Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 10
Lát Fráfall Jóns sumarið 1926 var aðalfrétt Morgunblaðsins. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Mér finnst alls ekki vansalaust að leiði Jóns Magnússonar sé látið vera í óhirðu og legsteinninn svona lask- aður,“ segir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur. Jón var forsætisráð- herra þegar Ísland fékk fullveldi 1918 og einn af lykilmönnum í at- burðarásinni sem gat af sér sam- bandslögin við Danmörku fyrir hundrað árum. Gunnar Þór, sem er að senda frá sér bók um sögu fullveldismálsins, segir að marmaraplatan á legsteini Jóns í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík hafi brotnað fyrir mörgum árum og sé í geymslu. Gröfin, sem er í reit nr. R 411, er því án merkingar. Þar hvílir, auk Jóns, Þóra kona hans sem lést 1947. Platan á legsteini hennar fyrir framan leg- stein Jóns er á sínum stað. „Það væri vel við hæfi í tilefni aldarafmælis fullveldisins að marmaraplatan yrði lagfærð og leiði Jóns sýndur sómi eins og við hæfi er. Þetta ætti að gera fyrir fullveldisdag- inn 1. desember,“ segir Gunnar Þór. Ekkert hefur verið hirt um leg- steininn í langan tíma og Jón á enga afkomendur. Jón varð bráðkvaddur á Seyðisfirði sumarið 1926, 69 ára gam- all, þegar hann var að fylgja Krist- jáni X. konungi úr landi að lokinni opinberri heimsókn hans til Íslands. Var útför Jóns gerð frá Dómkirkj- unni með mikilli viðhöfn og að við- stöddu fjölmenni 2. júlí það ár. Þegar hann lést var öll forsíða Morgun- blaðsins lögð undir andlátsfréttina. Á 50 ára afmæli fullveldisins 1968 var gefið út frímerki með mynd Jóns. Var það samkvæmt ákvörðun þáver- andi ríkisstjórnar og því þá lýst yfir að Jón hefði manna mestan þátt átt í að samkomulag náðist um sam- bandslögin milli Danmerkur og Ís- lands. Ekki á ábyrgð stjórnvalda Formlega er það ekki í verkahring stjórnvalda að annast umhirðu og viðhald grafreita fyrrverandi for- ystumanna þjóðarinnar heldur gildir sama regla um þá og aðra grafreiti að aðstandendur eiga að sjá um þá. Undantekning frá því er þó t.d. leiði Jóns Sigurðssonar forseta og Ingi- bjargar Einarsdóttur konu hans, sem hvíla steinsnar frá leiði Jóns Magnússonar í gamla kirkjugarð- inum, en þar sjá stjórnvöld til þess að um leiðið sé hirt. Reglulega er farið með blómsveiga á leiði Jóns Sigurðs- sonar á hátíðarstundum, svo sem 17. júní og 1. desember, en engir blóm- sveigir eru lagðir á leiði Jóns Magnússonar og fáir vita hvar það er. Upplýsingar um það er þó hægt að nálgast í legstaðaskrá á vef kirkju- garðanna á netinu. Jón Magnússon gegndi fyrstur manna embætti forsætisráðherra á Íslandi og var forsætisráðherra sam- tals í sjö ár. Hann stýrði fyrstu þriggja manna ríkisstjórninni 1917 til 1922 og síðan 1924 til 1926 er hann lést. Jón var í miklu áliti sem traust- ur og ábyggilegur stjórnmálaforingi en þótti dulur í skapi og fályndur og því ekki við alþýðuskap. Hann var forystumaður í Heimastjórnar- flokknum og sem slíkur arftaki Hannesar Hafstein í íslenskum stjórnmálum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leiðið Marmaraplatan sem var á legsteini Jóns Magnússonar brotnaði fyrir nokkrum árum og er í geymslu. Steinsnar frá er grafreitur Jóns Sigurðssonar þar sem fyrirmenn landsins leggja blómsveig 17. júní. Stúdentar leggja þar blómsveig 1. desember ár hvert en minnast ekki Jóns Magnússonar. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Magnús Ólafsson Útförin Líkfylgd við hús Jóns Magnússonar forsætisráðherra við Hverfis- götu 2. júlí 1926. Mikið fjölmenni fylgdi honum til grafar. „Þetta er alls ekki vansalaust“  Marmaraplatan á legsteini Jóns Magnússonar fyrrverandi forsætisráðherra brotin og í geymslu  Var forsætisráðherra þegar Ísland varð fullvalda ríki 1918  Fyrsti forsætisráðherra Íslands Forsætisráðherra Jón Magnússon gegndi embættinu í samtals sjö ár. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 Audi Q7 e-tron quattro Nokkrir Audi Q7 e-tron quattro hlaðnir aukahlutum á einstöku tilboðsverði. Listaverð 11.730.000 kr. Tilboðsverð 10.990.000 kr. 5 á ra á b yr g ð fy lg ir fó lk sb íl u m H E K L U a ð u p p fy ll tu m á k væ ð u m á b yr g ð a rs k il m á la . Þ á e r a ð fi n n a á w w w .h e k la .i s/ a b yr g d Eigum örfá eintök á gamla genginu til afhendingar strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.