Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Síða 15
28.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 „Ég kom heim í tíu daga til að kveðja pabba og viðurkenni að það var erfitt að klára ferðalagið eftir það. Ég dreif mig þó af stað aftur enda hefðu það verið svik við pabba að klára ekki ferðina.“ Bók og heimildarmynd Kristján lauk ferðalaginu í Bandaríkjunum og kom meðal annars í fyrsta skipti til New Or- leans. Það var mikil upplifun, ekki síst þegar tónar fóru að flæða um stræti þessarar miklu tónlistarborgar. „Það hafði mikil áhrif á mig, ekki síst vegna þess að ég hafði ekki hlustað mikið á tónlist í ferðinni. Listir eru ómissandi hluti af tilveru okkar.“ Kristján flaug heim frá Boston 17. júní 2015 og féll í faðm fjölskyldu og vina, samtals um sjötíu manns, yfir dögurði á heimili sínu. „Það var yndisleg stund og gott að koma heim – sem breyttur maður.“ Kristján tók ekki aðeins mikið af myndum í ferðinni, ljósmyndum og hreyfimyndum, hann hélt líka dagbók, samtals 500 blaðsíður. Hann gleðst yfir því framtaki í dag enda „er ótrúlegt hversu mörgu maður gleymir. Dagbókin var í senn ferða- og sálufélagi á leiðinni.“ Þetta efni er grunnurinn að bók sem kom út í vikunni og heimildarmynd sem gerð hefur verið um ferðalagið. Bókina, Hringfarann, skrifar Helga Guðrún Johnson upp úr dagbókarfærslum Kristjáns en hún er í stóru broti, ríkulega myndskreytt. „Þetta er mjög persónuleg bók,“ segir Krist- ján. „Hún er ekki bara uppgjör við þetta ferða- lag, heldur líf mitt í heild. Þroskasaga mið- aldra manns. Ég er mjög einlægur þarna og það hefur fært mér mikinn styrk,“ segir hann en bókin kemur einnig út á ensku undir heitinu Sliding Through. Heimildarmyndina gerði Sagafilm og verður hún sýnd í þremur hlutum í Ríkissjónvarpinu í nóvember og desember. Innkoman í styrktarsjóð Kristján gefur bókina út sjálfur og stóð straum af kostnaði við gerð heimildar- myndarinnar. Öll innkoma af hvoru tveggja rennur óskipt í styrktarsjóð sem Kristján og eiginkona hans hafa sett á laggirnar og er ætlað er að sporna við eiturlyfjaneyslu ungs fólks. „Þetta er svo persónulegt allt saman að ég gat ekki hugsað mér að hafa tekjur af þessu; það væri eins og að selja sjálfan sig,“ út- skýrir Kristján. „Þannig að þetta varð niður- staðan. Ég var minntur rækilega á eyðilegg- ingarmátt eiturlyfja á ferðalaginu en þess utan á ég tvo gamla vini sem orðið hafa fíkn- inni að bráð. Þetta stendur mér því nærri.“ Hægt er að panta bókina á þar til gerðri heimasíðu, hringfarinn.is. Frúin slæst í för Kristján lét ekki staðar numið eftir heims- reisuna – og nú er eiginkona hans komin á hjólið með honum. Í vor fóru þau yfir Banda- ríkin þver og endilöng, köstuðu mæðinni í viku áður en þau héldu til Rússlands og fleiri ríkja í Austur-Evrópu. Sáu meðal annars alla leiki Íslands á HM. Enduðu svo í Þýska- landi. Í haust lá svo leiðin í gegnum fleiri Evrópu- ríki til Grikklands en þeirri ferð lauk fyrir rúmri viku. „Næsta vor ætlum við til Ísraels og ég er búinn að segja konunni að ég sé líka á leiðinni til Suður-Afríku. Lítist henni ekki á það er henni frjálst að hoppa af,“ segir hann sposkur á svip. „Við erum bæði sest í helgan stein og þetta er okkar hlutverk í dag. Okkar lífstíll.“ Morgunverðurinn hjá Hossein-fjölskyldunni í Íran. Með tyrkneskum blómarósum í Istanbúl. Úlfaldasýning fyrir ferðamanninn frá Íslandi í Óman. Fólk að verka ull við Tatvan í Tyrklandi. Ljósmyndir/Úr einkasafni Kristján og Baldur sonur hans tjölduðu í Andes- fjöllunum í 4.400 m.y.s. Áhugasamir söfnuðust alltaf í kringum Kristján þegar hann stoppaði á Indlandi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.