Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er að sjálfsögðu aldrei gott að fá bilun en við tökum þessu af jafn- aðargeði og reynum að leysa málið,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfir- flugstjóri Landhelgisgæslunnar. TF-LIF, ein þriggja þyrlna Land- helgisgæslunnar, er biluð og tak- markar það björgunargetu Gæslunn- ar nokkuð. „Þetta er bilun sem kom upp ný- lega í flugleiðsögubúnaði. Þetta er ekki óalgengt, TF-LIF má fara í loft- ið en hún má ekki fara í blindflug,“ segir Sigurður. Það þýðir nánar til tekið að komi upp neyðarástand úti á sjó að nóttu til getur Landhelgisgæslan ekki brugðist við. Þegar um slíkar aðgerð- ir er að ræða þarf bæði að hafa mannskap og aðra vél til taks, ef eitt- hvað kemur upp á hjá þeirri fyrri. Aðeins tvær af þremur þyrlum Land- helgisgæslunnar eru búnar til slíkra björgunaraðgerða og TF-LIF er önnur þeirra. „Það er rétt. Það þarf vél sem er hæf í blindflug til að fara út að nóttu til í aðgerðir á sjó. Okkar þjónusta mótast af því hvaða vélar við getum notað saman hverju sinni. Við veitum fulla þjónustu inni á landi og fulla þjónustu á sjó að degi til. En sem stendur eru hend- ur okkar bundnar í myrkri. Það er bara þannig,“ segir Sigurður. Eins og fram hefur komið stend- ur til að endurnýja þyrluflota Landhelgisgæslunnar og von er á nýjum þyrlum á næsta ári. „Að sjálfsögðu vonumst við eftir að TF-LIF verði löguð og sú vinna er í gangi. Við verðum bara að þreyja þorrann þangað til,“ segir Sigurður. Hann segir að ekki komi til greina að bíða þar til nýjar þyrlur verða teknar í gagnið á næsta ári. „Nei, það gengur ekki. Ef þetta ástand varir stoppar TF-LIF eftir ákveðið langan tíma. Það erfiða í þessu er að búnaðurinn er svo gamall að aðgengi að honum er mjög stopult. Ef þetta væri ný þyrla gætum við fengið varahlut næsta dag. En þegar um svona gamla vél ræðir þarf að leita um allan heim að búnaði og hann er jafnvel ekki til. Við erum að vinna í málinu og þessu verður kippt í lag.“ „Alvarlegt ástand“ „Þetta er mjög alvarlegt ástand, því verður ekki neitað,“ segir Val- mundur Valmundsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands. „Dagurinn er stuttur og það er ekki gott að segja hvað gerist ef eitthvað kemur upp á í myrkri. Við höfum lengi kraf- ist þess að Gæslan hafi nægt rekstrarfé, sérstaklega vegna þyrlu- sveitarinnar. Ástandið sést best á því að þeir hafa þurft að leigja út vélina hálft árið til að hafa efni á að gera við þyrlurnar. Þó er fagnaðarefni að það eigi að bæta stöðuna á næstu árum.“ Allt stopp þegar það dimmir  Bilun í flugleiðsögubúnaði þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF  Getur ekki flogið blindflug  „Hendur okkar eru bundnar í myrkri“  Erfitt að fá varahluti Morgunblaðið/Árni Sæberg Bilun TF-LIF nýtist ekki Landhelgisgæslunni við næturflug um þessar mundir vegna bilunar í flugleiðsögubúnaði. Valmundur Valmundsson Sigurður Heiðar Wiium 94% ökumanna finnst þeir öruggari með EyeSight tækni Þú fyllist hugarró þegar þú veist að bíllinn þinn skerst í leik og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir árekstur. Varar þig við þegar aðvífandi ökutæki er á blinda punktinum. Og gerir þér kleift að leggja bílnum áreynslulaust í þröngt stæði með aðstoð myndavélar sem sýnir nálægð við gangstéttarbrún. Slakaðu á. EyeSight er staðalbúnaður í Subaru Forester LUX, bensín. Subaru Forester Premium, sjálfskiptur. Verð frá: 5.190.000 kr. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 7 9 5 Í frétt í blaðinu í gær um strand flutningaskipsins Fjordvik var fyrir- tækið Köfunarþjónustan óvart nefnt Köfunarfélagið. Beðist er velvirð- ingar á því. LEIÐRÉTT Köfunarþjónustan Umboðsmaður barna og Vinnueftir- litið efna á morgun til fundar um at- vinnuþátttöku barna. Fundurinn fer fram á Hótel Natura, þingsal 2, frá kl. 14.30 til 17.15. Á fundinum verða kynntar niður- stöður úttektar á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir 13-15 ára sem umboðsmaður barna stóð fyrir í sumar og einnig kynntar nýjar upplýsingar frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna eftir at- vinnugreinum og aldri. Þá fjalla fulltrúar Vinnueftirlitsins um þau lög og reglur sem gilda um vinnu barna og skráningu vinnuslysa. Þátttaka er endurgjaldslaus og kaffiveitingar verða í boði. Morgunblaðið/Frikki Unglingavinna Umboðsmaður hef- ur unnið úttekt á vinnu unglinga. Úttekt á vinnu barna  Fundur í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.