Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Side 40
SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2018 www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 * Taxfree tilboðið gildir af öllum vörum nema vörum frá IITTALA og SKOVBY og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Allar vörur á taxfree tilboði* TAX FREE LÝKUR Á M ÁNUDAG www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N A LLTAF OP IN Á ráðstefnunni á miðvikudaginn verður fjallað um börn, ungt fólk og miðlun til framtíðar. Í stefnu RÚV til ársins 2021 eru fimm stefnuáherslur sem unnið er eftir. Ein þeirra er „fyrir framtíðina“. Meginmarkmiðið með henni er að þjóna betur ungu fólki, skilja betur þarfir þess og miðlanotkun og leita leiða til að mæta væntingum þess. Erlendir gestir taka þátt í ráðstefnunni og miðla af reynslu sinni, þær Alice Webb sem leiðir þjónustu BBC við börn (BBC Children) og Hildri Gulliksen sem veitir barnaþjónustu NRK (NRK Super) forstöðu. Einnig verður fjallað um fjölmiðlanotk- un íslenskra ungmenna, stefnu RÚV og þjónustu við börn og ungmenni. „Við beinum sjónum að KrakkaRÚV og RÚVnúll með sérstaka áherslu á samstarfsverkefni sem vakið hefur at- hygli og verið virðisaukandi fyrir samfélagið. Hvaða möguleikar liggja í samstarfi á sviði fræðslu- og menntamála? Hvaða tæki- færi liggja í nýrri tækni og hvernig styður RÚV við íslenskt mál og hvetur til lesturs?“ segir í kynningu. Sigyn Blöndal hefur umsjón með Stundinni okkar. Börn og miðlun til framtíðar KrakkaRÚV á að mæta þörfum barna. Ljósmynd/Arnþór Birkisson Miðvikudaginn 31. október efnir Ríkisútvarpið til ráðstefnunnar Næst á dagskrá í aðalmyndverinu í Útvarpshúsinu. Blikur voru á lofti haustið 1938 og 28. október hermdi Morgun- blaðið af ræðu sem Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti hafði flutt um alþjóðamálefni í útvarpi kvöldið áður. Þar sagði hann meðal annars að enginn vafi væri á því, að almenningur hvarvetna um heim þráði lang- varandi frið, en það væri ekkert annað en tálvon að gera ráð fyr- ir friði, ef yfirráð laga og réttar væru úr gildi numin og ofbeldið hafið til skýjanna og sett í þeirra stað, eða ef þjóðernisleg stjórn- málastefna væri rekin af svo mikilli óbilgirni að undan hrammi hennar væri þúsundum flóttamanna stökkt út um lönd, sem enginn vildi hafa neitt með að gera og hvergi ættu höfði sínu að að halla. Þarna vísaði Roosevelt vitaskuld fyrst og fremst til Adolfs Hitlers, kansl- ara Þýskalands. Hann sagði ennfremur, að aldrei gæti orðið um frið að ræða á jörðinni meðan stórum þjóðum væri ekki leyft að hugsa sínar eigin hugsanir, láta sínar eigin tilfinningar í ljósi, ákveða sjálfar örlög sín og tilbiðja guð sinn án áreitni ríkisvaldsins. GAMLA FRÉTTIN Tálvon um frið Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti vildi fyrir áttatíu árum að stórum þjóðum yrði leyft að hugsa sínar eigin hugsanir og ákveða sjálfar örlög sín. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Gunnlaugur M. Sigmundsson fv. alþingismaður Stefán Eiríksson borgarritari Guðbergur Bergsson rithöfundur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.