Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 15
21.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
P abbi og Davíð Oddsson voru meðnákvæmlega eins hár sem ungir
menn og ég get ekki sagt að ég hafi séð
nokkurn mun á þeim í útliti nema þá að
pabbi var með yfirvararskegg en ekki
Davíð,“ segir Karen Kjartansdóttir,
framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar,
og segir það hafa legið nærri að hún
hafi stundum haldið Davíð vera föður
sinn.
„Þetta var þungur baggi á pabba að
dóttirin tæki Davíð fyrir hann, þar sem
hann deildi ekki pólitískum skoðunum
með honum og í raun held ég að þetta
hafi orðið til þess að hann byrjaði að
láta sér vaxa yfirvararskegg. Ég sjálf
finn enn fyrir furðulegri föður-
væntumþykju gagnvart
Davíð Oddssyni.“
Það er ýmis-
legt svona
sem
maður beit
í sig sem barn og unglingur sem eltist
furðuseint af manni. Ég var að vinna í
sjoppu og lagið Hey kanína með Sálinni
hans Jóns míns og viðskiptavinur segir
við mig; „Þetta lag er um þig, þú ert
með kanínutennur.“ Ég flissaði með
sjálfri mér og hugsaði með mér að kon-
an skyldi ekki vita að þetta lag væri um
klámsímalínur. „Heita lína“ var það
sem ég heyrði í textanum og hélt í
fullri alvöru og hafði alltaf haldið að
það væri vísan í Rauða torgs símalínur.
Ég var svo orðin stálpaður unglingur
þegar ég komst að því að ég þyrfti ekki
að passa að hafa munninn lokaðan þeg-
ar ég var á gangi nálægt mýrlendi.
Faðir minn hafði þá sagt mér
ungri, í einhverjum göngu-
túrnum í sveitinni
sem við
bjuggum í,
að í pollum í
mýrum væru
ljótar pöddur, svokallaðar brunnklukkur,
sem færu upp í mann og því væri afar
mikilvægt að opna ekki munninn, svo ég
passaði mig og steinþagði.
Svo gerist það þegar ég er í kringum
tvítugt að ég nefni hættuna á þessu við
systur mínar og þær horfa á mig eins og
ég hafi verið að vara þær við tröllum.
Pabbi hefur pottþétt sagt þetta til að
stoppa einhvern kjaftagang.“
Fékk sér yfirvarar-
skegg út af ruglingi
Karen
Kjartansdóttir
R étt áður en Borgarkringlan rann saman viðKringluna var ég þar staddur í verslun einni sem
ég hafði tekið að mér smáverkefni fyrir. Við áttum
fund um morguninn sem teygðist fram yfir hádegi og
því var gert hlé til að borða,“ segir Halldór Högurður
ráðgjafi.
„Ég fór ásamt konu sem var á fundinum niður í
verslun á neðri hæð til að ná í eitthvað ætilegt. Ég
greip mér samloku og var búinn að borga löngu áður
en konan hafði gert upp hug sinn og beið því handan
kassa. Ég sá hana á spjalli við kunnuglegan mann yfir
salatbarnum og skömmu síðar kom hún út og við fór-
um upp. Þegar fundurinn hófst aftur sagði hún sam-
starfsfólki sínu að hún hefði rekist á Ævar R. Kvaran
við salatbarinn og tekið hann tali og hann væri svo
skemmtilegur. Samstarfsfólk hennar sagði henni að
Ævar R. Kvaran væri löngu látinn og sagði hana
örugglega vera að víxla nöfnum en hún náði á end-
anum að sannfæra samstarfsfólkið um að hún vissi sko
alveg hver Ævar R. Kvaran væri því hún væri mikill
aðdáandi og lýsti þessum fróða og skemmtilega manni
með skegg. Ég heyrði nokkrum sinnum minnst á þenn-
an draugagang í Borgarkringlunni eftir þetta og hef
aldrei tímt að segja frá því sem ég sá: konuna góðu á
spjalli við Ævar Kjartansson yfir salatbarnum.
Svo má nefna að alla mína æsku og þangað til ný-
lega hélt ég að „ekki er allt gull sem glóir“ þýddi að
það leyndist gull víða því sumt gull glóði ekki, það
finnst mér mun jákvæðara og hefur reynst mér ágæt-
lega að halda í þennan misskilning.“
Draugagangur
í Borgarkringlu
Halldór
Högurður
F yrir um það bil tuttugu árum var búið að bóka Maus til að spila á balli á Ólafsfirði enþetta var síðla hausts og veðurspáin leit ekki vel út, var raunar mjög slæm og fólki
skipað að vera inni,“ segir Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur og tónlistarmaður.
