Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 31
nálguðust önnur hugtök en sekt og ásakanir. Sú sem
ásakaði var frá fyrstu stundu jafnan kölluð „fórnar-
lambið“. Og sá sem lá undir ásökunum var ætíð kall-
aður „gerandinn,“ hvorki meiri né minna. Þó voru
einu sannanirnar sem boðið var upp á frásögn sem
viðkomandi hafði ekki nefnt við nokkurn mann í tæpa
fjóra áratugi en sagðist hafa uppgötvað í sálfræði-
meðferð fyrir fáeinum árum. Vitni sem ákærandi
nefndi og sagðist treysta vel könnuðust ekki við neitt
af ætluðum málavöxtum. Annar aðili máls verður ekki
„fórnarlamb“ né hinn „gerandi“ fyrr en máli er lokið
sagði einn frægasti lögspekingur Bandaríkjanna,
Alan Dershowitz.
Hinir frægu fjölmiðlar skeyttu hvorki um skömm né
heiður í þeim efnum. Frá fyrstu stundu voru það
„fórnarlambið og gerandinn“ sem áttust við og neyt-
endum miðlana ætlað að gera málið upp við sig á þeim
grundvelli. Var með miklum ólíkindum hversu langt
var seilst og lágt lagst.
Því styttra því betra
En hér heima eru menn nú að brjóta með sér hvernig
megi koma sér upp úr þeim hjólförum að hafa ekki
hækkað kaupmátt í landinu nema um nokkra tugi pró-
senta samanlagt síðustu árin. Þeir í öflugasta ríki
ESB, draumalandi sumra, myndu vilja fá að fylgjast
með framhaldinu, því að þar hefur kaupmáttur ekki
hækkað síðustu tæpa tvo áratugi. Þar þykir sú stað-
reynd hins vegar vera frábær vitnisburður um aðdá-
unarverðan stöðugleika. Og til að forðast misskilning
sýna opinberar tölur að lægstu laun þar eru mun
lægri en þau eru hér.
Rannsakað í þaula. Gallalaust
Opinberir starfsmenn hafa verið mikið í fréttum síð-
ustu daga um þá meginkröfu sína að stytta skuli
vinnuvikuna úr 40 stundum niður í 35. Í mörgum við-
tölum við „RÚV“ þar sem leiðtogarnir voru ekki
spurðir einnar einustu áleitinnar spurningar, var
samt eitt og annað upplýst. Þannig kom fram að for-
ystumenn opinberra starfsmanna höfðu unnið heima-
vinnuna sína og gert margvíslegar rannsóknir á hugs-
anlegum áhrifum þess að fækka vinnustundum á viku
hverri úr 40 í 35 með óbreyttu kaupi og kaupmætti,
sem var forsenda rannsóknarinnar.
Í þessum viðtölum kom fram að engin neikvæð áhrif
hefðu komið í ljós. Þannig hefðu fjölmargir hópar
svarað því til að þeir mundu í lok slíkrar aðgerðar
hafa 5 fleiri klukkustundir fyrir sig en fyrir breyting-
arnar, án þess að kaupgetan minnkaði. Og það kom á
daginn að þessum stundum yrði auðvitað varið með
misjöfnum hætti eftir einstaklingum. Sumir ætluðu að
hafa meiri tíma með börnunum. Aðrir ætluðu að nota
tækifærið og elda hollari mat og hreyfa sig meira.
Sumir ætluðu að lesa og aðrir að fara á uppbyggjandi
námskeið. Þetta var allt saman frábært og furðulegt
að ekki hafði verið gripið til svo gallalausra aðgerða
fyrir löngu.
Legg til 30
Ekki hafði verið athugað hvað það myndi þýða ef
vinnuvikan myndi nú verða stytt í t.d. 30 stundir á
viku. Þótt það hafi ekki verið rannsakað má með öllum
fyrirvörum giska á að starfsmenn hefðu þá 5 fleiri
stundir fyrir sig en þeir hafa með styttingu niður úr
40 í 35. Og auðvitað yrði að gera ráð fyrir óbreyttum
launum þrátt fyrir þá styttingu líka „en óbreytt laun
eru alltaf forsendan“. Og þá má gera ráð fyrir að hægt
væri að elda enn hollari mat, sinna börnunum mun
betur, fara á enn fleiri uppbyggileg námskeið og svo
má lengi telja.
Í sjálfu sér hlýtur því að vera furðulegt að ekki hafi
fyrir löngu verið farið niður í 30 stunda vinnuviku, þar
sem engin neikvæð afleiðing myndi hafa komið fram,
rétt eins og þegar fækkun vinnustunda niður í 35 var
skoðuð.
Má reyndar gera ráð fyrir að jákvæðu áhrifin væru
allt að því helmingi meiri en í 35 stunda lækkunar til-
vikinu.
Ekkert kom fram í þessum rannsóknum sem benti
til að almenningi myndi verða veitt minni þjónusta af
hálfu opinberra starfsmanna með 35 stunda kerfinu
en nú er veitt í 40 stunda kerfinu, sem er auðvitað frá-
bært.
En hinir. Hinir?
Þá stendur að vísu eftir spurningin um hina. Hverja?
Þá sem standa undir sköttunum sem nú eru notaðir
meðal annars til að greiða opinberum starfsmönnum
laun. Þar sem launin eiga að vera óbreytt með færri
unnum vinnustundum hjá opinbera kerfinu þá hljóta
hinir sömu að taka að sér að greiða hærri skatta eða
þá að fjölga þeim vinnstundum sem þeir vinna á
hverri viku, og þá væntanlega við óbreytt laun svo
dæmið gangi upp.
Sjálfsagt hefur það verið rannsakað hvaða áhrif
þetta myndi þá hafa á tíma þess fólks til að elda sér
hollan mat, vera með börnunum sínum eða hvort
hugsanlegt sé að það fólk yrði þá að sleppa ein-
hverjum uppbyggilegum námsskeiðum eða hlaupa
eitthvað styttri vegalengdir en hinir opinberu starfs-
bræður þeirra og systur.
Fréttastofan á „RÚV“ spurði ekkert um þessi
atriði.
Kannski hafði hún ekki tíma til þess.
Kannski er þegar búið að fækka vinnustundum á
þeim bæ niður í 35 eða jafnvel 30.
Þeir eru ætíð svo framarlega í þróuninni þar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
21.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31