Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018
ol pium 350Nú jóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda
Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem
eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn.
8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu.
Einnig mikið úrval aukabúnaða.
Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400
Austurvegur 69 - 800 Selfoss
Lónsbakk i - 601 Akureyr i
Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
maxipodium 500
Hestakerrur frá Fautras
ym
maxipodium 500
b
Veður víða um heim 6.11., kl. 18.00
Reykjavík 6 rigning
Akureyri 2 alskýjað
Nuuk -9 heiðskírt
Þórshöfn 9 skúrir
Ósló 8 alskýjað
Kaupmannahöfn 8 þoka
Stokkhólmur 8 þoka
Helsinki 2 heiðskírt
Lúxemborg 12 heiðskírt
Brussel 16 heiðskírt
Dublin 11 rigning
Glasgow 13 skýjað
London 14 skúrir
París 15 skýjað
Amsterdam 15 heiðskírt
Hamborg 12 heiðskírt
Berlín 13 heiðskírt
Vín 15 heiðskírt
Moskva 5 heiðskírt
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 10 skýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 19 skúrir
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg 1 alskýjað
Montreal 6 súld
New York 11 rigning
Chicago 7 rigning
Orlando 27 heiðskírt
7. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:31 16:53
ÍSAFJÖRÐUR 9:51 16:43
SIGLUFJÖRÐUR 9:35 16:25
DJÚPIVOGUR 9:04 16:19
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Austan 8-15 m/s og víða rigning en
úrkomulítið á Norðurlandi. Styttir upp um landið
vestanvert um kvöldið. Hiti 3 til 8 stig.
Austlæg átt 5-13 og rigning með köflum, einkum á Austfjörðum og SA-landi, en NA 13-20 og
slydda eða rigning á Vestfjörðum. Hægari í kvöld. Hlýnar heldur, hiti 2 til 10 stig, hlýjast syðst.
ingar í framhaldinu geti það komið
fram í auknu atvinnuleysi umfram
spár. Vinnumálastofnun hafi spáð
2,5-2,6% atvinnuleysi á næsta ári,
borið saman við 2,3-2,4% í ár.
Vísað til hluthafafundar
Morgunblaðið sendi fyrirspurn í
nokkrum liðum til WOW air í gær
varðandi starfsmannamálin.
Meðal annars var spurt hvort enn
væri miðað við 2.000 starfsmenn á
næsta ári og hversu margir störfuðu
óbeint fyrir félagið á Keflavíkurflug-
velli. Þeim spurningum var ekki
svarað heldur vísað til þess að ýmis
skilyrði væru sett fyrir kaupunum,
„meðal annars með fyrirvara um
samþykki Samkeppniseftirlitsins og
hluthafafundar Icelandair“.
„Þangað til að það skýrist mun
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Tæplega 6.000 manns hafa starfað
hjá Icelandair Group og WOW air í
ár. Til samanburðar starfa nú um
5.300 manns á Landspítalanum.
Fram kom í Morgunblaðinu í apríl
síðastliðnum að WOW air hygðist
fjölga starfsmönnum úr 1.500 í ár í
2.000 á næsta ári. Að því gefnu að Ís-
lendingar hefðu verið ráðnir í störfin
hefði slík fjölgun haft umtalsverð
áhrif á íslenskum vinnumarkaði.
Hefur starfsmannafjöldi félag-
anna margfaldast á síðustu árum í
takt við stigvaxandi farþegafjölda.
Um 130 störfuðu fyrir WOW air
fyrsta starfsárið, 2012, en þeir voru
um 1.500 á háannatíma í sumar.
Samkvæmt upplýsingum frá Ice-
landair hafa um 4.500 manns starfað
hjá Icelandir Group í ár. Þar af eru
3.300 hjá Icelandair og eru þá með-
taldir um 900 starfsmenn IGS sem
færðust undir Icelandair í ár. Sam-
tals hafa um 2.000 fleiri starfað hjá
Icelandair Group í ár en árið 2012,
þegar WOW air hóf áætlanaflug.
Komið hefur fram að Icelandair hef-
ur sagt upp fólki að undanförnu.
Þá má lesa úr tilkynningu Ice-
landair í gær að fyrstu tíu mánuði
ársins flutti félagið 3,6 milljónir far-
þega, eða 1% fleiri en í fyrra.
Samanburður á fjölda starfs-
manna og fjölda farþega bendir til að
hlutfall starfsmanna á þennan mæli-
kvarða sé lægra hjá WOW air.
Við þetta bætast þúsundir starfa
sem skapast hafa út af fluginu hjá
ótengdum félögum um land allt.