„Ég næ samt að plata alla strákana í þetta; þetta væri ekkert mál og við bara mynd-
um græja þetta. Ég fer í Exton og leigi tæki fyrir tugi þúsunda, hljómsveitarrútu og all-
ir eru mjög efins, bílstjórinn líka, en ég gef mig ekkert. Á síðasta augnabliki, þegar allt
er klappað og klárt, ég búinn að hálfsannfæra alla og við erum að ferja rútuna, eru
menn enn að malda í móinn, enda smeykir. Ég segi bara: „Hvaða hræðsla er þetta
eiginlega? Þetta er smábíltúr, rétt aðeins lengra en Borgarfjörður, út á Snæfellsnes.“
Það sló þögn á mannskapinn og ég gleymi ekki þessu erfiða augnabliki þar sem ég stóð
á miðju gólfi og allir göptu. „En Biggi,
Ólafsfjörður er ekki á Snæfellsnesi, hann er
á Norðausturlandi.“ Ég man að tækni-
mennirnir horfðu undarlega á mig en sögðu
ekki neitt, ég gekk bara afsíðis og reyndi að
fela hvað mér þótti þetta vandræðalegt.
Kom svo til baka og sagði borginmannlega:
„Já, veðrið er nú svolítið slæmt, ég held við
séum hættir við.“ Ég hef aldrei verið sá
sleipasti í landafræði.“
Við förum víst á Ólafsfjörð
Birgir Örn
Steinarsson
Morgunblaðið/Hari
É g hélt, alveg þangað til í fyrra eða eitthvað, að mörgæsirværu 180 cm á hæð eða meira. Ég hafði bara séð þær í
sjónvarpinu og var svo sannfærð að þegar ég sá mörgæs loks í
dýragarði hugsaði ég; „Hmm, já, neinei, þetta hljóta að vera
bara einhverjar dvergmörgæsir,“ segir Ester Bíbí Ásgeirs-
dóttir, tónlistarkona og starfsmaður Kvikmyndasafns Íslands.
„Ég afsaka þessa vitleysu auðvitað þannig að maður hefur
bara aldrei séð þessi dýr nema í sjónvarpi og þá aldrei mið-
að við neitt, bara einhvers staðar standandi á einhverjum
klökum. Ég hélt líka að geirfuglinn væri svona bara eins
og rjúpa þótt ég hefði séð þessa mannhæðarháu styttu á
Reykjanesi; hélt að það væri bara svona stækkuð útgáfa.
Komst að því bara í fyrra að þetta er raunstærð. Trúði
því alls ekki og þurfti að gúgla og allt til að sannfærast
alveg.
Ég stóð líka lengi í þeirri trú, jafnvel fram á fullorð-
insár, að ef maður borðaði steina úr ávöxtum gæti sprott-
ið tré inni í manni, og ég hélt mjög lengi, þangað til ég
var komin með eigin börn í skóla, að jólalagið um Þyrni-
rós væri „og þyrnigerðið hósíá“. Hélt að hósíá væri nafnið
á höllinni hennar eða eitthvað þrátt fyrir að ég og allir
kynnu hreyfingar sem sýna hvernig þyrnigerðir hóf sig hátt.
Annars hef ég verið mjög dugleg að misskilja söngtexta: Duran
Duran-lagið Girls on Film var ég enn að syngja fullorðin; „Girls
don’t swim.“
Eftirlætismisskilningur Esterar Bíbíar er um leið saga af
gífurlegum vonbrigðum sonar hennar.
„Ég fór með hann til hátíðabrigða í kaþólska kirkju, það voru
páskar og mér fannst glatað að gera ekkert öðruvísi, annars er
ég ekki kirkjurækin. Sonur minn var allur á iði í kirkjunni og
fannst þetta hvorki hátíðlegt né skemmtilegt þrátt fyrir að hafa
verið spenntur fyrir kirkjuferðinni.
Ég byrja að sussa á hann, presturinn er byrjaður að tala og
við megum ekki trufla. Að endingu lítur hann á mig alveg furðu
lostinn eins og ég væri að plata hann og sagði: „Nei, sjáðu,
hann er ekkert að tala, þetta er bara svindl! Hann hreyfir ekki
einu sinni varirnar!“ Þá sé ég að hann bendir á krossinn sem
líkan af Jesú er neglt á og átta mig á að hann hefur orðið fyrir
djúpum vonbrigðum með þessa ævintýralausu kirkjuferð þar
sem styttur og guðdómurinn sjálfur segja ekki neitt.“
Morgunblaðið/Eggert
Risamörgæsir og
talandi guðdómur
Ester Bíbí
Ásgeirsdóttir