Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Page 24
Hrikalegt á hrekkjavöku GettyImages/iStockphoto Hrekkjavaka er á miðvikudaginn og eru margir hérlendis farnir að halda upp á hana. Hér er stung- ið upp á hrekkjavökuréttum sem eru bæði við hæfi barna og fullorðinna en víst er að þeir munu allir slá í gegn í boðinu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2018 MATUR 1 stórt eða tvö lítil grasker (butternut squash), skræld, fræin tekin úr og skorin í bita 4 hvítlauksgeirar, skornir í sneiðar lúka af salvíulaufum (má líka nota timían) ½ teskeið chili-flögur ¼ bolli jómfrúarólífuolía 500 g svart spagettí eða ling- uine salt og pipar eftir smekk parmesanostur eftir smekk Hitið ofninn í 200°C með blæstri. Blandið saman gras- keri, hvítlauk, salvíu, chili- flögum, olíu, salti og pipar í ofnskúffu. Grillið þangað til graskerið er orðið mjúkt eða í um 25 mínútur en það má brúnast á endum. Á meðan það er að grill- ast sjóðið pastað eftir leið- beiningum. Þegar pastað er tilbúið, geymið hálfan bolla af soðvatninu. Takið ofnskúffuna út og hellið pastavatninu á pönnuna til að losa graskerið. Blandið grænmetinu saman við past- að og berið fram með (veg- legum) skammti af parmesan. Svart pasta með grilluðu graskeri, salvíu og parmesan 1 kg grasker (t.d. butternut squash), skrælt, fræin tekin úr og skorið í bita 2 laukar, smátt skornir 2 msk. ólífuolía 700 ml grænmetis- eða kjúk- lingasoð 150 ml matreiðslurjómi salt og pipar eftir smekk Hitið ólífuolíu í potti og steikið laukinn á vægum hita þangað til hann verður mjúkur en brúnast ekki. Bætið við graskerinu og eldið í 8-10 mínútur í viðbót þangað til graskerið byrjar að mýkjast. Hellið soðinu útí og látið sjóða við vægan hita í um 10 mínútur eða þangað til graskerið er orð- ið mjög mjúkt. Hellið rjómanum útí, lát- ið sjóða upp á nýtt og maukið með töfrasprota. Listhneight fólk getur síð- an gert tilraun til þess að skreyta súpuna með sýrð- um rjóma eða grískri jógúrt líkt og gert er á myndinni. Maukuð graskerssúpa

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.