Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 Ég er sagður vera sérfræðingur í Mikka ref,“ segir Hjörtur MárBenediktsson í Hveragerði sem er sextugur í dag. „LeikfélagHveragerðis hefur þrisvar sýnt Dýrin í Hálsaskógi eftir Thor- björn Egner og í öll skiptin valdist ég í hlut- verk hins hrekkjótta refs sem var þó góður inn við beinið. Sennilega hef ég leikið refinn í samtals 90 sýningum og kann því rulluna vel. Núna er ég kominn í pásu frá leikfélaginu; meðal annars til að gefa nýju fólki sviðið eftir. En fátt gefur mér meira en leiklist og söngur. Í dag syng ég með alls þremur kórum sem er afar skemmtilegt, með- al annars Karlakór Sel- foss en í honum hef ég verið alveg frá árinu 2000.“ Hjörtur Már er Rang- æingur að uppruna og ólst meðal annars upp í Austvaðsholti í Land- sveit. Fór þó ungur að heiman; í héraðsskóla, í búfræði á Hvanneyri og í garðyrkjunám á Reykjum í Ölfusi og seinna í Noregi. „Ég flutti fyrst hingað í Hveragerði árið 1980 og vann við garð- yrkju hér. Svo var ég í fjögur ár bóndi austur í Landeyjum en hvarf frá því þegar uppskera brást og verðbólgan var búin að gera miklar skráveifur. Því var ekkert annað að gera en bregða búi, eftir að hafa átt að mörgu leyti góðan tíma í Landeyjunum og kynnst þar góðu fólki. Sveitin og búskapur eru alltaf mjög nærri mínu lífi. En eftir Landeyjarnar kom ég aftur í Hveragerði og hef verið hér síðan. Starf- aði lengst hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, við gróðrarstöð þess en nú sem vaktmaður. Jú, og svo var ég einu sinni hér í bæjarstjórn, tvö kjörtímabil,“ segir Hjörtur sem er giftur Björg Hilmisdóttur og á þrjár dætur af fyrra hjónabandi. Og í tilefni dagsins er börnum þeirra Bjargar og fleirum úr stórfjölskyldunni boðið í mat í kvöld, þá að sjálfsögðu lambalæri með öllu því góðgæti sem því til- heyrir. sbs@mbl.is Fátt gefur meira en leiklist og söngur Hjörtur Már Benediktsson er sextugur í dag Hvergerðingur Hjörtur Már Benediktsson. Ó ttarr Ólafur Proppé fæddist 7.11 1968 í Reykjavík en ólst upp í Suðurbæ Hafnarfjarðar og Urbana í Illinois í Bandaríkjunum til skiptis þegar for- eldrar hans voru í námi. Hann gekk í Öldutúnsskóla, Flensborg, og Penn- ridge High School í Perkasie í Pennsylvaníu. „Síðan tóku bókabúðir og rokk af mér völdin. Við tókum upp fyrstu plötuna með HAM 1988 og vorum mjög virkir til 1994. Við gerðum rosa- lega mikið af því að reyna að slá í gegn í útlöndum og túruðum með Sykurmolunum og fleirum. Við hætt- um með miklum glans 1994 og héld- um stóra lokatónleika sem voru gefn- ir út á plötu og það var í fyrsta skipti sem við borguðum okkur laun fyrir spilamennskuna. Síðan komum við aftur saman með Rammstein 2001 og upp úr því fórum við að vinna saman aftur og höfum starfað nokkuð sam- fleytt frá 2006.“ Meðal annarra hljómsveita sem Óttarr var í má nefna Funkstrasse, Rass og Dr. Spock. Meðfram hljóm- sveitarbransanum starfaði Óttarr við bóksölu hjá Almenna bókafélaginu, Eymundsson og Máli og menningu, eða frá 1987 til 2010. Óttarr vann einnig við kvikmyndir og var leikari, Óttarr Proppé, bóksali og fyrrverandi ráðherra – 50 ára Morgunblaðið/Styrmir Kári Hjónaleysin Óttarr og Svanborg hafa búið saman frá 1990 og eiga heima í Garðastræti. „Við vorum bæði alin upp í úthverfi en löðuðumst að miðbænum um leið og við höfðum aldur til og höfum verið þar síðan.“ „Pólitíkin gleypti mann hratt og örugglega“ Morgunblaðið/Kristinn Dr. Spock Hljómsveitin spilar á laugardagskvöldið á Airwaves, á Gauknum. Akureyri Haukur Snær Vignisson fæddist 16. september 2017 kl. 5.50. Hann vó 4.200 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Kolfinna Snæbjörg Haraldsdóttir og Vignir Hauksson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. fyrir alla fagurkera... Náttúruleg efni – Sjálfbær framleiðsla – Himneskur svefn LÁTTU DRAUMINN RÆTAST Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is HEIMILI & HUGMYNDIR Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.