skyldleikann viðurkenndan og ég vil fá fæðingar- vottorðinu mínu breytt.“ Nefndi aldrei neinn annan Byrjum á byrjuninni. Kristín fæddist hér á landi árið 1970. Móðir hennar, Unnur Pétursdóttir, var aðeins 19 ára gömul þegar hún átti hana. Hún hafði verið í tungumálaskóla í London 1969 og þegar heim var komið uppgötv- aðist að hún var með barni. Kristín fæddist og faðir Unnar lagði áherslu á að barnið skyldi feðrað. „Það hefur ekki verið auðvelt að vera ung stúlka á þessum tíma og þurfa að viðurkenna að fleiri en einn kæmu til greina sem faðirinn. Mamma upplifði skömm og var ekki að fara að nefna fleiri en einn ból- félaga. Hún nefndi aldrei neinn annan en mann að nafni Jón. Hún vildi aldr- ei gera neinar kröfur á hann en afi gekk eftir því að faðernið fengist staðfest. Hann hefur eflaust talið að hann væri að gera það eina rétta í stöðunni.“ Faðernið var svo staðfest með dómi Bæjarþings Reykjavíkur hinn 4. nóvember 1971. Á grundvelli blóð- rannsóknar var Kristín litla sögð sannarlega Jónsdóttir. Enginn hafði sérstaka ástæðu til að efast, enda um vísindalega niðurstöðu að ræða. Þegar Kristín var þriggja ára flutti hún með móður sinni til Kanada og sambandið við föðurinn var nánast ekkert. Þegar hún var 15 ára flutti hún til Íslands í nokkur ár og bjó hjá ömmu sinni og afa. Hún vildi rækta upprunann, enda segist hún alltaf hafa verið stolt af því að vera Íslend- ingur þótt hún hafi búið víða, t.d. á Englandi, í Noregi og Svíþjóð auk Kanada og Íslands. „Þessi maður er 100% faðir þinn“ Þegar Kristín kom hingað sem ung- lingur bað hún um að fá að hitta föður sinn. Hann bað hana þá að fara í ein- hvers konar beinmergsrannsókn til að skera úr um hvort hann væri í raun faðir hennar. Svo virðist sem hann hafi alltaf efast sjálfur um að hún væri dóttir sín. Þetta fékk mjög á Kristínu en hún ákvað samt að láta það eftir honum að skoða málið. Hún leitaði því til dómstóla, þá Borgar- dóms Reykjavíkur, og spurði hvort einhver leið væri að taka málið upp aftur á grunni nýrra rannsókna. „Ég vildi bara að pabbi minn, Jón, fengi frið í sálina yfir þessu. Vildi gera það fyrir hann að fara í próf og finna út úr þessu. Ég fór í eigin per- sónu niður í Borgardóm og hitti þar starfsmann sem náði í skjölin frá því í faðernismálinu á sínum tíma. Þá fékk ég að heyra orðrétt: „Hann er 100% faðir þinn. Þú getur tekið eitthvert próf aftur og aftur en það mun aldrei breyta neinu.“ Amma hringdi líka í Borgardóm og fékk að heyra ná- kvæmlega það sama. Prófið væri pottþétt sönnun á að Jón væri pabbi minn.“ Eftir þetta hætti Kristín við að samþykkja það að fara í frekari rann- sóknir á faðerninu eins og Jón vildi. Hún sá engan tilgang með því og var sár og reið út í föður sinn. Hún segir að samband þeirra hafi í raun alltaf verið frekar fjarlægt. Ekki aðeins hafi þau búið hvort í sínu landinu mestalla hennar ævi heldur hafi aldr- ei myndast sterk tengsl. Efasemdir hans um að hann væri í raun faðir hennar hafi litað samskiptin. Móðir hennar átti erfitt með að ræða þessi mál að sögn Kristínar. En hraðspólum áfram um 15 ár. Þegar hún var þrítug lagði hún það sjálf til að gert yrði faðernispróf. Þetta er árið 2000 og DNA-próf kom- in til sögunnar. Skemmst er frá því að segja að DNA-prófið leiddi í ljós að útilokað væri að Jón gæti verið faðir Kristínar, öfugt við það sem upphaf- lega blóðflokkagreiningin sem fað- ernismálið byggðist á árið 1971 hafði sýnt. „Ég get ekki lýst því hversu ruglingslegt það var að komast að því að Jón væri ekki faðir minn. Það sló mig algjörlega út af laginu. Ég bara vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að stíga, lífið fór á hvolf. Í 15 ár hafði ég trúað lygi um að það gæti ekkert próf sýnt fram á að hann væri ekki faðir minn.“ Leitaði að nál í heystakki Jón höfðaði þá dómsmál til að vefengja faðernið og eftir að staðfest hafði verið fyrir dómstólum, með vís- an í DNA-prófin, að Jón gæti ekki verið faðir Kristínar var hann strok- aður út af fæðingarvottorði hennar og hún var því ófeðruð í þjóðskrá – og er enn í dag. Þegar niðurstaða DNA-prófsins var ljós og Kristín fékk að vita að Jón væri ekki raunverulegur faðir hennar tók hún strax ákvörðun um að finna Ég bið ekki um mikið Kristín Jónsdóttir komst að því þrítug að aldri að maðurinn sem hún hafði talið föður sinn var henni óskyldur. Hún hóf leit að raunverulegum föður og sú leit bar árangur í febrúar á þessu ári, 18 árum eft- ir að hún hófst. Í ljós kom að Texasbúinn John David Lambert er faðir hennar samkvæmt DNA-prófi. Hún fær hins vegar ekki að leiðrétta faðerni sitt nema hún flytji lögheimili sitt til Íslands. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Yngsti bróðir Kristínar, Logan Lambert, tók vel á móti nýju systur sinni. Það urðu fagnaðarfundir í maí þegar Kristín hitti loks föður sinn og eignaðist sjö hálfsystkini. Með henni eru faðir hennar, bróðir, mágkona og bróðurdætur. John David Lambert og Kristín Jónsdóttir eru ánægð með að hafa fund- ið hvort annað og vilja fá faðernið viðurkennt. Kristín með ungri bróðurdóttur sinni. Hún segir það hafa verið sérstaka til- finningu að hitta fólk sem hún líkist í útliti og hefur sama hrokkna hárið. Kristín með Unni móður sinni, sem lést árið 2012. „Faðernisgreiningar voru framkvæmdar með grein- ingum blóðflokka hér áður fyrr. Greiningar á erfðaefninu (DNA) koma ekki við sögu í greiningum faðernis fyrr en farið var að nota svokölluð microsatellite-erfðamörk um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, þau eru margþátta erfðamörk en erfðamörk blóðflokkanna eru tvíþátta. Niðurstöður faðernisgreininga fyrri ára voru gerðar með bestu mögulegu aðferðum síns tíma, en það segir sig sjálft að öryggi niðurstaðna er meira með þeirri aðferðafræði sem hægt er að notast við í dag,“ segir Inga Reynisdóttir hjá meinafræðideild Landspít- ala háskólasjúkrahúss. Meira öryggi nú en þá

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.