Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Í áratugi hefur þótt viðeigandi að álagn- ingarskrár liggi fyrir allra augum ákveðinn tíma á ári þar sem hver sem er getur verið með nefið ofan í hvers manns koppi varðandi fjárhag við- komandi. Reyndar eru í þessum skrám að- eins gefnar nákvæmar upplýsingar um hvað hver og einn leggur samfélaginu til með greiðslu opinberra gjalda en með ákveðnum reiknikúnstum er hægt að fá ágæt- is nálgun á hverjar tekjur viðkom- andi eru. Rök þeirra sem vilja við- halda þessum birtingum er að þetta veiti visst aðhald gegn skatt- svikum, þannig að þá geta þeir sem það vilja borið saman uppgefnar tekjur viðkomandi við hve hátt hann lifir. Þá vilja hinir sömu túlka það sem svo að fjárhagsupplýs- ingar séu ekki viðkvæmar persónu- upplýsingar. Það er því áhugavert að sjá þekkt nöfn í þjóðfélaginu sem opinberlega hafa engar tekjur aðrar en listamannabætur sem greiddar eru í formi verktaka- greiðslna þegar þessir sömu aðilar eru svo samkvæmt álagningar- skrám jafnvel með tekjur sem ná ekki tíund af lágmarkslaunum í landinu. Þessar opinberu upplýs- ingar virðast ekki vera til þess fallnar að skattyfirvöld kalli þessa aðila til yfirheyrslu og láti þá gera grein fyrir því hvernig þeir draga fram lífið á tekjum sem ljóst er að duga þeim engan veginn til fram- færslu. Víst er það svo að sumir telja sig ekki hafa neitt þarfara að gera en að fylgjast með því að nágranninn skili til samfélagsins a.m.k. því sem sam- ræmist því hve hátt þessi nágranni hans lifir. Þeir sem áhuga- samastir eru um þessa hluti eru almennt þeir sem lítið sem ekkert leggja til samfélagsins en njóta hins vegar alls kyns ölmusu sem borin er uppi af þeim sem greiða opinber gjöld. Þessir áhugasömustu eru jú ein- mitt þeir sem taka bara út úr opin- berum sjóðum og eru því beint háðir því að hinir sem eitthvað leggja inn í þá borgi sem mest. Í ljósi þess að sjálfsagt þyki að hver sem er geti verið með nefið of- an í fjárhagsupplýsingum þeirra sem borga til samfélagsins án þess að varða nokkurn skapaðan hlut um þær hlýtur það að vera réttmæt krafa að opinberlega liggi frammi samskonar skrá yfir þá aðila sem njóta ölmusu frá samfélaginu. Fyr- ir örfáum áratugum voru þeir að- ilar sem þáðu ölmusu kallaðir sveitarómagar og þótti svo mikil skömm af að fólk neytti allra ráða til að sinna hverri vinnu til fram- færslu til að forða því að tilheyra þessum hópi. Á þeim tímum sem við lifum í dag þykir sjálfsagt að þeir sem ekki nenna að vinna standi á beit í opinberum sjóðum sem aðrir borga inn í og sumt þetta fólk státar af því hve útsjónarsamt það er í þessu tilliti. Það er engu líkara en að búið sé að skilgreina leti sem óvinnufærni sem veiti rétt Eftir Örn Gunnlaugsson Örn Gunnlaugsson Ölmususkráin Nýlega skrifuðu samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra og framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu undir viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um fjárfestingar upp á 80 milljarða í stofn- vegum og kerfi há- gæðaalmennings- samgangna á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu til 2033. Stofnaður verður verkefnahópur undir for- ystu Hreins Haraldssonar, fyrrver- andi vegamálastjóra, sem skilar til- lögum fyrir 15. nóvember nk. Eyða skal flöskuhálsum til að bæta um- ferðarflæði og auka umferðar- öryggi. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að framkvæmdir við hágæða- almenningssamgöngur hefjist 2020. Skoðaðar verða nýjar fjármögn- unarleiðir, m.a. með nýrri gjald- töku ríkis og gjaldtökuheimildum til handa sveitarfélögunum. Að þessum viðræðum loknum skal verkefnahópurinn leiða til lykta málefni Sundabrautar. Engar ákvarðanir liggja fyrir Þessi viljayfirlýsing er auðvitað fagnaðarefni. Eins og Eyþór Arn- alds hefur bent á er þetta ein- göngu viljayfirlýsing um umræður og engar ákvarðanir um fram- kvæmdir liggja fyrir. Það verður spennandi að sjá tillögur verkefna- hópsins og í framhaldi af því afgreiðslu ein- stakra sveitarfélaga á tillögunum. Eitt er að vera sammála um lín- ur á skipulagsupp- drætti, annað að vera sammála um for- gangsröðun fram- kvæmda samgöngu- mannvirkja. Reykjavíkurborg mun leggja megináherslu á borgarlínuna. Borgar- stjóri hefur þegar lýst því yfir að framkvæmdir við borgarlínuna hefjist 2020. Borg- arlínan er reyndar ekki nefnd á nafn í viljayfirlýsingunni, heldur einungis rætt um hágæðaalmenn- ingssamgöngur. Ég tel nokkuð víst að nágrannasveitarfélögin, a.m.k. flest þeirra, muni leggja megin- áherslu á fjárfestingar í stofnvega- kerfinu. Hvernig verður tillaga um há- gæðaalmenningssamgöngur? Við getum öll verið sammála um að hraðvagnakerfi upp á 80 millj- arða (borgarlínan) sé hágæðaal- menningssamgöngur. Ég hef áður bent á möguleika á ódýrara hrað- vagnakerfi (kostar 10-20 milljarða), sem nýtir núverandi sérakreinar strætó. Fram til þessa hafa að- gerðir til að greiða fyrir umferð strætó á höfuðborgarsvæðinu eink- um verið fólgnar í að bæta við sér- akreinum fyrir strætó meðfram umferðarmiklum þjóðvegum, s.s. Miklubraut., hægra megin við al- menna umferð. Aðgerðir af þessum toga eru mun ódýrari og auðveld- ari en að umbylta göturými til að strætó fái sérrými vinstra megin í akbraut á kostnað almennrar bíla- umferðar. Það er nóg að hafa sér- akreinar fyrir strætó, þar sem eru langar biðraðir á álagstíma. Fyrir- myndir að ódýru lausninni má finna t.d. í Bandaríkjunum og Kan- ada. Það er ljóst að hraðvagnakerfi upp á 80 milljarða sem lokið yrði fyrir árið 2040 mun ekki rúmast innan samgönguáætlunar. Ég spái því að nágrannasveitarfélögin muni sætta sig við ódýru lausnina. Sem skattgreiðandi í Kópavogi vonast ég til að framlög ríkissjóðs verði miðuð við ódýru lausnina. Ef Reykvíkingar vilja dýru lausnina þá yrðu þeir að fjármagna mis- muninn með innviðagjöldum og/eða nýta væntanlega heimild um veg- tolla innan borgarmarka. Í næstu grein mun ég útskýra hvers vegna Reykvíkingar ættu að hafna dýru lausninni. Nokkur orð um viljayfir- lýsingu um samgöngumál Eftir Þórarin Hjaltason » Það er ljóst að hrað- vagnakerfi upp á 80 milljarða sem lokið yrði fyrir árið 2040 mun ekki rúmast innan sam- gönguáætlunar. Þórarinn Hjaltason Höfundur er umferðar- verkfræðingur og MBA. thjaltason@gmail.com MIÐNÆTUROPNUN Í SMÁRALIND 20% afsláttur* af öllum vörum *ekki af merktri tilboðsvöru Fríar sjónmælingar Opið til 24:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.