Munu fá dæmi um það í Íslands-
sögunni að samkeppni tveggja fyrir-
tækja hafi haft svo víðtæk áhrif.
WOW air stefndi að því að fara
fram úr Icelandair. Sagði t.d. í fjár-
festakynningu WOW air síðastliðið
sumar að félagið stefndi í að verða
stærra en Icelandair á næsta ári.
Reiknað með hægari vexti
Karl Sigurðsson, sérfræðingur
hjá Vinnumálastofnun, segir að í
áætlunum fyrir vinnumarkaðinn á
næsta ári hafi ekki verið gert ráð
fyrir mikilli fjölgun starfa í ferða-
þjónustu.
„Við vorum farin að gera ráð fyrir
hægari vexti í ferðaþjónustu al-
mennt og þ.m.t. í farþegaflutning-
um, þannig að það hefur óveruleg
áhrif á spárnar þó þessar áætlanir
WOW air rætist ekki. Það er líka
spurning hversu raunhæfar spár um
mikinn vöxt á næsta ári voru,“ segir
Karl.
Hins vegar eigi eftir að skýrast
hvaða áhrif sameining flugfélaganna
mun hafa á starfafjöldann. Komi til
frekari uppsagna vegna hagræð-
Skúli [Mogensen] einbeita sér að því
að reka áfram WOW air og sinna
okkar farþegum og starfsfólki eins
og best verður á kosið. Við munum
ekki geta veitt viðtöl og tjáð okkur
um möguleg kaup fyrr en þau mál
verða að fullu kláruð,“ sagði í svari
upplýsingafulltrúa WOW air.
Varðandi samskipti við starfsfólk
sagði í svari upplýsingafulltrúans að
öllum væri haldið upplýstum um
stöðuna. WOW air yrði áfram rekið í
óbreyttri mynd sem sjálfstætt flug-
félag á sér flugrekstrarleyfi.
Fyrirtækið Airport Associates
þjónustar flugfélög sem fljúga til og
frá Keflavíkurflugvelli. Meðal við-
skiptavina er WOW air. Fulltrúi Air-
port Associates áætlaði í samtali við
Morgunblaðið í janúar að um 650
manns myndu starfa fyrir þess hönd
á Keflavíkurflugvelli um sumarið.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa hundruð manna starf-
að fyrir WOW air við hin ýmsu störf
á vellinum. Þá eru meðal annars
taldir með starfsmenn í veitinga-
þjónustu.
Á mikinn þátt í vexti bæjarins
Kjartan Már Kjartansson, bæjar-
stjóri Reykjanesbæjar, segir upp-
ganginn í fluginu síðustu ár eiga
mikinn þátt í vexti bæjarfélagsins.
Nú eru íbúarnir um 18.800 og
hefur þeim því fjölgað um 33% frá
ársbyrjun 2012 er þeir voru 14.137.
„Flugið yfirhöfuð hefur gríðarlega
þýðingu fyrir atvinnulíf á Suðurnesj-
um. Hvort heldur það er WOW air
eða Icelandair, eða eitthvert af þess-
um 30 flugfélögum sem fljúga hing-
að, skiptir flugið okkur gríðarlegu
máli. Það er drifkraftur í öllu öðru,
hvort sem það er fiskútflutningur
eða farþegaþjónustan í Leifsstöð.
Stór hluti íbúanna starfar beint eða
óbeint við flugið. Raunar er flugið
langstærsta ástæðan fyrir öllum
þeim fjölda sem hefur flutt hingað
síðustu ár. Það var mikið framboð af
lausu húsnæði. Þannig að fólk fékk
hvort tveggja, húsnæði og vinnu.“
Hefur haft mjög jákvæð áhrif
Kristófer Oliversson, formaður
FHG – samtaka fyrirtækja í hótel-
og gistiþjónustu, segir vöxt flug-
félaganna hafa haft „mjög jákvæð“
áhrif á hótelgeirann á Íslandi.
„Aukið framboð á flugi hefur haft
gríðarlega jákvæð áhrif. Það má
segja að í hvert sinn sem opnuð er ný
flugleið sé sett ryksuga á nýtt mark-
aðssvæði. Hver flugleið sogar upp af
svæðinu í kring. Við fáum þá farþega
sem koma í beint flug til Íslands.“
Spurður hvort vöxtur hótelgeir-
ans hefði verið mögulegur, ef ekki
hefði komið til samkeppni milli
WOW air og Icelandair, segir Krist-
ófer að stórt sé spurt. Flestir farþeg-
anna stoppa ekki á Íslandi á leið yfir
hafið.
