Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2018 HEILSA Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 85,2 kg 84,4 kg Upphaf: Vika 6: Vika 7: 40.280 51.279 12.737 12.810 4 klst. 3 klst. HITAEININGAR Prótein 25,2% Kolvetni 38,4% Fita 36,4% Ertu bakveikur?“ spurði hannmig örfáum mínútum eftir aðvið hittumst. Ég varð að játa því en ég þvertók fyrir að verkur- inn sem fylgdi brjósklosinu um árið hefði leitt út í hægri löppina. „Þá er hægri löppin á þér styttri en sú vinstri,“ sagði hann þá án þess að blikna. Það var honum áreynslu- laust en mér fannst þetta full- umbúðalaust enda hafði ég talið mig geta sagt, fullum fetum, líkt og Gunnlaugur ormstunga forðum er hann hitti Eirík jarl Hákonarson: „Eigi skal haltur ganga meðan báð- ir fætur eru jafnlangir.“ Maðurinn sem eyðilagði það fyrir mér heitir Lýður B. Skarphéðins- son. Gárungarnir myndu segja að hann væri kominn að fótum fram – en þó í allt annarri merkingu en hinni upprunalegu. Hann rekur nefnilega fyrirtækið Göngugrein- ingu og hefur frá aldamótum tekið um 40 þúsund Íslendinga í einmitt það sem heiti fyrirtækisins vísa í. Bakið er einfaldlega orðið betra en í upphafi átaks Ég er kominn til að hitta hann af einni einfaldri ástæðu. Æfingar síð- ustu vikur, undir handleiðslu Ívars Guðmundssonar einkaþjálfara hafa gert það að verkum að ég er miklu betri í bakinu en ég hef verið allt frá árinu 2015 þegar brjósklosið dundi yfir. Það var enda markmiðið enda leggur hann mikla áherslu á að æfa „miðjuna“ eins og það er kallað, maga og bak. „Stefán, lík- amanum, þyngd hans, er haldið uppi af hryggjarsúlunni. Ef þú styrkir ekki vöðvana sem styðja við hana, þá lendir þú í veseni. Það er bara þannig,“ sagði hann við mig þegar við hittumst fyrst til að ræða átakið framundan. Og nú finn ég að bakið er mun betra en það var. Ég hef trú á að ég geti styrkt það enn frekar með góð- um æfingum. En um leið og seyð- ingurinn er horfinn og styrkurinn eykst, vakna líka gamlir hlaupa- draumar! Nú skulum við vona að bæklunarlæknirinn sem tók á móti mér 2015 sé ekki að lesa þetta, enda sagði hann að ég myndi aldrei hlaupa framar. En af því að mig langar til að prófa mig áfram og kanna hvort ég geti hlaupið, þótt það yrðu ekki nema 2, 3 eða 5 km, er það tilraun- arinnar virði. Og þá vil ég fara rétt í það og góður maður benti mér á að tala við Lýð. Lítið verð fyrir mikilvægar upplýsingar Ég bóka hjá honum tímann og greiningin tekur skamma stund. Það latti mig ekki heldur að sjá að hún kostar ekki hvítuna úr aug- unum, 5.990 kr. Ég fer á hlaupa- bretti og geng þar í nokkra stund meðan myndavél aftan við hælana er látin ganga. Ég fer á þar til gerða mottu sem metur göngulagið og svo mælir hann mig með ýmsum tækjum sem ég hef aldrei, fyrr né síðar, augum litið. Og viti menn. Lýður sá það um leið og við hittumst, sem mælitækin stað- festu. Hægri fóturinn er 6 mm styttri en sá vinstri. „Þú varst með allan þungann í hægri fætinum. Það er ekki óeðlilegt, annaðhvort er það til þess að hlífa sér eða það sem er ekki síður sennilegt, að líkaminn leitar alltaf í lægstu stöðu,“ segir Lýður. Og hann er ekki hættur. „Það kann vel að vera að þessi munur og skekkjan sem hann leiðir af sér, jafnvel þótt þetta séu ekki nema 6 mm, hafi haft sitt að segja um brjósklosið á sínum tíma. Það sem er illa stillt slitnar hraðar en það sem er vel stillt.“ Og þá verður mér hugsað til þess þegar ég þurfti að fara með bílinn í hjólastillingu því framdekkin slitnuðu svo misjafn- lega í akstrinum. Það sama á ef- laust við um brjóskið og liðina í mannslíkamanum. Og Lýður sýnir mér myndgreininguna. Hún sýnir augljóslega meiri þunga niður í hægri löppina en þá vinstri. Þá sýn- ir upptakan af göngulaginu að þunginn niður í hælinn er ekki rétt- ur hægra megin og skýrist það af fyrrnefndri skekkju eða vindu sem kemur á líkamann vegna „hæðar- munarins“. En hvað er þá til ráða. Lýður leggur til að ég fái mér innlegg sem rétti löppina af, hækki hana og jafni álagið í stiginu. Til þess notast hann við innlegg sem hann hefur þróað í samvinnu við þýskt stoð- tækjafyrirtæki en þau eru búin til úr höggdempandi efni sem veita góðan stuðning undir iljarboga og táberg ásamt styrkingum og hækk- unum sem ákvarðaðar eru út frá greiningunni. Munar um sex millimetra Og það er svo sem ekki ókeypis. Ég kaupi innlegg í skó á 18.990 ásamt þar til gerðum púðum sem ég nota í skó sem ekki rúma innleggin (það á við um spariskó og inniskó). Og með púðunum sem ég fæ strax af- henta finn ég muninn. Það er í raun ótrúlegt hvað þessir 6 mm gera. Þegar ég set þá í hægri skóinn og geng þá finn ég að líkaminn er í betri stöðu en þegar ég stend á jafnsléttu eða án upphækkunar í skóm. En þá er ekki öll sagan sögð. Skórnir voru lagðir á hilluna fyrir tæpum 4 árum og þá þegar voru þeir orðnir slitnir – enda var ég í fullum undirbúningi fyrir Stokk- hólmsmaraþonið þegar ég þurfti skyndilega að hætta. Þess vegna þarf ég nýja skó sem vinna ekki gegn mér í hlaupatilrauninni. Lýð- ur leggur til mýkstu skóna frá Bro- oks sem draga sem mest úr högg- inu upp í fótinn og bakið. Sú tillaga leggst vel í mig, enda var ég mikill Brooks-maður á sínum tíma. Allir hlauparar þekkja þessi tímabil. Fyrst átti ég Nike-tímabilið milli 2001 og 2005, svo kom ASICS tím- inn frá 2005-2012 og frá þeim tíma komst ekkert annað að en Brooks. Sá framleiðandi hefur greinilega haldið sjó – eða við skulum vona það að minnsta kosti. Ég á svo endurkomu til Hlaupa- greiningar í janúar. Fram að þeim tíma ætla ég að prófa að hlaupa á ný. Og þá mun loks sjást undir ilj- arnar á mér. „Og þá sást undir iljarnar á honum“ Það er aldrei gott að hlaupast undan ábyrgð, ekki heldur þegar heilsan er annars vegar. En núna ætla ég að hætta mér út á braut sem ég vona að ég þurfi ekki að sjá eftir að hafa gert. Lýður metur gögnin sem mælitækin matreiða eftir stuttan göngutúr á mottunni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Langar þig í ný gleraugu Velkomin til okkar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.