Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TF-LIF Má ekki fara út á kvöldin.
„Við veitum fulla þjónustu inni á
landi og fulla þjónustu á sjó að degi
til. En sem stendur eru hendur okk-
ar bundnar í myrkri. Það er bara
þannig,“ segir Sigurður Heiðar
Wiium, yfirflugstjóri Landhelgis-
gæslu Íslands.
Bilun kom nýlega upp í flugleið-
sögubúnaði einnar þriggja þyrlna
Landhelgisgæslunnar, TF-LIF.
Þyrlan má ekki fara í blindflug og
nýtist því ekki að nóttu til. Það þýð-
ir nánar tiltekið að komi upp neyð-
arástand úti á sjó að nóttu til getur
Landhelgisgæslan ekki brugðist
við. Að sögn Sigurðar er unnið að
því að fá varahluti en ekki er hlaup-
ið að því með jafn gamla þyrlu og
um er að ræða í þessu tilviki.
„Þetta er mjög alvarlegt ástand,“
segir Valmundur Valmundsson,
formaður Sjómannasambands Ís-
lands, við Morgunblaðið. »15
Þyrlan biluð og má
ekki fara í blindflug
M I Ð V I K U D A G U R 7. N Ó V E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 262. tölublað 106. árgangur
ANDLEGIR TVÍ-
BURABRÆÐUR
Á SAXÓFÓN
HVAÐ FREIST-
AR MEST Á
AIRWAVES?
SPÁNVERJAR ELSKA
ÍSLAND OG ALLT SEM
ÍSLENSKT ER
SPEKINGAR SPJALLA 30 KATALÓNSKT BLOGG 12ÍSLANDSKVARTETT 33
Legsteinn Jóns Magnússonar, fyrr-
verandi forsætisráðherra, í gamla
kirkjugarðinum við Suðurgötu er
ófögur sjón. Hann er stórlega lask-
aður eftir að marmaraplatan framan
á honum brotnaði fyrir nokkrum ár-
um. Hún er nú í geymslu og gröfin
því í reynd ómerkt. Enginn virðist
telja það í sínum verkahring að sýna
leiðinu tilhlýðilega ræktarsemi. Jón
var forsætisráðherra þegar Ísland
fékk fullveldi 1918 og einn af lykil-
mönnunum í atburðarásinni sem
leiddi til sambandslaganna það ár.
Þau Þóra kona hans voru barnlaus,
en kjördóttir þeirra lést í spænsku
veikinni um sama leyti og Jón var að
leggja lokahönd á samningana við
Dani.
„Mér finnst þetta alls ekki vansa-
laust,“ segir Gunnar Þór Bjarnason
sagnfræðingur, sem er að senda frá
sér bók um sögu fullveldismálsins
þar sem Jón Magnússon kemur
mjög við sögu. Hann hvetur til þess
að legsteinninn verði lagfærður fyrir
1. desember þegar 100 ára afmælis
fullveldisins verður minnst. »10
Legsteinninn stórlega laskaður
Gröf forsætisráðherra fullveldisins
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Legsteinn Jóns Platan framan á honum er brotin og í geymslu.
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar, heildarsamtaka á
vinnumarkaði, forsvarsmanna Sambands íslenskra
sveitarfélaga og ríkissáttasemjara funduðu í ellefta
sinn í Ráðherrabústaðnum í gær, en fundurinn var
sá fyrsti eftir að nýjar stjórnir voru kjörnar í ASÍ,
BSRB og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Ákveðið var að halda áfram samstarfi um söfnun
upplýsinga um launaþróun, þróun ráðstöfunar-
tekna, skattbyrði og bótagreiðslur. Markmiðið er
að greina tekjugrunn samfélagsins. Þá voru hús-
næðismál einnig til umræðu og ákveðið að skegg-
ræða þau málefni enn frekar á næsta fundi.
Morgunblaðið/Eggert
Samráð um kjaramál í ellefta sinn
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Uppstokkun á sameiginlegu leiðakerfi
Icelandair og WOW air getur skapað
tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Við breytingar á tíðni flugs til sameigin-
legra áfangastaða
félaganna geta
enda skapast
tækifæri til að
hefja flug á nýja
áfangastaði. Með
því gæti komið nýr
hópur farþega til
landsins, að sögn
Elvars Inga Möll-
er, sérfræðings í
greiningardeild
Arion banka.
Hann leggur
áherslu á að nokk-
ur tími geti liðið
áður en áhrifin
koma fram. Til
skemmri tíma auki uppstokkunin líkur á
hægum vexti ferðaþjónustunnar á næstu
misserum. Gangi það eftir gæti það haft
víðtæk efnahagsáhrif.
Gríðarleg áhrif á hótelin
Fá dæmi eru um að samkeppni tveggja
félaga hafi haft jafn mikil áhrif á Íslandi.
Kristófer Oliversson, formaður FHG –
samtaka fyrirtækja í hótel- og gistiþjón-
ustu, segir vöxt flugfélaganna hafa haft
mjög jákvæð áhrif á hótelgeirann á Ís-
landi.
„Það má segja að í hvert sinn sem opn-
uð er ný flugleið sé sett ryksuga á nýtt
markaðssvæði,“ segir Kristófer.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, segir uppganginn í flug-
inu hafa breytt bæjarfélaginu.
Opnar
nýja
markaði
Sameining flug-
félaga skapar færi
Orðnir um
sex þúsund
» Um 6.000
starfsmenn hafa
starfað hjá WOW
air og Icelandair
Group í ár.
» Þar af eru um
3.900 í flug-
þættinum hjá
WOW air og
Icelandair.
MMeð fleiri í vinnu en … »4 og 16
Mannekla kemur í veg fyrir að
hægt sé að nýta öll legupláss á
Krabbameinsdeild Landspítalans.
Það sama á við um aðrar deildir.
Eins og staðan er núna er ein-
ungis hægt að nýta 10 rúm af 14 á
krabbameinsdeild. Á meðan ástand-
ið er þannig þurfa bráðasjúklingar
að liggja á almennum deildum og á
bráðamóttöku.
Helgi Sigurðsson, prófessor
krabbameinslækninga við lækna-
deild Háskóla Íslands og yfirlæknir
á Landspítalanum, segist ekki vera
bjartsýnn á að ástandið lagist í bráð.
Staðan sé ekki öðruvísi en hún hafi
verið lengi. Rætt hafi verið um
byggingu nýs spítala í tæp 30 ár. »2
Nýta ekki öll rými á
krabbameinsdeild
Borgarstjórnarmeirihlutinn áætl-
ar að afgangur af borgarsjóði verði
3,6 milljarðar á næsta ári að því er
fram kemur í fjárhagsáætlun fyrir
árið 2019 og fimm ára áætlun til árs-
ins 2023 sem rætt var um í borgar-
stjórn í gær. Borgarstjórnarmeiri-
hlutinn telur fjárhaginn standa
styrkum fótum og fram hefur komið
að skuldahlutfall A-hluta sé langt
neðan viðmiðs sveitarstjórnarlaga.
Fulltrúar minnihlutans eru ósam-
mála og telja skuldasöfnun í Reykja-
víkurborg óviðunandi. Vigdís
Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins,
segir rekstrarafganginn óásættan-
legan, m.a. með hliðsjón af kjara-
viðræðum sem í hönd fara þegar líða
tekur á veturinn. Þórdís Lóa Þór-
hallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir
að meirihlutinn hafi vaðið fyrir neð-
an sig. »2
Skuldasöfnun er
sögð óviðunandi