Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Side 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Side 36
UPPISTAND Grínistinn Sarah Silverman hefur beðist af- sökunar á því að hafa talað ógætilega um tilhneigingu koll- ega síns og vinar Louis CK til að fróa sér fyrir framan kon- ur. Í útvarpsþætti Howards Stern kvaðst Silverman hafa þekkt Louis CK um árabil og þegar þau voru yngri hafi hún stundum leyft honum að fróa sér fyrir framan sig. „Andskotinn hafi það; þetta vil ég sjá!“ Hún tók þó skýrt fram að með þessu væri hún ekki að bera í bætifláka fyrir vin sinn en fjöldi kvenna hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Ein þeirra, leikkonan Re- becca Corry, gagnrýndi Silverman í kjölfarið, í hennar tilviki hefði fróunin ekki verið með hennar samþykki. „Hann er skaðvaldur sem níddist á konum árum sam- an og laug til um það,“ sagði Corry. Silverman á hálum ís Sarah Silverman. AFP RÚV Fyrir viku hófust sýningar á Pat- rick Melrose, nýrri leikinni þáttaröð í fimm hlutum með Benedict Cumberbatch í aðalhlutverki. Þættirnir segja frá Patrick Mel- rose sem er úr efnaðri fjöl- skyldu, en faðir hans var ofbeldisfullur og móðir hans vanrækti hann. Erfið æskan hef- ur leitt hann út í fíkniefnaneyslu en þegar hann fréttir andlát föð- ur síns reynir hann að ná tökum á lífi sínu. Þættirnir hafa hlotið tilnefningu til fimm Emmy- verðlauna. Benedict Cumberbatch Í klóm fíknar 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2018 LESBÓK MÁLMUR Gömlu brýnin í Mötley Crüe hafa hljóðritað fjögur ný lög fyrir leikna kvik- mynd um sögu sveitarinnar, The Dirt, sem nú er í vinnslu. Áratugur er síðan fjórmenning- arnir sendu síðast frá sér efni en upptökum stjórnaði Bob Rock sem hljóðritaði vinsæl- ustu plötu sveitarinnar, Dr Feelgood, árið 1989. Í færslu á Twitter segir Nikki Sixx bassaleikari nýja efnið koma til með að ganga í skrokk á fólki, svo öflugt sé það. „Hafið engar áhyggjur. Við vitum hvað við erum að gera,“ segir hann. Jeff Tremaine mun leikstýra myndinni sem gerð er fyrir efnisveituna Netflix. Leikin mynd og ný lög frá Mötley Crüe Mötley Crüe-liðar fjallhressir að vanda. Reuters STÖÐ 2 „Ég svaf oft undir rúminu, horfði upp á fólk deyja í íbúðinni og fékk mér fjögurra ára gamall sjálfur að borða því mamma var áfeng- isdauð, það finnst mér vera ljótt,“ sagði Páll Snorrason, einn viðmæl- enda Sindra Sindrasonar í þátt- unum Fósturbörn sem sýndir eru á sunnudagskvöldum. Í þáttunum heyra áhorfendur sögur foreldra sem misst hafa börn sín frá sér, eru allt annað en sáttir við starfsmenn barnaverndarnefnda og fólkinu sem tekur við börnunum og hræðist ekkert meira en að þau fari til baka. Undir rúmi Sindri Sindrason SJÓNVARP SÍMANS Kvikmyndin Hateship Loveship með Kristen Wiig, Guy Pearce og Hailee Steinfeld er á dagskrá á laugardags- kvöldið. Táningsstúlka ákveður ásamt vinkonu sinni að hrekkja og blekkja heimilishjálp afa síns með því að senda henni ástarbréf í nafni föður síns. Þegar sannleikurinn kemur í ljós upphefst atburðarás sem enginn hefði getað séð fyrir. Hailee Steinfeld leikur í myndinni. Ást og hatur Þetta eru grínþættir meðtragikómísku ívafi. Lífsinsdrama sem getur verið grát- broslegt,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir sem fer með eitt af að- alhlutverkunum í nýjum íslenskum gamanþáttum, Venjulegu fólki, sem koma í heild inn á Sjónvarp Símans 2. nóvember næstkomandi. Um er að ræða sex hálftíma þætti sem Vala segir upplagt að horfa á í hlut- um eða eins og langa bíómynd í beit. Hvort sem henti fólki betur. Hermt er af tveimur ungum vin- konum, sem Vala og Júlíana Sara Gunnarsdóttir leika, sem báðar eru útskrifaðar leikkonur. Önnur er komin með mann og tvö börn og hefur lagt leiklistardrauminn á hill- una í bili. Hin er einhleyp, ekki eins staðföst og rígheldur í drauminn enda þótt flest gangi henni í mót. Heldur bara áfram að berja höfðinu við steininn. Boðið að stjórna þætti Vatnaskil verða þegar þeim tveim- ur er óvænt boðið að stjórna nýjum sjónvarpsþætti fyrir Sjónvarp Sím- ans. Hvernig höndla þær ábyrgðina sem því fylgir og hvaða áhrif hafa velgengnin og yfirborðskenndar hvatir á vináttu þeirra? Vala og Júlíana eru sjálfar höf- undar handrits ásamt Fannari Sveinssyni, fyrrverandi hraðfrétta- manni, og Halldóri Halldórssyni, Dóra DNA. „Eftir að við Júlíana gerðum sketsaþættina Þær tvær hafði Sjónvarp Símans samband og spurði hvort við hefðum áhuga á að gera meira efni fyrir stöðina. Þeir opnuðu sumsé samtalið. Við vorum heldur betur til í tuskið en langaði að þessu sinni að skrifa sögu en ekki sketsa. Við fengum Fannar strax til liðs við okkur og þegar grunnhugmyndin var komin á blað bættist Dóri í hópinn. Hann var al- gjörlega magnaður, beitti sínum töfrabrögðum og varð einskonar skrif-pabbi á seinni stigum enda vorum við hin öll að gera þetta í fyrsta skipti,“ segir Vala. Fannar leikstýrir Auk handritsskrifanna leikstýrir Fannar þáttunum og segir Vala samstarfið hafa gengið eins og í sögu. „Fannar er algjörlega á heimavelli í leikstjórninni.“ Hún segir um algjöran draum að ræða en um leið hafi verkefninu fylgt gríðarleg ábyrgð. Úr því þeim var treyst hafi þau orðið að koma með boðlega hugmynd. Spurð hvort þættirnir byggist á lífi þeirra Júlíönu sjálfra skellir Vala upp úr. „Tja, karakterarnir heita Vala og Júlíana, eru leikkonur og eru að vinna efni fyrir Sjónvarp Símans. Júlíana á mann og tvö börn en ég var einhleyp þegar við byrj- uðum að skrifa þættina. Samt er þetta ekki okkar líf, sumt er líkt en annað ólíkt. Eins og gengur. Sækir maður ekki alltaf að einhverju leyti í eigin reynsluheim í verkefnum Vonandi bara byrjunin Nýir íslenskir gamanþættir, Venjulegt fólk, koma í heild sinni inn í Sjónvarp Símans Premium 2. nóvember nk. Þar hermir af tveimur leik- konum sem fá tækifæri til að stíga inn í sviðsljósið. Að- standendur segja um algjör- an draum að ræða en um leið hafi verkefninu fylgt gríðarleg ábyrgð. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.