Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Viðamikið samstarfsverkefni sem þú ert nú að taka þátt í krefst mikils af þér. Hertu upp hugann og reyndu að halda þínu striki hvað sem tautar og raular. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver stendur í vegi fyrir þér en það er óþarfi að fella viðkomandi um koll. Þú finnur til kennda sjálfstæðis og uppreisnar í dag og vilt ekki að nokkur maður segi þér fyrir verkum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur lengi ætlað að koma málum þínum á framfæri en hefur ekki haft tækifæri til þess. Eitthvað hvílir þungt á þér og hindrar þig í að afreka mikið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér á eftir að ganga vel í dag ef þú skipuleggur þig vel. Að gera það sama aftur og aftur leiðir augljóslega til sömu niðurstöðu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er náttúrlega málið að halda þannig á spöðunum að ekkert geti komið í bakið á þér síðar meir. Gefðu þér allan þann tíma sem þú þarft til að grandskoða málin. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er komið að því að þú framkvæmir það sem þú hefur lengi látið þig dreyma um. Ef þú ert í þörf fyrir að ræða málin skaltu gera það á réttum stað og á réttum forsendum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Skortur og tafir gætu gert vart við sig í vinnu. Láttu ekki hugfallast heldur gakktu æðrulaus til verks. Að öðrum kosti áttu það á hættu að geta ekki lokið við það. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Láttu það ekki trufla þig þótt möguleikarnir séu margir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þú sért ekki hlynntur því sem ættingi þinn er að gera skaltu láta það af- skiptalaust. Gerðu allt sem þú getur til að halda ró þinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fylltu á brunninn þinn með því að leita að uppsprettu á ólíklegustu stöðum. Hægðu á þér og taktu eitt verkefni í einu og kláraðu það því framundan er strangur vinnu- dagur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhverjir draugar úr fortíðinni eru að gera þér lífið leitt. Láttu það ekki fara í taugarnar á þér heldur taktu því sem sjálf- sögðum hlut. Það kemur dagur eftir þennan dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú verður fyrst að gera upp hug þinn áður en þú getur farið að sannfæra aðra um ágæti skoðana þinna. Þér finnst þú heppinn að vera meðal áhugverðs fólks. Á sunnudaginn birtist á Leirkvæðið „Örlög“ eftir Davíð Hjálmar Haraldsson og má vel segja að sé svipmynd af sambýli sauðkindarinnar og íslensku þjóðarinnar um aldir. Ég tek undir með Birni Ingólfssyni þegar hann segir: „Þetta er merkilegt kvæði og vel kveðið og ætti skilið að vera séð af fleirum en nokkrum gömlum leirköllum.“ Mér er ljúft að bregð- ast vel við þessari áskorun og hér birtist kvæðið í Vísnahorni: Hann átti rúm og æðardún í eigin bæ með flagg við hún en hún svaf upp hjá efstu brún við örsmá grös um hjalla. Hann var maður – hún var kind til fjalla. Í eftirleit við Illatind er alltaf kóf ef hreyfir vind, – hann var smali, hún var kind – þau hurfu bæði sjónum er flóðið kom. Hve farg var þungt af snjónum! Á fjöllum uppi frostið beit. Fljótt var kölluð hjálparsveit. Þau fundust eftir langa leit, lífs – en köld og brotin. Hann bjargaðist – en bækluð kind var skotin. Er komst hann heim í kæran rann og krafta sína aftur fann og eimi heitt í arni brann var efni til að flagga. Hann var maður – hún var spað í kagga. Nú fer mér sem oftar að fletta upp í Guðmundi á Sandi þar sem hann skrifar um „eldgamlar vísur í umbúðum“ og eru svo snjallar að fara má með þær aftur og aftur og batna í hvert sinn. Hér ber hann fyrir brjósti skáldin sem létu sér annt um dýrin, sem eru handgengin sveitafólki: Kvölda tekur, sest er sól, sveimar þoka um dalinn. Komið er heim á kvíaból kýrnar, féð og smalinn. Guðmundur segir að þokan sé mikilvirk í þjóðsögum vorum. Hér kemur vísa, sem andar kalt að þok- unni: Gráa þokan gleypir féð, geymir það í dölunum. Oft hún gerir órótt geð, einkanlega smölunum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Örlagasaga af manni og kind „ÞESSI ER Í LAGI EN ÉG ER ENN OPIN FYRIR MÓTTILBOÐI.” „ÞESSI NÝI ILMUR HEITIR „MÓÐUR”.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem leynist bak við gleraugun. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VIÐ ÆTTUM AÐ GERA EITTHVAÐ FÖRUM Í BÍÓ Í ALVÖRU? BÝÐURÐU MÉR Í BÍÓ? ALVEG EINS FÓLK MISSIR FULLT AF NAMMI OG POPPI Á GÓLFIÐ SÉRÐU ÞAÐ SEM ÉG SÉ?! Ó … HANN HEFUR GERT ÞAÐ! TRÚLOFUNAR- HRINGAR Víkverji er ekki mikið fyrir köldböð og hefur reynt að leiða hjá sér hina köldu potta, sem víða hefur verið komið upp í sundlaugum og fer fjölgandi. Hann hefur þó ítrekað verið hvattur til að demba sér í kald- an pott og dásama ólíklegustu menn fyrirbærið í hans eyru. Þeim dugar ekki að fara sjálfir í kalda pottinn, þeir vilja að aðrir geri slíkt hið sama. Sumum er svo mikið niðri fyrir að það jafnast á við trúboð. x x x Víkverji áttar sig ekki á hversvegna það er skyndilega orðið svo vinsælt að fara í kalda potta og skilur ekki hvernig það getur verið eftirsóknarvert að liggja í ísköldu vatni. Hann verður þó að viðurkenna að um leið ber hann ákveðna virð- ingu fyrir þeim, sem það geta án þess að því er virðist að kippa sér hið minnsta upp við kuldann. x x x Svo virðist sem katólskur presturfrá Bæjaralandi eigi lykilþátt í að auka veg kaldra baða. Sebastian Kneipp hóf að gera ýmiss konar til- raunir með náttúrulækningar um miðja nítjándu öld og varð frægur fyrir vatnsmeðferð, sem hann hélt fram að hann hefði notað til að lækna sig af berklum. Snýst hún um að fara í kalt vatn og heitt til skiptis og munu aðferðir hans vera notaðar í heilsuhælinu í Hveragerði. x x x Kneipp varð einnig þekktur fyriruppskrift sína að heilhveiti- brauði. Sú uppskrift náði að festa sig rækilega í sessi í Noregi og er Kneippbrød mest borðaða brauðið þar í landi. Borða Norðmenn, sem eru mestu brauðætur Evrópu, rúm- lega 60 milljón hleifa af Kneipp- brauði á ári, ef eitthvað er að marka vefsíðuna Wikipediu. x x x Víkverji ætlar ekki að láta undanþrýstingnum um að fara í kalda pottinn þrátt fyrir fullyrðingar um að það myndi gera hann að betri manni og heilbrigðari á alla lund. Hann gæti hins vegar alveg hugsað sér að bragða Kneippbrauð verði það á vegi hans. vikverji@mbl.is Víkverji Hjá Guði er hjálpræði mitt og veg- semd, minn örugga klett og athvarf mitt hef ég í Guði. (Sálmarnir 62.8) LISTHÚSINU Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16 Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, s 551 2050 Fallegt úrval af lömpum, púðum og gjafavöru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.