„Engu að síður er ljóst að þetta
hefur haft mjög jákvæð áhrif. Þetta
er hluti af því láni sem hefur leikið
við þjóðina undanfarin ár, allt frá
eldgosinu í Eyjafjallajökli. Flestir
ytri þættir hafa verið okkur hag-
felldir ásamt því að stjórnvöld hafa
haldið vel á málum – það má ekki
gleyma að halda því til haga.“
Fram kom í Morgunblaðinu á
laugardaginn var að athugun KPMG
benti til að EBITDA hótela á
Norðurlandi (hagnaður fyrir fjár-
magnsliði, afskriftir og skatta) hefði
verið neikvæð um 20% í fyrra. Hið
rétta er að talan vísar til fyrri hluta
árs 2018.
Skópu óraunhæfar væntingar
Andrés Jónsson, eigandi og fram-
kvæmdastjóri Góðra samskipta, hef-
ur að undanförnu notað Icelandair
og WOW air sem dæmi þegar hann
hefur veitt ráðgjöf í væntingastjórn-
un. Þá meðal annars vegna kjara-
viðræðna í haust. Hann segir að-
spurður að flugfélögin hafi átt
mikinn þátt í að skapa óraunhæfar
væntingar um mikinn og áframhald-
andi uppgang í ferðaþjónustu og
hagkerfinu.
„Það færist í vöxt að kjarasamn-
ingum sé hafnað. Væntingar geta
haft miklar efnahagslegar afleiðing-
ar. Þær þýða að við gætum þurft að
vera lengur í vinnudeilum en við
þyrftum að vera,“ segir Andrés.
Hann segir kjarabaráttuna hafa
breyst með aukinni notkun sam-
skiptamiðla. Andlit baráttunnar séu
nú miklu fleiri en fyrr á árum, þegar
umfjöllunin miðaðist fyrst og fremst
við fulltrúa samningsaðila. Það sé
orðið auðveldara að koma skila-
boðum á framfæri og hafa fleiri full-
trúa í baráttunni. Sú þróun hafi
styrkt vígstöðu verkalýðsfélaganna.
„Hver sem er getur orðið sérfræð-
ingur um stöðu deilunnar og hver
krafan ætti að vera. Fjölmiðlar elta
samfélagsmiðla í þessu. Þeir sjá
hvað fólk smellir á,“ segir Andrés.
Samskiptamiðlar hafi jafnframt
átt mikinn þátt í hversu mikil efna-
hagsleg áhrif fréttir af vanda WOW
air höfðu. Þeir hafi ýkt viðbrögðin.
Áhrifin séu meiri en þau hefðu
verið í gamla fjölmiðlakerfinu.
Með fleiri í vinnu en Landspítalinn
Um 6.000 manns hafa starfað hjá Icelandair Group og WOW air í ár Sameining breytir ekki spám
um atvinnuleysi Vöxtur félaganna hefur haft víðtæk efnahagsleg áhrif og stækkað Reykjanesbæ
Fjöldi starfsmanna hjá Icelandair (Group) og WOW air
2008 til 2018 og áætlun WOW air fyrir 2019*
4.000
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
Icelandair Icelandair Group samtals**
WOW air
2.370
1.179
2.053
1.028
2.028
981
2.350
1.179
2.532
2.662
1.236
130
2.850
3.015
1.387
165
3.109
3.304
1.529
195
3.384
3.674
1.679
290
3.900
4.600
1.924
700
4.263
5.363
2.143
1.100
4500
6.000
3.300
1.500
2.000
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Heimildir: Ársskýrslur samstæðu Icelandair
Group og fjárfestakynning WOW air *Skv.
viðtali við
starfs-
mannastjóra
WOW air í
Morgun-
blaðinu, 4.4.
2018
Icelandair
Group og
WOW air
samtals
**Undir Icelandair Group heyra: Icelandair, IGS,
Icelandair Cargo, Loftleiðir, Air Iceland Connect,
Icelandair Hotels, Iceland Travel, VITA og Fjárvakur
IGS er nú hluti af
Icelandair, með um
900 starfsmenn
milljón farþegar
2010-2018
Heimildir: WOW air og ársreikningar
Icelandair Group (farþegafjöldi
í alþjóðaflugi). *Spá greiningar-
deildar Arion banka.
Farþegafjöldi Icelandair og WOW air
4,0
3,5
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
Starfs-
menn
2.000
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018*
Icelandair: Farþegafjöldi Starfsmenn
WOW air: Farþegafjöldi Starfsmenn
0,4 0,5
0,7
1,7
2,9
3,6
1,5
1,7
2,0
2,3
2,6
3,1
3,7
4,0 4,2
0,1