Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 24
Í afar smáu eldhúsi í heimahúsi íBrooklyn eldar kona ein frá Líb-anon töfrandi rétti frá heima- landinu og kennir áhugakokkum handbrögðin. Jeanette Chawki er smávaxin og glaðlynd kona sem tal- ar ensku með sterkum hreimi. Hún og fjölskyldan flutti til Bandaríkj- anna fyrir áratug í leit að betra lífi, og þá aðallega betri menntun fyrir börnin þrjú. Þau búa öll þarna í lítilli íbúð sem skreytt er með myndum og styttum af Jesú Kristi, enda eru þau rammkaþólsk. Blaðamaður ferðaðist í klukku- tíma með neðanjarðarlestum New York-borgar til þess að heimsækja Jeanette og læra að matreiða klass- íska rétti frá Líbanon. Þrátt fyrir að mikið kjöt sé borðað í Líbanon var að þessu sinni einblínt á grænmetis- rétti og voru þeir ekki af verri end- anum. Bollurnar leyndarmál Jeanette tók hlýlega á móti gestum, blaðamanni og ungu pari, þeim Connor Loessl og Mörthu Kaser. Boðið var upp á forrétti að hætti hússins og sá blaðamaður verulega eftir bakkelsinu sem hann hafði freistast til að borða skömmu áður. Á borðum voru heimabakaðar bollur fylltar með osti, baunasalat og annað góðgæti. Ekki var unnt að fá upp- skriftina að bollunum; hún var hern- aðarleyndarmál eða kannski öllu heldur var bollunum hent saman eftir minni og engin uppskrift til staðar. En Jeanette var tilbúin að deila þremur uppskriftum með ís- lenskum lesendum. Lærði af móður sinni Bláar svuntur voru settar upp og nemendurnir þrír eltu Jeanette inn í litla eldhúsið. Þar sýndi hún okkur meistaratakta og fyrr en varði voru réttirnir þrír tilbúnir og komnir á borð. „Ég er alin upp við þessa rétti og horfði á móður mína elda þá. Þetta er einfaldur matur og ekki dýr. Ég býð ykkur upp á græn- metisrétti og þetta er mjög hollur matur. Alltaf þegar ég sé upp- skrift breyti ég henni og geri hana að minni,“ segir Chawki og hlær. Kvödd með kossum Við snæddum þarna og spjölluðum lengi vel undir vökulu auga frels- arans, en mynd af honum hékk uppi í borðstofunni. Eftir matinn bauð Jeanette upp á tyrkneskt kaffi með sykri og nokkrar sætar smákökur. Gestirnir voru kvaddir með knúsi og kossum og voru það saddir og sælir áhugakokkar sem fóru heim frá Brooklyn þennan dag. Með plastílát full af gómsæt- um afgöngum! Morgunblaðið/Ásdís Bragð af Líbanon Matur frá Líbanon er hollur, ferskur og afar bragðgóður. Á matreiðslunámskeiði í Brooklyn kennir Jeanette Chawki fólki að matreiða mat frá heimalandinu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Undirrituð snæddi með bestu lyst með gestgjafanum Jeanette Chawki og hinum nemendunum, þeim Connor Loessl og Mörthu Kaser. Martha Kaser og Jeanette Chawki skemmta sér konunglega í eldhúsinu. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2018 MATUR Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Hafið samband fako@fako.is Starfsmannag jafir fyrir fyrirtæki í miklu úrvali Sælkeravörur fyrir matgæðinga TILBOÐ fyrir 20 starfsmenn eða fleiri

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.