Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Qupperneq 37
sem þessum?“ veltir hún fyrir sér. Hilmar Guðjónsson og Arnmund- ur Ernst Backman fara líka með veigamikil hlutverk í þáttunum. Hilmar leikur eiginmann Júlíönu en Arnmundur pilt sem fer að gera hosur sínar grænar fyrir Völu um það leyti sem alvara lífsins skellur á henni af fullum þunga. „Þeir standa sig báðir frábærlega,“ segir Vala. Margir svitadropar féllu Hún segir ferlið í senn hafa verið lærdómsríkt og skemmtilegt en það tók óvenju skamman tíma. „Þetta tók ekki nema hálft ár, frá því hug- mynd kviknaði og þangað til gerð þáttanna var lokið sem mér skilst að sé mjög óvenjulegt. Þá höfðu margir svitadropar fallið. En þökk sé ótrúlegu fólki sem kom að þessu með okkur þá eru þættirnir til- búnir. Það er örugglega fullt af mistökum þarna en það er bara eðlilegur partur af lærdómsferlinu. Ef maður er of hræddur við að gera mistök gerir maður aldrei neitt. Nú bíðum við bara spennt eftir viðtökum. Vonandi kemur fólk til með að hafa gaman af þessu.“ Spurð hvort hún geti hugsað sér að gera fleiri sjónvarpsþætti í fram- tíðinni er Vala fljót til svars: „Já, heldur betur. Vonandi er þetta bara byrjunin.“ Vala Kristín Eiríks- dóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir þiggja holl ráð á setti. Fannar Sveinsson leikstjóri að störfum. Hann tók einnig þátt í handritsskrifum. 28.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 TÓNLIST Orðin 85 ára er Yoko Ono hvergi af baki dottin, á ennþá brýnt erindi og er ólíkleg til að setjast í helgan stein í bráð. Þetta er niðurstaða gagnrýnanda breska blaðsins The Guardian en Ono sendi nýverið frá sér sína fjórtándu sólóskífu, Warzone. Segja má að það séu góðu fréttirnar í skrifunum. Vondu fréttirnar eru þær að platan er of kaótísk og ójöfn til að þagga niður í þeim sem efast hafa um hæfileika listakonunnar gegn- um tíðina. Fyrir vikið úthlutar blaðið plötunni þremur stjörnum af fimm. Að sögn gagnrýnandans má skipta Warzone í tvennt; ómstrítt og ómþýtt efni. Ono leiti ann- ars vegar í framúrstefnu-arfleifð sína og hins vegar sé að finna angurværar píanó- og gítarballöður sem séu hefðbundnari að allri gerð. Hvergi af baki dottin Íslandsvinurinn Yoko Ono. Morgunblaðið/Golli ROKK Gítarleikarinn Nita Strauss, sem gert hefur garðinn frægan með Alice gamla Cooper og Iron Maiden-ábreiðubandinu The Iron Maidens, er í þann mund að senda frá sér fyrstu sólóskífuna, Controlled Chaos, sem innhalda mun eingöngu instrúmental lög. „Platan er allt frá því að vera létt og skemmtileg yfir í það að vera ágeng og myrk. Hún er í senn friðsæl og kaótísk og hlustandanum gefst tækifæri til að kynnast persónuleika mínum og sjá hvað er á seyði í höfðinu á mér,“ sagði Strauss í samtali við bandarísku útvarpsstöðina Q103 en hún er afkomandi tónskáldsins Johanns Strauss II. Skipulagt kaos hjá Strauss Nita Strauss er komin af miklu tónlistarfólki. Well the South side of Chicago Is the baddest part of town. Þetta söng Jim heitinn Croce í sínu þekktasta lagi, Bad, Bad Leroy Brown, árið 1973. Leroy þessi var maður sem enginn vildi mæta og allra síst í dimmu húsasundi. Já, lífið fer ekki alltaf mjúkum höndum um íbúa suðurhluta Chicagoborgar. Það vita allir sem fylgst hafa með bandarísku útgáfunni af spédramanu Shameless í sjónvarpinu. En fólkið þarna bjargar sér. Maður lifandi. Sjónvarp Símans hóf í vikunni sýningar á annarri seríu sem gerist í suð- urbæ Chicago, The Chi. Ef marka má fyrsta þáttinn verður þar höfuðáhersla á drama en ekki spé. Ugglaust skynsamlegt enda erfitt að toppa sýrustigið í Shameless. Brandon Johnson er ungur matreiðslumað- ur sem dreymir um að opna sinn eigin veit- ingastað ásamt unn- ustu sinni, Jerriku. En lífið í suðurbænum getur tekið krappar beygjur og það fær Brandon að reyna á eig- in skinni þegar yngri bróðir hans er myrtur með köldu blóði. Fyrir misskilning. Einnig voru kynntir til sögu Ronnie, morðingi bróðurins, miðaldra maður í tilvistarkreppu; skóla- strákurinn Kevin, sem verður vitni að morðinu, og kvennaljóminn Emmett sem kennd eru fleiri börn en hann kærir sig um. Hann kaupir þýfi af bróður Brandons skömmu áður en hann yfirgefur þennan heim. Þannig fléttast sögur þessara fjögurra ólíku manna saman og fram- vindan verður forvitni- leg. Helstu persónur í nýja þættinum, The Chi. ENN ER ORT UM SUÐUR-CHICAGO Suður- bæjarblús Shameless-gengið lætur sér fátt fyrir brjósti brenna . Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður áHótelÖrk ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.